Dagur - 06.03.2001, Síða 17
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 - 17
Ðayur
J-jfigÁn
WNPlMM
■mbmukm
Sænskir kunna
aö meta Thor
Bókin Morgunþula Bírgír
í Stráum eftir 'l'lior Guömundsson
Vilhjálmsson hefur hlotið af-
bragðsdóma í blöðum í Sví-
þjóð. Thor fékk sem kunnugt
er fslensku bókmenntaverð-
launin árið 1998 fyrir þessa
bók. Dæmi um umsögn um
þessar bækur er dómur John
Swedemark í Göteborgs-post-
en, en þar segir m.a eftir að
búið er að gera nokkra grein
fyrir Thor sem rit-
höfundi og benda á
að „Grámosinn gló-
ir“ sé í raun orðið
sígilt verk: „Og það
sama má segja um
þessa nýju bók,
Morgunþula í strá-
um sem gerist á
12.öld. Sagnalist
höfundar kemur sí-
fellt á óvart og sýn-
ir bæði ytri og innri heim sög-
unnar af skerpu og tækni sem
aðeins er hægt að leyfa sér í
skáldskap."
Fleiri ritdómarar í Sviþjóð
hafa lokið lofsorði á Morgun-
þulu í stráum og þannig segir
Carolina Söderholm í Kristian-
stadsbladet: „Af miklu öryggi
dregur höfundurinn með
penna sínum upp mynd af
manni sem fullur mótsagna og
efasemda gekk gegn samtíð
sinni en endaði samt á því að
gera eins og samfélagið bauð.
Prátt fyrir flókna nafnahefð fs-
lendinga og íjölda persóna er
samfélagsmyndin mjög skýr og
sannfærandi. Og í lokin þegar
maður leggur aftur augun
finnur maður ilminn af
döggvotu grasinu og kuldann
frá ijallatoppunum."
Tord Wallström kallar bók-
ina „Töfrandi upplifun" dómi
sínum í Tidningen Boken. Allir
dómar eru sammála um það
að Thor takist einstaklega vel
að lýsa mannlegum átökum og
liinu stórkostlega landslagi fs-
lands.
Áður hafa birst eftir hann á
sænsku bækurnar Fljótt, fljótt
sagði fuglinn 1976, Mánasigð
1977, Grámosinn glóir 1988
og Náttvíg 1990.
v______________________________/
Thor
Vilhjálms-
son
Kúlnahríð í Freyvangi
Veigamikiö hlutverk i verkinu er dansmærin Olive Neal, teikin afHalldóru Magnúsdóttur. Hún heldur persónunni og
óþolandi raddblæ hennar vel allt til loka.
Laugardaginn
24. febrúar
frumsýndi
Freyvangsleik-
húsið leikritið
„Bófaleikur á
Broadway eftir
Woody Allen.
Pví miður
komst undirrit-
aður ekki á
frumsýning-
una, heldur sá
aðra sýningu, 2. mars. ís-
lenska leikgerð unnu þeir Ár-
mann Guðmundsson og Hann-
es Blandon. Leikstjóri er Ilá-
kon Waage, en leikmynd er
eftir Þórarinn Blöndal. Um
hljóð sjá Valdimar Gunnars-
son og Bóas Eiríksson, en lýs-
ingu vann Pétur Skarphéðins-
son. Tónlistarstsjóri er Reynir
Schiöth.
Tilurð leikritsins „Bófaleik-
ur á Broadway“ er nokkuð
sérkennileg og verður að telja
óvíst, að önnur eins hafi til
orðið að minnsta kosti hér á
landi. Verkið er unnið upp úr
kvikmynd, sem ber heitið
„Bullets over Broadway“, og
er eftir Woody Allen. Það ber
þessa mikil merki. í því er
mikið um afar stutt atriði og
truflar það nokkuð rennsli
þess. Þessa gætir mest fyrir
hlé, þar sem ferlið er nokkuð
mikið höggvið. Þrátt fyrir
þetta skilar söguþráður sér
allvel.
Þýðendunum, Ármanni
Guðmundssyni og Ilannesi
Blandon, hefur víða tekist vel.
Texti verksins er almennt séð
lipur og tíðum smellinn og
vekur kátínu. Einnig hafa þeir
kryddað hann orðalagi, sem
fellur tíðum vel að persónun-
um, sem mæla hann frarn.
Miklu skiptir, að textinn skilar
sér almennt vel, enda fram-
sögn góð.
Leikstjórinn hefur í flestum
greinum unnið vel að uppsetn-
ingunni. Sem næst ekkert er
um dauðar stöður til dæmis í
hópsenum, sem eru allmargar
í verkinu, og er sviðsferð í
þeim almennt góð. Nokkuð er
þó um atriði, sem mátt hefði
vinna betur svo sem nokkur
atriði Nicks Valentis (Jósteinn
Aðalsteinsson), atriði á heimili
Ellenar (Dýrleif Jónsdóttir) og
atriði Sids Loomis (Ólafur
Theodórsson).
Dansatriði eru talsvert vel
af hendi leyst og tónlist í verk-
inu vel valin. IJvort tveggja
lífgar mjög upp á sýninguna
og gefur henni blæ, sem verk-
ar vel.
Prýðilega spaugilegu
í aðalhlutverki er Stefán Guð-
laugsson sem leikskáldið Dav-
id Shayne og gerir í miklu
flestu prýðis vel. Umboðsmað-
ur hans, Julian Marx er leik-
inn af Leifi Guðmundssyni,
sem einnig er almennt góður í
hlutverki sínu. Veigamikið
hlutverk í verkinu er dans-
mærin Olive Neal, leikin af
Halldóru Magnúsdóttur. Hún
heldur persónunni og óþol-
andi raddblæ hennar vel allt
til loka. Fastan fylgdarmann
hennar, mafíósann Cheech,
leikur Ragnar E. Ólafsson,
sem tíðast gerir prýðisvel í
túlkun sinni á þessum kald-
rifjaða hæflleikamanni.
Mikið hvílir á leikkonunni
Ilelen Sinclair, sem er túlkuð
af Ilelgu Ágústsdóttur. Hún
nær skemmtilegum tökum á
tilgerðarlegri persónunni og
viskírödd hennar. Önnur leik-
kona er hin hressa Eden
Brent, leikin af Maríu Gunn-
arsdóttur, sem víða á mjög
góða spretti í túlkun sinni.
Mun fleiri koma fram í
verkinu enda eru hlutverk í
því vel yfir tuttugu. Miklu
flestir komast vel frá hlutverk-
um sínum og hefur leikstjór-
inn greinilega haft vakandi
auga með jafnvel þeim, sem í
smæstu hlutverkunum eru.
„Bófaleikur á Broadway“
fjallar á heldur kaldranalegan
hátt um líf og kringumstæður
leikhússfólks í New York.
Kúlnahríð er tíðum mikil á
sviðinu, þegar mál eru leyst
eða gerð upp með skilvirkum
aðferðum. Þrátt fyrir þetta er
verkið í gerð sinni léttur og
fjörlegur gamanleikur, þar
sem gys er gert að stöðluðum
persónum, og hann víða
prýðilega spaugilegur.
LEIKLIST
r
Haukur
flgústsson
skrifar
Hefur þj ómistan skerst?
Meðal umræðuefna síðustu viku
var lokun tveggja pósthúsa í
Skagafirði. Með þá ákvörðun eru
Skagfirðingar ósáttir og voru sjón-
armið þeirra í málinu tekin fyrir í
afar sérkennilegri umræðu sem
fór fram á Alþingi í sl. viku þar
sem iðnaðarráðherra var krafinn
svara um þjónustustarfsemi á
landsbyggðinni. Frummælandi vís-
aði til þess að víða á landsbyggð-
inni hefði almenningsþjónusta ver-
ið skert, svo sem í verslun, mennt-
un og bankaþjónustu svo einhverj-
ir þættir séu nefndir. Hér skal hins vegar
gerð að umtalsefni sú áleitna spurning
hvort þjónusta hafi yfirleitt skerst. Það er
vafainál.
Bankinn komiiin í hpimarann
Er póstþjónustan í landinu minni er var
þegar bæði bögglar og bréf eru nú borin
í hvert hús bæði í þéttbýli og til sveita?
Þvert á móti má segja að póstþjónustan
MENNINGAR
VAKTIN
«f> -Vt
m
{/■
Sigurður Bogi
Sævarsson
skrifar
hafi batnað - á sama tíma og
mikið hefur dregið úr póstsend-
ingum almennings. Er þjónusta
banka minni en var þegar við-
skiptavinir geta beintengst þeim
og í gegnum heimilistölvuna
sinnt helstu bankaviöskiptum?
Sent tölvupóst til í bankanna og
beðið um fyrirgreiðslu. - Svona
má halda áfram og tíunda ýmsa
þætti, þar sem í raun má segja
að þjónusta við almenning hafi
stórlega batnað þótt einnig megi
nefna dæmi sem ganga í þveröf-
uga átt. Þar má nefna lokun verslunar-
og bensínstöðvar á Bakkafirði fyrir
skömmu. í slíkum tilvikum er ekki óeðli-
legt að hið opinbera veiti stuðning svo
rekstur slíkrar grunnþjónustu geti áfram
borið sig.
Mótrök við þeim sjónarmiðum sem
hér eru sett fram um bankaþjónustu geta
verið þau að ekki kunni allir á tölvur.
Sem er hárrétt. En þegar svo er komið
„Atvinna og þjónusta á lands-
byggöinni veröur ekki heldur
tryggð meö því aö taka ekki mið af
þeirri tækni sem nú hefur rutt sér
tii rúms, “ segir m.a. hér í greininni.
að tölvueign almennings er óviða meiri
en hér á landi hljóta bankarnir að miða
þjónustu sína við það. Tölvur kosta orðið
lítinn pening og hvarvetna er boðið uppá
tölvunámskeið sem ungir sem aldnir
sækja. Því ættu flestir að geta verið svo
Iukkulegir að geta sinnt sínum bankavið-
skiptum með fyrirhafnarlitlum hætti í
heimaranni. Þetta er í raun íjarvinnsla,
sem stjórnmálameim líkt og aðrir verða
að skilja að hefur ýmsar birtingarmyndir
- í síkvikum veruleika dagsins.
Tekið mið af tækninni
Hin liliðin á peningi þessa máls er svo sú
að störfum í Skagafirði fækkar um fimm
með því að póstþjónustan þar er falin,
það er kaupfélaginu. Við því þarf að
bregðast með þeirn hætti að skapa ný at-
vinnutækifæri og best er ef fólkið sjálft
getur komið því í kring, frekar en að op-
inberar og jafnvel félagslegar ráðstafanir
ráði för. Atvinna og þjónusta á lands-
byggðinni verður ekki heldur tryggð með
því að taka ekki mið af þeirri tækni sem
nú hefur rutt sór til rúms og þykir hvar-
vetna sjálfsögð, nema þá af mönnum
sem virðast allt að því neita að skila
skilja tækni dagsins í dag enda þótt þeir
jafnvel lofsami hana í annan tíma - ef
þeim hentar svo.
sigur-dur@dagur.is