Dagur - Tíminn Akureyri - 08.02.1997, Side 10
22 - Laugardagur 8. febrúar 1997
(3DagurJ9Iímtrat
Þeim fer óðum fjölgandi íslensku stúlkunum
sem hœtta sér út á svellið, þjóta áfram, hoppa,
dansa, taka snúninga í loftinu og lenda án þess
að áhorfendur taki fyrir augun af hrœðslu við að
þœr skelli á hinn óœðri enda. Þessar stúlkur, og
þeir örfáu drengir sem hafa brotið múrinn og
lagt sig eftir skautadansi, eiga Liisu S. T. Jó-
hannsson mikið að þakka sem þjálfað hefur list-
skautadans frá stofnun deildarinnar hjá
Skautafélagi Reykjavíkur.
Eigum við ekki að
fa þeim svona 3 ár
•f þeir geta æft allt
árið,“ svarar Liisa
egar hún er spurð
hvenær megi eiga
von á íslenskum
skautadönsurum á
Olympíuleikana.
Tæknin er kennd við Joseph
Pilates (f. 1880) sem kynnti sér
austræna og vestræna líkams-
þjálfun og setti saman kerfi
sem þykir nú verulega á undan
sínum tíma. Þeir eru margir
sem stunda líkamsþjálfun eftir
kerfi Pilatesar en það þykir sér-
staklega hentugt fyrir fótbolta-
kappa, ballerínur, skautafólk og
aðra sem fá smám saman mun
þjálfaðri vöðva öðrum megin
líkamans, þar sem átakið er
mest t.d. í spörkum, hoppum,
snúningum o.fl. Liisa segir al-
gengt að eitthvað í líkamanum
láti einfaldlega undan og þessir
íþróttamenn hrynji saman.
Pilates-tæknin á að fyrir-
byggja slíkt hrun og unnið er út
frá miðju líkamans. „Pilates
vinnur alltaf á allan líkamann
og þú finnur fyrir styrkingunni
fram í fingurgóma." Mikið er
lagt upp úr því að líkaminn
haldist í jafnvægi og fara t.d.
allir geimfarar í gegnum Pilat-
es-meðferð áður en haldið er út
í geiminn.
„Fólk ruglar þessu oft saman
við jóga,“ segir Liisa og leggur
áherslu á að Pilates sé allt ann-
ars konar þjálfun og mikil
áreynsla á lflcamann, svitinn
leki af fólki eftir æfingarnar.
Hún krefst mikillar einbeitingar
og er því kennt í fámennum
hópum eða einstaklingstímum í
World Class en eigandi stöðvar-
innar hefur látið Skautafélag-
inu eftir aðstöðu endurgjalds-
laust.
Liisa Jóhannsson er kvik og
keik kona á fimmtugs-
aldri, fædd í smáborg
hinna 74 svella (sem þykja þó
ekkert of mörg) í Þúsundvatna-
landinu Finnlandi. Um fimm
ára aldur fór hún að fikra sig
eftir ísuðum vötnunum á skíða-
skóm með áskrúfuðum járnum.
Sjö ára fékk hún svo sína fyrstu
listskauta. „Ég fékk þá í jólagjöf
og ég svaf í þeim ég var svo
ánægð með þá.“ Næstu árin
æfði Liisa stíft, sýndi, keppti og
lenti einatt í efstu sætum. En
um 18 ára aldurinn var skólinn
orðinn harðari þannig að lestur
og strákastand og annað sem
fylgir gjafvaxta stúlkum tók við.
Á hvergi heima
Eftir flakk á milli landa til að
læra tungumál rakst Liisa á
auglýsingu frá Loftleiðum, sem
flugu þá til New York, þar sem
óskað var eftir flugfreyjum.
„Mig hafði alltaf langað til New
York þannig að ég sótti um,“
segir Liisa en hjá Loftleiðum
starfaði hún í 5 ár eða allt þar
til hún hitti íslending sem henni
leist vel á og giftist. Hún hefur
nú verið gift á íslandi í 26 ár.
„Ég held það sé þetta kirjalska í
mér að mig hefur alltaf langað
til að ferðast. Ég á hvergi
heima. Svo ég get alveg eins
búið á íslandi."
Pilates-tækni
Húsmóðurstörf og uppeldi
tveggja dætra tóku
við af flakkinu og
það var ekki fyrr en
yngri dóttirin var
orðin um 16 ára
sem Liisa ákvað að
skella sér til New
York til að læra svo-
kallaða Pilates-
ueknl við líkams-
uilfun og hún er
iú eini þjálfarinn á
orðurlöndum sem
fur réttindi til að
nna Pilates.
„Þetta er þessi tilfinning að geta gert nánast hvað sem er. Ég man þegar ég var ung, þá fannst mér ég geta farið
eins hratt og ég vildi, stokkið, hlaupið og farið í pírúetta," sagði Liisa og virtist gagntekin frelsistilfinningu við til-
hugsunina eina um að þjóta eftir finnskum svellum.
Skautadansinn
Skautafélag Reykjavíkur var
stofnað 1893 og ótrúlegt en
satt, á tímum þar sem boltinn
skoppar eilíflega í öllum íjöl-
miðlum, þá var SR flölmerin-
asta íþróttafélag landsins þegar
ÍSÍ var stofnað árið 1912. List-
skautadeildin var aftur á móti
ekki stofnuð fyrr en 1992 þegar
vélfrysta svellið í Laugardal var
tilbúið. Áhugi fyrir listskauta-
dansi hefur þó verið fyrir hendi
en að sögn Svövu Sigurjónsdótt-
ur, formanns deildarinnar, vildi
hún ekki byggja upp heila
íþróttagrein frá grunni fyrr en
hún fengi þjálfara sem hún
treysti til verksins. Hann fann
hún í Liisu.
„Maðurinn minn var búinn
að sjá hana skauta á tjörninni
og fara úr strætó til að horfa
betur á hana. Hann man ennþá
hvernig hún var klædd.“
Liisa var ráðin og hefur síð-
ustu 4 ár þjálfað börn og ung-
linga á aldrinum 3ja-18 ára en í
vetur voru nemendur tæplega
300. 32 keppendur tóku þátt í
fyrsta Reykjavíkurmótinu sem
var haldið um daginn og ís-
landsmót verður haldið nú í
mars en listskautadans er
einnig æfður á Akureyri.
Stúlkur eru í yfirgnæfandi
meirihluta, ísknattleikurinn
hefur meira aðdráttarafl á
strákana en listskautarnir. „Ég
er komin með yndislegan
kjarna. En ég held það skipti ís-
lendinga mjög miklu að tilheyra
hóp, fá stuðning frá sínum fé-
lögum.“ Liisa telur nokkuð
áberandi hve íslenskar stelpur
fylgja vinkonum sínum og þær
sæki því styrk hjá hverri ann-
arri. Ásamt stuðningi frá for-
eldrum getur hópeflið því kom-
ið í stað sjálfsagans sem
skautaíþróttin krefst af þeim
sem vilja ná langt. „Pabbi minn
stóð oft klukkustundum saman
í kuldanum til að fylgjasl með
mér æfa mig.“
Þrjú ár í ÓL
„Nemendur eru ekki komnir
mjög langt á heimsmælikvarða
en við fengum breskan dómara
hingað í fyrra fyrir íslands-
meistaramótið, sem er yfir öll-
um skautasvellum í Bretlandi,
og hann var virkilega hissa á
því hvað þau voru góð miðað
við hvað þau hafa haft lítinn
tíma og aðstöðu til að æfa.“
Skautadansararnir hafa ekki
haft nema 4-5 mánuði á ári til
æfinga, og þær falla tíðum nið-
ur þegar svellið er fullt af snjó
eða blautt eftir rigningar. í
haust á yfirbygging yfir svellið
að vera tilbúin og verður það
gjörbylting í aðstöðu fyrir þá
sem æfa.
Liisa er að vonum ánægð
með þetta „því ekki vantar
áhugann og hæfileikana.“
- Og hvenær má svo búast
við að íslenskir skautadansarar
mæti á vetrarólympíuleika?
„Eigum við ekki að gefa þeim
svona 3 ár ef þeir geta æft allt
árið.“ lóa
Listskautadansinn er ekki dýr íþrótt miðað við
margar aðrar. Ódýrir skautar duga til að
byrja með en eftir því sem krakkarnir ná
lengra þurfa skautarnir að vera betrl Góðir
skautarfyrir langt komna kosta 20-60.000 kr.
Ekki hefur þurft að hugsa sérstaklega fyrir
fatnaði hingað til íslenskt vetrarveður hefur
séð til þess, en það ku vera mikil tilhlökkun
meðal nemenda að komast nú loks nœsta vet-
ur, þegar yfirbyggingin íLaugardal verður að
veruleika, íþessa œvintýralegu glilgalla...