Dagur - 16.03.2001, Blaðsíða 4

Dagur - 16.03.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR Valmynd með atkvæðaseðli Kosið rafrænt í fyrsta skipti hjá borg. Á kjör- skrá 81.262. Kjörkort með einu atkvæði. Hægt að eudurskoða kosniugu. Borgarbúar ganga í fyrsta til sinn raf- rænna kosninga þegar kosið verður um framtíðarnýtingu Vatnsmýrarinnar á morgun, laugardag. Alls eru 81. 262 rnanns á kjörskrá. Við kosninguna verður notast við rafrænan hugbúnað frá ESJ sem nefnist Kjarval og var fyrst notaður við kosningar á þingi ASI í vet- ur. Búist er við að úrslit liggi fyrir í sið- asta lagi um klukkan 22 þá um kvöldið þegar l)úið verður að telja utankjör- lundaratkvæði uppá gamla móðinn. Kjörkort með atkvæði Gunnar Eydal formaður kjörstjórnar segir að kosningin fari þannig fram, að þegar kjósandi kemur inn í kjördeild, gel'ur hann sig fram við fulltrúa kjör- stjórnar og framvísar persónuskilríkj- um. Þá er nafni hans flett upp í tölvu og merkt við hann á kjörskrá. Kjósand- inn fær sfðan afhent kjörkort, sem hlaðið er einu atkvæði. Hann fer með það inn í kjörklefa og setur í Iesara. Við það birtist á skjánum valmynd með at- kvæðaseðli og merkir kjósandinn með tölvumús við einn af þremur valmögu- leikum. Flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir 2016, flugvöllurinn fari úr Vatns- mýri eftir 2016 eða skila auðu. Hægt að endurskoða Þegar kjósandinn er búinn að merkja við einn af þessum valkostum birtist ný mynd á skjánum sem sýnir val kjós- enda. Hann staðfestir að rétt hafi ver- ið valið og þar með hefur kosningin farið fram. Hann getur þó cndurskoð- að val sitt með því að ýta á aðgerð „til baka“ og fær þá kjörseðilinn upp á skjáinn að nýju. Að kosningu lokinni tekur kjósandinn kjörkortið úr lesara og setur það í kjörkassa um leið og hann j'firgefur kjördeildina. 300 tölvur Alls verður kosið í 50 kjördeildum með 1 50 kjörklefum í borginni þar sem not- ast verður samtals við um 300 tölvur. Starfsmenn verða um 350. Flestar kjördeildir eða 1 1 verða í Ráðhúsi borgarinnar en fæstar í Kringlunni, eða 6. Aðrir kjörstaðir verða í Laugar- nesskóla, Engjaskóla, Hagaskóla og Seljaskóla. A hverjum kjörstað verður sérstakur snertiskjár fyrir fatlaða og þá sem eru óvanir tölvumús. I Ráðhúsinu verður jafnframt sérstakur búnaður fyrir blinda og sjónskerta. Þá geta kjós- endur fengið aðstoð sem þess óska en þeir kjósa engu að sjður í einrúmi. Variirn fyrir álagi Ásta Þorleifsdóttir hjá ESJ scgir að hugbúnaðurinn sé vel varinn fyrir álagi, en hann á að geta annað 18 þús- und kjósendum á klukkustund. Þá séu varaaflsstöðvar bæði í Kringlu og Ráð- húsi ef rafmagnið fer. — GRM Talsverö spenna hefur nú myndast fyrir flokksþing framsóknarmanna sem hefst í dag og í potthium hafa menn tekiö cftir því aö hópur ungra framsóknarmanna vill nota þingið til aö ná fram stóru stökki í Evrópumálum - jafnvel enn stærra stökki en Ifall- dór Ásgrímsson er tilbúinn að sætta sig viö. Þetta kemur in.a. fram á Maddömumii í gær að nokkm Ieyti, þar sem talaó cr um nauösyn þess aö flokksþingiö falli ekki í sömu gryfjti og Búnaðarþing meö að af- greióa uinræóulaust einhverja Evrópuályktun. Fullyrt er í heita potlinum aö hún sé ckki síóur sterk fylkingin sem mætir til þings ákveóin í aö Iáta Evrópuumræðuna ekki dóminera þingið. Sagt er ;iö sú skoöun sé nokkuö útbreidd ineðal landsbyggöar- fulltnia, ekki síst í Norðurlandi vestra... Halldór As- grímsson. Hermt er aó stuöningsinemi Bjöms Bjamasonar sem vilja að hami leiði listann í næstu borgar- stjórnarkosiihigiim liafi dansað stríösdans af einskærum fögnuði í gær jiegar DV kom út meö nýrri skoðanakönun úr borginni sem sýnir mjög sterka stööu flokks- ins jiar. Munu þeh umsvifalaust liafa þakkaó þemian árangur umræðunni um að Bjöm gæti orðið næsta borgarstjóraefni flokksins og segja þctta sterka vfsbendingu um aö fólkið vilji hann. Ekki er þó búist viö aó Björn ákveöi sig strax enda fleiri kannanir á leiðhini, þar sem m.a. er spurt beint um hvert inenn vilji heldur Bjöm eöa iiigujóiiu... Björn Bjarna- son. En á sama hátt og stuðnings- menn Bjöms hafa kæst, þá liafa „aöskihiaöarsinnar" innan VG - þ.e.a.s. þeir sem ekki vilja í sam- starf með Reykjavíkurlistanmn - hcldur bctur tekiö viö sér. í pottinum í gær fréttist af cinuin undirforingja VG í Reykjavík lýsa jieirri skoöun sinni að samningsstaöa VG í samstarfimi væri slík að þeir ættu að gcta fengið nánast hvaö VINSTRIHREYFINGIN greent framboð Listaháskóli tengist landsbyggð - Er nokkaó nýtt að gerast t húsnæðismál- utn skólans? HjálmarH. Ragnarsson skólastjóri Listaháskóla íslands Listaháskólinn stefnirað því að tengja nemendur sína við lífog staiffólks á latids- byggðinni. Nemendur vinna aðverkefni á Seyðisfirði inn þessar mundir og annar hóp- urerá Grænlandi. - Heyrst hefur afhópi nemenda Listaháskól- ans við vinnu á Sey ðisftrði á veginn Skaftfells á Seyóisftrði. Hvað ent þatt að gera? „Skaftfell er menningarmiðstöð á Seyðisfirði og rekur þar menningarhús sem ber sama nafn, Skaftfell. Við hölnm sent nemendur á námskeið til Seyðisíjarðar, undir leiðsögn kennara frá okkur sem hefur lylgt þeim og þau hafa verið að vinna að verkefnum á Seyðisfirði í samvinnu við menningarmiðstöðina. I lýrra vann Þorvaldur Þorsteinsson með þeim að verkefni undir yfirskriftinni; „Menning og náttúra". Núna er það Björn Roth, sem hefur raunar aðsetur á Seyðisfirði, sem er með hóp- inn.“ - Hver er hiigtnyndajræðiii að haki þcssti? „Hugmyndin er í fyrsta lagi sú, að nemend- ur fáist við ný viðfangsefni og tengist líka bvggöinni úti á landi. Seyðisfjörður á sér mjög ríka sögu, bæði hvað varðar menningarsögu og þar eru líka verkstæði full af gömlum verkfær- um og smiðjur, meira að segja eldsmiðjur, að vísu ekki mjög aðgengilegar. En krakkarnir fá jiarna aðgang að öllum þessum smiðjum og verkstæðishúsum og heimafólkið tekur þeim opnum örmum og opnar fyrir þeim bæjarfélag- i(S. Þau vinna út frá bæjarfélaginu og hinu manngerða umhverli á Seyðisfirði, sem er að- alatriðið. Þctta reyndist mjögvel í fvrra, þann- ig að við ákváðum að halda þessu áfram og höfum hug á að efla Jsessi samsldpti frekar en hitt." - Hafa nemendur sjálftr áhuga á þessu? „Já, það hefur verið mjög eltirsótt að komast austur og mikill áhugi á þessu. Við höfum líka verið í samstarfi við fleiri staði, m.a. á Blöndu- ósi. Nýlega var líka sýning hjá nemendum á Skriðuklaustri á Héraði, í samvinnu við Gunn- arsstofnun, sem tókst mjög vel.“ - Þýðir þetta að þti hafir áihuga á að vinna að auknum tengslum Listaháskólans við landsbyggðina með einhverjum svipuðum hætti? „Já, það er ákveðin stefna hjá okkur að tengja nemendur sem mést við líf og starl fólks úti á landi. Bæði vegna þess að við teljum þetta vera mjög gott fyrir nemendur og líka vegna þess að það er mikil eftirsókn hjá ncm- endum að komast á svona námskeið. Við erum meira að segja með nemcndur á Grænlandi um þessar mundir, í öðru verkefni sem tengist skólanum." - Hvað ent þessir liópar stórir og hvað ent þeir lengi í þessum verkefnum úti á landi? „Það er 8 manna hópur sem er núna fyrir austan og hann veröur þar í viku.“ „Nei, ekkert sem hægt er að greina frá í bili. Það er verið að kanna þennan Miklátúns möguleika, sem sagt var frá í blöðunum. En það hefur svo sem ekki gerst neitt nýtt í |)ví efni. Við erum að vinna að uppbyggingu skól- ans í bráðabirgöahúsnæöi annars staðar til a.m.k. 3-4 ára. Hann er núna á þrem stöðum; í Laugarnesi, í Skipholti og við Sölvhólsgötu og síðan væntanlega í húsnæði hér rétt fyrir neðan í haust, þannig að við verðum þá kom- in á 4 staði. - Hver hefur ákvörðunarvaldið? „Það er stjórn skólans sem fer með forræði fyrir öllum helstu ákvörðunum skólans, m.a. uni húsnæði. En að sjálfsögðu störfum við samkvæml samningi við ríkið." - Á skólinn Ittísið i' Laugantesi? „Nei, en við stofnun hans lá fyrir fyrirheit tim að húsið í Laugarnesi yrði afhent skólan- um fullhúið lil notkunar - svo það fyrirheit liggur auðvitað fyrir enn." - Hvað eru nemendttr Listaháskólaus margir um þessar mttndir? „Þeir eru 230 hvar af rúmlega 200 eru á myndlistarsviðinu, í myndlist og hönnun, en 24 í leiklist." — HEi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.