Dagur - 16.03.2001, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 - 13
Thypr
hætt. Hún sé nýlegt andlit og gefi
flokknum ferskari ásýnd. Kenn-
ingin um kynbundna parakeppni
hefur líka heyrst, að konur muni
kjósa Jónínu og Siv. A móti telja
sumir að Jónína hafi lagt frama
sinn að veði og ef útkoman verði
slök, sé framboð hennar pólitísk
mistök. l>á segja framsóknarmenn
að Olafur Orn hafi unnið ötulleg-
ast þessara þriggja að kjörinu og
það geti orðið honum til fram-
dráttar að hann sé óhræddur við
að standa á „prinsipum" sínum.
En þótt Guðna sé spáð sigri,
voru viðmælendur blaðsins sam-
mála um það í gær að ótímabært
væri að segja fyrir um niðurstöð-
una. A flokksþingum er beitt
ákveðinni aðferð til að veiða at-
Ólafur Örn Haraldsson: Ég er fyrst
og fremst baráttumaður.
kvæði. Fylkingar eru myndaðar
utan um hvern kandidat og síðan
er notuð „maður á mann" aðferð-
in, þar sem ráðabrugg er í al-
gleymi nánast allan sólarhringinn
frá föstudagsmorgni og þangað til
kosið verður síðdegis á sunnudag.
„Það er lausafylgið sem ræður úr-
slitum," sagði einn þingmanna
flokksins í gær.
Ólafur er baráttumaður
Dagur tók varaformannskandi-
datana tali í gær og spurði m.a.
um muninn á þeim þremur og
hvernig þeir mvndu meta helstu
áherslur flokksþingsins. Ólafur
Örn Haraldsson segir að varafor-
mannsefnin þrjú hafi verið saman
á framboðsfundi í Reykjavík í
Siv Friðle/fsdóttír: Talin sigurstrang-
leg í ritaraslagnum.
fyrrakvöld. Einkar gott hafi verið
milli frambjóðendanna á þeim
fundi og þeim hafi öllum verið vel
tekið. Spurður um muninn á hon-
um og hinum segist Olafur ekki
vilja gefa öðrum einkunn en hann
sé hins vegar alhliða baráttumað-
ur fyrir flokkinn. „Minn bak-
grunnur er mjög breiður. Eg hef
unnið víða í íslensku samfélagi og
tel mig vera fyrst og fremst bar-
áttumann. Framsóknarmenn geta
metið mig af baráttu minni núna.
Eg gef mig alltaf allan í það sem
ég geri,“ segir Ólafur.
Þingmaðurinn segir að skýrsla
Byggðastofnunar hljóti að hafa
áhrif á flokksþingið, byggða- og
alvinnumál séu enda eitt helsta
kjörsvið Framsóknarflokksins.
Hjálmar Árnason: Sá ekki fyrir sam-
keppnina af háifu Sivjar.
Spurður um byggðakvóta, þorir
Olafur ekki að spá fyrir um niður-
stöðu þess máls. Hitt sé ljóst að
byggðirnar standi og falli með þvf
að til þeirra berist hráefni og
hann segir að það verði að tryggja.
Olafur nefnir byggðamál, endur-
skoðun almannatryggingakerfis-
ins (kjör öryrkja og aldraðra) fylgi
flokksins, félagskerfi og starf
flokksins sem lielstu mál þings-
ins. Nýju lögin geri ráð fyrir miklu
skilvirkara flokksstarfi, skýrari
ábyrgð forystunnar og breyttu
vægi miðstjórnar sem dæmi: „Eg
heyri það á mínum heimsóknum
út um allt land að menn eru að
kalla á miklu líflegra flokksstarf,"
segir Olafur Örn.
Sífelld endurskoðun
Guðni Ágústsson segir að aðalmál
flokksþingins séu ný Iög ffokksins
og endurskoðun grundvallar-
stefnuskrár hans. Þar muni rísa
hæst umræður um málefni fjöl-
skyldunnar og byggða- og sjávar-
útv'egsmál.
Varðandi sjávarútvegsmálin og
byggðakvóta segir Guðni að
Framsóknarflokkurinn hafi alla
tíð verið reiðubúinn að ræða
breytingar á fiskveiðistjórnunar-
kerfinu og í raun boðað sífellda
endurskoðun. „Við trúum því að
meginmarkmið um verndun fiski-
stofna hafi náðst en framsalið
hefur verið umdeilt í flokknum.
Eg vil ekki sjá allan kvótann á
fáum höndum, en ég vil ræða
hugmyndir sem taka meira tillit til
byggðanna og fiskvinnslunnar."
-Flokksbróðir þinn, Kristinn H.,
segir niðurstöðuna áfellsidóm fyr-
ir kvótakerfið. Sammála því?
„Eg hef ekki kynnt mér skýrslu
Byggðastofnunar til hlítar. Marg-
ir hafa reynt að skilgreina kosti og
galla þessa kerfis. Við vitum að
prófessorar hafa skrifað lærðar
bækur um hagkvæmni kvótakerf-
isins og það er litið til þess sem
fyrirmyndar víða um heim. Ég
hef ekki skilið það þannig að þessi
skýrsla sé úttekt á kerfinu í heild
og vil því ekki tjá mig um hana
frekar fyrr en ég hef kynnt mér
hana betur," svarar Guðni.
Spurður um leiðir til að auka
fylgi flokksins, bendir Guðni á að
skoðanakannanir sýni að staða
flokksins sé sterk meðal unga
fólksins og þetta eigi flokkurinn
að nýta sér í auknum mæli.
Einnig verði flokkurinn að vera
duglegri að minna á verk okkar og
stefnu. „Fólk í fyrirrúmi" er mjög
lýsandi um störf flokksins þó
sumir reyni að halda öðru fram.
Við stöndum vörð um tjölskyldu-
fólkið, barnakortin og stórauknar
barnabætur. Við unnum að leng-
ingu fæðingarorlofs og erum
stoltir af því. Við berjumst af al-
efli gegn fíkniefnum og ef menn
halda að aukinn árangur toll-
gæslu og lögreglu sé tilviljun þá
eru það blindir menn. Þá hef ég
ekki enn nefnt metnaðarfulla
áætlun okkar um tjiilgun starfa
sem gekk upp og aukna erlenda
fjárfestingu. Hér hefur náðst
mikill árangur og honum verðum
við að koma til skila til fólksins."
Flokkurinii þarf iiiig
- En því ættu menn að kjósa
Guðna sem varaformann frekar
en einhvern annan?
„Eg grundvalla framboð mitt
einkum á þrennu. I fyrsta lagi er
ég að bregðast við þeirri miklu
hvatningu og þeim stuðningi sem
ég hef fengið frá flokksmönnum
alls staðar af að landinu. I annan
stað hef ég mikla reynslu úr störf-
um fyrir flokkinn, þekki söguna,
stefnu og fólkið. I þriðja lagi tel
ég að það styrki flokkinn ef mínar
áherslur, sem eru öllum kunnar,
verða settar í öndvegi. Að lokum
vil ég nefna að ég hef víða farið á
undanförnum mánuðum og hitt
fólk á glæsilegum fundum og í
smærri hópum. Ég hef átt gott
með að blása baráttuanda í brjóst
þeirra sem ég hitti. Ég held að
flokkurinn þurfi á því að halda,"
segir varaformannsefnið og land-
búnaðarráðherrann Guðni
Ágústsson.
Spuming ínii heildarsýn
Jónína Bjartmarz segir að stefna
landsmálaafls eins og Framsókn-
arflokksins bvggi ekki á einhverju
einu málefni þegar hún er spurð
um aðalmáJ þingsins. „Hún bygg-
ir á byggir heildarsýn á hagsmuni
samfélagsins og hvernig þeirra
verður best gætt. - Sjávarútvegs-
málin hafa þó verið mikið í um-
ræðunni og það er viðbúið að um
þau verði mikið rætt," segir hún.
„Ég styð hugmyndir um aukinn
byggðakvóta með það að mark-
miði að efla atvinnuöryggi fólks,
enda hefur byggðakvótinn víða
sannað gildi sitt. En það að
kenna kvótakerfinu einu og alfar-
ið um þá byggðaröskun sem við
höfum horft upp á fær ekki stað-
ist. Við hljótum að þurfa að horfa
til þess hver staðan væri ef því
kerfihefði ekki verið komið á, sem
ekki er gert í skýrslunni," segir
Jónína ennfremur.
Jónína var spurð hvort hún tæki
þá ekld undir með flokksbróður
sínum, Kristni H. um að skýrsla
Byggðastofnunar væri áfellisdóm-
ur vfir kvótakerfinu segir Jónína:
„ Nei, en skýrslan dregur fram
ákveðna erfiðleika og vandamál
sem við er að etja og á þeim þarf
að finna lausnir bæði innan og
utan sjávarútvégsins,"
Kyimtng málefna
Jónína telur að nærtækasta lciðin
til að auka fý'lgi Framsóknar-
flokksins sé með bættri kynningu
á málefnalegum grunni. Höfuð-
borgarbúum ekki síður en öðrum
landsmönnum þarf að kynna
stefnumál flokksins og áherslur er
byggja á sígildri hugmyndafræði
og sýna fram á að þeir eigi sam-
leið með honum. Aðspurð um
hvers vegna menn ættu að kjósa
hana sem varaformann frekar en
einhvern annan sagði Jónína: „
Til að efla Framsóknarflokkinn,
breikka forystu hans og nýta
krafta mína, áhuga, vilja og
metnað til að auka fylgi flokks-
ins.“
Stjórnarsamstarfið
Framsóknarflokkurinn hefur að
ýmsu lcyti staðið sig vel í stjórnar-
samstarfinu og haldið utan um
erfið ráðuneyti. Sú er skoðun all-
margra og dugnaður og farsæld
utanríkisráðherrans er tíunduð.
Oræð stefna, skuggi samstarfsins
með Sjálfstæðisflokknum og
ímyndarvandi eru aftur vandamál
sem viðmælendur flokksins nefna
gegnu mgangandi.