Dagur - 16.03.2001, Blaðsíða 11

Dagur - 16.03.2001, Blaðsíða 11
 FÖSTVDAGVR 16. MARS 2001 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Kúrdískir flóttamenn á frönsku Rivíerunni. Skipið sem flutti þá sést efst til vinstri. Það sökk skömmu eftir að Frakkar björguðu fólkinu upp úr lokuðum lestum. TUraim gerð til að drekkja 910 flóttamöimiuii Smygl á fólki til Vest- urlanda er arðbær at- vinnuvegur og veltir árlega uiii 600 millj- örðum króna Taliö er að |ieir sem smygla fólki frá fátækum harðneskjulöndum til velmegunarríkja Norðurálfu velti sem svarar 600 milljörðum árlega. Fólki sem leitar betri lífs- skilyrða sparar árum saman og leggur aleigu sína í lerðakostnað og telja smyglararnir því trú um að auðvelt sé að fóta sig í nýjum heimkynnum í ríku löndunum. En raunin verður oft önnur því margir ná aldrei áfangastað og aðrir eru sendir til baka því yfir- leitt er þetta illa stadda fólk skil- ríkjalaust og á ekki vísa landvist. I síðasta mánuði strandaði fragtskip á Miðjarðarströnd Frakklands skammt frá borginni Nice. Þegar björgunarmenn komu um borð blasti við þeim ófögur sjón. Hundruðum manna var hrúgað í Iestirnar þar sem fólkið hafðist við í eigin úrgangi og ælu. Þarna reyndust vera 910 Kúrdar frá Tyrklandi og Irak, 480 börn meðal þeirra. Þrjú barn- anna höfðu fæðst um borð eftir að skipið lagði upp frá Tyrklandi. Við nánari athugun kom í Ijós að skipið, sem var illa farinn ryð- kláfur, var skráð í Kambódíu, eig- andinn var Sýrlendingur en áböfnin grísk. Eftir að skipið strandaði flúði áhöfnin og skildi fólkið f lestunum eftir. Þar var svo þröngt að fólkið varð að stan- da. Það var þyrst, bungrað og hafði verið sólarhringum saman án allrar hreinlætisaðstöðu. Smyglararnir höfðu lofað að koma Kúrdunum til Ítalíu ogein- hverjum hafði verið heitið að þeim yrði skilað alla leið til Eng- lands. En eftir því sem næst var komist var fólkinu sagt að far- gjaldið mundi duga til einhvers lands í Evrópu. Farþegunum í lestunum var ekki gefin nein viðvörun um að skipið væri að stranda og þegar það skeði greip um sig dauða- hræðsla þar sem fólkið var lokað niðri og vissi ekki hver ósköp gengu á. Grunur leikur á um að áhöfn- in hafi strandað skipinu viljandi og jafnvel ætlað að sökkva því ineð farþegana í Iestunum. En skipið sökk eftir að skipshöfnin var flúin, en franskir sjóliðar voru þá búnir að komast að hver var farmurinn í lestunum og frelsa þá úr prísundinni. Einhverjum farþeganna tókst að komast upp úr lestum og busla til lands áður cn sjóliðar og björgunarsveitir komu á vett- vang. Talið er að þeir hafi verið á milli 60 og 100 talsins. Smygli á fólki er líkt við man- sal. Smyglararnir taka offjár fyrir að flytja fólk til lýrirheitna lands- ins. Þar eiga að bíða gull og grænir skógar og því er skrökvað að engin vandræði séu með að iá landvistarleyfi og atvinnu. Mörg- um er ráðlagt að taka engin per- sónuskilriki með eða rífa þau ef til eru. Þannig á að leyna því frá hvaða löndum fólkið er að flýja. Strandið á frönsku Rivíerunni vakti mikla athygli, þar sem um hoð í ryðkláfnum voru fleiri flóttamenn en áður er vitað um að hafi komist inn í Frakkland á einu bretti. I Frakklandi er löng hefð fyrir því að taka við flótta- mönnum ogveita þeim hæli. En þar, eins og í öðrum löndum um sunnanverða Evrópu, er straum- urinn svo stríður að yfirv'öld sjá sér ekki fært að taka við öllum þeim mannfjölda sem þangað íeilar úr öðrum heimshornum. Því verða Kúrdarnir, eins og mörgum öðrum sem svipað er ástatt fyrir, sendir aftur til þess lands sem lagt var upp frá. Slasa palestínsk böm JERUSALEM - Sex palestínsk börn brenndust illa í gær þegar ísraelskir hermenn köstuðu handsprengju inn á leiksvæði barnaskóla á Vesturbakkanum. Þessi atburður er ein uppá- koman í því sem menn lýsa nú sem endunýjaðri ofbeldisöldu sem miðar að þvf að mótmæla vegatálmum sem settir hafa verið og herkvfnni sem Palest- ínumenn hafa verið hrepptir í. Læknar í borginni Hebron sem er bæði byggð Palestínumönn- um og Gyðingum, sögðu í gær að þrjú af börnunum sex hafi brennst á höfði, höndum og baki en hin þrjú þjáðust af minniháttar sárum, blöðrum og taugaáfalli. Síðadegis í gær sögðu hermálayfir- völd í Israel að þau væru að kanna hvað væri til í þessari frásögn og hvernig hafi staðið á þessari sprenginu. Sjónvarvottar sögðu hins veg- ar að engin átök hafi verið í gangi á þessu svæði. Palestínumenn ó svæðinu líta á þetta sem beina ögrun af bállu Israelsmanna, til þess gerða að æsa til mótmæla til þess að fá aftur átyllu til að ráðast gegn Palestínumönnum. Eitt barnanna borið burt af leiksvæði skólans í gær. Önnur þrjú hlutu bruna- sár á höfði, höndum og baki. Faþegavél rænt ISTANBUL - Rússneskri farþegaflugvél með vfir 160 farþega innan- borðs var í gær rænt af tveimur mönnum sem sögðust vera Theten- íumenn. Vélin var í flugtaki í Istanbui í lýrklandi og að minnsta kosti einn maður særðist þegar vélin var yfirtekin.Samkvæmt fréttum frá rússnesku fréttastofunni RIA þá mun vélin bafa lent í Jeddah í Saudi-Arabíu síðdegis. 27 írönum sleppt BAGHDAD - Saddam Hussain forseti íraks hef- ur nú sleppt úr fangelsi 27 írönskum föngum að því er INA, hin opinbera fréttastofa Iraks sagði í gær. Ekki er enn ljóst hvers vegna föngunum var sleppt. Fangarnir voru afhentir írönskum yfir- völdum við A1 Munthiriya landamærastöðina samkvæmt því sem talsmaður írakska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær. Talsmaðurinn sagði ein- nig að þessi gjörningur væri til að undirstrika ósk Iraka um að binda endi á deilur ríkjanna um fangaskipti á stríðsföngum úr strfðinu milli land- anna fyrir nokkrum árum. I gær lá það ekki skýrt fyrir hvort allir þessir 27 fangar hafi verið stríðsfangar, en ljóst var að dómur þeirra og fangavist var mjög misjafnlega löng. Rongji biðst afsöknaar BEIJING - 1 tilraun til að friða almenning og endurreisa trúverðug- leika sinn kom kínverski forsætisráðherrann Zhu Rongji fram í gær og bað þjóðina afsökunar á þeirri sprengingu sem varð í barnaskóla á dögunum með þeim afleiðingum að 42 börn létust. Hann var þó ekki tilbúinn til að viðurkenna að skólabörnin hafi verið að húa til flugelda þegar sprengingin varð. Hins vegar gat hann ekki um aöra skýringu scm talin verður trúverðug. Afsökunarbeiðnir sem þessar af hálfu háttsettra manna í Kína eru afar sjaldgæfar. ■ FRÁ DEGI FÖSTUDAGUR 16. MARS 75. dagur ársins, 290 dagar eftir. Sólris kl. 7.42, sólarlag kl. 19.32. Þetta gerðist 16. mars • 1983 keypti Reykjavfkurborg Viðey. • 1980 hófst fjórða hrina Kröfluelda. • 1978 var ítalska stjórnmálamanninum Aldo Moro rænt. • 1968 áttu sér stað fjöldamorð banda- rískra hermanna í þorpinu My Lai í Ví- etnamstríðinu. • 1237 lést Guðmundur góði Arason biskup, sem talinn var heilagur í lifanda lífi. Vefföng dagsins Á tímum Netvæðingar er lögmál sýnileik- ans alls ráðandi, og það nær til kóra ekki síður en annarra. Karlakórinn Heimir í TIL DflGS Skagafirði er til dæmis með fréttir, myndaalbúm og tönbrot á heimasíðu sinni: www.heimir.is/ Kvennakórinn Létlsveit Rcykjavíkur er sömuleiðis á vefnum og má þar finna m.a. fréttir af kórstarfinu og myndir: www.lett- sveit.is Karlakórinn Fóstbræður er einnig með frétlir af kórstarfi sínu, myndasíðu og fleira á www.fostbracdur.is Og svo er íslendingakórinn f Álaborg með ýmsar upplýsingar um sig og starf- semi sína: www.eidoIa.com/korinn/ Vísa dagsins Drukkið hef ég dr og ævi og eiguast svo margan luitt úr hlýi. Þító vildi ég ui) guð mér gæfi, ég gæti hætt þessu svínaríi. Páll Ólafsson Þau fæddust 16. mars • 1978 Reza Shah Pahlavi, síðasti keisari írans. • 1970 Póll Óskar Hjálmtýsson tón- listarmaður. • 1940 Bernardo Ber- tolucci, ítalskur kvikmyndaleikstjóri. • 1926 Jerry Lewis, bandarískur gam- anleikari. • 1917 Andrés Björnsson útvarpsstjóri. • 1913 Nína Tryggvadóttir listmálari. •1911 Josef Mengele, hrýllingslæknir þýsku nasistastjórnarinnar. • 1868 Maxim Gorkí, rússneskur rit- höfundur. Að hafa dregið eigin grundvallarreglur í efa er kennimark hins siðmenntaða manns. Olivcr Wendell Holmes (1841-1935) Heilabrot Arabískur auðjöfur átti tvo syni. Þegar hann dó skildi hann eftir sig fyrirmæli unt að synir hans tveir ættu að fara í kappreið- ar og sá þeirra sem ætti þann hestinn sem tapaði skyldi erfa allar eigur sínar. Þegar kom að kappreiðunum riðu synirnir báðir löturhægt af stað og námu loks báðir stað- ar ráðvilltir mcð öllu. Þá kom þar að gam- all maður sem hlýddi á sögu þeirra og gaf þeim síðan ráð. Eftir að hafa he)Tt ráðið stukku þeir þegar í stað á bak hestunum og riðu eins hratt og þeim frekast var unnt rakleiðis í markið. Hvert var ráð gamla mannsins? Síðasta gáta: Tvcir Rússar eru á gangi niður Laugaveginn í Reykjavík. Annar er stór en hinn Iítill. Só litli er sonur stóra Rússans, en só stóri er samt ekki faðir litla Rússans. Hvernig má það vera? Lausn: Sá stóri er móðir litla Rússans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.