Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Síða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Síða 5
|Dagur-'3IfmttOT Fimmtudagur 6. mars 1997 -17 VIÐTAL DAGSINS Hefur látið sér vaxa alskegg Árni Mathiesen, þingmaöur Sjálf- stœðisflokks, 39 ára, hefur látið sér vaxa alskegg eftir sautján ára hlé. Árni hefur lofað konunni sinni að raka sig fyrir páska. að var orðið svo langt síð- an ég hafði látið mér vaxa skegg að ég vildi sjá hvort mér myndi vaxa skegg aftur. Ég var með skegg frá tvítugu fram yfir þrítugt á veturna og rakaði mig á sumrin. Síðan ég fór í pólitfkina hef ég ekki verið með skegg. Þeir segja að það rugli kjósendurna ef maður breytir mikið um útlit. Maður tekur samt áhættuna á miðju kjör- tímabili," segir Árni Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisílokks. Árni hefur skipt um útlit og látið sér vaxa alskegg frá síð- ustu áramótum en hann hefur áður verið með skegg í ýmsum útgáfum, meðal annars yfir- varaskegg. Hann segist vera búinn að lofa konunni sinni því að raka sig fyrir páska enda sé hann ekki jafn mjúkur á vang- ann með skeggið. Vörn gegn næðingnum „Þá verður sólin líka komin hátt á loft og farið að hilla undir sumarið þannig að það passar ágætlega," segir Árni og bætir við að það hafi verið mjög þægi- legt að hafa skeggið í dýralækn- ingunum því að það hafi verið ákveðin vörn gegn næðingnum að vera með skegg. Árni hefur fengið alls kyns viðbrögð við skegginu, bæði innan þings og utan. Hann segir að aðrir skeggjaðir þingmenn hafi verið agalega ánægðir að fá viðbót í hópinn og Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðu- bandalags, hafi frætt sig á því að gerð hafi verið könnun hjá Verkamannaflokknum í Bret- landi þar sem fram hafi komið að það væri óhagstætt gagnvart kjósendum að hafa skegg. Það væri ekki til þess fallið að laða að sér fylgi. „Þetta getur samt verið eitt- hvað mismunandi eftir flokk- um. Ég hef ekki látið gera neina sérstaka könnun á þessu,“ segir Árni. Vinsælt hfá börnum Skegg Árna hefur vakið mikla athygli meðal barna og í barna- afmæli um síðustu helgi var lítil stúlka mjög upptekin af skegg- inu. „Hún þurfti mikið að spyrja, fá að koma við skeggið og sjá hvort það væri eins og hárið. Svo spurði hún að lokum: „Hvar fékkstu það?“ segir hann. Dótt- ir Árna, ellefu mánaða, er hins vegar of ung til að hafa myndað sér skoðun á skegginu. Ekki er þó alveg laus við að Árni hafi af því áhyggjur að hún þekki sig ekki þegar skeggið hverfur. „Ég verð sennilega að leyfa henni að horfa á þegar ég raka það af,“ bætir hann við. En hver skyldi hafa verið ástæðan fyrir því að Árni lét sér upphaflega vaxa skegg? „Ég safnaði skeggi þegar ég sá fram á að geta verið með frambærilegt skegg en það eru bráðum sextán eða sautján ár síðan,“ segir sjálfstæðisþing- maðurinn og skeggkarlinn Árni Mathiesen. -GHS Árni Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur breytt um útlit og látið sér vaxa alskegg eftir margra ára hlé. Árni var með skegg frá tvítugu fram yfir þrítugt. Hann er nú tæplega fertugur. Mynd:ÞöK Alþjóðlegt mót í Hornaíjarðarmanna! Magnússon AHumarhátíð Hornfirðinga dagana 4.-6. júh' mun fara fram fyrsta alþjóðlega mótið í Hornafjarðarmanna. Er mótið einn liður f 100 ára afmæl- ishátíð Hafnar í Hornafirði. Nú þegar hefur boðað komu sína á mótið mannaspilari frá Noregi. Má búast við að spilarar frá fleiri löndum láti skrá sig áður en langt um líður. Þá eru íslenskir Hornaljarðarmannaspilarar hvattir til að koma á Humarhá- tíðina og taka þátt í þessum tíma- mótaatburði í íslandssögunni. Forsprakki Hornaíjarðar- mannamótsins er hinn síungi skólastjóri, með miklu meiru, Al- bert Eymundsson. Albert hefur lengi verið sérstakur áhugamað- ur um hið gagnmerka spil Hornaíjarðarmanna og hefur undanfarna mánuði verið að undirbúa þennan merkisatburð. Albert hefur ráðfært sig við hina fróðustu menn og hefur fengið staðfestingu á því hvernig hinar einu sönnu spilareglur Ilorna- íjarðarmanna eru, en Hornfirð- ingar hafa ekki verið sáttir við þá útgáfu sem birtist í Spilabók AB. Hér á eftir fara spilareglur sem hafa fengið hornfirska lög- gildingu sem hinar einu sönnu Ifornaijarðarmannaspilareglur: Hornafjarðarmanni Þetta spil sem nefnt hefur verið Hornaijarðarmanni er eitt af- brigði mannaspils. Sagt er að séra Eiríkur Helgason (d. 1954) í Bjarnanesi sé höfundurinn. Spil- ið hefur verið vinsælt á Ilorna- firði gegnum tíðina og reyndar víðar. Tala spilara og spilin Hornafjarðarmanni er þriggja manna spil. Notaður er venjuleg- ur spilastokkur. Spilaröðin er venjuleg, ásinn hæstur, nema í nóló er hann lægstur. Gjöfin Fyrst er dregið um hver skuli gefa. Sá, sem dregur hæsta spilið, verður í forhönd og sá sem situr honum á hægri hönd gefur fyrst- ur. Gefið er sólarsinnis á heíð- bundinn hátt, fyrst ijögur spil í mannann og síðan þrjú spil á hvern spilara. Manninn fær sex- tán spil en hver spilari tólf. (Ekki má stokka mannann og lögð er áhersla á að spilin í mannanum séu í' þeirri röð sem gefin er). Spilarar skiptast á að gefa. Sagnir Það er dregið um sagnir. Sá sem er í bakhönd (á hægri hönd gef- anda) dregur ofan af spilabunk- anum og sýnir spilið sem upp kemur. Komi upp tvistur til fimma er spilað nóló. Reynt er að fá sem fæsta slagi og ásinn er lægstur. Komi upp sexa til níu er spilað tromp í þeim lit sem dreg- inn er. Komi upp tía til áss er spilað grand. (Alltaf á að setja þann hluta spilastokksins sem dreginn er undir þannig að gjaf- ari fær spilið sem ræður sögn- inni) Gangur spilsins Áður en spilið hefst má sá sem er í forhönd skipta allt að sjö spil- um, sá sem er í bakhönd allt að fimm spilum og sá sem gefur fjórum spilum eða afgangnum ef aðrir hafa ekki notað sér for- kaupsrétt sinn. Sá sem er í forhönd slær fyrsta spilinu út og eftir það sá sem á slaginn í hvert skipti. Sá spilari sem tekur slag leggur hann á grúfu fyrir framan sig og slær út næst. Útreikningur í grandi og trompi er gefið eitt +stig (plús) fyrir hvern slag um- fram fjóra og eitt -stig (mínus) fyrir hvern slag undir Ijórum. í nóló er stigagjöfin öfug. Fyrir hvern slag undir fjórum er gefið eitt +stig og eitt -stig umfram íjóra. f grandi og trompi er hægt að fá mest 8 +stig og 4 -stig en í nóló 4 +stig og 8 -stig. Spilað er uns einn hefur fengið 10 +stig og þá er gert upp. Hægt er að stöðva spilið hvenær sem er og gera upp. Jákvæð stig og neikvæð eru alltaf íjafnvægi. Heimasíða Hornafjarðarmanna Reglur þessar munu birtast á heimasíðu 100 ára afmælishátíð- ar llafnar í Ilornafirði á næstu dögum. Þar munu einnig birtast ýmsir fróðleiksmolar um Horna- ijarðarmanna og nánari upplýs- ingar um hið alþjóðlega Horna- Qarðarmannamót þegar nær Humarhátíðinni dregur. Heima- síða Hornafjarðarmannans er: http://www.eld- horn.is/HofnlOOara/.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.