Dagur - 16.03.2001, Blaðsíða 8

Dagur - 16.03.2001, Blaðsíða 8
8- FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 ÍÞRÓTTIR SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: JÓHANNES SIGURJÓNSSON johannes@simnet.is „Mér líst ágætlega á þetta, ekki veitir af. Eg er búinn að skoða stofnskrá þeirra og hún er metnaðarfuli. M.a. er þarna ákvæði um að allir al- þjóðasamningar verði virtir þannig að ég get ekki ann- að en fagnað þessu“. - Gísli Már Gíslason prófessor, í Degi, um stofnun Nátt- úruverndarsamtaka Mývatns. Að vera Péturs megin Til er orðtak á Húsavík, reyndar ekki mikið notað en heyrist annað veif- ið, en þá tala menn um „að vera Péturs megin". Þá er einkum átt við að menn séu á báðum áttum eða tækifærissinnar, t.d. í pólitík. Öfugt við flest orðtök þá er sagan á bak við þetta þekkt. Þannig var að fyrir mörgum árum fór bíll út af vegi á Tjörnesinu og valt. I bílnuin voru ökumaður (að sjálfsögðu), farþegi í framsæti og annar í aft- ursæti og sluppu allir vel frá veltunni. Þegar menn voru að yfirheyra aft- ursætisskjónann eftir slysið og forvitnast um tildrög þess, var hann m.a. spurður að því hvorum megin bíllinn hefði farið út af veginum. „Nú, hann fór auðvitað Péturs rnegin," sagði okkar maður og var með allt á hreinu. Og hefðí að sjálfsögðu verið skýrt og greinargott svar, því bílstjór- inn hét Pétur, ef svo hefði ekki viljað til að farþeginn í framsætinu hét líka Pétur! 1 þessu tilfelli var sem sé enginn munur á hægri og vinstri, ekki frekar en oft í pólitíkinni, þar sem margir halda sig löngum „Péturs rncgin." Samrekstrarrugl Sigtus Jónsson, fyrrver- andi bæjarstjóri á Akur- eyri, lýsti því yfir á fundi á Húsavfk á dögunum að það hefði yfirleitt ekki verið góð reynsla af samrekstri ríkis og sveit- arfélaga á ýmsum svið- um. Og hann tók sem dæmi þegar grunnskól- inn var að hluta fjár- magnaður af ríkinu og að hluta af sveitarfélögunum. „Þá voru kennarar ríkisstarfsmenn og á launum hjá ríkinu en sveitarfé- lagið greiddi annan kostnað. Þannig að þegar handavinnukennarinn við Síðuskóla á Akureyri fór í bæinn til að kaupa handavinnuefni, þá var efn- ið greitt af sveitarfélaginu og búðarferðin sömuleiðis, og við þurftum að tutla í hann peningum og greiða bílastyrk að auki vegna innkaupaferð- anna í bæinn. Það voru líka ákveðnar reglur í gangi í sambandi við rekstur mötuneyta sem sköpuðu endalausan rugling. Ein afleiðing var til dæmis sú að þeg- ar konan í mötuneytinu var að hella upp á morgunkaffið íý'rir kennarana, þá var hún á launum hjá ríkinu, en þegar hún var að hita hádegismatinn, þá greiddi Akureyrarbær launin!" FÍNA OG FRÆGA FÓLKIÐ Nýbókímaíhjá Biitney Spears Breska útgáfufyrirtækið Box- tree hefur greitt tæplega 725 þúsund dollara fyrir útgáfu- réttinn á skáldsögu sem popp- stjarnan Britney Spears er með í smfðum ásamt mömmu sinni Lynne. Þetta kom fram í blaðinu Express í gær. I frá- sögninni kom fram að skáldsagan á að heita „Gjöf móður“. Talsmaður útgáfufé- lagsins segir að handritið sé meira og minna tilbúið og að bókin muni koma út samhliða í Bretlandi og f Bandaríkjun- um. Jafnframt kom fram hjá þessum talsmanni að þetta væri Ijúf og fal- leg saga einmitt af þeirri gerðinni sem mæður um allan heim væru líklegar til að kaupa handa dætrum sínum á táningsaldri. Bókin fjallar um táningsstúlku sem vill verða stjarna. Þess má geta að þetta er ekki fyrsta bókin sem Spears skrifar því hún skrifaði sjálfsævisögu sína þegar hún var 18 ára, sem hét „Heart to Heart“ og seldist sú bók í meira en 150 þúsund eintökum og komst inn á metsölu- lista. Henni er margt til iista lagt ungu söngkonunni. Britney Spears söngvari og rithöf- undur Afturelding á sigurbraut Toppliði Hauka í Nissandeild karla í handknattleik tókst ekki að binda enda á sigurgöngu Aft- ureldingar þegar liðin mættust að Varmá í fyrrakvöld. Lokatölur Ieiksins urðu 31-29 og þurfti framlengingu til að knýja frarn úrslit, eftir spennandi Iokamínút- ur í venjulegum leiktíma. Einar Jónsson jafnaði leikinn í 25-25 þegar rétt um hálf mínúta lifði af leiknum, eftir að Ieikmenn Aftur- eldingar höfðu klúðrað tjórum sóknum í röð í stöðunni 25-24. Afturelding leiddi leikinn allan fyrri hálfleikinn og var marki yfir í leikhléi, 12-11. Haukarnir komu sterkari inn í seinni hálf- leikinn og höfðu um miðjan hálf- leikinn náð eins marks forskoti 18-19. Afturelding komst þá aft- ur inn í leikinn og hafði náð tveggja marka forskoti þegar langt var liðið á leikinn og staðan orðin 25-23 þegar um það bil þrjár nn'nútur voru til leiksloka. Haukíirnir skoruðu svo tvö síð- ustu mörk leiksins og tryggðu sér framlenginguna með marki Eina- rs Jónssonar eins og áður sagði. Jafnt var með liðunum í upphafi framlengingarinnar þar til í stöðunni 27-27, en þá skoraði Afturelding þrjú mörk í röð og breytti stöðunni í 30-27. En Haukamir gáfust ekki upp og breyttu stöðunni í 30-29, áður en Bjarki Sigurðsson innsiglaði tveg- gja marka sigur Aftureldingar úr umdeildu vítakasti í lokin. Var það þrettánda mark Bjarka í leiknum, en hann átti ásamt Gintaras og Reyni Þór markverði bestan leik hjá Aftureldingu. Gintaras varð næstmarkahæstur með 9 mörk og Reynir Þór varði 20 skot. Hjá Haukum átti Hall- dór Ingólfsson bestan leik, en hann varð markahæstur með 7/1 mörk. Sigurinn gegn Haukum er fjórði sigur Aftureldingar í röð og hefur liðið nú Iagt öll toppliðin þrjú í síðustu leikjum. Fyrst Fram 24-21, síðan KA 28-21 og nú Hauka eftir að hafa Iagt Gróttu/KR í millitíðinni 16-23. Þar nteð er liðið komið með 24 stig í ljórða sætið, fjórum stigum á eftir toppliði Hauka. Þriðja stórtap Gróttu/KR í röó KA-liðið vann sinn tíunda leik af ellefu í röð þegar það lagði Gróttu/KR með átta marka mun, 31-23, á heimavelli sínum á Akur- eyri í fvrrakvöld. Norðanmenn með Guðjón Val í broddi fylking- ar, áttu sannkallaðan stórleik, bæði í vörn og sókn og átti Grótta/KR aldrei möguleika. Staðan í leikhléi var 16-12 og í seinni hálfleik jókst bilið fljótlega í átta mörk, sem Seltjarnarneslið- inu tókst þó að minnka í finun mörk á tímabili. Hjá Gróttu/KR munaði mestu að örvhenta stór- skyttan þeirra, Alexander Peter- sons, gerði aðeins eitt mark, en hann var í strangri gæslu Hreins Haukssonar, sem átti súperleik í KA-vöminni. Annars var allt KA- Iiðið að spila vel og þá sérstaklega Guðjón Valur sem var markahæst- ur með 9 mörk. Einnig voru þeir Heimir Orn Arnason, Halldór Sigfússon og línumaðurinn Andr- eas Stelmokas góðir, en þeir voru næstmarkahæstir með 5 mörk hver. Lkki má gleyma markverðin- um, Herði Flóka Olafssyni, sem varði alls 17 skot í leiknum, en hann lokaði markinu á köflum og var gestunum mjög erfiður. Hjá Gróttu/KR bar mest á Hilmari Þórlindssyni, en hann varð markahæstur með 9/1 mörk. Með sigrinum er KA-Iiðið kom- ið með 26 stig í þriðja sæti deild- arinnar, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Hauka. Liðið er heldur betur búið að stimpla sig inn í baráttuna um deildarmeist- aratitilinn, sem hingað til hefur aðeins verið eignuö Haukum og Fram og til alls líklegt. Úrslit annarra leikja í fyrrakvökl urðu þau að Stjarnan vann sex marka sigur á FH-ingum í Kaplakrika, 23-29, HK fimm marka sigur á Blikum, 26-21 í Digranesi og IR-ingar eins marks sigur á Val, 19-18 í Breiðholtinu. Leik Fram og IBV var frestað og átti hann að fara fram í gærkvöldi. Bæjarar og Arsenal áfram Bayern Múnchen tryggði sér í fyrrakvökl sigur í C-riðli Meistara- deildar Evró]ni með 1-0 sigri á Arsenal á Olympíuleikvanginum í Múnchen. Það var Brasilíumað- urinn Giovanni Elber sem skoraði mark Bæjara á 10. mínútu. Þrátt fyrir tapið fylgir Arsenal liðið Bayern Múnchen í 8-liða úrslitin, þar sem Lyon náði aðeins 1-1 jafntcfli gegn Spartak í Moskvu, en franska liðið þurfti sigur til að eiga möguleika. Dmitry Partvonov skoraði mark Spartak úr víta- spyrnu, en Brasilíumaðurinn, Sonny Anderson, jafnaði fyrir Lyon, einnig úr vítaspyrnu. í D-riðli, þar sem Real Madrid og Lecds höfðu þegar tryggt sig áfram, gerðu Leeds og Lazio 3-3 jafntefli á meðan Anderlecht lagði Real Madrid 2-0.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.