Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.01.1997, Blaðsíða 3
HEILSULIFIÐ I LANDINU
jOagur-ÍEmrám
Föstudagur 10. janúar 1997 - 15
Hópurinn á Akureyri tekur sig vel út á mynd og verður enn fegurri þegar yfir iýkur! Páll, Halla og Guðmundur
verða fyrirmyndir okkar norðan heiða. Myn&. as
Iif og heilsa
Dagur-Tíminn tekur þátt í baráttunni við auka-
kílóin og fyrir betri heilsu affullum krafti. Nú eru
dagar heitstrenginga um land allt og við höfum
fengið sex sanna íslendinga til að taka sig á með
landsmönnum öllum. Þau œtla sér góða hluti eins
og þú lesandi góður - baráttan er hafin, allir sem
- heilsuátak
einn. Fylgist með tilraunadýrum Dags-Tímans slá
í gegn á nýju ári! Réttir og sléttir íslendingar sem
œtla sér betra líf hefja hér með göngu sína í átt til
Ijóssins. Hvernig gengur þeim? Getur þú jafn vel
og þau? Það kemur í Ijós á nœstu tveimur mánuð-
um.
vöðvahlutfallið er í betra
lagi.) „Kíló á viku,“ segir Páll,
en Sigurður þjálfari dregur
úr, „það væri hámark“. Páll
er 107 kíló og segist ætla að
minnka bjórinn, viskíið, kon-
íakið og feita kjötið. „Stærsti
kosturinn við að léttast er að
þurfa ekki að reima skóna á
innsoginu," segir hann glott-
andi. „Allar hreyfingar verða
svo skrambi erfiðar ef maður
er of þungur.“ Halla reynist
83 kíló, og mittið 93 sentím-
etrar; Páll er 107 og mittið
112; Guðmundur er lengst
kominn í úþenslu, hefur mitt-
ismálið 134 og hálfur og kíló-
in 142. Við fylgjumst með
þeim í næstu viku og fræð-
umst um mataræðið. Varla er
nóg að minnka bara vískí,
koníak og bjór? Sigurður ætl-
ar að veita þeim góð ráð og
leiðbeina þeim, við munum
njóta leiðsagnarinnar með og
taka á með þeim!
Halla Sigurðardóttir er
frú á besta aldri, hefur
ár um fimmtugt og
ætlar að taka sig á. „Vinkona
mín missti 10 kíló í haust og
þegar ég sá hvað hún varð
fín varð ég eiginlega „öfund-
sjúk“ þótt það sé nú ekki fal-
legt,“ segir Halla. Ilún stefnir
að því að ná af sér 1 kílói á
viku næstu 2 mánuði. Það er
létt yfir hópnum í Vaxtar-
ræktinni á Akureyri í iðrum
íþróttahallarinnar. „Ég ætla
að taka 2 á viku,“ segir Guð-
mundur Lárus Helgason,
skrifstofumaður hjá Sjóvá, 43
ára, „ég hef nóg að taka af!“
Kemur í ljós: 142 kfló. Páll
Alfreðsson hefur áður stund-
að líkamsrækt og er vel
„massaður“ eins og Sigurður
Gestsson kemst að orði að
íþróttaþjálfara sið; Páll getur
því ekki vænst þess að missa
mörg kfló, eða hvað? (Að
vera „massaður" þýðir að
Ætlar að missa
25 kíló!
Halldóra Jóhannsdóttir ætlar að missa 25 kfló.
Hún er 26 ára nemi í Tölvuháskólanum, byrj-
aði í heilsurækt á mánudag eftir að hafa stundað
hana óreglulega eins og gerist og gengur. Hún hef-
ur breytt mataræðinu: forðast sykur, fitu og salt;
steikir ekki matinn í feiti heldur gufusýður græn-
metið og fleira í þá átt. Hvað borðar hún á daginn?
í morgunmat hafragraut, undanrennu og banana. í
hádeginu salat og túnfisk. Á kvöldin getur hún
hugsað sér gufusoðið grænmeti og fisk og ávexti á
undan. Hún reynir að borða ekki milli mála en leyf-
ir sér stundum að narta í hrökkbrauð eða ávexti.
Málin hjá Halldóru eru ekki ólfk því sem gengur og
gerist hjá mörgum alþýðuhetjum sem vilja komast í
betra form: Mittið 85 sentímetrar, mjaðmir 110.
Ilún segir ekki óraunhæft að missa 15 kfló á tveim-
ur mánuðum! Við fylgjumst með hvernig gengur -
gangi þér vel llalldóra!
Vill ná gömlu
eðlisþyngdinni
Magnús Ólafsson leikari stefnir að því að verða
„eðlisþungur“, eins og hann kallar það, fara í
„gömlu góðu íþróttaþyngdina“. Magnús var 165
kfló þegar hann byrjaði í ræktinni í haust en nú er
hann 152 kfló og hann stefnir að því að verða 105-
110 kfló. Mittismálið er 144 cm og hann er 140 cm
yfir brjóstið.
Magnús er margoft búinn að fara í megrun en
alltaf koxað á því, eftir mislangan tíma þó. Ilann
tognaði í læri um jólin og varð þá að hætta í rækt-
inni. Hann passaði sig þó á jólagóðgætinu og fitnaði
aðeins um tvö kfló yfir þennan erfiða tíma.
Hann borðar allan venjulegan mat en gætir bet-
ur að því sem hann lætur ofan í sig. Ilann fær ráð-
gjöf frá Raúl í Eróbikk Sport auk þess sem Qöl-
skylda hans hefur verið að breyta mataræðinu síð-
ustu tvö árin. -GHS
58-62 kíLó -
þrælgrönn og flott
Fyrirsætan Birna Rut Willardsdóttir er Norðlend-
ingum að góðu kunn enda alin upp á Dalvík.
Birna Rut hefur ekkert passað upp á mataræðið
eða hreyfinguna frá því hún kom frá fyrirsætustörf-
um í París í fyrra. Hún er nú 67 kfló að þyngd og
þykir mikið.
„Síðan ég kom heim hef ég ekkert gert og er
gjörsamlega komin úr formi. Ég ætla að fá Raúl til
að hjálpa mér niður í 58-62 kfló. Ég hugsa að ég
verði fín svoleiðis, þrælgrönn og flott,“ segir Birna.
Birna verður í einkaþjálfun hjá Raúl í mánuð og
stefnir að því að ná að minnsta kosti því af sér sem
hún borðaði um jólin. Raúl hefur sett saman mat-
seðil fyrir Birnu og ætlar hún að hætta við sjoppu-
fæðið.
Birna er 1,83 cm á hæð, 71 cm í mittið og
mjaðmirnar eru 95 cm. -GHS