Dagur - 16.03.2001, Blaðsíða 12
12- FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001
rD^ir
FRÉTTASKÝRING
BJÖRN
ÞORLÁKS-
SON
skrifar
Hluti framsóknar-
mauna vill breyttar
áherslur innan flokks-
ins, enda vanti stemn-
ingu og fjörugra
flokksstarf. Spenn-
andi varaformanns-
kjör framundan þar
sem allt getur gerst.
Átök um sjávarútvegs-
mál eru óumflýjanleg.
26. flokksþing framsóknarmanna
liefst klukl<an 09.00 í dag á Hót-
el Sögu og stefndi í gær í met-
þátttöku. Stærstu málin lúta að
byggðastefnu, fjölskyldunni, al-
mannatryggingakerfinu og sjávar-
útvegi. Þá gera lagadrög ráð fyrir
stórbreytingum á innra starfi
llokksins.
Framsóknarmenn eru sammála
um að breytinga sé þörf og er
ljóst að bág staða í skoðanakönn-
unum undanfarið er flokksmönn-
um áhyggjuefni. Framsókn hefur
mælst töluvert undir kjörfylgi en
ýmsir benda á að það sé gömul
saga og ný að flokkurinn fái betri
útkomu í kosningum en kannanir
sýni.
Plúsar og mínusar
Hitt er ljóst að ungliðahreyfingin
vill breytingar. Talað er um léleg-
an móral í flokknum og litla
stemningu. Kynningarmál flokks-
ins liggja undir ámæli og þungt er
sagt yfir formanni flokksins, t.d.
vegna Búnaðarbankamálsins og
sjávarútvegsumræðunnar.
Flokkslýðræðið er ennfremur
gagnrýnt af heimildarmönnum
blaðsins úr innsta hring Fram-
sóknarflokksins en þeir vilja þó
ekki koma fram undir nafni.
A hinn hóginn eru aðrir já-
kvæðir og hafa mikla trú á að
kosning varaformanns og nýjar
áherslur eigi eftir að létta vist
flokksmanna mjög. Þegar drög
flokksins að ályktunum eru skoð-
uð kemur m.a. í ljós að Fram-
sóknarflokkurinn leggur áherslu
á að skattalöggjöfin verði tekin til
endurskoðunar með það að mark-
miði að einfalda skattakerfið,
styrkja fjölskylduna og draga úr
áhrifum jaðarskatta. Framsóknar-
menn vilja að frítekjumark lífeyr-
isþega hækki og dregið verði úr
skerðingu bóta vegna tekna
maka.
Mál málanna
Jafnréttismál, málefni nýbúa og
flóttamanna, fíkfniefnamál, aldr-
aðir, heilbrigðismál og margt
fleira verður til umfjöllunar á
þingi flokksins en auk byggða-
málanna verða sjávarútvegsmálin
e.t.v. einna fyrirferðarmest. Hall-
dór Asgrímsson er stundum kall-
aður holdgervingur kvótakerfisins
en nú hefur Kristinn II. Gunn-
arsson þingflokksformaður lýst
andstöðu við kerfið og vísar ekki
síst til nýrrar skýrslu Byggða-
stofnunar. Niðurstaða þeirrar
skýrslu er að kvótakerfið hafi ýtt
mjög undir byggðaröskun og má
nefna sem dæmi að Vestfirðingar
hafa misst veiðiheimildir sem
metnar eru á 9 milljarða króna
síðustu ár. Framsóknarflokkurinn
hefur löngum sótt fylgi sitt að
mestu leyti til landsbyggðarinnar
og gætir vaxandi óánægju í hin-
um dreifðu byggðum landsins.
„Utanríkismálin er komin í
höfn í bili þannig að þar er lítill
ágreiningur. Átökin á þinginu
verða einkum um sjávarútveg-
inn,“ segir einn landsbyggðar-
þingmanna flokksins. I ályktun-
ardrögum flokksins um sjávarút-
vegsmál segir m.a.: „Við endur-
skoðun laga um stjórn liskveiða
sem nú stendur yfir verður því
hvort tveggja í senn að líta til þýð-
ingar sjávarútvegsins fyrir al-
menn lífskjör þjóðarinnar og þess
að greinin veitir bcint og óbeint
tugum þúsunda íslendinga at-
vinnu í byggðarlögum þar sem at-
vinnulíf er einhæft og fátt um
störf að öðru leyti. Undanfarin ár
hafa veiðiheimildir færst til færri
og stærri fyrirtækja og því hefur
fylgt röskun á vinnumarkaði í ein-
stökum byggðarlögum. Gera
verður ráð fyrir við endurskoðun
Iaganna að atvinnuhagsmunir
launafólks verði treystir."
I þessu samhengi Ieggur flokk-
urinn áherslu á að stefnt verði að
því að auka vinnslustig fisks hér-
lendis. Að starfsskilyrði land-
vinnslu og sjóvinnslu verðijöfnuð
í því skyni að bæta samkeppnis-
stöðu landvinnslunnar. Að kvóta-
þing verði aflagt í núverandi
mynd og að áfram verði byggt á
tvískiptu kerfi, aflamarkskerfi
annars vegar og hins vegar smá-
bátakerfi sem verði blandað afla-
markskerfi og sóknarmarkskerfi.
Þá vill flokkurinn að við endur-
skoðun á lögum um stjórn fisk-
veiða verði byggt á því samkomu-
lagi sem náðist í auðlindanefnd.
Tekið verði upp hóflegt gjald fyrir
afnotarétt af aflaheimiídum er
taki mið af afkomu sjávarútvegs-
ins. Tekjur af aflaheimildum
renni í ríkissjóð og samkvæmt
drögum ályktunar vill framsókn
að byggðakvóti verði aukinn til að
treysta grundvöll minni sjávar-
byggða og að hugað verði að því
að treysta grundvöll fiskveiðiráð-
gjafarinnar.
Sátt með ráðherrastörfin
Þrátt fyrir blendna gleði er flokk-
urinn á yrða borði ánægður með
ráðherra sína eins og drög álykt-
ana bera með sér. Þannig segir
um landbúnaöinn að ílokkurinn
fagni „þeim mikla mcðbyr sem nú
er mcð íslenskum landbúnaði'*. I
framhaldinu er talað um einarða
landbú naðarstefnu Franrsóknar-
flokksins, grundvallaða á gæðum
og hreinleika innlendra aðfanga
sem gcri það nú að verkum að ís-
lenskir nevtendur geti treyst inn-
lendum afurðum.
Þá eru ekki heldur komnir
brestir í húsbóndahollustuna við
Halldór. Þannig hljóðar eftirfar-
andi málsgrein í drögum þings-
ins: „26. flokksþing framsóknar-
manna, haldið í Reykjavík dagana
16.-18. mars 2001, lýsir yfir
ánægju með þá stefnu sem ríkis-
stjórnin hefur fylgt í utanríkis-
Flokksþing framsóknarmanna hefst i dag á Hótel Sögu og það er r
málum. Ábyrg, traust og markviss
forysta Framsóknarflokksins í
þessum málaflokki hefur reynst
þjóðinni farsæl.”
Heilbrigðismálin, viðskipti og
iðnaður og félagslegu málin fá
einnig góða umsögn en þar hefur
flokkurinn einnig haft völdin síð-
ari ár. Sem dæmi um fleiri mál
sem flokkurinn mun álykta um
eru orkumálin, viðskipti, mennta-
mál og menningarmál.
Siv örugg?
Sem fyrr segir verður eitt helsta
spennumál flokkssþingsins
hvernig kosið verður til trúnaðar-
starfa. Það ræðst á sunnudag
þegar kosið verður til æðstu emb-
ætta Uokksins, s.s. varaformanns
Haiidór Ásgrímsson: Greindur kjark-
maður en á of annrikt fyrir flokkinn.
og ritara. Halldór Ásgrímsson er
hins vegar einn í kjöri til for-
manns.
Hvað ritarakjörið varðar, eru
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra og Hjálmar Árnason, þing-
maður á Reykjanesi, í framboði.
Heimildarmenn Dags úr innsta
hring flokksins telja að Siv muni
hljóta það embætti en Hjálmar
muni þó bíta frá sér og taka til sín
nokkurn fjölda atkvæða. Hermt
er að Hjálmar, sem fyrr kom
fram, hefði ckki gefið kost á sér
til ritara ef hann hefði vitað að
Siv byði sig fram gegn honurn.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
þau taka slag og hafði ráðherrann
betur í fyrri viðureign í prófkjöri.
Geta má þess að lagabreytingar
Guðni Ágústsson: Þurfum að
minna betur á okkur.
gera ráð fyrir auknum áhrifum
ritara og er þá ekki síst vísað til
kynningarmála. Því verður ritara-
starfið mikilvægara eftir flokks-
þingið en nokkru sinni fyrr.
Tvísýnt með varaformaim
Miklu erfiðara er að spá fyrir um
úrslit varaformannskjörsins. Þar
gefa þrír kost á sér. Guðni
Agústsson, Olafur Orn Haralds-
son og Jónína Bjartmarz. Guðni
er landbúnaðarráðherra en hin
síðarnefndu er þingmenn flokks-
ins í Reykjavík. Menn hallast
helst að því að Guðni muni hafa
slaginn, enda væri annað mikið
áfall fyrir hann - ráðherra með
langa reynslu. Aðrir telja þó að
Jónfna geti reynst honum skeinu-
Jónína Bjartmarz: Vill byggðakvóta
en minnir á kosti kvótakerfisins.