Dagur - Tíminn Akureyri - 20.03.1997, Side 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 20.03.1997, Side 1
Eftirminnttega gott BRAGA KAFFl islenskt og ilmandi nýtt ■) LIFIÐ I LANDINU Fimmtudagur 20. mars ~ oq • árQariQur - 55. töluólað Eftirtninnilega gott BRAGA KAFFI *«%• - íslenskt og ilmandi nýtt Blcið :ölubli GANGAA SKIÐUM ÞVERT YFIR LANDIÐ Fjórir félagar úr Hjálparsveit skáta þau Stefán, Eyrún, Guðmundur og Ólafur í Garðabæ ætla að fara gangandi þvert yfir landið um páskana. Þau hafa verið að undirbúa ferðina og leggja svo í hann frá Fonti á Langanesi á laugar- daginn. Þau búast við að ferðin taki tvær til þrjár vikur. Mynd: S Fimm félagar úr Hjálparsveit skáta í Garða- bœ œtla að fara í nokkurra vikna ferð gangandi á skíðum frá Fonti á Langanesi og þvert yfir landið suður á Reykjanesskaga til þess að hvetja íslendinga til að ganga meira um landið. Pessi leið hefur ekki verið farin áður eftir því sem best er vitað. Við fórum í svipaða ferð í fyrra og löbbuðum þá úr Eyjafírði suður í Fljóts- hlíð. Við ákváðum að fara aftur í ár og nú ætlum við að labba frá Fonti á Langanesi suður á Reykjanestá. Þetta eru allavega sextán dagleiðir og gæti farið upp í tuttugu daga eftir veðri. Það getur komið brjálað veður og það getur líka verið glamp- andi sól og fínt. Það kemur bara í ljós,“ segir Eyrún Björns- dóttir, leiðangursmaður og eina konan í hópnrnn. Draga sleða á eftir sér Á laugardag leggja fimm félag- ar úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ, upp í skíðagöngu þvert yfir ísland og draga á eft- ir sér 40-50 kílóa farangur á sleðum, vistir og tjöld, en leið- angursmenn reikna með að gista x skálum flestallar nætur. Þau þurfa þó að gista í tjöldum í tvær nætur og svo er ferða- áætlunin nokkuð stíf þannig að ekki er víst að þau nái alltaf í skála. Þetta er lengsta ganga sem farin hefur verið þvert yfir landið og gera skátarnir ráð fyrir að ferðin taki rúmar tvær vikur ef allt gengur að óskum með rjómablíðu og rennifæri allan tímann. „Við förum þetta á sextán dögum ef við fáum alltaf gott ferðaveður og náum alltaf að klára alla áfanga. Það er nátt- úrulega bjartsýnisplan. Það yrði algjör hending ef við fengjum sextán daga þar sem við gætum alltaf verið á fullri ferð. Við spennum bogann mjög hátt og tökum mun lengri dagleiðir en tíðkast í svona,“ segir Ólafur Jónsson leiðangursmaður og bætir við að það sé nánast ör- uggt að ferðaáætlunin standist ekki. Þau séu alveg viðbúin því að ferðin standi í tuttugu daga. Ekki verið gert áður Fimmmenningarnir verða keyrðir norður í dag og á morg- un og ætla svo að leggja af stað frá Fonti, ysta útkjálka lands- ins, árla morguns á laugardag- inn. Leiðin er frekar stíf fyrsta daginn, rúmir 40 kílómetrar inn á Þórshöfn. Á sunnudaginn byrja þau svo að fara inn á há- lendið, ganga inn á Möðrudals- öræfi, að Nýhóli í grennd við Grímsstaði á Fjöllum, yfir Jök- ulsá, Ódáðahraxm, niður með Skjálfandafljóti í skálann Kvía- hraun og þaðan í Laugafell, norður við Hofsjökui, Hvera- velli, Fjallkirkju í Langjökli og suður fyrir jökulinn að Þingvöll- um og Bláfjöllum áður en kom- ið er að Krýsuvík og Reykjanes- tá. „Þessi leið hefur ekki verið farin áður gangandi á skíðum að vetri til eftir því sem við best vitum og verður sjálfsagt varla hægt að finna lengri leið enda á milli í landinu ef vera skyldi frá Hornbjargi niður á Djúpavog en það er örugglega svipuð leið. Það hefur verið farið áður yfir landið frá norðvestri til suð- austurs, ijórir breskir hermenn fóru frá Hornbjargi niður á Höfn fyrir nokkrum árum. Að öðru leyti hefur þetta ekki verið gert,“ segir Ólafur. Talsverðan undirbúning þarf fyrir gönguför af þessu tagi, til dæmis nákvæma skipulagningu á vistum og mataræði. Svo þarf að fara yfir búnaðinn, skíða- græjurnar og fá síma og leið- sögutæki. Það er að mörgu að huga. Ferðalagið kostar auðvit- að sitt en Eyrún bendir á að „maður þarf auðvitað líka að lifa heima. Þetta er kannski ekki svo rosalegt.“ Fæðið er þó létt og heldur dýrara en venju- lega, kannski 60-70 þúsund krónur fyrir öll fimm. Hálfgerð bilun Leiðangursmenn eru við öllu búnir og standa náttúrulega vel því að öll hafa þau áralanga þjálfun í útivist og eiga allar græjur sem þarf. En hvað kem- ur fólki til að fara í svona ferð? „Þetta er náttúrulega hálf- gerð bilun. Eftir að maður hef- ur farið einu sinni er það heill- andi að komast út úr öllu og vera aleinn uppi á fjölluixx," svarar hún. „Við viljum líka vekja áhuga landsmanna á gönguferðum um ísland. Það þarf ekki alltaf að fara til sólar- landa. Það er margt hægt að gera hérna þó að það sé ekki endilega að vetri til. Það er líka mikið hægt að labba um á sximrin,“ segir Eyrún. -GIJS

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.