Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Blaðsíða 4
16 - Laugardagur 30. ágúst 1997 MENNING OG LISTIR ^Ditgur-®útrom Ég verð alltaf hjartnæmari með aldrinum; ég get staðið fyrir framan málverk eða bara horft á fallegt blóm eins og ég sé í trúarlegri leiðslu. W*i. G.s. Þýðir ekki að setja kveimafar í nefiad Útilistaverk eftir Tryggva Ólafsson var afhjúpað á Ak- ureyri í gœr á af- mœli bœjarins og um leið opnaði Tryggvi sýningu í Deiglunni á Akur- eyri. Heyrðu ég frétti að það væri köttur að mála hérna í Gilinu. Ég hef nefnilega verið að velta því fyrir mér að láta köttinn minn mála, en það stendur til að láta gelda hann. Ég nota mikið rautt, blátt og gult í myndunum mínum og það stafar kannski af því að ég er búinn á mála ógeldur í öll þessi ár. Ég held að listfræðing- ar verði að upplýsa það þegar maður kaupir myndir eftir ketti, hvort þeir eru geldir eða ekki.“ Petta segir Tryggvi Ólafs- son myndlistarmaður þegar blaðamaður tekur hann tali í Deiglunni á Akureyri. Tryggvi hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn um árabil og unnið þar að list sinni. Hann kemur þó alltaf reglulega og sýnir verk sín hér á landi. Að þessu sinni sýnir hann í Deigl- unni á Akureyri, en næsta sýn- ing hans hér á landi verður í Norrænahúsinu 8. nóvember næstkomandi. Smyglað til Danmerkur Verkið sem var afhjúpað á Ak- ureyri er unnið í Svíþjóð árið 1980. „Kunningi minn fékk mig með sér í sænska verksmiðju þar sem ég lærði inn á emalíer- ingu og vann verkið sem er sett saman úr emalíeruðum stálplötum," segir Tryggvi. „Ég man svo vel hvenær þetta var því einn morguninn þegar við vorum að vinna þá sagði þulur- inn í sænska morgunútvarpinu: John Lennon skjuten i New York. Verkið var talsvert fyrir- ferðarmikið og dýrt að búa það til og við höfðum áhyggjur af því að tollurinn stoppaði okkur og vorum búnir að búa til þrjár eða (jórar lygasögur ef við lent- um í einhverju. Á leiðinni yfir til Kaupmannahafnar voru bara við um borð og fjórir fullir Sví- ar, þannig að við keyrðum með verkið beint í gegn. Þetta verk er talsvert þungt og ég er búinn að fiytja það með mér milli þriggja vinnu- stofa. Ég hélt hreinlega að verkið yrði eins og erfðasyndin; myndi fylgja mér alla tíð. Verkið er byggt á mynd sem ég hafði málað áður; þetta er svona saga um mann- skepnuna í tíma; ég nota Concordeþotu sem þá voru tii- tölulega nýjar, styttu og fleira, svo einfalda ég þetta í brennsl- unni. Ég lít á þetta sem ein- hvers konar ljóð. Ég einfalda alla hluti ég hef meiri áhuga á að fá fram skáldskapinn í verk- unum, heldur en allri þessari heilaleikfimi sem nú er í gangi. Menn eru að reyna að sýna hvað þeir eru gáfaðir, en margt af því virkar á mig eins og harðlífi." Still er ekki áhuga- verður Nú eru mynd- irnar þínar mjög auðþekkj- anlegar, hreinir litir og einföld form? „Málarar eru meira og minna að mála alltaf það sama; Kjarval er til dæmis alltaf að mála það sama. Pas pro toto, hluti fyrir heild er það sem ég heillast af. Ég reyni að segja meira með því að sýna minna, því það býður upp á meiri formbyggingu, en þá verður liturinn líka að bera það. Eins og ég vinn þá býður það heim þeirri hættu að þetta verði sætsúpa þess vegna verða litirnir að vera hárnákvæmir. Stíll er í sjálfu sér ekki áhuga- verður, maður leitar að einhverju í því sem maður er að gera og restin er bara vinna.“ Listin kemur neðanfrá Hvernig veður listamaðurinn til? „Þetta er einhvers konar della sem endist manni allt lífið. Count Basie sagði einhvern tím- ann um sjálfan sig: „Ég spilaði svolítið á píanó og það virðist ætla að endast mér alla ævi.“ Þannig er þetta einhvern veg- inn með mig, óg er alinn upp á Norðfirði og ekkert sérstaklega við list. Pabbi var reyndar mik- ill bókasafnari svo ég grúskaði heilmikið, en hann var heldur á móti því að ég yrði málari; vildi frekar að ég yrði lögfræðingur. Þannig er þetta með listina hún kemur neðanfrá og upp. Sjáðu djassinn; hann kemur úr götu- ræsunum. En hvaðan manni kemur þessi della því get ég ekki svarað. Ég hef aldrei getað hætt að mála; ég byrjaði fyrir fermingu og hef ekki stoppað, þó ég hafi stundað ýmsa vinnu. Ég var á togurum og á síld; svo Fagurfrceðin og skdldskapurinn gerir það að verk- um að menn hafa tilfinningu fyrir einhverju; fólk er að drepast úr dópi og einmanakennd og góð list fyllir upp í tómarúmið í lífi þessa fólks.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.