Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Blaðsíða 10
22 - Laugardagur 30. ágúst 1997
jDctgur-®tmimt
LIFIÐ I LANDINU
„Þeir eru yndislegir heirn-
ilishundar, barngóðir, ró-
legir og fyrirferðin er ekki
mikil á þeim. Þeir eru bara
töfrandi, “ segir Súsanna.
Myndir; GS
Níu hundar að Nolli
Súsanna, Stefán,
Snœbjörn, Rósa,
Ingibjörg, Heiðrún
Tara, Absalon
Freyr, Unnur Lilja,
Þóra Millý, Am-
anda, íris Mjöll,
Glói, Logi, Freydís,
Drífa, Simbi, og
María eru ein jjöl-
skylda.
au eru sautján í heimili og
búa á Nolli í Grýtubakka-
hreppi. Þrír íúllorðnir,
íjögur börn, níu hundar og einn
köttur. Það er dálítið mikið að
hafa mú hunda en ekki þegar
maður er hundaræktandi eins
og húsmóðirin á heimilinu, hún
Súsanna Pouisen.
En hvernig kom það til að
Súsanna fór að rœkta hunda?
„Það er sennilega vegna þess
hversu heppin ég var á sínum
tíma þegar ég keypti hana Þóru
Millý, fyrsta Golden Retriver
hundinn minn. Ég beið í þrjú ár
eftir henm því mér var sagt að
bíða eftir góðu goti, ekki bara
taka það sem byðist. Ég hafði
þolinmæðina og var heppin.
Lenti á góðum hundi sem bæði
er skemmtilegur og hefur geng-
ið vel á sýningum."
Að fá afkvæmi betra
en foreldrana
Hvað felur hundarœkt í sér?
„Það er alltaf verið að reyna
að skapa betri einstakling en
þann sem maður á fyrir. Það er
takmarkið. Afkvæmin eru okk-
ar, við eigum parið sem er for-
eldrarnir, og þannig gengur
ræktunin. Við erum núna með
fjórar tíkur sem við getum
haldið áfram að rækta undan.
Þetta hefur nefniiega allt
ákveðinn líftíma. En fjögur got
er hámark hjá hverri tík og þá
er hún búin að skila sínu hlut-
verki. Þetta snýst því allt um
það að reyna að skapa hinn
fullkomna hund. En eftir því
sem maður best veit þá er hann
ekki kominn fram.“
Er búist við honum?
„Ja, svona. Það eru allir að
reyna. Við förum eftir ákveðn-
um stöðlum sem hundarnir
hafa og ræktum þá samkvæmt
þeim. Þessir staðlar segja til um
eiginleika tegundarinnar, stærð,
útht, geðslag o.fl. Maður reynir
að halda þessu eðh í þeim.“
Hvernig er það gert?
„Með því að eiga góða ein-
staklinga frá góðum og virtum
ræktunarbúum. Við settum
okkur þá stefnu strax að kaupa
af góðum búum þó þau væru
dýrari. Byrja vel og vinna okkur
upp. Okkur var t.d. boðinn
hundur á 500 þúsund en hann
var ekki nógu góður fannst okk-
ur. Þetta er því dýrt sport.“
Mikil regludýr
Þú hefur ákveðið að halda þig
að mestu við eina tegund til
rœktunar.
„Já, það er lang best að af-
marka sig einhvers staðar. Ég
er að vísu með tvær tegundir
núna því ég fékk áhuga á litlu
Terríerunum, West Highland
White Terrier. Á tvo þannig en
það hefur ekki gengið að rækta
undan þeim ennþá. Ég myndi
segja að tvær tegundir væru há-
mark th að geta verið vel inni í
staðlinum og markmiði tegund-
arinnar. Þú hlýtur að geta gert
betur þegar þú ert með færri
tegundir.“
Hver eru helstu einkenni
Golden Retriver hundanna?
„Þeir eru yndislegir heimilis-
hundar, barngóðir, rólegir og
fyrirferðin er ekki mikil á þeim.
Þeir eru bara töfrandi."
Níu hundar á heimili er samt
óneitanlega ansi mikið, er það
ekki?
„Auðvitað er það töluvert en
þeir eru bara svo mikil regludýr
að þetta í er lagi. Ef maður ger-
ir eitthvað með þeim á
einhverjum ákveðnum tíma þá
á það alltaf að vera á sama
tíma eftir það. Þeir eru alveg
innstihtir á slíkt.“
Barn sem fer aldrei
að heiman
Getur hver sem er komið og
keypt sér rœktaðan hund?
„Ég sel ekki hverjum sem er.
Vaninn hjá mér er að spyrja
fólk í þaula þegar það hringir
og spyr um hund. Sumum
finnst ég dónaleg þegar óg spyr
hvort fólk hafi efni á þessu. Að-
staðan verður að vera fyrir
hendi og fólk verður að hafa
tíma. Þegar keyptur er lítill
hundur þá er það binding til tíu
jafnvel fimmtán ára. Þetta barn
stækkar aldrei, fer aldrei að
heiman og það eru ekki ahir
sem vhja passa það.“
Er ekki dýrt að eignast rœkt-
aðan hund?
„Það er ákveðinn stofnkostn-
aður. Hvolpurinn kostar 80 þús-
und og það er meðalverð á
hundi. Smáhundarnir eru dýr-
ari því það eru færri einstakl-
ingar af þeim. Þeir eru á um
100 þúsund."
Saknið þið ekki þeirra hunda
sem þið látið frá ykkur?
„Það var ofsalega erfitt að
láta fyrsta hvolpinn frá sér en
þetta er náttúrulega vinna.
Maður þarf að brynja sig. Þegar
maður er búinn að eiga hund-
ana lengi og þeir eignast hvolpa
þá er þetta ákveðinn söknuður
en samt er eitthvað inni í manni
sem segir „mér þykir ekki vænt
um þig“. Maður sér á eftir
hundunum í hendurnar á góðu
fólki.“
Fegurðarsamkeppni
án spurninga
Hvað með hundasýningarnar?
„Þær eru eins og fegurðar-
samkeppnir nema það eru ekki
lagðar spurningar fyrir kepp-
endur. Það er dæmt út frá staðli
sem hundurinn hefur. Undan-
farin ár höfum við ahtaf átt
besta hundinn í Golden Retriver
og við getum ekki verið annað
en ánægð. Við höfum líka verið
heppin. Keypt góða hunda og
afraksturinn hefur verið sam-
kvæmt því. Ahir hundarnir okk-
ar hafa unnið th verðlauna og
þetta eru á milli þrjátíu og fjör-
tíu viðurkenningar sem þeir
hafa hlotið. En þetta er að
verða svoh'tið erfitt fyrir okkur
núna því við erum með svo
marga góða hunda. Við þurfum
að velja úr því það er dýrt að
fara á hundasýningar. Líka
ástæðulaust að láta okkar
hunda keppa innbyrðis. Maður
verður því að vera nógu skyn-
samur th að velja úr.“ hbg
Súsanna á leið í göngutúr með hundana sína.