Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Blaðsíða 19
jDagur-®tminrt
Laugardagur 30. ágúst 1997 - 31
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
Við Kári köttur lágum og
sleiktum sólskinið, hann
líka framloppurnar, og
svo reisti hann gestaspjót og
þreif sig vandlega á völdum
stöðum. Það var logn, megin-
landsmistur yfir hæðinni sem
speglaðist í vatninu; ég sá enga
fiska vaka en vissi að í lítilli vík
við nesið var alltaf einhver fisk-
ur. „Jæja kall,“ sagði ég við
köttinn, sem er viðræðugóður.
„Þú reisir aldeilis gestaspjót
lagsmaður," bætti ég við og
ákvað að gera mig kláran fyrir
kvöldverðarboð nokkurra
iluguveiðimanna sem ég átti
von á.
Við gengum út með vatni, ég
þurfti að kanna kosti nýrrar sil-
imgastangar sem mér áskotn-
aðist, leggja nokkrar þurrflugiu-
með henni og athuga hvort
kötturinn fengi ekki í soðið. Nei,
ekki í soðið. Við Kári settumst á
pallinn með litla bleikju sem
glaptist á þurrflugu og ég flak-
aði hana; kötturinn fékk annað
flakið fyrir sig og borðaði hrátt,
ég fyrir mig og borðaði hrátt í
smábitum með soyasósu. Ég
sagði Kára að um daginn hefði
ég fengið urriðahrogn beint af
skepnunni, í soyasósu, og við
borðað hrá í veiðhúsinu. Hann
sleikti út um. Hefðarkattar- og
herramannsmatur. Við komum
okkur saman um að hrár smá-
silungur væri kjörinn með síð-
degisdrykk og sólskini meðan
maður skipulegði sælkeramál-
tíð fluguveiðimanna.
Sjóbleikja
Það yrði sjóbleikja í matinn.
Rautt holdið freistaði kattarins,
en hann er stilltur þegar búið
er að gefa honum með sér;
þetta var fín bleikja að norðan
sem ég hafði flakað í það sem
kaninn kallar „fiðrildaflak";
bændur í Mývatnssveit skera
einfaldlega niður með hryggn-
um að ofanverðu og breiða
hana út svo hún hangir saman
á kviðnum. Jú, líkist fiðrildi.
Þetta lagði ég á grillklemmu
sem ég var búinn að smyrja létt
með olíu (af því að það var von
á gestum). Yfir holdið kreisti ég
hálfa sítrónu. Ég sagði kettinum
að hafa sig hægan. Svo setti ég
eina heila bleikju í aðra
klemmu því það er svo flott -
með haus og sporði, skar fyrst í
holdið þverrendur á hvorri hlið
og kreisti sítrónu yfir og í kvið-
arholið líka, saltaði.
Yfir gashelluna setti ég kart-
öflur frá Þórunarstöðum í Eyja-
firði. Hreinasta lostæti. Horfði
fullvissuaugum á smjörpakkann
sem beið eftir að bráðna yfir
þær. Meðan kartöflurnar suðu
náði ég í kryddolíuflöskuna.
Hún er stolt mitt þessa dagana.
Ég náði mér í ólivuolíu (frum-
gerða - ,,virgin“) þarna um
daginn og færði í sérstaka
flösku. Ofaní setti ég tvo góða
kvisti af rósmarín frá krydd-
jurtabóndanum í Laugarási
Biskupstungum. Þá kom ferskt
3G LAND
Fluguveiðar aft sumrí (33)
Sæludagar
Bleikjan er svo feit á grillinu að fitan lekur af henni. Heilsteikt.
Hér búið að flaka og setja í grindina. Blóðbergskvistir gefa gott bragð,
það er uppskerutími á íslandi í dag!
blóðberg, nokkrar greinar, frá
sama býli, og svo þétt hvít-
lauksrif, 4-5, með. Nokkur svört
piparkorn. Nú var þessi olía
orðin fín yfir nýja íslenska tóm-
ata sem ég skar í skál með
gúrku sem ég spái að hafi kom-
ið af Suðurlandi. En ég skipti
um skoðun þegar við Kári höfð-
um rætt málið.
Grænmeti og brauð
Við kötturinn komum okkur
saman um að tómatasalatið
yrði annað hvort án olíu eða
bara með fínasta balsamediki
frá ítah'u. Svarta flaskan með
gullnu stöfunum fór á borðið.
(Örn í Heilsuhúsinu velur þetta
handa okkur landsmönnum.)
En ólívuohuna ákvað ég að
setja yfir brauðið sem beið eftir
að vermast á grillinu. Höfug
ohan hneig á sneiðarnar og ht-
aði grænar, þetta lét ég standa.
Gulræturnar voru komnar á
grilhð. Þær voru langar og mjó-
ar og gott ef ekki hfrænt rækt-
aðar, ég reyni oftast að hafa
þær frá Eymundi í Vallanesi
austur á Héraði eða frá þeim í
Pétursey, en gæðin eru söm.
Sama með blómkáhð. Gulrætur
og blómkál skreyttu nú grillið.
Ég setti ögn af herbamare í olíu
og penslaði grænmetið. Nú færu
gestirnir að koma. Ég athugaði
hvort hvítvínið væri nógu kalt í
kælikassanum þar sem ég hafði
geymt silunginn. Sannfærðist
þegar ég var búinn að opna og
skála við köttinn. Hvítvín er svo
sem enginn flottræfilsháttur
stöku sinnum: þetta var
Montechillo sem fæst fyrir
minna en 900 kafl í ríkinu og er
alveg ágætt með grilluðum fiski
á sólpalli. Það kraumaði værð-
arlega undir kartöflunum.
Papríka
Það er hins vegar auðvitað
bölvaður flottræfilsháttur að
kaupa rauða papriku, en hana
skar ég nú. Það er mikilvægt að
hafa paprikuna í vænum sneið-
um og láta hana grillast mjög
vel, svo hún verði lungamjúk,
en ekki stinn á eldinum. Gerir
ekkert þótt hún brenni aðeins.
Eins með púrruna sem ég skar
nú í fingurlanga bita og lagði á
eldinn. Grilluð paprika og
púrra! Hvflikt sælgæti. Ég að-
gætti gulræturnar og fann að
þær voru farnar að mýkjast, að-
eins brunnar yst, en það er
bara betra. Skál köttur, sagði
ég vinalega við Kára og fannst
hfið gott.
Gestirnir settust á pallinn úti
í síðdegissólinni og vatnið var
kyrrt svo endurnar stóðu á
haus í því. Kára fannst nokkuð
til koma. Þær nenntu ekki einu
sinni að brabra á hann hvítan
einsog endurskinsmerki milli
steina. Aumingja Kári, sagði ég,
getur aldrei veitt. „Hann ætti að
fara á rjúpu,“ og það fannst
okkur þjóðráð. Svona afslöppuð
getur spekin orðið við grill
fluguveiðimanna.
Það er ekki tímabært að
setja fiskinn á fyrr en kartöfl-
urnar eru soðnar, paprikan full-
steikt og gulræturnar líka,
brauðið heitt og vínið komið í
glösin og smjörið byrjað að
bráðna. Þunn flökin í grillgrind-
inni fara andartak á eldinnn.
Roðhhðina var ég búinn að
salta vel með herbamare og
demdi henni nú á. Meðan roðið
tók lit setti ég nokkra blóð-
bergskvisti á holdið og saltaði;
ekki má ofsteikja fiskinn svo nú
gerði fólkið sig klárt og
skammtaði sér balsamedik yfir
tómatana (sem ég hafði bragð-
bætt með ferskri basiliku af því
að ég átti hana) og svo flaut
smjörið yfir kartöflunar og
brauðið gekk á milli. Ég grillaði
hina hhðina á silungnum og
vippaði svo upp á fjöl. Heil-
steikta bleikjan beið aðeins
lengur. Kári sleikti út um.
Svona gott er nú lífið ef mað-
ur er fluguveiðimaður. Þá getur
maður búið til ómótstæðilega
sælkeramáltíð úr landsins gæð-
um. Bleikja af hafi komin í tæra
bergvatnsá fyrir Norðulandi. Á
sama tíma spretta sætar og
safaríkar kartöflur undir mið-
nætursól; í jarðhitasveitunum
suðrænar kryddjurtir, laukar og
dásemdir, í kúnum mjólkin sem
gerir smjör á hvert strá. Við
Kári þykjumst lukkunnar pam-
fflar að lifa í gósenlandi veiði-
mannsins. Hvflík sæla.
LÖGREGLUSKÓLI RÍKISINS
Krókhálsi 5a • 110 Rvk. • S: 577 2200 • Fax: 577 2201
GRUNNNÁMSDEILD
Námið tekur tæp tvö ár. Fyrri önn stend-
ur frá september til desember, um 550
kennslustundir. Námsgreinar eru ails 15
og önninni lýkur með prófum. Starfsþjálf-
un í lögreglu tekur þá við í a.m.k. 8 mán-
uði. Síðari önn stendur síðan frá janúar
til maí, bóklegt og verkiegt nám, 650
kennslustundir. Námsgreinar eru alls 12
og lýkur önninni með prófum. Nemar í
starfsþjálfun og þeirsem stunda nám á
síðari önn teljast til lögreglumanna og er
starf þeirra og nám launað. Námsgreinar
í grunnnámi skiptast í lögreglufræði, lög-
fræði, tungumál og sérgreinar og þjátfun.
Meðal inntökuskilyrða er að viðkomandi
þarf að vera orðinn 20 ára, syndur og
með almenn ökuréttindi, ekki hlotið dóm
fyrir refsiverðan verknað og hafa lokiö
tveggja ára námi í framhaldsskóla með
fullnægjandi árangri. Jafnframt að stand-
ast inntökupróf með sérstakri áherslu á
íslensku og þrek.
FRAMHALPSPEILD
(framhaldsdeild skólans er starfandi
lögreglumönnum veitt símenntun,
framhaidsmenntun og sérmenntun.
Fræðsluráð
málmiðnaðarins
Fræðsluráð málmiðnaðarins stendur fyrir fjölda tækninámskeiða fyrir
málmiðnaðar- og netagerðarmenn víðs vegar um landið. Þar má nefna:
Almenn- og sérhæfð málmsuðunámskeið
Iðnreikningur netagerðar
Loftkerfi
Læstar þakklæðningar
Plastefni í iðnaði
Rafmagnsfræði og rafeindatækni
Rennismíði
Smíðamálmar
Vökvakerfi
Kynnið ykkur námskeiðin í útsendum fréttabréfum eða á netsíðu
Fræðsluráðsins, www.isholf.is/malmfrae/
Fræðsluráð málmiðnaðarins
Hallveigarstíg 1, P.O. Box 1704, 121 Reykjavík.
Sími 562 4716, bréfsími 562 1774, netfang malmfrae@isho|f.is.