Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Blaðsíða 14

Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Blaðsíða 14
JDagur-'ðlTOtmn T -T~ 26 - Laugardagur 30. ágúst 1997 S'i-ÐAN M .ru^“ Magnus Getr Guðmundsson Máttur og dýrð Oasis. Nær hún að verða stærsta rokksveit heims? Svarið við því fæst væntanlega innan tíðar. Bretar eru um margt furðuleg- ir. Spice girls stelpurnar þeirra eru að gera allt vitlaust í dú- ídæta poppinu, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum og þó víðar væri leitað. í dansbylgjunni og það af harðari gerðinni eru svo Prodigy að gera það sama. Fyr- irbæri á borð við Take that, Boyzone o.fl. eru hka vinsæl á heimsvísu og eldri hetjur á borð við Eric Clapton, Elton John og Police/Sting, njóta ennþá gríð- arhylli um veröld alla. Þrátt fyr- ir staðreyndirnar í þessari upp- talningu, sem sameinast í þeim punkti, að eiga upphaf og endi á Bretlandseyjum, er því haldið fram að fimm manna drengja- sveit frá Manchester, sem hing- að til hefur ekki verið nefnd á nafn í þessari grein, sé lang- heitasta og jafnvel að verða vin- sælasta hljómsveit jarðarkringl- unnar. Hverir eru það svo? Jú, auðvitað Oasis og hverjir halda þessu fram um hljómsveitina? Reyndar þónokkuð margir, en allra helst eru það Bretar sjálfir sem það segja og skiptir þá ekki máli það sem áður sagði. Slík er reyndar múgæsingin að halda mætti að sjálfur almátt- ugur guð væri á ferð nú þegar Oasis sendir frá sér sína þriðju plötu, „Be here now“. Guðir Ekki er orðum aukið að Ukja Gallagherbræðum og félögum við guði og nálgast þeir and- rúmsloftið sem varð í kringum Bítlana. En enn sem komið er verður samt slík upphafning að einskorðast að mestu við heimalandið. Allavega hefur ekki spurst af biðröðum viðlíka þeim sem sjá mátti þar aðfarar- nótt 21. ágúst og að morgni þess dags fyrir utan plötuversl- anir, annars staðar svo vitað sé. En samt er ástæða til að ætla að Oasis geti orðið ein af þeim allra stærstu og víst er að mátt- ur sveitarinnar og dýrð er býsna mikil með nýju plötunni og öllu sem henni fylgir. Guða- samlikmg er þ.a.l. ekki ekki svo vitlaus í því samhengi a.m.k. Þróun Þegar svo með blöndu af spennu og forvitni er lagst í að hlusta á þessa blessuðu nýju plötu, sem öllu írafárinu veldur verður í fyrstunni ekki svo auð- velt að skilja af hverju lætin stafa. Það er nefnilega þannig í fyrstunni, að litlu sé bætt við frá fyrri verkum. Þetta gildir nánar tiltekið um fyrsta lag plötunnar og jafnframt fyrsta smáskífu- lagið af henni, „D ya know what I mean“. Afbragðsflottann um- búnaðinn vantar reyndar ekki, sérstaklega hvað gítarkraftinn varðar, en laglínan sem slík gaf satt best að segja ekki mjög fögur fyrirheit um framhaldið hvað eitthvað nýtt varðaði, eða að um einhverja þróun væri að ræða. En viti menn!! Orðið þróun er nefnilega það sem efst er í huga þegar nánar og oftar hef- ur verið hlustað á „Be here now“. Ekki vegna þess að mikl- ar breytingar hafi átt sér stað. „Logsuðugítarinn" hans Noels er t.d. áfram til staðar og upp- takan og útsetningarnar svip- aðar. Ljúfsárari en jafnframt svo gípandi tónninn í lagasmíð- um Noels er þarna sömuleiðis á sínum stað, en það hefur hins vegar gerst að manni fmnst, að meiri dýpt sé komin í smíðarn- ar margar hverjar, flutningur- inn beittari og kannski meira rokkaðari en áður á kostnað poppásýndarinnar. Þetta þýðir t.d. að samlíkingin við Bítlana, sem var svo yfirgnæfandi á ...“Morning glory“ plötunni (sem var svo augljós og marg- umtalaður að hálfu Oasismeð- hmanna sjálfra) verður fjarlæg- ari. Magic pie, Stand by me, I hope I think I know og Don t go away, eru auk þess að vera af- bragðslagasmíðar, dæmi um þá áðurnefndu þróun sem á sér stað á plötunni. I hope.. er t.a.m. beinskeytt rokklag, sem minnir á sumt sem hin merka írska rokksveit Thin Lizzy lét frá sér fara, en slíkra áhrifa hefur vart gætt hingað til hjá Oasis. í einu fínu lagi til, Fade in out, er hljómurinn svo eitt- hvað í þá áttina sem sv eitir á borð við „Mott the hoople“ og „Bad company" m.a. voru þekktar fyrir, þannig að leiðirn- ar liggja víðar en til Bítlanna í þetta skiptið hjá Noel Gallagher, sem eins og fyrr ber hitann og þungann að mestu af lagasmíð- unum. Svo er bara að sjá hvort úr virkilega rætist, að Oasis verði ein af þeim allra stærstu í kjöl- arið á Be here now. Þar skiptir miklu að betur takist til með að fylgja plötunni eftir í Bandaríkj- unum en raunin varð á sl. ári þegar flest fór úrskeiðis með tónleika sveitarinnar og Liam söngvari lét vitleysusól sína skína sem aldrei fyrr. Gangi það upp, þarf vart að spyrja að nið- urstöðunni og geta þá Bretar jafnt sem aðrir farið að kalla Oasis með sanni vinsælustu og heitustu hljómsveitina í heimin- um í dag. PDPPKDRN • Ash, írska ungherjasveitin og „ís- landsvinur", hefur nú breyst úr tríói í kvartett. Nýr gítarleikari hefur bæst í hópinn sem heitir Charlotte Hatterley. • Önnur rokksveit sem líka hefur heimsótt ísland, Skid row hin am- eríska, hefur ekki látið mikið að sér kveða á síðustu árum, en er þó enn að störfum. Ný plata er í vinnslu, en án söngvarans og leið- togans lengstum, Sebastians Bach. Reyndar mun þessi væntanlega plata ekki verða und- ir nafni Skid row og er raunar líka talið að Bach og hinir fjórir sem skipa sveitina muni síðar vinna nýtt efni og þá sem Skid row. • Gítarleikari hinnar skemmtilegu bresku rokksveitar Echobelly, Debbie Smith, sagði skilið við hana fyrir skömmu eftir tónleika í Frakklandi. Virðist ástæðan fyrir því vera af persónulegum rótum sprottin og varð viðskilnaðurinn að sögn vinsamlegur. Aftur skunk Þegar breska rokksveitin firnagóða, Skunk Anansie, kom hingað til lands snemmsumars voru viðtökurnar frábærar og varð uppselt á tónleikana í Laugar- dalshöllinni á örskömmum tíma. Reynt var vegna þessara góðu viðbragða að fá Skin og félaga til að halda aðra tónleika strax á eftir, en það tókst ekki. Hins vegar er það nú ljóst að þessi kraftmikla sveit er aftur á leiðinni til landsins og heldur tónleika næstkomandi föstudagskvöld, aftur í Laugardalshöllinni. Fagna íslensk- ir tónlistarunnendur þessu vafalítið og streyma aftur í höllina, enda um margt stórmerkileg hljómsveit með undurkröft- ugri söngkonu. Skunk Anansie eru í annað sinn á leið til íslands.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.