Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Blaðsíða 15
^Dctgur-'ðlmTOtvt
Laugardagur 30. ágúst 1997 - 27
Dragtirnar standa fyrir smu
/ mörgum tilfellum end-
urspeglar vinnuklœðnað-
ur fólks ákeðna ímynd og
vekur traust. Þar eru
verðbréfasalar og mark-
aðsstjórar engin und-
antekning.
Sólveig Sigurðardóttir er mark-
aðsstjóri hjá Lyíjaverslun ís-
lands. Hún segir að það
skipti miklu máli í hennar staríi
að vera vel til fara. „Pað skiptir
töluverðu máli að hta vel út þeg-
ar maður er mikið í samskiptum
við fólk. Aðallega veitir það mér
öryggi.“
Aðspurð um klæðnað sem sé
einkennandi meðal kvenna í
svipuðum stöðum og hún,
nefnir Sólveig að dragtirnar
standi alltaf fyrir sínu.
„Dragtir í dag eru svo Ijöl-
breyttar. Maður getur alltaf
fundið eitthvað við sitt hæfi
og er alls ekki frúarlegur þó
maður klæðist þeim. Ungar
konur leita mikið í þann klæðn-
að því dragtir geta verið mjög
smart.“
-Hvað skiptir máli í klæða-
burði að mati Sólveigar?
„Númer eitt að klæðnaðurinn sé
þægilegur og mér hði vel í honum.
Óþægileg föt geta eyðilagt daginn
fyrir mér. Síðan vil ég ekki hafa
fatnaðinn mjög áberandi.“
Vil þægilegan fatnað
„Konur hafa miklu meiri mögu-
leika en karlar í klæðaburði. Við
getum verið í pilsi og buxum,
skyrtu eða bol og alltaf verið jafn
fínar. Pað er auðveldara fyrir okk-
ur að vera virðulega klæddar og
ein dragt í fataskápnum getur
bjargað miklu."
-Hvernig kýs hún að vera
klædd í vinnunni?
„Ég er til skiptis í pilsi og bux-
um en hef gaman af því að vera í
góðri buxnadragt. En ekki það
að ég sé alltaf í dragt. Helst ef
það stendur eitthvað til í vinn-
unni. Inn á milli er ég í þægi-
legri klæðnaði, eins og buxum
og stökum jakka.“
Sólveig talar um að hún eigi
ekki jafn hægt um vik í klæðn-
aði þessa dagana þar sem hún
sé ólétt. „Það er fátt um fína
drætti í óléttuklæðnaði. Það
sem skiptir mestu máli er að
vera þægilega klæddur og ég
get bæði verið í buxum og
pilsi ef það er er teygja í
mittið. Síðan er ég í skyrtu
utan yfir. Ég reyni að nota
það sem ég á. Ég hef ekki
úr jafn mörgu að velja í
fataskápnum.
Mynd: EÓI
Mynd: Brink
Þægilegur klæðnaður mMvægur
Ákveðin ímynd ríkjandi
Andri Teitsson er forstöðumaður Verð-
bréfamarkaðar íslandsbanka á Akur-
eyri. Hann segir jakkafötin ráðandi hjá
karlmönnum sem vinna í verðbréfageir-
anum. „Bindið er líka lykilatriði og hjá
íslandsbanka er það skylda að karlmenn
sem hafa samskipti við viðskiptavini hafi
bindi. Svo er bannað að vera í gallabux-
um. Þetta er allt partur af því að halda
uppi ákveðinni ímynd gagnvart við-
skiptavininum. Fólk er að koma til okkar
með peningana sína og vill fá það á til-
finninguna að hægt sé að treysta fólkinu
sem ráðleggur því. Þetta er sérstaklega
áberandi í þessum verðbréfaheimi því
þar starfar ungt fólk og þá veitir ekki af
að gera mann aðeins virðulegri."
Aðspurður um það hvað skipti mestu
máh í klæðaburði fyrir mann í hans
stöðu segir Andri að snyrtimennskan
verði að vera í fyrirrúmi. „En þó verður
að passa það að verða ekki spjátrungs-
legur, t.d. með slaufu eða gult bindi.
Maður þarf að vera stflhreinn og má
ekki fara yfir strikið."
Er þá íhaldssemi í klæðaburði?
„Já, alveg tvímælalaust. Margir
myndu eiga frekar erfitt uppdráttar ef
þeir mættu með lokk í nefinu. Það þarf
að falla inn í ákveðna ímynd án þess að
það sé manni eiginlegt.“
Ekki of framsækinn
Hverju leitar hann eftir í klæðaburði?
Andri reynir að vera smekklegur og
látlaus í klæðaburði. „Ég vil ekki vera of
framsækinn. Ég reyni líka að hafa kon-
una með þegar ég kaupi mér föt. Það er
alltaf betra að bera þetta undir ein-
hvern.“
-Ert þú alltaf í jakkafötum?
„Ég er oftar í stökum jakka og bux-
um. Ég á um sex eða sjö jakka og þannig
reyni ég að skipta á mifli.“
-Er aldrei hvimleitt að þurfa að vera
klæddur á þennan hátt í vinnunni?
„Jú, það er það. Það er oft hálfgert
vesen, jakkinn krumpast þegar maður
situr í bfl og það þarf alltaf að eiga
straujaða skyrtu á morgnanna."
-Þegar sótt er um vinnu hjá ykkur er
fólki þá gerð grein fyrir æskilegum
vinnuklæðnaði?
„Já, það þarf að vera þannig. Hins
vegar hef ég ekki hitt neinn sem hefur
sótt eftir vinnu og ekki passað inn í
ímyndina meira og minna fyrirfram. Það
þarf h'tið að temja menn og siða.“
Andri bætir því við að það sé svolítið
skrítið að þurfa að vera klæddur á þenn-
an hátt í vinnunni til að fólk treysti sér
fyrir peningunum sínum. „Sérstaklega
þegar það er haft í huga að maður
treystir fólki fyrir börnunum sínum á
barnaheimili sem er í gallabuxum og
peysu. Það er því ekkert náttúrulögmál
að maður þurfi að vera klæddur á þenn-
an hátt í vinnunni."