Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Blaðsíða 6
18 - Laugardagur 30. ágúst 1997
jDí:gnr-®tmti m
MENNING OG LISTIR
Daprir ráðherrar
o g ægivald íhaldsins
í viðtali við Kol-
brúnu Bergþórs-
dóttur rœðir Guðni
Ágústsson meðal
annars um hlutverk
Framsóknarflokks-
ins í nútíð ogfram-
tíð, ráðherra flokks-
ins sem hann segir
ekki nógu glaða, of-
urvald Sjálfstœðis-
flokksins og nauð-
syn nýrrar byggða-
stefhu.
JÁú ert einn af hópi sextán
systkina, heldurðu að móðir
þín hafi verið sátt við að eign-
ast svo mörg börn?
„Það er mikið álag á eina
konu að fæða sextán börn á
tuttugu og einu ári, og ég er
ekki viss um að hún hafi verið
sátt við það, nema þegar frá
leið. Móðir mín var einstakur
dugnaðarforkur, fyrst á fætur á
morgnana og seinust í rúmið á
kvöldin. Það ríkti agi á heimil-
inu, en engin harka. Haft var á
orði í sveitinni að krakkarnir á
hinum bæjunum yrðu að læra
að vera jafn stillt og Brúna-
staðabörnin. Það var helst að
mikið færi fyrir okkur strákun-
um í hetjuleikjum sem við höfð-
um yndi af. Við smíðuðum okk-
ur sverð, brugðum okkur í hlut-
verk eftirlætishetju okkar og
börðumst. Mín hetja var Gunn-
ar á Hlíðarenda."
Og hvað œtlaðir þú að leggja
fyrir þig þegar þú yrðir stór?
„Sem lítill drengur ætlaði ég
að verða prestur, klifraði upp á
eldhúsborðið og predikaði yfir
yngri systkinum mínum, sem
tóku boðskap mínum af þohn-
mæði. Ég varð ekki prestur, en í
dag er með mig eins og marga
aðra, að þegar eitthvað bjátar á
hugsa ég til Guðs almáttugs
eins og mér var kennt og
skammast mín ekkert fyrir það.
Ég vUdi ekki vera trúlaus, en
trúin er eitthvað sem ég á fyrir
sjálfan mig og ég ber hana ekki
á torg.“
Össur Skarphéðinsson sagði
mér einhvern tímann að þú
vcerir biskupsefnið í hópi þing-
manna, talaðir af kennivaldi.
Hvaðan fékkstu orðaforðann og
stílinn?
„Faðir minn hafði geysilega
sterkan stfl, talaði gullaldar ís-
lensku og var mjög áheyrilegur
ræðumaður. Stfll minn og orða-
forði eru frá honum komin, en
hafa einnig mótast af þeim bók-
um sem ég las í æsku, sérstak-
lega fornsögunum. Ennfremur
af samferðamönnum. Ég var og
er ungmennafélagi, Skarphéð-
insmaður, og hreifst af mörgum
góðum ræðumönnum sem ég
starfaði þar með sem ungur
„Ég held að hlutverk Framsóknarflokksins geti orðið mikilvægt í framtíðinni ef hann markar sér stefnu sem mild-
ur, framsækinn flokkur, er mótar jafnaðarmannasamfélagið með jafnaðarmönnum.“ mynd: e.ú.
maður. Mér þykir gaman af
skáldskap og hef yndi af því að
lesa ljóð og Davíð Stefánsson er
í sérstöku uppáhaldi hjá mér.
Reyndar er ég hrifnari af eldri
skáldum, yngri skáld ná ekki til
hjarta míns.“
Fœstu sjálfur við skáldskap?
„Ég yrki eitt og annað fyrir
konu mína og dætur, en þau
ljóð verða aldrei til útgáfu."
Sjálfstæðisflokkurinn
á fjölmiðlana
Snúum okkur að pólitíkinni,
heldurðu að þú hafir erft áhug-
ann á hennifrá föður þínum?
„Líklega hef ég gert það, því
við fórum snemma að ræða um
pólitík. Ég stefndi þó ekkert
sérstaklega að því að verða
þingmaður, því ég var mjög
meðvitaður um það álag sem
fylgir starfinu.
Faðir minn var
þingmaður í átj-
án ár og því
mikið að heim-
an. Á tímabili
töpuðum við
systkinin af
honum, en náð-
um honum þó
aftur. Ég vildi
ekki leggja
þessa byrði á
mína fjölskyldu,
en einhvern
veginn fór þó
þannig. Einn
daginn var ég
kominn á
áfangastað og
það varð ekki snúið til baka.“
Hvaða stjórnmálamönnum
hefur þú haft mest dálœti á?
„Ég held að
Jónas frá Hriflu
hafi verið mesti
stjórnmálamað-
ur íslendinga á
þessari öld.
✓
„Eg er í engum
vafa um að Finnur Hann var mað-
„ ur alþýðunnar,
Ingoljsson hejur
verið vaskastur...
en mér finnst hinir
ráðherrar flokksins
ekki nógu glaðir. “
hann í París:
ur
þorði að ganga
gegn ofurvaldi
auðs og emb-
ættismanna og
lét verkin tala.
Ég get tekið
undir það sem
Albert Guð-
mundsson
sendiherra
sagði við mig,
þegar ég hitti
Jónas jafnast á
við Jón Sigurðsson forseta."
Hermann Jónasson var mjög
dáður á mínu æskuheimili. Ég
tel að hann hafi verið mikilhæf-
ur stjórnmálamaður, og það
sama finnst mér eiga við um
Eystein Jónsson og Bjarna
Benediktsson. Steingrímur Her-
mannsson var merkur leiðtogi á
tímabih. Ég tel til dæmis að það
hafi verið hans verk þegar
verðbólgan var lögð að velli og
þjóðarsátt komst á. Hann átti
auðvelt með að leiða menn að
sáttaborði, en hans ólán var að
verða forsætisráðherra í rflds-
stjórn þar sem margir flokkar
komu við sögu. Of mikið af tíma
hans fór í baráttu við að halda
frið innan ríkisstjórnarinnar.
Sjálfstæðisílokkurinn er líka
miskunnarlausasti stjórnmála-
flokkurinn í stjórnarandstöðu,
ræður nánast yfir öllum (]öl-
miðliun og á þar mjög pólitíska
menn.
Af erlendum stjórnmála-
mönnum sem ég hef dálæti á vil
ég nefna John F. Kennedy. Ég
er eins og aðrir íslendingar,
man hvar ég var staddur þegar
ég heyrði fréttina af morði
hans.“
Og hvar varstu?
„Ég var í herbergi 36 í Hlíð-
inni á Laugarvatni."
Jafnaðarmenn og
Framsókn
Efþú lítur gagnrýnum augum á
þinn flokk, Framsókn-
arflokkinn, finnst þér hann ekki
orðinn fremur hugsjónalítill?
„Ég held að íslensk stjórnmál
þurfi uppstokkunar við, það er
nauðsynlegt að flokkarnir
marki sér skýrari stefnu og fylgi
henni eftir. Framsóknarílokkur-
inn er bara eins og hinir flokk-
arnir að þessu leyti. En á mörg-
um sviðum held ég að hann sé
á réttri leið, og á betri leið en
hann var þegar veldi SÍS stóð
sem hæst.“
Hvert er hlutverk Framsókn-
arflokksins í dag?
„Ég held að hlutverk Fram-
sóknarflokksins geti orðið mik-
ilvægt í framtíðinni ef hann
markar sér stefnu sem mildur,
framsækinn flokkur, er mótar
jafnaðarmannasamfélagið með
j afnað armönnum. “
Umrœðan um samstarf, jafh-
vel sameiningu A-flokkanna er
hávœr þessa dagana, en verður
Framsóknarflokkurinn ekki að
taka afstöðu í þeim málum?
„Það kann vel að vera. Ég
held samt að það komi í hlut
vinstri flokkanna að fuhkomna
þetta verk sitt. Takist þeim það,
sem er ekki víst, munu í kjölfar-
ið verða miklar breytingar á ís-
lenskri pólitík. Það er auðvitað
svo, að hér ber Sjálfstæðisflokk-
urinn ægivald yfir íslensk
stjórnmál og enginn getur
stjórnað nema hafa hann með
sér. Það er hin ógnvænlega
staða. Alþýðuflokkurinn yfirgaf
vinstri ríkisstjórn 1991, fór í
faðminn á bjarndýrinu og í
raun gat Sjálfstæðisflokkurinn
valið hvaða flokk sem var eftir