Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Blaðsíða 9
|Dagur-®mmm
Laugardagur 30. ágúst 1997 - 21
LIFIÐ 1 LANDINU
Elín segist vera „skólafrík", helst
alltaf vilja vera í skóla og læra eitt-
hvað nýtt. Hún hefur áhuga á öllu
mögulegu milli himins og jarðar.
Börn og unglingar hafa oft
ekki mikið álit á sögunni.
Hvorki íslandssögunni né
þeirri erlendu. Þetta þykir þeim
heldur leiðinleg námsgrein,
mikið lesefni.
En viðhoríið breytist þegar
líður á og námskeið er varða
sögu okkar, sem haldin eru á
vegum Endurmenntunarstofn-
unar Háskólans eru svo vinsæl
að það er fullt á öll námskeið.
Ehn Torfadóttir, ekkja Guð-
mundar J. Guðmundssonar,
hefur sótt námskeið hjá Jóni
Böðvarssyni frá árinu 1989.
„Það sem var kveikjan að
þessu fyrst og fremst var það
að ég kom eitt sinn heim úr
skólanum, úr sögutíma með
þær upplýsingar að Hallgerður
Langbrók hefði kannski ekld
verið algjör bredda og frekju-
dós. Að það hefðu ef til vill ver-
ið einhverjar skýringar á hegð-
un hennar og afsökun. Við
þetta vildi Guðmundur ekki
una, hann var á þeirri skoðun
að hún hefði verið frekjudós og
út frá því spunnust rökræður. í
framhaldi af þessum umræðum
fórum við á Njálunámskeið hjá
Jóni Böðvarssyni og fórum svo
á hverju ári eftir það. Tókum
fyrir Gísla sögu Súrssonar,
Borgarijarðarsögm, Græn-
landssögur, Laxdælu og margt
fleira," segir Eh'n.
Skólafrík
Hún er ekki við eina íjölina
felld í skólamálum, segist vera
algjört skólafrík. Börnin hennar
hafa á orði að ekki megi aka
mjög nálægt skóla með
mömmu, hún láti þá innrita sig
í eitthvert fag. Hún hefur m.a.
farið á tölvunámskeið, af því
leiðir að hún ætlar að fá net-
tengingu til að skoða Internetið
betur, hún hefur lært bókhald
og íslensku og allt mögulegt
annað. Hún er uppeldismennt-
uð, hefur xmnið í leikskólum og
kennt í framhaldsskólum.
„Að fara á námskeið, hvaða
námskeið sem er, víkkar sjón-
deildarhringinn, maður kynnist
nýju fólki og sjónarmiðum.
Bæði fólki sem hefur svipaðar
skoðanir og áhugamál og mað-
ur sjálfur og svo fólki sem er
með allt aðrar skoðanir," segir
Elín.
Kennarinn frábær
Það eru fá námskeið eins vinsæl
og þau sem Jón Böðvarsson er
með. „Það er alveg frábært
hvað þessi námskeið eru vel
sótt, þarna er hvert sæti skipað
og komast færri að en vilja,“
segir Eh'n. „Fólkið er á öllum
aldri og oft spinnast skemmti-
legar rökræður. Ég var vön að
hnippa dálítið í Guðmund, ég
kunni ekki við að hann gripi
fram í fyrir kennaranum og
væri ekki sammála honum. En
Jón bað mig endilega að láta
það vera, hann vildi láta spyrja
sig og vildi endilega fá umræð-
ur. Það hvetti fólk til umhugs-
unar og svo væru tímarnir svo
miklu skemmtilegri ef margar
skoðanir fengju að komast að.“
Að láta draiiminn rætast
Margir 30-50 ára
standa frammi fyrir
spurningunni: Um
hvað snýst líf mitt?
Hvert er ég aðfara?
Höskuldur Frímannsson,
rekstrarráðgjafi, er með
námskeið sem hann kall-
ar „Að láta drauminn rætast“,
þar keirnir hann fólki að finna
drauminn sinn, að sjá hvað það
er sem fólk raunverulega lang-
ar til að gera með líf sitt. Á
meðal þess sem farið er í eru
atriðið eins og:
-Ertu að fá það út úr h'finu
sem þú vilt?
-Markviss skref til að láta
draumana rætast
-Hverhig talar fólk saman?
-Frá afsökunum til ábyrgðar.
-Að ná betra jafnvægi.
-Er í lagi að njóta velmegun-
ar?
„Með því að vinna með fólki í
leit að draumi þess og draga
fram það sem skiptir máli í líf-
inu, þá er eins og tilveran öðhst
nýja vídd. Ég kenni einfaldar
aðferðir sem hjálpa fólki til að
grípa það sem skiptir máh og
þróa þær hugmyndir áfram. Við
vitum innst inni hvað við viljum
en þurfum kannski aðstoð við
að koma okkur af stað, að sjá
hvað skiptir máli í lífinu,“ segir
Höskuldur
Síminn hjá Höskuldi er
5536151.
Höskuldur Frí-
mannsson er
vel þekktur
rekstrarráð-
gjafi, en hann
vinnur líka
mikið með fólk
og hjálpar því
að fram-
kvæma það
sem það vill
með líf sitt.
Gott að fara út
Steinmm Ragnarsdóttir er að vinna hjá
Menntasmiðju kvenna, en þar eru konur
duglegar að sækja Punktinn. Þær vinna þar
alla sína handavinnu og læra stöðugt nýjar að-
ferðir.
Steinunn fór á leirnámskeið eftir jólin. „Það
myndaðist mjög góður andi í hópnum og sterk
samstaða. Við náðum vel saman og ég hlakkaði
alltaf til tímanna," segir Steinunn.
Hún er með tvö lítil börn og finnst mjög gott að
komast út á meðal fólks og vinna að hugðarefn-
um sínum um leið. „Þetta er skemmtilegt áhuga-
mál, við mótum leirinn, síðan er hann brenndur í
rafmagnsofni og að lokum málaður. Eftir það er
hægt að brenna hann aftur í rafmagnsofninum,
eða ragubrenna hann. Þá er hluturinn settur í
ofn úti, tveimur gasstútum stungið í ofninn og
þegar hluturinn er orðinn rauðglóandi er hann
tekinn út, honum stungið í ker með sagi, sem
auðvitað brennur við þetta og myndar mynstur í
hlutinn. Svo er hlutnum stungið í kalt vatn og þá
sést hvaða áhrif sagið hefur haft. Það er aldrei
hægt að segja tfl um það fyrirfram hvað kemur
út, t.d. getur litur sem á að vera ljósblár orðið
bleikur."
Steinunn hefur búið til marga hluti, bæði fyrir
sig og til gjafa og hún er mjög ánægð með Punkt-
inn. Finnst hún hafa öðlast sjálfstraust og trú á
sjálfa sig við að koma þar og vinna.
Viðmótið yndislegt
Sólveig Hjálmarsdóttir hefur
komið í Punktinn frá því í vor,
nánast daglega. Hún kom fyrst
því hana langaði til að læra að
vefa, en hefur síðan verið á
keramiknámskeiði, postulíns-
námskeiði, saumað veggteppi
og fleira. Hún hefur líka komið
með hluti sem hún átti ókláraða
heima hjá sér og lokið við þá í
Punktinum.
Sólveig er í Háskólanum, á öðru
ári í Kennaradeildinni og hefur
því nóg að sýsla. Hún er samt
ákveðin í því að halda áfram að
koma í Punktinn, þrátt fyrir ann-
ir.
„Mér finnst svo frábært að
koma hér, því viðmót fólksins
sem hér starfar er yndislegt.
Það er vel tekið á móti öllum og
enginn mannamunur gerður,"
segir Sólveig, sem er hæst-
ánægð með Punktinn.
Hafdi aldrei séð rennibekk
Ingigerður Einarsdóttir segist nánast búa í Punktinum, vera þar flesta
virka daga. Hún kom fyrst fyrir 3 árum og byrjaði á því að læra á renni-
bekk hjá Ingvari. Renndi uppistöður í stórar bókahillur og bjó til hornhillur
sem hún hefur gefið. Hún hefur einnig búið til teskeiðabretti, sem notuð
eru undir skrautteskeiðar. Eftir að hafa lært að renna, tók Ingigerður til við
útskurð og skar meðal annars út saumakassa handa sér. Hún hefur líka
tekið þátt í námskeiðum í postulínsmálun, saumskap og fleiru. Segir
starfið í Punktinum alveg frábært og ætlar að koma þar áfram.