Dagur - 16.03.2001, Blaðsíða 21

Dagur - 16.03.2001, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 - 21 Uf& IJOT Bítlastuð hjá kvennakórnum Kvennakór Reykjavíkur verðurr' bítlastuði á næstunni. Hann heldur tvenna tónleika í íslensku óperunni mánudaginn 19. mars og aðra tvenna miðvikudaginn 21. mars. Þar verða leikin öll helstu bítlalögin, Yellow submarine, If I fell in lowe with you að ógleymdu Yesterdey og fleiri frægum smellum. Til þess að auka fjölbreytnina verða vinsælustu Abbalögin tekin líka. ís- lenskir bítlar gleymast heldur ekki því Sveitapiltsins draumur, Bláu augun þín og fleiri Hljómalög fljóta með. Valdir hljóðfæra- leikarar leika undir hjá kórnum, stjórnandi hans er Sigrún Por- geirsdóttir og einsöngvari Páll Rósinkrans. Egill í Salnum Egill Ólafsson heldur tónleika í Salnum í Kópavogi mánu- daginn 19. mars í tilefni útkomu hljómdisksins „Angelus Novus“. Þar munu nýir söngvar hans af diskinum hljóma í bland við eldri lög. Með Agli á tónleikunum leika valinkunnir listamenn. Þeir eru Eyþór Gunnarsson á hljómborð, Harald- ur Þorsteinsson, bassi Stefán S Stefánsson, saxófón, Matthías Hemstock slagverk og söngur er i höndum Krist- jönu Stefánsdóttur og Egils Ólafssonar sjálfs. Tónleikarnir eru eins og fyrr segir í Salnum í Kópavogi.mánudaginn 19. mars og hefjast kl. 20:30.Forsala aðgöngumiða verður í verslun Skífunnar á Laugavegiog er miðaverð kr. 1.500. Negrasálmar sungnir í Hásölun Kammerkór Hafnarfjarðar og Andrea Gylfadóttir syngja negrasálma á sunnudag- inn, 18. mars kl. 17.00 í Hásölum.Að þessu sinni syngur kórinn eingöngu negrasálma, bæði vel þekkta og minna þekkta. Andrea Gylfadóttir mun syngja einsöng bæði með kórnum og Gunnari Gunnarsyni pí- anóleikara og Jóni Rafns- syni bassaleikara. Uppruni sálmanna er allt frá þræla- tímunum, en það var fyrst eftir 1840 sem byrjað var að safna þeim og skrá þá. Kristin trú er sterk í sálmun- um og eru tilvitnanir I Biblí- una sterkar og tærar og fléttast frelsisþráin inn í textana, oft undir rós. Stjórnandi tónleikanna er Helgi Tómasson. Siðferðilegur háski? í Hallgrímskirkju Næstkomandi sunnudag, 18. mars kl, 10:00 mun dr. Vilhjálnmur Arnason prófessor flytja erindi á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju sem liann nefnir Sið- ferðilegur háski? Uppeldi á Islandi í upphafi aldar. Þetta er þriöja erindið af fimm, sem flutt verða um uppeldismál á fræðslumorgnum í Hallgrímskirkju. Dr. Vilhjálmur er löngu Iandskunnur fyrir rit sín um siðfræði og þátttöku í umræðu um siðferðileg álitamál. Ástæða er til að hvetja uppalendur, hæði foreldra og kennara, lil að hlýða á erindi Vilhjálms. Að erindinu loknu gefst tækifæri til fyr- irspurna áður en guðsþjónusta hefst kl. 11 í umsjá séra Sigurðar Pálssonar. LANDIÐ TÓNLIST Kóratónleikar Mikil gróska er í starfi Samkórs Selfoss. Kórfélagar eru nú ríflega 40 og hafa sjaldan verið lleiri. Kórinn æfir reglulega tvisvar í viku. Stjórnandi er Edit Molnar og undirleikari Miklos Dalmai. Sunnu- daginn 18. mars heldur kórinn tónleika í Þorlákshöfn ásamt Söngfélagi Þorláks- hafnar, Samkór Rangæinga og Karlakór Hreppamanna. SÝNINGAR Síðasta Sniglaveislan á AkureyTÍ Leikfélag Akureyrar sýnir nú Sniglaveisl- una cftir Ólaf Jóhann Ólafsson í síðasta skipti um helgina. Með aðalhlutverkið fcr Gunnar Eyjólfsson. Leikstjóri er Sig- urður Sigurjónsson. Síðasta sýningin verður á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 20.00 Málverkasýning á Café Karólínu Jóhanna Friðfinnsdóttir hefur opnað málverkasýningu á Café Karólínu í Listagili á Akurevri. A sýningunni eru 15 landslags- og blómamyndir. Jóhanna stundaði nám í Listaskóla Arnar lnga í 5 ár. Auk þess að mála \innur Jóhanna mikið með handverk og rckur handverk- stofu scm er öllum opin og þar cru einnig haldin fjölbrc\tt námskeið. S)ii- ingin í Karólínu stendur til 10. apríl. Já, hamingjan á Isafirði Vegna mikillar eltirspurnar eftir miðum hefur \crið ákveðið að hafa aukasVTiingu á sýningu Þjóðleiklnissins Já, hamingjan cftir Kristján Þórð Hrafnsson í Edin- borgarhúsinu laugardaginn 17. mars kl. 16:00. Fyrirhugaðar \ oru tvær sýningar, föstudagskvöldið 16. mars og laugar- dagskvöldið 17. mars. Uppselt er á föstudagssýninguníi og örfá sæti eru laus á laugardagsk\öldið. Miðasala er í Ldinborgarhúsinu og í miðasölu Þjóð- leikhússins. OG SVQ HITT... Matur er mannsins megin Námskeiðið Matur er mannsins megin í umsjón Dr. Sigþórs Pétursson, dósent \ið HA hefst mánudaginn 19. mars kl. 16:15 í Þingvallastræti 23. A námskeið- inu verður m.a. fjallað um samsteningu fæðunnar, fitu, kolhydröt og prótein. Helstu efnin innan þessara fæðuflokka og skyldleika þeirra. Bætiefnin og nauð- synleg steinefni. Hvað við þurfum mikið af þessum efnum og hvar þau er helst að finna. Ahrif \innslu og matargerðar á þessi efni. Þá verður rætt um erfða- breytt matAæli. Skráning í síma 463- 0566. Fjölskyldudorg á Vatnshlíðarvatni Ferðamáladeild Hólaskóla heldur sína árlegu dorgveiði á Vatnshlíðanatni laug- ardaginn 17. mars. Keppnin hefst kl. 11. og stendur til 14.00. Skráning hefst hálftíma f\TÍr keppni og keppt verður í þremur aldursflokkum. Glæsileg \erð- laun eru í boði. Hveijir áttu Island við lok 17. aldar? Sunnudaginn 18. mars mun dr. Gísli Gunnarsson hagsögufræðingur flytja f^TÍrlestur að Skriðuklaustri um jarð- eignir og efnahag við Iok 17. aldar. Sér- stök áhersla verður lögð á cfnahagsá- stand á Austurlandi með tilliti til eignar- halds á jörðum í fjórðungnum. F\TÍrlest- urinn hefst kl. 15 og er aðgangur óke\p- is. Klausturkaffi verður opið að loknum íyrirlestri. Spútnik í Keflavik Laugardaginn 17. mars lofar hljómsveit- in Spútnik dúndurdansleik á N1 bar í Keflavík. Sveitina skipa þeir Ingólfur Sigurðsson, Bjarni Halldór Kristjánsson, Kristinn Einarsson, Kristinn Gallagher, og Kristján Gíslason, sem mun einmitt syngja framlag Islands í Eurovision kepnninni 12. maí. Sýnikennsla og námskeið í bl ómaskreyti ngum A næstu dögum koma til landsins norskir blómaskreytingarmeistarar í boði Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi. Um er að ræða þau Runi Kristoferssen og Kai Bratbergsengen. Þau munu halda tvö námskeið fyrir fagfólk í blómaskreytingum í húsak\Tin- um Garð\TkjuskóIans. Annars vegar tveggja daga námskeið 22. og 23. mars og hins vegar þriggja daga námskeið 26. - 28. mars. Sunnudaginn 25. mars verður boðið upp á sýnikennslu í páskaskreytingum f\TÍr almenning og fagfólk. Sýnikennslan fyrir áhugafólkið verður í Garð\Tkjuskólanum frá kl. 14:00 til 16:00 og fyrir fagfólk í Mörk- inni 6, Reykjavík frá ld. 20:00 til 22:30. Hægt er að nálgast dagskrá námskeið- anna á heimasíðu Garðvrkjuskólans, www.reykir.is en skráning og allar nán- ari upplýsingar fást á skrifstofu skólans á skrifstofutíma. Kóngar í sínu ríki Fyrirlítur stjórnmál vinsælda- matsins Hirðisbréf biskups - Agúst Einarsson prófessor í helgarviðtali Iþróttanemar í skíðakennslu Áskriftarsíminn er 800-7080 Bíó og bridge, kynlíf og krossgáta, flugur og margt fleira 1 i IIJMFSss p , ># i 'JXMii t-1 Jr wák W3k Úkeypis heimsending! ^\ksjó\ - mríkarí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.