Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Blaðsíða 8
20 - Laugardagur 30. ágúst 1997 3Dagur-®ímhtn LIFIO I LANDINU Sífellt fleiri gera sér grein fyrir gildi menntunar og eru tilbúnir til að leggja á sig langan vinnu- dag til að auka við menntun sína. Sœvar Karl Ólafs- son er þekktur verslunarmaður á íslandi. Flestir kannast við orðtak- iðfleyga: „Ég hef einfaldan smekk, ég vil aðeins það besta, “ sem komið er frá honum. En Sævar Karl stundar ekki bara viðskipti, hann rekur Listagallerí, þar sem listamenn af ýmsum toga hafa tækifæri til að koma list sinni á framfæri. Að skilja listamenn Með Sævari hefur lengi blundað sú þrá að skilja listina betur og fá innsýn í hugarheim lista- manna. í þeim tilgangi fór hann á námskeið hjá Myndlistaskóla fslands fyrir fjórum áriun og hefur eftir það farið á hverjum vetri. Þetta nám nýtist honum líka í starfi, þar sem allt snýst um liti, samsetningar og form. Hann segist reyndar ekki hafa breytt neitt um stfl í framhaldi af náminu, ætlar að halda áfram að ráðleggja viðskipta- vinum heilt. Segir að stefna fyr- irtækisins sé og verði sú, að við- skiptavinurinn eigi að vera ánægður, fotin eigi að fara hon- um vel og þjónustan svo góð að hann komi aftur. Nýr heimur „Fyrir fólk sem alltaf er í vinn- unni, hugsar ekki um annað, þá er þetta leið til að skipta um umhverfi," segir hann. „Þetta nám er talsverð vinna líka, við erum virkilega á kafi í því sem við erum að gera og þá losnar maður úr viðjum hversdagsleik- ans um leið.“ Sævar fór sl. vetur á nám- skeið hjá Katrínu Briem, þar sem tekin var fyrir meðferð lita, krít, pastel, kol og fleira. Þetta námskeið kvað hann hafa verið fremur erfitt, en mjög skemmti- legt og spennandi. „Maður sér hlutina frá allt öðru sjónarhorni, allt í einu tekur maður eftir skuggum, horfir á geisla og annað sem áður var bara hluti af heildar- mynd. Á námskeiðinu er kennt að sjá og horfa og það opnast heill heimur; alveg nýr heimur fyrir manni.“ f vetur stefnir hann á að læra meira rnn módelteikningu sem honum finnst spennandi. Margir þeirra sem hafa verið með honum á námskeiðum hafa notað þau sem grunn fyrir almennt nám í Myndlista- og handíð askólanum. Exel, Word og bókhald Elínborg Þorgrímsdóttir er ein þeirra sem stundaði nám í Tölvufræðslunni ár- ið 1995. Tildrög þess voru að hún hafði verið að vinna sem gjaldkeri í banka og fannst það heldur einhæft og óspennandj starf. Var heimavinnandi um tíma og taldi sig skorta þekk- ingu þegar að því kom að leita sér að starfi að nýju. Henni fannst námið frekar dýrt, en sér þó ekki eftir þeim pening- um. „Þetta er fjárfesting í fram- tíð minni,“ segir hún. Námið er mjög fjöfbreytt. Meðal námsgreina eru vélritun, bókfærsla, tölvunám og þar er farið í Exel og Word ásamt fleiri atriðum sem fólk í skrifstofu- vinnu þarf að kunna. Bók- færslunámið fer t.d. þannig fram að búið er til fyrirtæki, sem nemendur þurfa svo að færa bókhald fyrir og geta séð stöðu þess hverju sinni. í náminu er boðið upp á starfsfræðslu og Elínborg lenti hjá Slippstöðinni, þar sem hún svo seinna fékk vinnu og er þar enn. „Ég myndi ráðleggja fólki að fara í svona nám,“ segir Elín- borg. „Þetta gefur mjög góðan grunn fyrir skrifstofuvinnu og þó það sé eríitt að vera í skóla eftir vinnudag, þá skilar það sér margfalt til baka þegar út á vinnumarkaðinn er komið.“ í hópnum hennar voru eingöngu konur og þær hafa haldið hópinn síðan. „Kennararnir eru alveg sér- stakir,“ segir hún. „Þeir eru svo hressir og skemmtilegir að maður hlakkar til hvers tíma.“ Til að læra bókfærslu eru nemend ur með bókhald ímyndaðs fyrir- tækis, sem búið hefur verið til í þeim tilgangi.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.