Dagur - Tíminn Akureyri - 15.02.1997, Qupperneq 6
18 - Laugardagur 15. febrúar 1997
ÍOagur-ÍEmmTn
■
Ólafur baðst undan þvi að láta andlit sitt þekkjast í
myndatöku, enda segir hann eiginkonu sína hafa
misst atvinnu sín vegna, slíkir séu fordómarnir.
Kristín Ingvadóttir sem situr í stjórn Samtaka fanga
og þolenda er með Ólafi á myndinní.
S
lafur Gunnarsson, fyrr-
verandi fangi, sem lauk
afplánun fyrir fíkniefha-
brot si. haust, er mjög ósáttur
við hvernig samfélagið tekur á
móti mönnum sem hafa afplán-
að dóm sinn. Hann segir at-
vinnumöguleika nánast enga og
því sé ekki óeðlilegt að saka-
menn leiti á
ný út á
glæpabraut-
ina, kerfið
beinlínis
hvetji til þess.
Til að reyna
að hafa áhrif
á gang mála,
minnka for-
dóma og
auka atvinnu-
möguleikana,
hefur Ólafur
verið frum-
kvöðull að
stofnun félagsskap sem kallast
„Samtök fanga og þolenda."
Þar eru fyrrverandi sakamenn
og þolendur afbrota undir ein-
um hatti.
„Maður er með ævilangan
dóm, honum lýkur ekkert eftir
afplánun. Það hrynja flest per-
sónuleg tengsl á meðan maður
situr inni og útskúfunin heldur
svo áfram. Það er mjög erfitt að
fóta sig í lífinu þegar maður fær
enga vinnu,“ segir Ólafur.
Samfelld áþján
Ólafur var handtekinn árið
1993 vegna „stóra fíkniefna-
málsins“ sem svo var kallað, en
þar var reynt að koma 20 kíló-
um af hassi á markað. Hann
var dæmdur í 4 og hálfs árs
fangelsi en sat inni í 3 ár, tölu-
vert lengri tíma en hann er
sáttur við.
Það er ekki
það eina sem
Ólafur kvartar
undan, heldur
má af orðum
hans skilja að
fangavistin hafi
verið samfelld
píslarganga.
Hann var fyrst
11 mánuði í
Síðumúlafang-
elsi en varð þá
íyrir heiftarlegri
árás og lá um
tíma á gjörgæsludeild. Þaðan lá
leiðin á einangrunardeild á
Litla-Hrauni „deild fyrir fanga
sem ekki er hægt að hafa innan
um aðra,“ segir Ólafur, en hann
hafði aldrei setið inni áður en
þetta mál kom upp.
Á Litla-Hrauni segist Ólafur
hafa reynt að endurreisa trún-
aðarráð fanga til að vekja at-
hygli á málstað þeirra. „Hér er
nefnilega ekkert gert til að gera
fanga að betri mönnum, ólíkt
t.d. Norðmönnum sem standa
mjög framarlega í þessum efn-
um. En endurreisn trúnaðar-
ráðsins var túlkuð sem svo að
ég væri að valda taugatitringi
hjá föngum og þess vegna var
ég fluttur í Hegningarhúsið á
Skólavörðustígnum. Þar var ég
Iátinn dúsa í 6 mánuði í gjör-
samlega óviðunandi fangelsi en
þarna komst ég þó í félagsskap
sem var af hinu góða. I fram-
haldi af þessu sótti ég um að
fara á Kvíabryggju en þá stóð
til að flytja mig til Akureyrar
þar sem ég hefði endanlega
verið einangraður frá öllu mínu
félagslífi. En ég endaði afplán-
unina á Kvíabryggju."
Fangelsismálastjóri
sagði af sér í einn dag
Um lok fangavistarinnar segir
Ólafur: „Það kostaði ekkert
smávesen og fangelsismála-
stjóri þurfti að segja af sér í
einn dag. Mér var kerfisbundið
hegnt vegna þess að ég lýsti
skoðunum mínum opinberlega í
fjölmiðlum."
Og enn lætur Ólafur skoðanir
sínar í ljósi. „Stefnan í fangels-
ismálum er þannig á íslandi að
það kemur enginn maður betri
út en hann fór inn. Við höfum
ekki að neinu að snúa og erum
hálf ónýtir eftir meðferð Fang-
elsismál ast ofnunar. “
En sem fyrr segir var var
það aðeins hálfur sigur fyrir Ól-
af að sleppa út, því þá tók við
nýr dómur, dómur samfélags-
ins. „Hugarfarið í þjóðfélaginu
er þannig að við séum „bad
guys“ en það hlýtur að vera
hagur allra að gera okkur að
nýtum þegn-
um. Hvað mig
varðar er kerf-
ið hins vegar
þannig að eft-
irhtsskyldan er
svo mikil að ég
verð að hafa
samband við
yfirmann fíkni-
efnalögregl-
unnar á 14
daga fresti og
segja honum
allt frá ferðum mínum, hvaða
menn ég hef hitt og um hvað
við höfum rætt. Þetta er náttúr-
lega lítt fýsilegur kostur fyrir
atvinnurekendur. Svo eru fleiri
atriði sem öll ber að sama
brunni, stjórnendur vilja ekki
fyrrverandi fanga. Og ekki
myndi það þýða fyrir mig að
ljúga að atvinnurekanda vegna
þess hve mitt mál var mikið f
íjölmiðlum á sínum tíma. Mig
þekkja allir.“
Engin leið úr ,,féló“?
Ólafur hefur numið tölvunar-
fræði og sat tvær annir í við-
skiptafræði. Hann kysi helst að
vinna skrifstofustörf en fær ekki
inni á námskeiðum atvinnu-
lausra, þar sem hann er ekki á
skrá. Ólafur er á félagslegum
bótum. „Ég fæ 53 þúsund á
mánuði og af þeirri íjárhæð
þarf ég að greiða það sem fólk-
ið í kringum
mig þurfti að
borga meðan
ég sat inni. Ég
reyndi að kom-
ast á bókhalds-
námskeið til að
auka atvinnu-
möguleikana
en komst ekki
af fyrrgreind-
um orsökum.
Ég ræddi við
félagsmálaráð-
herra og fulltrúa Félagsmála-
stofnunar og spurði hvort þeir
aðfiar gætu ekki kostað þessi
námskeið til að ég kæmist ein-
hvern tíma út úr félagslega
geiranun. En þeir sögðu nei.
Þeir vilja frekar hafa mig á bót-
um það sem eftir er og borga
mér 53 þús. kr. á mánuði frekar
en að aðstoða mig við að kom-
ast út í atvinnulífið. Þetta við-
horf er ekki beinlínis í anda
mannréttinda og allt vegna
þess að ég lánaði mönnum fjár-
magn í gamla daga sem voru í
fíkniefnaheiminum. Ég var
kannski ekki alveg saklaus
hvað það varðaði að mig grun-
„Stefnan ífang-
elsismálum er
þannig á íslandi
að það kemur
enginn maður
betri út en hann
fór inn. “
„Flestir fangar sem
ég hef talað við fara
beint í glœpina aft-
ur af því að ekkert
annað býðst þeim. “