Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.01.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.01.1997, Blaðsíða 1
Föstudagur 10. janúar 1997 - 80. og 81. árgangur - 6. tölublað TVEIR VINIR OG ANNARÍ FRÍI Á Egilsstöðum eru aðeins tveir fastráðnir lögreglumenn, sem sinna löggœslu á Hér- aði og á Borgarftrði eystra. Þessi mannfoeð kemur í veg fyrir að hœgt sé að sinna þeirri löggœslu sem ber að gera, segir Úlfar Jónsson varðstjóri. s Eg efast ekki um að fólk gengur á lagið þegar það veit hve máttlítil löggæsla er hér. Á Egilsstöðum eru ekki nema tveir fastráðnir lögreglu- menn sem ganga vaktir og hver maður á svæðinu veit hverjar vaktirnar eru. Við byrjum klukkan eitt á daginn og erum til miðnættis. Stundum förum við út á akurinn utan þess tíma, svona rétt til að rugla fólk í ríminu. En meginþungi starfs okkar er skrifstofuvinna, sem við hlaupum stöku sinnum hjá til að sinna tilfallandi verkefn- um sem upp koma. Því fer fjarri að við getum með fullnægjandi hætti sinnt öllu því sem okkur ber,“ segir Úlfar Jónsson á Eg- ilsstöðum. Jöklar, Fagridalur, Biskupsháls og Borgarfjörður Lögregluliðið á Egilsstöðum er eitt hið fáliðaðasta á landinu. Lögreglumenn eru aðeins tveir; Úlfar og félagi hans Jón Pórar- insson, sem er titlaður aðstoð- arvarðstjóri. Lögreglan er í ný- legum húsakynnum við Lyng- háls. „Það svæði sem við eigum að sinna er Fljótsdalshérað allt og Borgarijörður eystri. Þetta svæði nær og fram á Fagradal, inn til jökla, og síðan allt að Biskupshálsi, sem er norðan við Möðrudal á Fjöllum. Akfærir vegir á þessu svæði eru alls um 1.100 km. í allri viðmiðun um starfshætti lögreglunnar er þumalputtaregla um einn lög- reglumann á hverja 500 íbúa. Hér erum við aðeins tveir og 1.500 íbúar að baki hvorum okkar. Þá er ónefndur mikill Úlfar Jónsson lögregluvarðstjóri, til vinstri, og löggan ífríinu-Jón Þórarinsson, hér óeinkennis- klœddur. Austfirðingar grínast með þá félaga sín í milli og kalla tvo vini og annan ífríi því aðeins er annar þeirra á vakt hveiju sinni ferðamannastraumur hér í gegn; öll umferðin úr Norrænu, 50 þúsund farþegar fara um Egilsstaðaflugvöll á ári hverju og síðan er ótalin umferð um hringveginn. Vel á annað hundrað sumarbústaðir eru á svæðinu, auk þess sem vinsæll ferðamannastaður er í Atlavík í Hallormsstaðaskógi,“ segir Úlf- ar. Sönnunarbyrði var ekki næg Úlfar Jónsson segir að sitt mat sé að lögregluna í landinu eigi ekki að gera út með þeim hætti sem tíðkast á Egilsstöðum. Þessi vanefni og mannfæð dragi úr virðingu almennings fyrir lögum og reglu, þar sem tæki- færi löggæslumanna til að skila starfi sínu, svo vel sé, séu tak- mörkuð. „Að aðeins einn maður sé á vakt hverju sinni kemur sér mjög oft illa fyrir okkur. Einhverju sinni tók ég mann á 155 km hraða uppi á Fagradal. En þar sem ég var einn á ferð var sönnunarbyrðin ekki næg og ökumaðurinn gat haldið því fram að hann hefði verið á 90 km hraða. Vegna skorts á sönn- unum var málið látið falla nið- ur,“ segir hann. Af kristnihaldi og iöggæslu Hreyfing er nú komin á það í stjórnkerfinu að lögreglumönn- um á Egilsstöðum verði íjölgað um að minnsta kosti einn í allra næstu framtíð. Ákveðið hefur verið að næst þegar stöðugild- um í lögreglu ríkisins verði fjölgað verði það eystra. „Hér á Egilsstöðum ættu að vera sex lögreglumenn en ekki tveir, samkvæmt þumalputta- reglu um einn mann á hverja 500 íbúa. í fyrravetur var félagi minn Jón Þórarinsson að tala um þetta og þá benti hann á þá staðreynd að á svæðinu væru helmingi fleiri prestar en lög- reglumenn. Ef þessi viðmiðun um fólksijölda og presta væri síðan útfærð frekar er niður- staðan sú að í Reykjavík ættu að vera 500 prestar. Um kristnihald á Austurlandi í ljósa prestafjölda vil ég hins vegar Úlfar og Jón Þórarinsson lögreglumenru Hér standa þeir við bíl embœttisins og ekki veitir af því að hafa góðan farkost til þjón- ustu en vegir í héraðinu eru alls um 1.100 km. MyndinsBB. „Ekki dómbœr á hvort mannfœðin í lög- reglunni kemur fram í því að fólk leiki hér lausum hala og brjóti lögin. Hitt veit ég að mannlíf hér er afskaplega gott. “ ekkert dæma. Ég er bundinn í minni pappírsvinnu hér á stöð- inni alla daga og kemst varla út fyrir hússins dyr, hvað þá að at- huga kristnihald." Gott mannlíf og rólegur taktur „Ég er hreinlega ekki dómbær á það hvort mannfæðin hér í lög- reglunni á Egilsstöðum kemur fram í því að fólk leiki lausum hala og brjóti lög. Hitt veit ég að mannlíf hér er afskaplega gott og allt öðruvísi og rólegra en niðri á fjörðum. Það helgast e.t.v. af því að atvinnumenning hér er allt öðruvísi. Mjög marg- ir hér eru í þessari mu til fimm vinnu, en ekki í skorpuvinnu sem kemur í aflahrotum þegar loðnu- og síldveiðin er mest. Takturinn í mannlífi á héraði er nokkuð jafn,“ segir Úlfar - og hann bætir við: „Það er enginn eyland. Þó fíkniefnaneysla hér sé ekki mik- il hef ég þá tilfinningu að eitt- hvað sé um fólk sem er að neyta þess arna. Um síðustu helgi fórum við í húsleit hér í bænum og fundum lítilræði af hassi og tækjum til neyslu þess. Að mínu mati er löggæsla ekki að vera inni á skrifstofu að vinna í pappírum, heldur snýst hún um að vera úti á vettvangi á meðal fólks. Slíkt reynir mað- ur eftir megni. En þegar á heildina er litið þá erum við fé- lagar ánægðir með starfið og samskiptin við Héraðsbúa og þá sem hingað koma. Það væri hins vegar ánægjulegra að geta sinnt löggæslu og forvarnastarfi örlítið betur.“ -sbs.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.