Dagur - 16.03.2001, Blaðsíða 2
2 - FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001
FRÉTTIR
Hluti Byggdastofn-
uuar 149 milljónir
Verksmidja Nasco í
Bolungarvík seld
lieimamöimiiin á 236
milljóiiir. Byggða-
stofnun leggur til
119 milljóna víkjandi
lán fram sem hlutafé,
en auk þess 30 millj-
óna króna hlutafé til
viðhótar.
Skrifað var um hádegisbilið á
fimmtudag undir kaupsamning á
þrotabúi rækjuverksmiðjunnar
Nasco-Bolungarvík, en verk-
smiðjan hefur ekki starfað síðan
8. desember sl., er fyrirtækið
varð gjaldþrota. Gengið var að
tilboði heimamanna sem iagt var
fram 18. febrúar sl. upp á 236
milljónir króna, en í samningn-
um er ekki um að ræða neinar
niðurfellingar á kröfum í þrota-
búið. Að tilboðinu standa Bol-
ungarvíkurbær, Verkalýðs- og
sjómannafélag Bolungarvíkur og
AG-fjárfestar, en einn hclsti eig-
andi þess er Agnar Ebcneserson
sem var framkvæmdastjóri
Nasco-Bolungarvík og verður
líklega framkvæmdastjóri nýja
fyrirtækisins.
Um 80 manns urðu atvinnu-
lausir þá, til viðbótar við þá 12
sem fyrir voru á atvinnuleysis-
skrá. 1 gær var tala atvinnulausra
á Bolungarvík 40 manns, og er
gert ráð fyrir að það takist að
uppræta atvinnuleysi á Bolung-
arvík að mestu þegar verksmiðj-
an fer aftur að starfa þó fyrir hafi
verið á atvinnuleysisskránni fólk
sem var við önnur störf en í
rækjuverksmiðjunni. Gert er ráð
fyrir að það verði um miðjan apr-
ílmánuð, en tíminn fram að því
verður notaður til að afla hráefn-
is og koma þeim málum í lag til
nánustu framtíðar.
Aðkoma Byggðastofnunar
Byggðastofnun kemur að málinu
með því að leggja til 119 milljón-
ir króna sem hlutafé, en það var
víkjandi lán sem hvíldi á þrota-
búinu og var veitt fyrirtækinu á
sínum tíma sem Iiður í svokall-
aðri Vestfjarðaaðstoð. Auk þess
Ieggur Byggðastofnun til 30
milljónir króna sem hlutafé. Auk
þess leggur Sparisjóður Bolung-
arvíkur til 40 milljónir króna
sem hlutafé, sem einnig var
skuld þrotabúsins við sparisjóð-
inn, og Sjóvá/Almennar á sama
hátt 27 milljónir króna.
Lárus Benediktsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags
Bolungarvíkur, sagði í gær að
þetta væri mikill gleðidagur í
Bolungarvík, sól f sinni þeirra og
þakklæti að þessari lendingu
skuli nú náð. Það sé líka mjög
ánægjulegt að fyrirtækið verði
nú í eigu heimamanna, en á það
hefur verið lög megináhersla síð-
ustu vikur að fyrirtækið yrði í
eigu heimamanna og stjórnað af
þeim. Eftir á að stofna félag og
skipa stjórn og ráða fram-
kvæmdastjóra. Lárus segir hug-
myndir manna um nafn á fyrir-
tækið margvíslegar, þó líklega
eftir einhverju örnefni úr byggð-
inni. — GG
Uiidirnieim
bíða átekta
Sautján undirmenn á Svalbak EA
bíða nú eftir þvf hvort dómi undir-
réttar frá því í sl. viku, þegar UA
var gert að greiða yfirmönnum á
Svalbak launabætur verði áfrýjað.
Svalbakur var seldur í fyrra og reis
ágreiningur í kjölfarið um bótarétt
skipverja. 1 frétt Dags sagðist
framkvæmdastjóri ÚA ósáttur við
niðurstöðuna og taldi nánast ör-
uggt að málinu yrði áfrýjað til
Hæstaréttar. Guðbrandur taldi
hins vegar ekld líkur á að undir-
menn myndu sigla í kjölfar yfir-
mannanna. Skv. Ingu Þöll Þór-
gnýsdóttur, lögmanns undir-
manna, liggur nú hins vegar lyrir
að 17 undirmenn bíða þess að sjá
hvort UA áfrýi málinu eða ekki til
að þeir geti ákvarðað um næstu
skref sín í málinu. Undirmenn-
irnir eru þegar búnir að stel'na UA
og þingfesta mál sitt fyrir héraðs-
dómi. Hins vegar höfðu þeir í
samráði við lögmann sinn og lög-
mann UA ákveðið að fresta þeim
málum þar til dómur hefði fallið í
máli yfirmannanna.
Maðurinn færður út snjóbílnum yfir i sjúkrabi! í fyrrinótt. - mynd: ásgeir hreiðarsson
A sjukrahús liðlega
10 tíinuni eftir slys
Mikid iimstang vid að
koma vélsleðamanni
til byggða eftir slys.
Margir sleðamenn fóru
til fjalla. Þjrú vél-
sleðaslys.
Vélsleðamaður á fertugsaldri slas-
aðist þegar hann fór fram af hárri
hcngju í Skjóldal inn af Glerárdal
í Eyjafiröi um hálffimmleytið á
miðvikudag.
Töluvert var um vélsleðamenn á
svæðinu er slysið varð, m.a. björg-
unarsveitarmenn, Iögreglumenn á
frívakt og einn sjúkraflutninga-
maður. Komu þeir mjög fljótlega á
slysstað og gátu hlúð að mann-
inum. Björgunarsveitin Súlur frá
Akureyri var kölluð til og ók hún
með lækna á staðinn til að kanna
ástand mannsins og þeir töldu
hann vera með bakáverka sem
krefðist þess að maðurinn yrði
fluttur á sjúkrahús á þyrlu. Beiðni
Iögreglunnar á Akureyri um þyrlu
barst svo stjórnstöð Landhelgis-
gæslunnar kl. rúmlega 19.00 og
var farið í loftið úr Reykjavík kl.
19.25 á stærri þyrlunni. Þyrlan
varð að snúa við yfir Þingvalla-
vatni vegna smávægilegrar bilun-
ar, og eftir viðgerð var aftur hald-
ið af stað norður og komið norður
skömmu eftir miðnætti. Þyrlan
gat hins vegar ekki athafnað sig á
slysstað, m.a. vegna nálægðar
klettaveggjar, eða lent og því varð
eftir allt saman að flytja manninn
á sjúkrahúsið á Akureyri á snjóbíl
sem kominn var á staðinn og var
til taks. Þangað var kontið með
hann um ld. fjögur um nóttina,
Iiðlega 10 tímum eftir slysið.
Þrjú vélsleðaslys urðu á mið-
vikudag, því auk slyssins á Skjól-
dal slasaðist vélsleðamaður í
Lambahrauni sunnan Langjökuls
er hann féll af sleða sínum. Minni
þyrla Gæslunnar var kvödd til að
sækja hann. Einnig fótbrotnaði
vélsleðamaður sem velti vélsleða í
Unadal, skammt frá Hofsósi.
Honum var komið undir iæknis-
hendur á Sauðárkróki. Slysið átti
sér stað um kl. 19.00. - GG
StlltlliTa
»
im líjTI 1
Lnul |ul 1 INNLENT
Gróðimiujar njóti landslagsvemdar
Þingmenn Samfylkingarinnar, með Össur Skarphéðins- -
son í fararbroddi, hafa lagt fram frumvarp til laga um
breytingu á náttúruverndarlögum, þess efnis að gróður-
vinjum á hálendi Islands verði bætt við þær landslags-
gerðir sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögun-
Össur Skarp-
héðinsson.
í greinargerð með Irumvarpinu segir að það byggi á
þeirri staðreynd að gróðurvinjar hálendisins séu „sér-
stök landslagsgerð sem ekki einasta eru einstæðar á Is-
landi heldur á heimsvísu. Það gildir bæði um ólík sam-
félög plantna og dýra sem á þeim dafna og um sér staka
blöndu lífræns jarðvegs og gosefna sem er undirstaða þeirra. Þær eru því
ákaflega mikilsverðar frá vistfræðilegum sjónarhóli. Sömuleiðis má færa
rök að því að vinjarnar séu ein af buröarstoðum ferðaþjónustu á hálend-
inu. Því miður eru dæmi um illa meðferð hálendisvinja. Þar má sem
dæmi nefna OrraVatnsrúslir á Hofsafrétti, en þeim var til skamms tíma
ógnað af ofbeit hrossa. Því er rík ástæða til að vernda þær, ekki síður en
aðrar landslags gerðir". - FÞG
TR veit takmarkað um öryrkja
Tryggingastofnun ríkisins (TR) hefur engar upplýsingar um hvé margir
öryrkjar eru bundnir hjólastólum. í skrá TR yfir öryrkja er ekki tekið fram
hvort þeir noti hjólastól eða önnur hjálpartæki og við úthlutun hjólastóla
er ekki skráð hvort viðkomandi sé öryrki eður ei. Þetta kemur fram í svari
heilbrigðisráðherra við lyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannsdóttur, þing-
manns Samfylkingarinnar.
TR hefur heldur ckki upplýsingar um hve margir hjólastólaöryrkjar
voru án örorkubóta um sl. áramót. TR hefur heldur ekki upplýsingar um
hve margir þeirra, sem misst hafá útlim eða útlimi, voru án örorkubóta á
sama tíma. TR veit að af þeim sem áttu í gildi meira en 75% örorkumat
um síðustu áramót fengu 8.674 lífeyri en 369 engan örorkulífeyri. Af ör-
yrkjum með 50% eða 65% örorku fengu 1.185 grciddan örorkustyrk, en
256 engan örorkustyrk. I svörum ráðherra kemur og fram að við úthlut-
un bifreiðastyrkja tií öryrkja er hvort tveggja skoðað, hreyfigeta og tekjur
viðkomandi. - FÞG
Falsanir Helga Hjörvar
Stjórn Hollvina Reykjavíkurnugvallar hefur sent frá sér yfirlýsinu þar sem
Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar er átalinn fyrir að l’alsa tölur til að
styðja málflutning gegn Reykjavíkurllugvelli. Þar segir að Helgi hafi ítrek-
að fullyrt að 500 farþegar fari um Reykjavíkurnugvöll á daglega og „telur
hann það sýna að flugstarfsemin sé ekki jafn umlangsmikil og af er lát-
ið,“ segir í yfirlýsingunni. Hið rétta er að daglega fara 1.200 farþegar um
Reykjavíkurnugvöll, eða um 440 þúsund farþegar á ári, samkvæmt upp-
lýsingum Flugmálastjórnar," segir stjórn Hollvina Reykjavíkurflugvallar.