Dagur - 16.03.2001, Blaðsíða 6
6- FÖSTIJDAGVR 16. MARS 2001
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Adstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjaid m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði
Lausasöluverð: íso kr. og 200 KR. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng augiýsingadeiidar: valdemar@dagur.is- augl@dagur.is-gestur@ff.is
Símar auglýsingadeildar: CREYKJAV[K)563-i6i5 Ámundi Ámundason
(REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYR 1)460-6192 Valdemar Valdemarsson
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Simbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRi) 551 6270 creykjavIk)
Kvótinn og landsbyggðin
í fyrsta lagi
Ný skýrsla um áhrif kvótakerfisins gefur ágætt yfirlit um þær
mildu breytingar sem orðið hafa í sjávarútvegi síðasta áratug.
Þar ber hæst fækkun fyrirtækja og samþjöppun valds. Tuttugu
stærstu handhafar veiðiheimilda réðu þannig „aðeins“ yfir
36% af kvótanum árið 1992, en ráða núna yfir 59% allra veiði-
heimilda. Með þessari breytingu hefur gífurlegt vald færst á
hendur mjög fárra einstaklinga og fyrirtækja. Samþjöppun
valdsins er reyndar enn meiri en þessar tölur gefa til kynna,
vegna þess að öflugir fjármagnseigendur eiga verulegan hlut í
mörgum þeirra stóru fyrirtækja sem ráða hver fær að veiða og
vinna fiskinn í sjónum.
í öðru lagi
Færa má rök fyrir því að samþjöppun sé æskileg þar sem hún
eigi að leiða til aukinnar hagkvæmni í rekstri fyrirtækja. En að
öllu öðru leyti hefur þetta framsal á valdi yfir auðlind þjóðar-
innar til örfárra aðila haft slæmar afleiðingar í för með. Þau
mælast til dæmis í hnignun sjávarbyggða þar sem fiskveiðar
voru áður uppistaða atvinnulífsins, en eru það ekki lengur því
kvótinn er farinn. Þótt margar samvirkandi ástæður séu að
baki fólksflóttanum frá Vestfjörðum, Austurlandi og ýmsum
stöðum á Norðurlandi, segir sig sjálft að brotthvarf veiðiheim-
ilda hefur víða skipt sköpum.
1 þriðja lagi
Því miður liggur enn ekki fyrir hvernig stjórnvöld ætla að
bregðast við langvarandi gagnrýni á alvarlegustu ágalla kvóta-
kerfisins. Nefnd sjávarútvegsráðherra er enn að störfum og
óvíst að frá henni komi nothæfar niðurstöður. Brýnt er að
stjórnmálamenn komi sér saman um lagfæringar sem geri
tvennt í senn; efli á ný stöðu þeirra sjávarbyggða sem mest
hafa misst af kvóta á undanförnum árum, og tryggi þjóðinni
sanngjarnt gjald fyrir afnot fyrirtækja af sameiginlegri auðlind
allra landsmanna. Stjórnvöld hafa haft nægan tíma til að taka
á þessum málum. Það er kominn tími til að láta verkin tala.
Elias Snæland Jónsson
Aiuniiigja Össur
Það hlæs ekki byrlega hjá
Ossuri Skarphéðinssyni þessa
dagana. Það eru næstum allir
vondir við hann. Nema auð-
vitað Garri. Björn Bjarnason
er vondur við hann. DV er
vont við hann. Vinstri grænir
eru vondir við hann. Og hans
eiginn menn eru jafnvel vond-
ir við hann. En síðast en ekki
síst þá eru kjósendur í Reykja-
vík vondir við hann. DV læt-
ur sig ekki muna um það í
gær að birta skoðanakönnun
úr Reykjavík þar sem Sam-
fylkingin hefur bein-
línis hrunið í fylgi í
höfuðborginni á
sama tíma og höfuð-
fjendur hennar, Sjálf-
stæðisflokkurinn og
vinstir grænir hrósa
mikilli fylgisaukn-
ingu. Þetta gerir DV
þrátt fyrir að Össur
sé gamall ritstjóri á
blaðinu og sérstakur
vinur þess! Einhvern tíma
hefðu menn nú sagt að oft
mætti satt kjurt liggja. I könn-
uninni hefur fhaldið bætt við
sig tæpum 5% miðað við
kosningar og vinstri grænir
hafa rúmlega tvöfaldað fylgi
sitt í borginni. Frammarar
blanda sér ekki með afgerandi
hætti inn í þessa mynd í höf-
uðborginni og liggja nálægt
kjörfylgi sínu, en Össur hrap-
ar úr 29% niður í 16%.
Bjöm hrekkju-
svín
En það er ekki nóg með það
að kjósendur skuli fara svona
illa með Össur, sem ætlaði að
vera húinn að rífa upp fylgi
Samfylkingarinnar fyrir þó
nokkru síðan, heldur virðast
menn hafa gaman af því að
núa honum upp úr þessari
stöðu. Þannig segir Björn
Ússur Skarphéö-
tnsson.
Bjarnason, verðandi horgar-
stjóraelni Sjálfstæðisflokksins
f Reykjavík, um þessa könnun
í DV í gær: „Hitt er einnig at-
hyglisvert að Samfylkingin
hefur ekki miklu fylgi að
fagna, enda veit enginn leng-
ur fyrir hvað hún stendur.“
Þó Björn nefndi ekki Össur á
nafn er augljóst að hann er
þarna að gefa til kynna að for-
maður Samfylkingarinnar viti
ekki sitt rjúkandi ráð og viti
ekkert hvert hann eigi að fara
með flokkinn.
Sameining
hjá Ömma
En sárast hlýtur það
þó að vera fyrir Öss-
ur, hinn mikla sam-
einingarmann
vinstrimanna, að
horfa upp á það að
vinstrimenn eru allir
að sameinast undir
merkjum Ömma og Skalla-
gríms, sem klufu sig út úr
sameiningu vinstri manna á
sínum tíma, en ekki undir
merkjum Samfylkingar. Slíkt
er auðvitað sérstaklega and-
styggilegt af kjósendum. En
að sjálfsögðu velta menn því
nú íyrir sér hvers vegna Össur
er lagður í einelti með þess-
um hætti. Við því er ekkert
einhlítt svar. Síðast þegar
Samfylkingin hrapaði í könn-
unum, sem var þó ekki eins
mikið og núna, þá taldi Össur
sjálfur að það mætti að ein-
hverju leyti rekja til þess að
hann greip ekki Ingibjörgu
Pálma þegar hún féll í yfirlið í
beinni. „Viltu vinna milljón?"
- spurningin er því þessi:
Hvern greip Össur ekki núna,
sem hefur þessar hrikalegu
afleiðingar? GARRI
ODDUR
ÓLAFSSON
skrifar
Lengi eru úrtölumenn búnir að
tuða um til hvers gjafakvóti til
útgerðarmanna leiðir. Flokkseig-
endasamtök og goskarlar þeirra
hlusta ekki á svoleiðis rövl og
básúna út með miklum fyrir-
gangi að íslenska kerfið við fisk-
veiðistjórnun sé hið besta í
heimi og skili tilætluðum árangri
og vel |iað.
Þessi góði árangur felst eink-
um í því, að sjávarútvegurinn er
að kikna undan skuldhyrði og
íbúar sjávarbyggða tóra á snöp-
um og hónbjörgum og geta hvor-
ki húið í plássum sínum eða flutt
á brott frá verðlitlum eignum.
Atkvæðin hrista höfuðið yfir
háttalaginu og sjá velflest hvert
stefnir, en halda áfram að kjósa
Ijórflokkinn sinn og halda að
pólitík snúist um hver verður
kosinn varaformaður í kvóta-
flokki og hve mörgum frama-
sjúkum kvenpersónum tekst að
ryðja sér leið að kjötkötlum valda
og áhrifa.
Kjami málsins
Þeir sem upphaflega fengu
gjafakvótann á silfurfati með
gullinni slaufu eru búnir að selja
hann og reyna að temja sér Iífs-
háttu auðkýfinga og
hafa fært sig um set úr
kaldranalegum sjávar-
þorpum í veðursæld
suðrænni plássa. Nú
skuldar útgerðin kaup-
verð þorskígildanna og
fiskvinnslufyrirtækin
eru á heljarþröm, það er
að segja þau sem ekki er
búið að loka vegna verk-
efnaskorts.
Sjávarútvegurinn á
heljarþröm.
Sökudólgurinn
Nú hefur ríkisfyrirtækið Byggða-
stofnun loksins komist að því
hvers vegna verstöðvarnar eru að
tæmast af fólki og að það leitar
til lífvænlegri byggðarlaga.
Framseljanlegi kvótinn er söku-
dólgurinn, samkvæmt nýrri
skýrslu. Þar kcmur fram að þcir
sem fengu gjafakvótann eru
búnir að selja stórútgerðum
frumburðarrétt íbúa sjávarþorp-
anna, þar sem tilveran hyggðist á
landróðrabátum.
Skýrslan er ekkert
annað en staðfesting á
þvf sem lengi hefur leg-
ið í augum uppi og
bent hefur verið á enn
og aftur. En kvótaeig-
endur og flokkseig-
endaklíkurnar hafa
tekið höndum saman
um að skella skollaeyr-
um við allri gagnrýni á
„hestu fiskveiðistjórn-
un í heimi" og útgerðin heldur
áfram að safna skuldum í trausti
þess að þær verði afskrifaðar og
landsbyggðarfólk leitar sér von-
hetri staðfestu.
Fánýt sýiitlarnu'iinska
Þingmenn fámenniskjör-
dæmanna berja sér á hrjóst og
hafa óskaplegar áhyggjur af
„fólksflóttanum", en skortir vit
eða kjark til að greina orsök og
afleiðingu. En sá hæfileiki er tal-
inn greina á milli homo sapiens
og annarrar skepnu.
Margt er reynt til að halda
fólki í fyrrum verstöðvum, annað
en það sem eitt má að gagni
koma. Fánýt sýndarmennska
eins og að flytja örfá störf í dreif-
býlið eða setja upp símasvörun
eða sölumennsku gegnum síma í
fásinni vonlítilla byggðarlaga, er
í skásta tilfelli heimskuleg en
annars léleg afsökun þeirra sem
rænt hafa lífsbjörginni frá fólk-
inu. En það eru fyrst og fremst
þeir pólitíkusar sem sífellt jarma
um nauðsyn þess að byggja Iand-
ið allt og kenna öllum öðrum en
sjálfum sér um að atkvæðin
streyma úr kjördæmum þeirra í
alla uppbygginguna á InQpesjum.
En loksins. Loksins hefur
Byggðastofnun sannað tilveru-
rétt sinn með því að beina ann-
ars fánýtri umræðu að kjarna
málsins.
Berað shilgreina hluta
úthlutaðra fishveiði-
heimilda sem hyggða-
hvóta?
(Kristinn H. Gunnarsson þing-
maður Framsóknarllokks og for-
maður stjórnar Byggðastofnunar
segir þetta og byggir skoðun sína
á nýrri skýrslu stofnunarinnar.)
Jóhann Ársælsson
þingmaðurSamfylkiiigar.
„Samfylkingin
hefur lagt fram
tillögur um að
jafnræði verði að
veiðiheimildum á
markaði og við
teljum að ef þær
komist í framkvæmd verði sjávar-
byggðirnar í svipaðri stöðu og var
áður en kvótakerfið kom til sög-
unnar. Með þessu þyrfti ekki að
eyrnamerkja byggðum kvóta sér-
staklega, en ef byggðarlög kom-
ast í vanda að mati Byggðastofn-
unar og vantar afla til vinnslu
ætti að vera hægt að grípa til þess
að leigja út veiðiheimildir til við-
komandi staða með kvöðum um
að aflanum verði landað þar. En
þetta á aðeins að vera í undan-
tekningartilviku m. “
Bima Lárusdóttir
forseti bxjarstjómar ísafjaiðarbæjar.
„Sú leið sem var
farin 1' hitteðfyrra
við úthlutun
byggðakvóta gafst
vel í ísafjarðarbæ,
en allur kvótinn
sem við fengum
fór til Fiskvinnslunnar Fjölnis á
Þingeyri og er hurðarás í atvinnu-
lífi á staðnum. Fleiri fiskvannslu-
fyrirtæki hér hafa spurt um
áframhaldandi úthlutun bvggða-
kvóta en þeirri spurningu höfum
við ekki getað svarað, þó leitað
hafi verið eftir svörum stjórn-
valda. Eg er ekki viss um að rétt
sé fela sveitarstjórnun að úthluta
svona kvótum, enda fá færri en
vilja, þótt þetta sé vissulega ein af
þeim leiðum sem færar eru við að
styrkja atvinnulífið út um Iand.“
Steingrímiir J. Sigfússon
þingmaðnrVG.
„Hugmyndir um
byggðatengingu
kvótans hafa lengi
verið á kreiki og
við í VG erum
með á okkar blaði
hugmyndir ekki
ósvipaðar þeim sem Kristinn er
með að því leyti. Við viljum efla
strandveiðar og tengja réttindin
að minnsta kosti að hluta til við
byggðirnar - og styrkja þannig
þeirra stöðu, verkafólksins og þar
með fiskvinnslunnar í landinu."
Öm Pálsson
frkv.stj. Landssamb. smáb.eigenda.
„Ég tel óhjá-
kvæmilegt að Iög-
in heimili úthlut-
un sérstaks
byggðakvóta til að
hregðast við ófyr-
irsjáanlegum að-
stæðum í sjávarútveginum sem
upp kunna að koma í byggðum
landsins. Mín skoðun er sú að
hyggðakvótinn sé kominn til að
vera í þeirri mynd sem nú er, þ.e.
hvað varðar magn og úthlutunar-
reglur."