Dagur - Tíminn Akureyri - 15.02.1997, Page 15

Dagur - Tíminn Akureyri - 15.02.1997, Page 15
.fflagur-'ðJntrám Laugardagur 15. febrúar 1997 - 27 KONUNGLEGA I Ð A N ' -ifg '4* ,, '> ~'-V Bhumibol konungur og hans slekti Úr konunglegri veislu. Konungsfjölskyldan í Tælandi ásamt Elísabetu II. Englandsdrottningu og Filippusi prins í veislu sem haldin var þeim til heiðurs er þau voru í opinberri heimsókn í Tælandi á síðasta ári. BÚBBA segir ykkur frá kónga- fólki í Tœlandl ar sem það er ektó oft að kóngafólk kemur við sögu í innlendum fréttum hér- lendis þá finnst mér rétt að segja ykkur nú frá konungsfjöl- skyldunni í Tælandi. Tilefnið er auðvitað þær fréttir að Galyani prinsessa, systir Bhumibols Tæ- landskonungs. ætlar að gefa 100 milljónir króna til bygging- ar Búddamusteris hér á landi. - Það er ekkert annað! Þetta er kærkomið tilefni til þess að ég beini sjónum mínum að öðru kóngafólki en því evrópska. Á valdastóli í 50 ár f 700 ár hefur verið konungs- veldi í Tælandi en áður hét kon- ungdæmið Síam. Núverandi konungur heitir hans konung- lega hátign Bhumibol Adulyadej og hefur hann setið lengur en nokkur annar þjóðhöíðingi í öll- um heiminum í hásæti. Á síð- asta ári fögnuðu Tælendingar 50 ára valdaafmæli Bhumibols. Tælendingar eru mjög kon- ungs- og þjóðhollir. Til dæmis standa allir upp í kvikmynda- húsum áður en sýning hefst á meðan þjóðsöngurinn er leik- inn. Tælendingar líta því sem næst á konung sinn sem guð og tala um hann af mikilli virð- ingu. Bhumibol Adulyadej fæddist árið 1927 í Ameríku, þar sem faðir hans Mahidol prins, sem menntaður var í breska einka- skólanum Harrow og Harvard, lagði stund á læknisfræði. Þeg- ar Bhumibol var aðeins eins árs dó faðir hans. Móðir hans, Sangvalya prinsessa, hélt heim til Tælands ásamt börnum sín- um þremur: Bhumibol, Ananda eldri bróður hans og systur hans Galyani. Sangvalya prins- essa komst fljótlega á þá skoðun að betra væri fyrir börn hennar að hljóta menntun í Evrópu. Fjölskyldan settist því að í Lausanne í Sviss þar sem börnin gengu í bestu skóla sem völ var á. Eineygður og ástfanginn Sem ungur maður hafði Bhumi- bol mikinn áhuga á hraðskreið- um bflum. Það átti eftir að verða honum dýrkeypt því hann lenti í alvarlegu bflslysi og missti annað augað. Það var einungis fyrir hæfni fransks læknis að það tókst að bjarga honum frá því að verða algjör- lega blindur. Þegar Bhumibol var að jafna sig eftir slysið spurði móðir hans hvort að hann óskaði sér einhvers sér- staks. Hann svaraði á þá leið að hann vildi fá að hitta undurfal- lega stúlku, dóttur sendiherra Tælands í Frakklandi. Móðirin kom því í kring að þau Sirikit, sem auðvitað varð seinna prinsessa, og Bhumibol hittust. Hin fagra Sirikit hjálpaði mjög til þess að Bhumibol náði full- um bata, en hann hefur frá þessum tíma notað gerviauga og þurft að nota óskaplega þykk gleraugu. Þau Siritót og Bhumibol gift- ust vitanlega í fyllingu tímans en áður en það gerðist átti mik- ill sorgaratburður eftir að breyta lífi þeirra. f júnímánuði 1946, þá einungis 18 ára gam- all, kom Bhumibol að Ifki bróð- ur síns, Ananda konungs, sem hafði verið skotinn í höfuðið í höll sinni. Leyndardómur morðsins hefur enn þann dag í dag ekki verið upplýstur og ekki hefur fengist skýring á því af hverju lögreglurannsókn fór ekki fram. - Það kom þó ekki í veg fyrir að þrír hallarstarfs- menn voru handteknir, hafðir í einangrun í sex ár og að lokum Ifllátnir. Bhumibol á enn í dag erfitt með að tala um dauða bróður síns, sem varð til þess að hann var krýndur konungur hinn 9. júní 1946. Skylda að krjúpa, bannað að snerta Bhumibol hefur setið lengur við völd en nokkur annar þjóðhöfð- ingi í sögu Tælands. Þó svo að í Tælandi sé meiri pólitískur stöðugleiki en annars staðar í Suð-austur Asíu þá hefur landið fengið sinn skerf af valdaráns- tilraunum og öðrum slíkum uppákomum. Þess vegna er sér- stök neyðarstjórnstöð í setu- stofu Bhumibols, sem gerir honum kleift að komast í sam- band við hvaða hluta landsins sem er ef neyðarástand skap- ast. (Kannski á maður ekki að vera að koma svona hugmynd- um á framfæri hér ef einhverjum skyldi detta í hug að bráðnauðsynlegt sé að koma slíkri stjórnstöð upp á Bessa- stöðum ofan á allt annað.) - Samkvæmt stjórnarskránni hefur Bhumibol lítil völd en hann hefur þrátt fyrir það tölu- verð afskipti af stjórnmálum landsins. (Ekki var þetta betra!). Bhumibol ber aldurinn vel og þykir mjög unglegur. (Þið getið nú dæmt um það sjálf af mynd- unum). Hann þykir alvarlegur og stffur en um leið vinsamleg- ur með unglegan sjarma. (Eg sel þetta ektó dýrara en ég keypti!). En þrátt fyrir heims- borgaralegt uppeldi konungsins þá hefur verið haldið í mjög sttfar reglur innan hirðar hans. Til dæmis þá þykir það argasti dónaskapur og vanvirðing ef einhver nærstaddur stendur þegar konungurinn situr. Þá verða meðlimir fylgdarliðs hans að beygja sig, nærri því krjúpa, þegar þeir ganga fram hjá kon- unginum eða afhenda honum eitthvað. Að sjálfsögðu mega þeir aldrei snerta konimginn. Bhumi- bol er mik- ill tungu- málamað- ur og þytór góður tón- listarmað- ur. Hann leikur á saxófón og samdi meðal annars sinn eigin þjóðsöng. Ilann hef- ur einnig áhuga á ljósmynd- un og sigl- ingum. En framar öllu þá er hann með tæknidellu og mikinn áhuga á öllu sem viðkemur nýjustu tækni og vísindum. Krónprinsinn er vand- ræðagemsi Aðrir meðlimur konungsíjöl- skyldunnar leika einnig stór hlutverk í opinberu lífi. Bhumi- bol hefur hvatt yngri dætur sín- ar tvær, Maha Chakri Sirind- horn prinsessu og Chulabhorn prinsessu og sem báðar hafa doktorspróf annars vegar í fé- lagsfræði og hins vegar í lfl- efnafræði, að styðja verkefni sem stuðla að betri menntun og aðstoð við fámenn sveitarfélög. Elsta dóttir Bhumibols er gift Bandaríkjamanni og býr í heimalandi hans. Maha krón- prins er mikill vandræðagemsi, sem veldur foreldrum sínum, og öðrum, þungum áhyggjum. Síðastliðið sumar hengdi hann tilkynningu á hallarveggina þar sem hann ásakaði lagskonu sína og barnsmóður, um fram- hjáhald. í hefndarskyni flutti hún með börnin til Ameríku. Barnsmóðirin, sem var leik- kona hér áður fyrr, kærði Maha nokkru seinna fyrir að hafa rænt átta ára dóttur þeirra í Bandaríkjunum og flutt hana heim til Tælands. Þessar erjur hafa angrað Bhumibol svo mjög að hann hefur ákveðið að næst elsta dóttir hans, Maha Chakri Sir- indhorn prinsessa muni taka við krúnunni að honum látnum. Hún þykir algjör andstæða bróður síns, hógværð hennar fellur almenningi vel í geð og hún nýtur mikillar virðingar. Það er nefnilega þannig að í Tælandi eru engar sérstakar reglur um erfðaröðina og árið 1977 var sett í lög að konur gætu orðið þjóðhöfðingjar þar í landi. Bhumibol konungur veit að eftir sinn dag verður þörf fyrir leiðtoga sem hugsar um hag fólksins og hann er sann- færður um að þann leiðtoga hafi hann fundið í dóttur sinni. Áhrif frá Evrópu Valdhafar í Bretlandi hafa löng- um haft mikil samskipti við kollega sína í Tælandi. Þess má geta til dæmis að Chulalong- korn konungur var mikill aðdá- andi og pennavinur Viktoríu drottningar og James I. sendi konungnum í Síam vingjarnlegt bréf árið 1612 í von um að Sí- amskonungur myndi hleypa breskum kaupmönnum inn í landið. Konungshöllin í Tælandi, Chakri, var byggð fyrir 200 ár- um. Veggir og innviðir eru mjög í evrópskum anda og minna um margt á Versali. Hinsvegar er þatóð, og skreytingar á því, mjög í Búddískum stfl. - Þetta hlýtur að vera áhugaverður kokkteill! Valdhafar í Tælandi líta nú sem fyrr mjög til Evr- ópu. Til dæmis þá var einvörð- ungu boðið upp á vestrænan mat í boði sem haldið var til heiðurs Elísabetu Bretadrottn- ingu þegar hún var í opinberri heimsókn í Tælandi á síðasta ári. í samræmi við stranga hirðsiði verða undirsátar Bhumibols Tælandskonungs að krjúpa fyrir honum.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.