Dagur - 16.03.2001, Blaðsíða 17

Dagur - 16.03.2001, Blaðsíða 17
Ð^fývr FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 - 17 LML (AN'DiHM Eitt failegasta verk Mozarts Hinfræga C-moll messa eftirMozartá það sam- eiginlegt með Sálumess- unni að hann lauk aldrei við hana. Söngsveitin Fflharmonía flytur Messu í c-moll, stóru messuna svonefndu, eftir Wolfgang Ama- deus Mozart ásamt kammersveit og einsöngvurum í Langholts- kirkju nú um helgina. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson og konsertmeistari er Rut Ingólfsdóttir, en einsöngvar- ar eru þau Póra Einarsdóttir sópran, Sólrún Bragadóttir sópr- an, Björn Jónsson tenór og Ólaf- ur Kjartan Sigurðsson bassi. Blaðamaður dags hitti þau Bernharð Wilkinsson stjórnanda söngsveitarinnar og sópransöng- konurnar Sólrúnu Bragadóttur og Þóru Einarsdóttur að máli síðastliðinn miðvikudag, en einmitt þann dag átti Bernharð- ur fimmtugsafmæli þótt ekki hafi hann iiaft hátt um það. Þau voru sammála um að Messan, sem ílutt verður á sunnudaginn, væri með stór- brotnustu og fallegustu tónverk- um Mozarts og hún er stærsta kirkjutónverkið sem hann samdi. Mjög kreíjandi verk „Þetta er mjög kreíjandi verk, sérstaklega fyrir sópranraddirn- ar en líka fyrir kórinn og aðra flytjendur," segir Bernfiarður. „Við höfum ílutt Sálumessuna og í samanburðinum er þetta miklu meira krefjandi verk hvað varð- ar tækni. En bæði þessi verk eiga það sameiginlegt að hann kláraði þau aldrei einhverra hluta vegna. Mér flnnst það mjög undarlegt því þetta eru bæði mjög stór verk.“ - En nú hafði hann nœgan tíma til þess að skrifa þessa messu, hún var ekki samin skömmu fyrir andlát hans. „Nei, þetta verk var skrifað um það bil þegar hann var að gifta sig. Ég las í bréfunum hans að hann hefði aldrei fundið jafn mikið fyrir náveru guðs á þess- um tíma og hann var mjög ham- ingjusamur með Konstanz. En auðvitað er nánast kraftaverk að hann skuli hafa getað skrifað allt það sem hann skrifaði á sínum æviferli," segir Bernharðui'. Vantar amenið? Messan var samin á árunum 1782 til 1783 og hún var frum- flutt í Péturskirkjunni í Salzburg í ágúst eða október 1783. Talið er að Mozart hafi notað brot úr öðrum verkum sínum við frum- flutninginn, því bæði vantar í hana síðari hluta Credo-kaflans og allan Agnus Dei-kaflann, sem samkvæmt hefðinni eiga að fylgja með í kaþólskum messu- texta. - En hvernig endar verkið þá, endar það bara í lausu lofti? „Nei, fræðimenn hafa tekið þetta verk að sér og fyllt inn í. Það vantar ekki í endann holdur vantar þætti inn í verkið til þess að það verði heil messa. En það var nóg til af efni til þess að hægt væri að fylla upp í það sem vant- ar,“ segir Bernharður. Sólrún segir þó að sér finnist skrýtið hvernig það endar, það sé svolítið snubbótt. „Það er svo skrýtið miðað við sálumessuna t.d. sem endar á svo stórbrotinn hátt,“ segir hún. Þóra spyr hvort það vanti ekki amenið í lokin, og þau Sólrún og Bernharður taka undir að svo hljóti að vera. Martröð og drauinur sópransöngkonunuar Annað sem er óvenjulegt við c- moll messuna er að hún er sam- in fyrir tvær sópranraddir auk tenórs og bassa. „Þetta er vh'kilega eitt af stærstu og bestu verkum sem hann skrifaði,“ segir Bernharður. „Hann notar ekki alt-söngkonu en þetta spannar meira en tvær áttundir og ég held að það hljóti að þurfa draumasöngkonu til þess að syngja þetta. Þetta hlýtur að vera bæði martröð og draum- ur fyrir sópransöngkonur.“ „Já, það er áskorun að takast á við þetta," segir Sólrún, „en sem betur fer fæ ég að syngja aríuna fyrst og enda svo á bass- anum í benediktus. Það hefði verið erfitt ef það hefði verið öf- ugt. En þetta er svipað hlutverki Konstönzu í Brottriáminu úr kvemrabúi'inu." „Já, það eru til aríur eftir hann sem eru frægar fyrir þessa miklu breidd,“ bætir Bernharður við. Handa eiginkonuiuii? „Skrifaði hann þetta ekki fyrir konuna sína?“ spyr Þóra. „Mað- ur fær a.m.k. á tilfinninguna að hann hafi virkilega viljað leyfa henni að láta ljós sitt skína og passað að hvorki tenórinn né bassinn skyggi á hana.“ - Var það bara ein söngkona sem flutti þetta fyrst? „Já, nema náttúrulega dúett- inn og Quoniam,“ segir Sólrún. „En hún söng báðar aríurn- ar,“ segir Þóra. - Hafið þið sungið þetta áður? „Einu sinni, fyrir ellefu árum,“ segir Sólrún. „Ég hef ekkert snert á þessu síðan, þannig að það er svolítið fyndið að prófa þetta aftur. Svo er líka mjög sérstakt að vera að æfa þetta á sama tíma og maður er að syngja Puccini." „Þær eru báðar með í La Boheme eftir Puccini í íslensku óperunni. Og Sólrún hefur sung- ið með Fflharmoníunni áður í Requiem fyrir nokkrum árum,“ segir Bcrnharður. „Ég hef sungið Requiem og það er ekkert lrkt þessu,” segir Þóra, „þetta er miklu glæsilegra og meira svona virtúós, fyrir sönginn.“ Flutningur messunnar er eitt aðalverkefni Söngsveitarinnar á þessu starfsári, en tónleikarnir hefjast kl. 17 bæði á laugardag og sunnudag. -GB Þjóðah átíð 2001 vítt tini Vcstfirðina Þjóðahátíð Vestfirð- inga verðurhaldiní fjórða sinn nú um helgina og mun hún að verður á hvert heimili á Vest- ijörðum. „Með fjórðu Þjóðahá- tíðmni vonumst við til að geta efit enn frekar, þann gífurlega mannauð sem við Vestfirðingar eigum orðið hér í fjórðungn- um,“ segir Magnús Ólafs Han- son. þessu sinni standa út næstu vikii og Ijúka þann 24. mars. Aðalfrumkvöðull og skipuleggj- andi þjóðahátiðarinnar er Magnús ðlafs Hanson og sam- kvæmt upplýsingum hans hef- ur hátíðin alltaf sprengt utan af sér þann ramma sem henni hefur verið settur og því er nú gripið til þess ráðs að dreifa at- burðum hennar á um vikutíma og jafnframt milli byggðarlaga á Vestíjörðum. Fram kemur lvjá Magnúsi að „listsýningu með afrakstri samkeppni grunn- og leikskólanema verður komið upp, sérstakur dagur verður fyrir íslandskynningu fyrir út- lendinga með þátttöku sveitar- félaga, haldið verður pólskt kaffiboð með menningardag- Aukinn samgangur Upphaf hátíðarinnar var, að í ársbyrjun 1998 töluðu fáeinar konur sig saman um að halda upp á dag Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttafordómum, sem er 21. mars ár hvert, vegna þess hve margir útlendingar byggju á Vestfjörðum og af fjöl- breyttu þjóðerni. í dag býr þar fólk frá yfir fjörutíu þjóðlönd- um. Útlendingum fór mjög fjölgandi á þeim tíma og þótt ekki hefði orðið vart árekstra í sambúð íslendinga og aðkomu- fólks var þess þó farið að gæta að útlendingar einangruðust í eigin hópi en gengju ekki jafn- sjálfkrafa inn í íslenskt samfé- lag og áður hafði tíðkast. Tilgangurinn var því og er enn að auka samgang íslend- inga og útlendinga og draga fram í dagsljósið hvað fleira að- Magnús Ólafs Hanson einn af forsprökkum Þjóðahátíðarinnar á Vestfjörðum, sem haidin er til að auka samgang og skilning millí íslendinga og útlendinga. skrá, kynning verður á alþjóð- lega dúkkusafninu á Flateyri og því stórmerka þróunarstarfi í þremur heimsálfum sem varð kveikjan að safninu." AMskt kvöld Þá verður afrískt kvöld og viða- mikil lokahátíð með menningu og mat í stærsta íþróttahúsi ijórðungsins. Málþing um trú- arbrögð verður haldið, enda eru trúarbrögð ekki síður upp- spretta fordóma en kynþátta- uppruni, og verðugt væri að ræða sérstöðu smárra samfé- laga við aðlögun aðkomufólks. Gefið verður út blað sem dreift komufólkið gæti lagt til samfé- lagsins en þau störf sem það er ráðið í. Eða eins og Magnús oi'ðar það: „Hvað eina sem auð- veldað getur samgang og sam- skipti, skilning og vinsemd þess ólíka fólks sem býr í samfélag- inu fellur að tilgangi hátíðar- innar og það hefur verið undir- stöðuatriði okkar sem unnið höfum að hátíðinni að byggja á öllum þeim fjölmörgu jákvæðu þáttum sem tengjast aðkomu- fólkinu og jákvæðu viðhorfi heimamanna - sem sannast hefur í gríðarlegri aðsókn - enda sé það vænlegast til ár- angurs."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.