Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Blaðsíða 7
Jlagur-®mrátn Laugardagur 30. ágúst 1997 -19 MENNING OG LISTIR síðustu kosningar. Svona er of- urvald hans. Menn verða að knékrjúpa fyrir íhaldinu til að komast í ríkisstjórn." Daprir ráðherrar Framsóknar / þessu ríkisstjórnarsamstarfi hefur gamla reglan enn sýnt sig; Framsóknarflokkurinn tap- ar á því að fara í ríkisstjórnar- samstarf með Sjálfstœðis- flokknum. „Já, Framsóknarmenn eru í eðli sínu andstæðingar Sjálf- stæðisílokksins. Hjarta þeirra liggur vinstra megin og þeir hafa alist upp við það að allt sé betra en íhaldið." Hvort kýst þú að Framsókn- arflokkurinn haldi áfram þessu ríkisstjórnarsamstarfi eðafari í stjórn með A-flokkunum eftir nœstu kosningar? „Það fer eftir aðstæðum. Menn verða að meta það blá- kalt eftir mannvali og stefnu. Ég ætla það engum, sem Stein- grímur gerði 1988-1991, að stýra ríkisstjórn með fjórum eða flmm flokkum. Ég viður- kenni hka að innan Sjálfstæðis- flokksins eru margir hæfir menn, en Framsóknarflokkur- inn verður að vera hitt afiið í slíku samstarfi." Hvaða ráðherra Framsókn- arflokksins í þessari stjórn finnst þér hafa staðið sig best fram að þessu? „Ég er í engum vafa um að Finnur Ingólfsson hefur verið vaskastur. Hann er réttur mað- ur á réttum stað og hefur greinilega gaman af því að vera ráðherra. Erlend fjárfesting, uppgangur í iðnaði, en mér finnst hinir ráðherrar flokksins ekki nógu glaðir. Ég er ekki sammála Finni í öllum málum en það gengur undan honum.“ Er ekki slœmt fgrir Fram- sóknarflokkinn að formaður flokksins er utanríkisráðherra og lítið á landinu? „Jú, það er vont og ég held að það sé vitlaust fyrirkomulag. Það gekk til dæmis ekki heldur upp í Alþýðuflokknum að hús- bóndinn væri annan hvorn dag í útlöndum, og er Jón Baldvin þó hraustur maður.“ Enginn arftaki í aug- sýn Hentar það karakter Halldórs Ásgrímssonar að vera utanríkis- ráðherra? í samanburði við fgrr- verandi utanríkisráðherra virð- ist hann fremur litlaus, og bœði Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson taka af honum völdin þegar þannig liggur á þeim. „Ég held í sjálfu sér að hvaða ráðherrastóll sem er henti Hall- dóri, en ég hélt því fram þegar þessi ríkisstjórn var mynduð að heppilegt hefði verið að skipta um ráðuneyti í stað þess að taka við þeim sem Alþýðuflokk- urinn hafði. Þú segir að völdin hafi verið tekin af Halldóri, en ég skrifa nú ekki undir það. En það er nokkuð minna að gera í utanríkisráðuneytinu en þegar Jón Baldvin var að vinna að Gatt og EES-samningum.“ Ef Halldór mgndi skgndilega hœtta sem formaður flokksins sérðu þá einhvern sem gœti tekið við af honum? „Ég sé ekki þann mann. En ég held að það sé foringja- kreppa í öllum flokkum. Hér áður fyrr voru einn eða tveir sterkir menn við hliðina á for- ingjanum, sem samstaða var um að í fyllingu tímans myndu taka við leiðtogahlutverkinu. Nú finnast vart slíkir menn.“ Nú er mikið rœtt um að hregfing sameinaðra jafhaðar- manna þurfi foringja, sérðu þann mann? „Nei, ég sé hann ekki. Össur Skarphéðinsson á reyndar framtíð fyrir sér og hefur marga góða kosti og þann best- an að hann er léttur og skemmtilegur. Það er mikilvægt að menn haldi lífsgleði sinni í pólitík og hafi gaman að tilver- unni þótt á þeim hvfli ábyrgð. Sumir eru of þungir og við- kvæmir undir ábyrgð, þá á ég við menn í mínum flokki. En ég hef alltaf sagt við Össur að hann verði að sýna hina hliðina og vera alvörumaður. Fyrr get- ur hann ekki orðið foringi jafn- aðarmanna.“ Hvað með þinn pólitíska frama, stefnir þú að því að verða ráðherra? „Ég hef engin sérstök stefnu- mið í þá átt.“ En langar þig til þess? „Það gæti verið skemmtilegt í einhvern tíma að taka að sér ráðherradóm. Ég held að flestir þingmenn eigi sér þann draum." Hrafn má fjúka / fréttum varst þú um tíma tengdur samtökunum Norrœnt mannkgn og þú kœrðir ritstjóra Alþýðublaðsins fgrir siðanefnd blaðamannafélagsins vegna fréttaflutnings blaðsins af mál- inu. Var ekkert hœft í því sem í blaðinu stóð? „Nei, ekkert. Norrænt mann- kyn er ekki félagsskapur sem ég hef sótt í. Ég hef auðvitað sagt, og segi enn, að óg vil ekki fá yfir okkur vandamál ná- grannaþjóðanna, en ég hef ekk- ert á móti því að erlent fólk búi hér. Ég vil að þeir sem hingað koma verði hluti af okkar þjóð, en lifi hér ekki sem þjóðabrot er átök verða um. í sambandi við fréttaflutning Alþýðublaðsins þá vorkenndi ég Hrafni Jökuls- syni, ritstjóra blaðsins, og harmaði að hann skyldi hafa greiðan aðgang að fjöl- miðlum lands- ins til að taka mannorðið af pólitískum and- stæðingi. En samsærið var augljóst, rit- stjórinn var með sambönd við aðra ljöl- miðla sem áttu að skila því að hausinn færi af mér. Mér þótti leitt að vandvirkni íjölmiðla- manna væri ekki meiri en þetta. Jú, þetta mál reyndi á mig en enn meira á konu mína og börn. En menn mega búa við ýmislegt í pólitík." Talist þið Hrafn við í dag þegar þið hittist? „Ég hef ekkert við hann að tala. Ég fékk hann dæmdan af siðanefnd blaðamanna. Það er svo mikið til af heiðarlegu og skemmtilegu fólki, hinir mega róa fyrir mér.“ Þjóðarglæpir nútímans Hvaða þróun er það í íslensku þjóðfélagi sem þér finnst mest ástœða til að hafa áhgggjur af og þú vilt helst bregta? „Þróunin síðustu ár hefur verið á þann veg að árlega flýja 1500-2000 manns af lands- „Einn daginn munu menn reka ofurvaldið afhönd- um sér. Þa getur farið illa fyrir Framsóknarflokki og Sjdlfstœð- isflokki, efþeir ekki dtta sig. “ byggðinni, vegna þess að þeim er ekki fært að lifa sómasam- lega í byggðarlagi sínu. Á sama tíma berja stjórnmálamenn sér á brjóst og segja góðæri ríkja í landinu. Það ríkir flóttamannaástand á landsbyggðinni. Vinna fólks- ins er komin á markaðstorg manna sem einskis svífast. Hvert er Guggan á ísafirði far- in? Hvað hafa mörg sjávarþorp tapað veiðirétti á síðustu árum? Ég held að löggjafarvaldið eigi að viðurkenna að í landinu eru tvær þjóðir. Önnur býr í Reykja- vík, hin á landsbyggðinni. Það hallar á lífið á landsbyggðinni eins og er.“ Og ástœðan er misskipting auðs, er það ekki rétt? „Auðurinn er að færast á of fáar hendur, eins og gleggst sést í sjávarútveginum þar sem menn berjast hart um afla- heimildir. Fyrirtæki í sitt hvor- um landshluta eru sameinuð, og það er sagt gert í krafti hag- ræðingar og nútímavæðingar. Það er eins og eigur einstakl- inganna skipti engu máli í því róti öllu. Afleiðingin er sú að heilu byggðarlögin eru í rúst. Þarna fara nýríkir íslendingar offari. Það er tekist á um 158 millj- arða í aflahehnildum. Eftir munu standa á annan tug stórra sjávarútvegsfyrirtækja, og þau eiga eftir að drepa hvert annað af miklu miskunnarleysi. Glíma hákarlanna er því eftir. Það býr í eðli íslendingsins að varpa fyrir róða öllu ofur- valdi, hvort sem það heitir SÍS, kolkrabbinn eða eitthvað ann- að. Einn daginn munu menn reka ofurvaldið af höndum sér. Þá getur farið illa fyrir Fram- sóknarflokki og Sjálfstæð- isflokki, ef þeir ekki átta sig.“ Hvað sérðu til ráða? „Ef það á að vera friður í þessu landi þá þarf að marka nýja byggðastefnu þar sem al- menningi gefst rými til athafna. Það verður að stækka sveitar- félögin og færa til þeirra verk- efni rfldsins. Um tíma ætti að lækka skatta á fólki og fyrir- tækjum á lands- byggðinni, það er einföld stjórnvaldsað- gerð sem skflar sér. Ennfremur á að heita tíma- bundnu skatt- frelsi erlendum fyrirtækjum sem ijárfesta í ákveðnum atvinnugreinum á landsbyggðinni. Stefnumörkun er farsælli en úthlutun á gjafa- fé. fslendingar flúðu frá Noregi vegna skattheimtu, enn vilja þeir losna undan sköttum." Þú ólst upp í sveit og berð hag bœnda fgrir brjósti. Staða þeirra margra hefur ekki verið sérlega góð í nokkurn tíma, hafa stjórnvöld ekki brugðist þessari stétt? „Ég veit ekki hvað verður um þessa þjóð ef landbúnaðurinn nær sér ekki á strik. Staða bænda er erfið, víða ríkir upp- gjöf og þörf er á nýrri stefnu- mörkun. Að svelta bændastétt- ina og vísa unga fólkinu burt úr sveitinni er þjóðarglæpur, ekki síður en lágu launin og yfirtaka örfárra einstaklinga á afia- heimildum framtíðarinnar." Prófadeild - Öldungadeild Grunnskólastig: Grunnnám. Fornám. Samsvarar 8., 9. og 10. bekk grunnskóla. Upprifjun og undirbúningur fyrir framhaldsskóla. Framhaldsskólastig: Almennur kjarni fyrstu tveggja ára framhalds- skóla. Bóklegar greinar heilbrigðisbrauta. Aðstoðarkennsla í stærðfræði fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskóla. Sérkennsla í lestri og skrift. Innritun í Prófadeild fer fram í Miðbæjar- skólanum, Fríkirkjuvegi 1, 28. ágúst og 1. og 2. september nk. kl. 17-19. Almennir flokkar - frístundanám Tungumál. Myndlistarnámskeið. Námskeið fyrir börn. Verklegar greinar. Margvísieg námskeið um sögu, menningu og trúarbrögð. INNRITUN í FRÍSTUNDANÁM fer fram 17. og 18. sept. nk. kl. 17-19. Kennt er í Miðbæjarskólanum og í Mjódd, Þönglabakka 4. Skólagjöld í Námsflokkum Reykjavíkur miðast við kennslustundafjölda og er haldið í lágmarki. Uppiýsingar í síma 551 2992. Fax 562 9408. Netfang: nfr@rvk.is Svo lengi lærir sem lifir. Þriðjudagurinn 2. september Keramik Þriðjudagurinn 9. september Keramik Perlusaumur Miðvikudagurinn 10 september Silkimálun "country"-dúkka Þriðjudagurinn 16. september Keramik Miðvikudagurinn 17 september "Country"-trévinna Haustkrans Þriðjudagurinn 23. september Keramik Perlusaumur Miðvikudagurinn 24 september "Country"-trévinna Engill Þriðjudagurinn 30. september Keramik Fimo ■ ■ Mörkinni 1 Reykjavík sími verslunar 588 9505 sími heildsölu 588 9555

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.