Dagur - Tíminn Akureyri - 24.09.1997, Síða 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 24.09.1997, Síða 8
8 - Miðvikudagur 24. september 1997 PJÓÐMÁL Jlagur-'Sfenmn JOagur-Œímmtt Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk. Lausasöluverð Prentun: Grænt númer: Dagsprent hf. Eyjólfur Sveinsson Stefán Jón Hafstein Elías Snæland Jónsson Birgir Guðmundsson Marteinn Jónasson Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík 460 6100 og 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 kr. á mánuði kr. 150 og 200 kr. helgarblað Dagsprent hf./(safoldarprentsmiðja 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Fréttastjóraslaguiinn í fyrsta lagi Hatrömm átök stjórnarliða um mannaráðningar hjá Ríkisútvarpinu tóku nýja vendingu í gær þegar stjórnarflokkarnir opinberuðu formlega sundurlyndi sitt. Hið pólitíska útvarpsráð, sem hafði frestað því viku eftir viku að taka afstöðu til umsækjenda um stöðu fréttastjóra sjónvarpsins vegna pólitískra deilna sem náðu jafnvel inn á borð ríkisstjórnarinnar, fékk loksins að greiða atkvæði í gær. Þar var fylgt flokkspólitískum línum. Fulltrúar sjálfstæðismanna í ráðinu studdu Elínu Ilirst, fyrrum fréttastjóra Stöðv- ar 2, en fulltrúar Framsóknarflokksins og stjórnar- andstöðunnar sameinuðust um Helga H. Jónsson, varafréttastjóra Sjónvarpsins. í öðru lagi Það er auðvitað afar óheppilegt fyrir Ríkisútvarpið að yfirmannastöður hjá þessum mikilvæga ríkisrekna fjölmiðli, sem á að njóta trausts allra landsmanna, skuli verða að pólitísku bitbeini með þeim hætti sem nú hefur gerst eina ferðina enn. Stjórnmálamennirn- ir virðast einfaldlega ekki geta sætt sig við að sleppa pólitískum tökum sínum af mikilvægum ríkisstofnun- um. Það á ekki síður við um þá sem segjast berjast fyrir einkavæðingu sem flestra stofnana hins opin- bera; þeir vilja eftir sem áður fá að stýra manna- ráðningum. Það er dapurleg arfleifð frá gömlum tíma þegar allt þjóðlífið var njörvað í flokksíjötra. í þriöja lagi Að sjálfsögðu á einungis faglegt mat á hæfileikum og starfsreynslu umsækjenda að ráða ferðinni við ráðn- ingu í starf fréttastjóra Sjónvarpsins eins og í aðrar yf- irmannsstöður hjá opinberum stofnunum. Elfn Hirst er fréttamaður að atvinnu og hefur staðið sig með prýði sem fréttastjóri á öðrum fjölmiðlum, en það hafa fleiri umsækjendur líka gert. Það pólitíska gjörningaveður sem riðið hefur yfir Ríkisútvarpið að undanförnu legg- ur þunga byrði á herðar nýja fréttastjórans, hver sem hann verður. V. Elías Snœland Jónsson. _______________________J Spusatuig, dxttyöuiA Er eðlilegt að 40 sveitarfélög, sem telja 4% af íbúafjölda landsins, hafi stjómsýslu yfir megin- hluta hálendisins? Birgir Þórðarson oddviti í Eyjajjarðarsveit. Það er eðlilegt að sveitarfélög hafi stjórnsýslurétt yfir því landsvæði sem er inn- an þeirra marka. Lögin segja greinilega til um það. Landstærð sveit- arfélaga er mjög mis- munandi að stærð og stærðin fer alls ekki al- farið eftir íbúafjölda þeirra." Össur Skarphéðinsson alþingismaður. Það er óréttlætan- legt, óásættanlegt og alveg út í hött. Það er búið að stela fiski- miðunum og nú ætla þeir að stela hálendinu af okkur líka. ♦ Guðmundur I. Gunnlaugsson sveitarstj. á Hellu og form. Samtaka sunnl sveitarfélaga. Hálendið er hluti af þessum sveitarfé- lögum og íbúarnir hafa afréttarnot. Stjórn- sýslan hefur lengi verið í umsjón sveitarfélaga um aldir og þar er mest þekking á gróðri, lífrfki og nýtingu þess. fbúaíjöldinn segir ekk- ert til um getu sveitar- félaganna til að sinna þessum verkefnum. Guðni Ágústsson alþingismaður. -------------------- Hálendið er óbyggt og hver á að kjósa þar hreppsnefnd? Eðli- legt er því að stjórn þess sé hjá sveitarfé- lögum. Stjórnsýslan er tvískipt; ríki og sveitar- félög og hvarvetna er rflcið að draga úr um- svifum. Sveitarfélög eru rétti aðilinn til að ann- ast málið. Sveitarfélög munu og greiða fyrir fólki að komast um há- lendið og ósnortna náttúru þess Samblandið „Hannes IJólmsteinn Gissurar- son er sérkennilegt sambland af predikara og fræðaþul. Predikarinn fer stundum með hreinar vitleysur til að renna stoðum undir trúarkenningar, en fræðaþulurinn getur illa stillt sig um að greina frá stað- reyndum, jafnvel þegar þær koma predikaranum illa...“ - Markús Möller hagfræðingur í grein í Morgunblaðinu. Uppeldið „Annars hef ég alltaf sagt að það sé ekki verk eins manns að lið nær langt. Það er ekkert ólíkt að vera hór í Eyjum og vera heima á Norðfirði. And- rúmsloftið við sjávarsíðuna er miklu betra og þetta liggur allt í uppeldinu. Hérna er andrúms- loftið þannig að þeir fiska sem róa og þeir sem ekki róa eru aumingjar og letingjar...“ - Bjarni Jóhannsson, þjálfari íslands- raeistara ÍBV, í viðtali við Morgunblaðið. Forheimskandi „Er sjónvarpið forheimsk- andi? Já: þeir sem ánetjast sjónvarp- inu eru nefnilega alltaf heima. Og á meðan þeir eru heima þá eru þeir að heiman, gefa ekki gaum að íjallinu sínu, finna ekki goluna á vanganum, rækta ekki það sem er þeirra hlutverk í heiminum að rækta..“ - Guðmundur Andri Thorsson í Degi- Tímanum. Ámi Blair Sigfússon? s g fékk þessa gamalkunnu „deja vu“ tilfinningu í gær, þegar ég hlustaði á morgunútvarp Rásar 2. Þar var verið að tala við Árna Sigfússon, oddvita borgarstjórnarflokks sjálfstæðis- manna í Reykjavík, í heldur óhefðbund- inni viðtalsseríu Ríkisútvarpsins við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í komandi prófkjöri. Árni stóð sig vel í þættinum og hefur ekki verið svona skeleggur síðan í kosningunum síðast, en þá kom það iðulega fyrir að maður gat tekið undir með Arna í hinum ýmsu málum. Það var líka þess vegna sem málflutningur hans framkallaði „deja vu“ tilfinninguna. Núna, eins og þá, er Árni nefnilega kominn á mjúku nóturn- ar og farinn að hljóma nokkuð Reykja- víkurlistalega. í síðustu kosningum var Árni, eins og menn muna, sakaður um að hafa snúið svo rækilega við stefnu- blaði flokksins að hann hafi hreinlega afritað ýmis mál Reykjavíkurlistans og gert þau að sínum. Þetta var notað gegn Árna þá og þótti ekki góð latína. Nú hins vegar er öldin önnur því bæði Clint- on og Blair hafa síðan notað þessa að- ferð og stolið málum frá keppinautum sínum með mjög góðum árangri. Það er því eðlilegt að Árni láti kveða við Reykjavflcurlistatóninn á ný þegar kosn- ingar nálgast. Hafnarhúsið Það sem sérstaklega vakti athygli mína í gær í málflutningi Árna var þetta með kostnaðinn við Hafnarhúsið. Árni virtist, alveg eins og ég, sjá ofsjónum yfir þeim íjármunum sem nú á að setja í að end- urnýja húsið og búa hinu alræmda Erró- safni sómasamlegan dvalarstað. Árni benti réttilega á að borgin er þegar orð- in yfirfull af alls konar galleríum og taldi það hljóta að vera aftarlega á for- gangslistanum að fara að koma upp enn einu opinberu safnhúsinu til þess eins að hengja upp Errómyndir. Árni sagði hægt að verja milljónatugunum sem í þetta eiga að fara í gagnlegri verkefni og freistaðist til að fara að tala um hærri laun til kennara. Það var að vísu full mikill populismi fyrir minn smekk Niðurskurður En engu að síður má minna á að það er verið að skera illilega niður ýmsa þjón- ustu í skólum borgarinnar og raunar í félagskerfinu líka. Þannig að enn eitt listasafnið er kannski ekki það sem manni finnst helst vanta. (Nær væri að endurvekja þá hugmynd sem ég og fleiri hreyfðum þegar Korpúlfsstaðir voru í umræðunni undir Errósafn, að best væri að dreifa þess- um verkum á opin- berar stofnanir, eins og t.d. skóla og bókasöfn, þar sem þau héngu í tiitek- inn tíma áður en skipt yrði um verk. Með slíkri farandsýningu nytu miklu fleiri þessarar vandamálariku lista- verkagjafar á ódýran og aðgengilegan hátt). Hver er hver? En það merkilega við þessa umræðu er, að það var Reykjavíkurlistinn sem varð til sem andstöðuafl við steinsteypupólit- íkina sem sjálfstæðismenn höfðu rekið árum saman í borginni, en ekki öfugt. Það er jafnvel enn merkilegra að það var Sjálfstæðisflokkurinn eða menning- arvitar á hans vegum, sem gáfu öll fögru loforðin sjálfum sér til dýrðar um að byggja glæsilegt safn utan um lista- verkagjöfina frá Erró. Það kemur hins vegar í hlut Reykjavflcurlistans að finna leið til að efna það loforð. Eftir þáttinn með Árna í gær virðist sem hlutverkin hafi snúist algerlega við. Steinsteypu- stjórnmálin séu haldreipi R-listans en mjúku og manneskjulegu málin kapps- mál D-listans. Að vísu rímar þessi við- snúningur ekki vel við það sem hefur verið að gerast á kjörtímabilinu þannig að eflaust virkar viðsnúningurinn ekki í fyrstu lotu. En óneitanlega væri það saga til næsta bæjar ef Árna tækist að vinna Reykjavíkurlistann með því að stela af þeim grundvallarstefnunni að hætti Tony Blair og skilja síðan timbur- menn Erróveislu íhaldsins eftir í höfði andstæðinga sinna. Það stefnir greini- lega í fjöruga - en ágreiningslitla - kosn- ingabaráttu í Reykjavflc. Birgir Guðmundsson.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.