Dagur - 16.03.2001, Blaðsíða 7

Dagur - 16.03.2001, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 - 7 Dwptr. ÞJÓÐMÁL Á laugardaginn kemur gefst Reyk- víkingum einstætt tækifæri til að hafa áhrif á skipulagsmál horgar- innar í framtíöinni, en þá mun fara fram kosning á meðal borgarbúa um það hvort þeir viIji að Hugvöll- ur í Vatnsmýrinni lari eða veri eft- ir árið 2016. Reykvíkingar eru ekki oft spurðir að því hvernig þeir vilji helst sjá framtíðarskipulagi borgarinnar fyrir komið og því hljóta borgarbúar að fagna þessum möguleika til að láta sjónarmið sín í Ijós. Forystumenn sjálfstæðismanna hafa margir hverjir reynt að gera lítið úr þessari kosningu, segja að kostirnir séu ekki skýrir, að hún snúist um eitthvað sem eigi að framkvæma eftir 1 5 ár og að hún sé ekki bindandi fyrir skipulagsyf- irvöld í borginni að þeim tíma liðn- um. Þessi sjónarmið lýsa fádæma gamaldags hugsunarhætti og und- arlegri afstöðu til valdsins og hvernig því er beitt. Eg fagna því sem borgarbúi að vera spurð að því í dag hvernig ég vilji sjá borgina mína þróast í framtíðinni og ég vona að ég fái oftar tækifæri til að tjá mig um slík stórmál. ÍVleð því að efna til kosningarinnar og þeirr- ar umræðu sem hefur verið í und- anfara hennar, hafa borgaryfirvöld lífgað verulega upp á annars dauf- ir því að sjá byggðina í borginni þróast áfram upp til Ijalla scm hef- ur í för með sér gífurlega mikinn ferðatíma til og frá vinnu og til- he\Tandi bílaflota, mengun og um- ferðarmannvirki. Á næstu 25 árum þarf að koma húsnæði vfir um 56.000 manns í Reykjavík. Nú þegar er bvggingaland borgarinnar komið upp undir Ulfarsfell og það er stefnir h raðbyri í að byggöin færist upp á Kjalarnes. tMeð öðr- um orðum, vcrði enn dreifðari og vegalengdir á milli svæða í borg- inni sífellt lengri. I slíkri borg er einkabíllinn nauðsyn enda bílafloti Reykvíkinga eftir því og almenn- ingssamgöngur þrífast illa. fil að þær beri sig þarf bvggðin einfald- lega að vera mun þéttari. Sú kjara- bót sem borgarbúar gætu haft af þéttu og góðu neti almennings- samgangna nýtist einfaldlega ekki á meðan byggðin þróast í þessa veru. Vatnsmýrin gæti rúmað nokkra lugi þúsunda manna ásamt þjónustustarfsemi ýmis konar og það munar nú um minna. Með slíkri byggð eru líkur á að líf myndi færast í miðbæinn að nýju, sem hefur látið á sjá á síöustu áratug- um í takt við það að fólkið færist æ lengra frá honum. Það eru því fyrst og fremst byggðaþróunarrökin sem gera það að verkum að ég vcl þann kostinn að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýr- inni. Eg veit að á þeint 15 árum sem eru til stefnu fram að flutn- ingi hans verður búið að finna honum verðugan stað scm getur bæði hentað þörlum borgarbúa og landsbyggðarfólks. „Það eru því fyrst og fremst byggðaþróunarrökin sem gera það að verkum að ég vel þann kostinn að flugvöllur- inn fari úr Vatnsmýrinni, “ segir greinarhöfundur. iega umræðu um skipulagsmál og vakiö áhuga fjölmargra Reykvík- inga á þeim málaflokki. Og ég er þess fulh'iss að það er fjöldi sjálf- stæðismanna á sömu skoðun hvað sem forvígismenn þeirra lýsa því oft yfir að þeir ætli ekki að taka þátt í kosningunni. Það er auk þess heldur döpur lífssýn hjá stjórnmálamönnum, að lýsa því yfir að þeir vilji ekki nýta sér kosn- ingarrétt sinn, að því er virðist af þeirri ástæðu einni að þeir vilja orða spurningarnar öðru vtsí! Margir þeirra sem viija llugv'öll- inn um kyrrt í Vatnsmýrinni revna „Þótt ég sé ein þeirra sem vilji sjá flugvöll- iim fara úr Vatnsmýr- iimi þá neita ég að sitja imdir þvi að með því sé ég að leggja dauðadóm yfir iniian landsflug og að sparka í landsbyggð- ina.“ að gera deiluna um flugvöllinn að þrætuepli á milli landsbyggðar og borgarinnar. Jafnvel hefur verið fullyrt að með því að greiða at- kvæði með því að völlurinn hverfi úr Vatnsmýrinni séu Reykvíkingar að sparka í þann sem minna má sín og eru þá að vísa til lands- byggðarinnar. Eg vil mótmæla slík- urn málflutningi. Þótt ég sé ein þeirra sem vilji sjá flugvöllinn fara úr Vatnsmýrinni þá neita ég að sitja undir því að með þvf sé ég að leggja dauðadóm yfir innanlands- llug og að sparka í landsbyggðina. Reykvíkingar standa frammi fyr- :ÆÍ" BRINDIS HLOÐVERS- DOTTIR ÞINGMAÐUR FYRIR SAM- FYLKINGUNA í REYKJAVÍK SKRIFAR Vatnsmýdn og þróuit byggðar í Reykjavík Skilvirk og fagleg byggðasteflia — SVANFRIÐUR JONAS- DOTTIR ALÞINGISMAÐUR SAM- FYLKINGARINNAR SKRIFAR Þó það sé ekki á dagskrá að lsland gangi í Evrópusambandið stendur þó sú krafa á stjórnvöld að þau húi íslensku atvinnulífi sambærileg kjör þeim sem atvinnulífinu eru búin annars staðar í Evrópu. Evr- ópusambandið er með öfluga upp- byggingasjóði sem það notar til að ná markmiðum sínum bæði í byggðamálum og í því aö endur- skipuleggja atvinnulífið. Norð- menn hafa einnig, á þeim grund- velli að þeir ákváðu að hafna aðild að ESB, byggt upp öflugan sjóð, SND, sem veitir stofnstyrki við uppbyggingu atvinnulífsins. Fyrir- my'tid hans er evrópski byggðaþró- unarsjóðurinn. Dæmi eru um að fvrirtæki sem von var um að stofn- sett yrðu hérlendis hali endað í öðru landi sem býður stolnstyrki í samræmi við þær leikreglur sem viö verðum að sætta okkur við að aðrar þjóðir viðhafi, en höfum ekki tekið upp sjálf. Gegnsæjar reglur og jafnræði Sú stefna að veita stofnstyrki þeg- ar ákveðin skilyrði eru uppfyilt ogá „Dæmi eru um að fyr- irtæki sem von var um ad stofnsett yrðu hérlendis hafi endað í öðru landi sem býður stofnstyrki í sam- ræmi við þær leik- reglur sem við verð- imi að sætta okkur við að aörar þjóðir viðhafi, en höfum ekki tekið upp sjálf.“ jafnréttisgrundvelli þannig að allir sem eins er ástatt um á sama svæði eigi rétt til þeirra, er sú leið sem stjórnviild í okkar helstu sam- keppnislöndum hafa valið lil að geta markað og rekið árangursríka bvggðastefnu og til að einstök svæði geti tekist á við breytingar eða þróun sent er að eiga sér stað í tilteknum atvinnugreinum. Þannig hafa Evrópusambandsríkin t.d. tekist á við endurnýjun atvinnulífs- ins á svæðum sem dregist hafa aft- urúr í tækniþróun. Þessar leiðir ber okkur að skoða af fullri alvöru. Atvinnulífið víða um land hefur á undanförnum árum verið að ganga í gegnum miklar breytingar. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið handahófskennd og Bvggðastofn- un hefur legið undir ámæli fyrir að ástunda ekki l’agleg vinnuhrögð. Gagnrýnt hefur verið hve óljósar reglur virðast gilda um viðbrögð stofnunarinnar við einstaka at- burðum. Ekki verði séð að unnið sé eftir stefnu sem öllum er aug- ljós. Handahófskennd vinnubrögð sem ekki virðast lúta faglegu mati heldur pólitísku, þar sem jafnræð- is er ekki gætt, hafa komið óorði á þá tegund byggðastefnu sem rekin hefur verið. Mikilvægt er að gegn- sæjar reglur og að fagleg vinnu- hrögð verði viðhöfð ef tekin vrði upp sú aðferð að veita uppbvgging- arstyrki á sama hátt og gert er ann- arsstaöar í Evrópu. ESB gerir mjög strangar kröfur og SND í Noregi gerir líka ríkar faglegar kröfur. Það er enda grundvallaratriði að öllum séu fyrirfram ljósar þær reglur sem unnið er eftir og jafnræðis gætt þegar opinberu fé er ráðstafað með þessum hætti. Ný atvtnnutækifæri og tæknikuiuiátta Það er mikilvægt að stjómvöld geti mótað og fylgt eftir skihirkri stefnu um þaö hvernig við skuli brugðist á hverjum tíma og á hver- ju svæði landsins. Iðnaðarráðu- neytið hcfur skilgreint landið með tilliti til möguleika hvers svæðis og liggur tillaga að nýju byggðakorti nú til umsagnar og samþykktar hjá ESB. Slíkt viðurkennt kort er grundvöllur ýmissa byggðaað- gerða, bæði við núverandi aðstæð- ur og einnig ef það sýndist íýsileg- ur kostur að fara að dæmi ESB varðandi uppbyggingarsjóði. I samningunum um EES fékkst undanþága frá því ákvæði að at- vinnuleysi þyrfti að vera af tiltek- inni stærð til að beita mætti byggðaaðgerðum í formi stofn- stvrkja eða uppbyggingarstyrkja. Hér á landi eru hins vegar stór og strjálbýl svæði með einhæft at- vinnulíf sem uppfylla mundu styrkjaákvæðin. Á undanförnum árum hafa ís- lensk stjórnvöld aðallega verið upptekin af skattaumhverfi at- vinnulífsins og breytingar á því gjarnan réttlættar með samkeppn- isstöðu þess gagnvart iiðru m lönd- um. Það eru hins vegar fleiri þætt- ir sem hafa áhrif á samkeppnis- stöðuna, einkum ef við viljum breikka atvinnulílið og ná nýjum atvinnufyrirtækjum og tæknikunn- áttu inn í landið. Það er því löngu tímabært að upptaka uppbygging- arsjóða verði könnuð með tilliti til þess að samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs verði sem best.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.