Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Qupperneq 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Qupperneq 7
ÍElctgur-Símttm Fimmtudagur 6. mars 1997 -19 STRAUMAR OG STEFNUR Leikir yngstu bam- anna á leikskólum Börn 1-3 ára hafa mikla athyglisþörf og þurfa að hreyfa sig mikið. Þau eru hins vegar oft klaufaleg í hreyfingum og vegna þessa þá verður hreyfing sem ætluð er til að sýna vináttu stundum til þess að það brestur á grátur og gnístran tanna. Hrafnhildur Sigurðardóttir og Sesselja Sigurðardóttir skrifa Aaldrinum 1-2 ára eru hreyfi- og skynfæraleikir mest ríkjandi hjá börn- unum. Leikurinn birtist í að börnin eru aðallega upptekin af því að beita líkama sínum og kanna skynfæri sín. Þau eru að uppgötva hreyfifærni fíkamans og mikilvægi skynfæranna. Þau þurfa að skoða hluti og leikföng með því t.d. að snerta á þeim, Iykta af þeim, bragða á þeim og prófa að nota þá á mismunandi hátt. í fyrstu eru leikirnir einfaldir en verða margþættari eftir því sem börnin eldast og tengjast þá öðrum þroskaðri leikjum. Á þessum aldri leika börnin sér ein, þau hafa ekki enn öðlast þroska til þess að leika sér í samleik með öðrum börnum. Aftur á móti flnnst þeim gaman að hafa önnur börn í kringum sig. Athygli barnanna er síkvik og flöktandi og þau leika sér stutt við hvern leik. Hreyfileikir Leikir yngstu barnanna byggjast mildð á könnun á getu eigin líkama. Einfaldasti og frumstæðasti hreyfileikurinn er að ganga. Fyrir börnunum er gangurinn því í senn leikur og viðfangsefni. Þegar börnin hafa náð valdi yfir ganghreyfingum taka þau upp erfiðari hreyfing- ar eins og til dæmis að hoppa, hlaupa, ganga aftur á bak, klifra o.m.fi. Því þurfa þau að fá aðstöðu til að hreyfa sig frjálst og óhindrað. Öll hreyfing eykur hkamsþroska þeirra og er jafn- framt leikur, s.s. að skríða und- ir, klifra uppá, fela sig á bakvið ofl. Þessir leikir blómstra hvað best úti, þar sem nægilegt rými er fyrir börnin til að njóta hreyfigetu líkama síns. Sköpunar- og bygg- ingarleikir Undirstaða þess að börnin fái notið þess að skapa með hönd- unum er að þau nái valdi á hreyfingum þeirra. Börnin una sér í fyrstu mjög við að kasta hlutum í gólfið og taka þá upp aftur, eða láta aðra rétta sér til baka. Þau hafa ánægju af leik- föngum sem ganga hvert inn í annað og þau geta tekið í sund- ur og sett saman. Frumstæð- ustu byggingarleikir felast í því að börnin hlaða kubbum hverjum upp á annan, en þau hafa oft jafnmikla ánægju af að sjá allt hrynja og eyðileggjast eins og að byggja. Þau hafa líka gaman af að flytja kubbana úr einum stað á annan. Leikföng: Allt sem hægt er að setja saman, raða ofan í, raða hvert upp á annað, kubb- ar. Formkassar, stórir pinnar eða perlur, hamar og slagbretti, bflar og karlar og margt fleira. Myndlist Undir sköpunarleiki má líka flokka hefðbundna myndlist og leiki með sand og vatn. Börn fá flest áhuga á að teikna og krota á blað strax á unga aldri og vilja þá gjarnan fá að skrifa þegar aðrir skrifa. í fyrstu er sköpunin ómótuð, Þessir leikir eru barn- inu mjög mikilvœgir því í gegnum þá reyna þau að skilja atferli hinna fullorðnu, sem er undirstaða þess að geta orðið virkur þátt- takandi í þjóðfélaginu seinna meir. börnin krota til þess að krota, ekki til þess að búa til mynd. Þau beita miklu afli við krotið og því þurfa þau að fá svera, sterka liti og stór blöð til að at- hafna sig með. Ung börn hafa flest einnig gaman af að móta úr leir. Ekki er ætlast til að þau búi til eitthvað, heldur er mark- miðið að finna gleðina við mót- un jafnframt þvx sem leirmótun þjálfar fínhreyfingar handa. Sandur er uppspretta mikilla athafna og ánægju, t.d. að grafa, ausa, bleyta og móta. Vatnsáhugi og allt vatnssull vekur einnig mikla ánægju, jafnframt því sem vatnsleikir virka róandi á flest börn. Leikföng: Leir, blöð, stórir penslar, sverir skærir litir, og margskonar verðlaust efni sem má rífa, hnoða og leika með. Hlutverka- og ímyndunarleikir Börnin byrja snemma að líkja eftir því sem þau sjá. í fyrstu gera þau allt sjálf þ.e. lúlla sjálf, borða sjálf o.s.frv. en með auknum þroska fara þau að nota hluti sem tákn fyrir aðra hluti s.s. brúðu í staðinn fyrir litla barnið. Þessir leikir eru barninu mjög mikilvægir því í gegnum þá reyna þau að skilja atferli hinna fullorðnu, sem er undirstaða þess að geta orðið virkur þátttakandi í þjóðfélag- inu seinna meir. Leikföng: Föt til að klæða sig í og úr, höfuðföt, veski, skór. Koddar og teppi eða sængur sem þau geta sjálf notað. Bolla- stell, matarstell ofl. Brúður, bangsar, matarflát, körfur til að setja ofaní, sími, kústur, fægi- skófla, tómar umbúðir og margt, margt fleira. Tónlist Ung börn hafa í flestum tilfell- um mikla ánægju af tónlist. Þau vilja gjarnan dansa og hreyfa sig. Það er misjafnt hvaða tónlist höfðar til barna, en á þessum aldri má segja að þau hafi sér- staka ánægju af taktfastri tón- list, t.d. harmonikutónlist, dans- tónlist ofl. í þeim dúr. Þau hafa einnig flest gaman af að syngja og láta syngja fyrir sig, jafn- framt sem síðar þróast gleði yf- ir þulum og rímum sem fela í sér hrynjandi. Sérstaka gleði veldur þegar rödd þeirra er tekin upp á segulband og spiluð fyrir þau. Einnig hafa þau gam- an af að skapa sjálf hljóð, hvort heldur sem um er að ræða hljóð úr heimagerðum hljóðgjöfum s.s. pottum og sleifum eða úr tilbúnum ásláttar og hristu- hljóðfærum s.s. trommum eða bjöllum. Börnin vilja oftast skoða sömu bœkurnar aftur og aftur, þvíþau gleðjast yfir að þekkja það sem á eftir kemur og finna þannig til öryggis í leiknum. Leikföng: Öll hljóðfæri, hrist- ur, bjöllur, trommur, skellur, sleifar og hlemmar. Hljóðgjafar í umhverfinu, tilbúnir hljóðgjaf- ar. Tónlistargjafar. Bækur Ung börn hrífast flest snemma af að skoða bækur. Bækurnar þurfa að vera þannig úr garði gerðar að þær þoli mikið hnjask, jafnframt því sem í þeim þurfa að vera einfaldar og skýrar myndir af hlutum sem barnið þekkir. Mynda- bókaskoðun fer yfirleitt fram í fangi einhvers, við það skapast ró og samvinna, jafnframt því sem umræða um myndirnar efl- ir athygli barnanna og orða- forða. Börnin vilja oftast skoða sömu bækurnar aftur og aftur, því þau gleðjast yfir að þekkja það sem á eftir kemur og finna þannig til öryggis í leiknum. Leikföng: Iiarðspjaldabækur og aðrar bækur með stórum skýrum myndum og einföldum stuttum sögum. Leikir með leikföng Leikir barna á þessum aldri eru að sjálfsögðu mjög einstaklings- bundnir. Það sem einum finnst skemmtilegt, finnst öðrum leið- inlegt. Einn leikur er þó mjög vinsæll hjá flestum ungum börnum, en það er að flytja hluti eða leikföng frá einum stað til annars t.d. á milli her- bergja. Þau gleðjast yfir hreyfi- getu líkama sín og elska að geta tekist á við að breyta umhverfi sínu Þeim finnst gaman að setja leikföng ofan í kassa eða kirnur og taka þau uppúr annarsstað- ar jafnframt því sem þau óska yfirleitt að leika sér þar sem fullorðnir eru í hvert sinn og hinir fullorðnu eru gjarnan á hreyfingu um húsnæðið. Leikföng: Allir hlutir sem hægt er að ýta á undan sér eða toga á eftir sér. Allskonar sparkbflar og minni bflar, kerr- ur, vagnar, kassar, körfur, o.s.frv. Öryggi frá fullorðnum Mikilvægi hinna fullorðnu í leik barna er mjög mikið. Þeir þurfa alltaf að vera til staðar svo barnið geti leitað til þeirra með allt sem uppá kemur í leiknum. Börnin þurfa aðstoð við ein- falda og flókna hluti og þau þurfa að finna öryggið í að vita af hinum fullorðna til staðar við öll tækifæri. Börn sem eru óör- ugg í umhverfi sínu eiga erfið- ara með að einbeita sér í leik heldur en hin börnin sem eru örugg með umhverfi sitt og þá sem þar eru til staðar. Höfundar eru leikskólakennarar. / leikskólunum... ...byggjum við starf okkar mikið á að efla félagsþroska barna og samleiki. Samleikir: Rúlla bolta á milli, skoða saman myndir ath. loðtöflur, hnoða saman leir, teikna eina mynd saman eða hvert sína mynd, byggja saman úr kubbum og tala saman um bygginguna. Flytja saman, leika saman að dúkkum o.s. frv. Félagsþroski: Öll umræða styður og eflir félagsþroska. Fá börnin til að tala saman, leika sér saman, ýta undir vináttu og tillitsemi með því að vera fyrirmynd.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.