Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.01.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.01.1997, Blaðsíða 5
Jlctgur-CEimiim Föstudagur 10. janúar 1997 - 17 VIÐTAL D A G SIN S „Selfoss vex og vex“ „Hér er ódýrara að afla sér húsnœðis en víða annarsstaðar. Hér á Selfossifœrð þú einhýlishús fýrir sama verð og íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík. “ Hér á Selfossi hefur verið nokkuð jafn stígandi í í'búafjölda og annarri samfélagsþróun um langt skeið. Selfoss vex og vex. Það hefur leitt af sér sífellt hærra þjón- ustustig á staðnum með mikilli þátttöku bæjaryfirvalda og ein- mitt eftir slíkri þjónustu eru margir að leita þegar þeir velja sér búsetu. Hér koma margfeld- isáhrif vaxtarins mjög glögglega fram,“ segir Karl Björnsson, bæjarstjóri á Selfossi. Vel rekinn bær og góð lífskjör Selfossbær hefur komist ræki- lega inn á kortið að undan- förnu. Á haustmánuðum birti tímaritið Vísbending könnun þar sem kom í ljós að Selfoss væri best rekna bæjarfélag landsins. Þá var fyrr í vikunni gerð heyrinkunnug skýrsla nefndar sem starfaði á vegum forsætisráðherra, skipuð full- trúum aðila vinnumarkaðarins, sem gerði samanburð á lífskjör- um milli einstakra staða á land- inu annars vegar og hins vegar voru borin saman lífskjör eins- og þau eru á íslandi og í helstu nágranna- og viðskiptalöndum okkar. Meðal helstu niðurstaðna í síðarnefndu könnuninni er að harla gott sé að búa á Selfossi. Hitaveitan þar er ein sú ódýr- asta, vöruverð í matvöruversl- unum er lágt, húsnæðiskostn- aður er einn sá lægsti sem þekkist á landinu, eða með öðr- um orðum þá veitir ekkert sveitarfélag landsins húseig- endum jafn ódýrara þjónustu og á Selfossi. Útgjöld vegna reksturs á meðalfasteign í bæn- um eru rétt um 100 þús. kr. á ári, á meðan þau eru aftur á móti 125 þús. kr. á Akureyri og sumstaðar mun hærri. Einbýlishús á blokkarverði Karl Björnsson segir að þessar tölur og staðreyndir komi sér ekki á óvart. Þær séu í sam- ræmi við þá stefnu bæjaryfir- valda að halda álögum á íbúð- areigendur innan skynsamlegra marka. „Við höfum reynt að stilla öllu hér í hóf. Síðan má ekki gleyma því að hér er ódýr- ara að afla sér húsnæðis en víða annarsstaðar. Hér á Sel- fossi færð þú einbýlishús fyrir sama verð og íbúð í íjölbýlis- húsi í Reykjavík,“ segir hann. Skatttekjur Selfossbæjar á síðasta ári voru um 500 millj. kr. Fjármagn til framkvæmda hefur að jafnaði verið um 100 millj. kr. „Við höfum reynt að sýna hagsýni í rekstri og það má þakka góðum og samvisku- sömum starfsmönnum bæjarins - sem og bæjarstjórn sem metur og viðhefur ábyrga íjármála- stjórn,“ segir Karl. - Hann segir að almennt hafi fjárfest- ingastefna bæjarins verið sú að fjárfesta sem mest fyrir eigið fé og þar með er lántökum stillt í hóf. Þess vegna sé fjármagns- kostnaður bæjarins með minnsta móti, samanborið við mörg önnur sveitarfélög lands- ins. Framkvæmdir í sæluríki Helstu framkvæmdir Selfoss- bæjar á síðasta ári voru á sviði gatna- og holræsagerðar í nýju íbúðahverfi í bænum, Grunda- hverfi. Þá náðist sá áfangi að einsetja grunnskóla bæjarins og átak var gert í leikskólamálum, þannig að biðlistar eftir leik- skólaplássi eru nú engir. Þá var verulegu fjármagni varið til Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem nú er fullbyggður. - Stærsta framkvæmd bæjarins á nýbyrj- uðu ári verður hins vegar upp- bygging á útisvæði sundlaugar bæjarins. Segist Karl búast við að sú framkvæmd kosti 45 til 55 millj. kr. Á nýársdag voru liðin rétt 50 ár frá því Selfoss varð sérstakt sveitarfélag. íbúar staðarins eru nú orðnir 4.217 talsins og fjölgaði um 0,9% milli áranna Karl Björnsson, bæjarstjóri á Selfossi, á skrifstofu sinni. „Við höfum reynt að sýna hagsýni í rekstri og það má þakka góðum og samviskusömum starfsmönnum bæjarins - sem og bæjarstjórn sem metur og viðhefur ábyrga fjármálastjórn." Mynd: -Sigurður Bogi. 1995 og 1996. Fjölgunin er lítið um sem hagspekingar kalla eitt minni en verið hefur und- sæluríki. sbs. anfarin tíu ár, en þá hefur hún gjarnan verið 1,6%, - á staðn- Guði sé lof fyrir gamla árið og gleðilegt verði það nýja Kristján Magnússon skrifar Gleðilegt ár segjum við hvert við annað þessa dagana og ég geri það líka hér með lesendur góðir. Um áramótin er líka siður að ri^a upp eitt og annað frá liðnu ári og velta fyrir sér kostum og göllum ársins. Auðvitað fór ekki hjá því, að undirritaður léti hugann reika á þessum tíma- mótum og reyndi að gefa því einkunn. Verður að segjast eins og er, að þrátt fyrir vilja minn til að vera strangur prófdómari, tókst mér ekki að gefa árinu falleinkunn. Þvert á móti fær það í mínum huga sæmilega dóma. Veðurlag var í betri kantinum hér á horninu, eink- um í sumar og á fyrri hluta haustsins. Slíkt gefur stig, enda hefur veðrið mikil áhrif á mannlífið, útivistarmöguleika, ferðamannastraum og eykur vellíðan, sé það gott. Fiskveiðar gengu líka þokkalega, sérstak- lega síldveiðar og loðnuveiðar og vinnsla þeirra tegunda prýðilega. Bolfiskvinnslan var hins vegar döpur og afkoman í henni afburða léleg. En skiptir það nokkru máli? Kannski svo- litlu fyrir þá sem hafa atvinnu og þar með sitt lífsviðurværi af greininni. Þeir eru vitanlega kvíðnir yfir stöðunni og veikri aðstöðu í þeim kjarasamning- um sem eru framundan. Eig- endur sparifjár og hlutabréfa eru hins vegar hinir hressustu með árið. Þeir geta líka verið tiltölulega ánægðir, sérstaklega þeir síðarnefndu, enda hækkaði gengi hlutabréfa í mörgum til- fellum mun meira á síðasta ári, heldur en hægt er að rekja beint til rekstrarbata hjá við- komandi félögum. Ekki spillir það heldur gleði sumra hluta- bréfaeigendanna, að hugsa til baka til þess tíma þegar þeir fengu hluti sína fyrir lítið verð frá ríkinu og skattaafslátt að auki. Nú geta þeir innan skamms selt hlutabréfm si'n fyr- ir margfalt hærra verð og þurfa einungis að greiða 10% skatt af söluhagnaðinum. Þótt sjálfsagt sé að samgleðjast þessum heppnu og hyggnu meðborgur- um, get ég ekki annað en látið í ljósi ánægju mína með það, að löggjafarþingið skyldi í árslokin taka ákvörðun um að afnema regluna um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa, þar sem mér finnst það óþolandi ranglæti, að þeir sem hafa fjármuni til, geti keypt sig frá skattagreiðslum til samfélagsins. Eitt neikvætt get óg sagt um árið sem var að líða. Umfjöllun ijölmiðla um hin ýmsu þjóðfé- lagsmál skánaði að mínum dómi ekkert, þótt af því hefði sannarlega ekki veitt. Margir þeir sem á Ijölmiðlunum starfa hafa vegna tíma- eða viljaskorts ekki fyrir því, að kynna sér nógu rækilega þau málefni sem íjallað er um hverju sinni. Vissulega eru einnig margir sem kunna sitt fag hvað þetta varðar. En fúskararnir eru allt- of margir, sem skrifa eða tala um málefnin, eins og þeir telja að sé vinsælast hverju sinni og velta ekki fyrir sér málunum frá öllum hliðum. Gott dæmi um slíka umfjöllun er fjölmiðla- umræðan um veiðileyfagjald í sjávarútvegi annars vegar og stjórnkerfi fiskveiða hins vegar. Fjölmargir þeirra sem um mál þessi fjölluðu, töluðu eða rituðu eins og hér væri um eitt og sama málið að ræða og reyndu að einfalda hlutina úr hófi fram. Hér er þó um mjög flókin mál að ræða, sem hafa haft gíf- urleg áhrif á afkomu þjóðar- búsins, einstakra byggðarlaga og einstaklinga, sem í greininni starfa. Ætíð þegar þarf að skammta aðgang að einhverri auðlind eða verðmætum rétt- indum, greinir menn á hvers konar skömmtunarkerfi á að velja. í langflestum tilfellum leiðir viðkomandi kerfi til þess, að einhverjir hagnast óeðlilega mikið og aðrir fara illa út úr Ætíö þegar þarf að skammta aðgang að ein- hverri auðlind eða verð- mœtum réttindum, greinir menn á hvers konar skömmtunarkerfi á að velja. skömmtuninni. Á þeim göllum ber að taka og reyna að sníða þá af, í stað þess að drepa um- ræðunni á dreif og leiða al- menning á villigötur með ein- földun í umfjöllun. Niðurstaða væntanlegra kjarasamninga mim ráða mestu hið nýskipaða ár þar um. Takist samningsaðilum að ná samning- um á skynsamlegum nótum, verður að telja úthtið þokkalega bjart. Fari samningarnir hins vegar úr böndum, eða ef vinnu- deilur lama þjóðfélagið í langan tíma, minnkar ástæða til bjart- sýni verulega. Það er fyrir löngu komin reynsla á það, að hagur hinna tekjulægstu verður ekki bættur umfram aðra hópa í kjarasamningum. Um slíkt er engin samstaða hjá aðilrnn vinnumarkaðarins, nema bara í orði. Þau stéttarfélög sem besta aðstöðu hafa til að knýja fram kjarabætur fyrir sína félags- menn, sækja þar ætíð hvað sem tautar og raular. Hagur hinna verst settu verður því helst bætt- ur með aðgerðum í skattamál- um. Ríkisstjórnin verður því að gera ráð fyrir verulegimi endur- bótum á tekjuskattskerfinu, bæði með hækkun persónuaf- sláttar og lækkun jaðarskatta og mér fannst klaufalegt af henni og ómarkvisst, að fresta hækkun persónuafsláttarins um áramót- in. Það veikti vonir launþega um úrbætur á þessu sviði. Því þurfa stjórnvöld að láta hendur standa fram úr ermum í þessum efnum og nýta hratt og vel svigrúmið í efnahagskerfinu og tekjur af fjármagnstekjuskattinum, til að bæta aðstöðu þeirra sem erfið- ast eiga íjárhagslega. Slíkt myndi auka líkur á að óskin urn gleðilegt ár, rætist hjá sem flest- um Iandsmönnum.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.