Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.01.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.01.1997, Blaðsíða 10
22 - Föstudagur 10. janúar 1997 ÍDiigur-Sútrátn Ég er falur fyrir peninga Það eina sem menn þurfa að gæta að áður en þeir koma sér upp svo glæsi- legum hugsjónum, sér til dýrðar, er að þeir hafi sjálfir ör- ugglega nóg að éta fyrir sig og sína. það. En hann er nú auðvitað bara að sinna því sem hann fær borgað fyrir svo að ég skil hann mjög vel. Ég myndi sjálfur þver- hausast við kröfunum um auk- inn þorskkvóta þó að allt sé að fyllast af þorski á fslandsmið- um, ef ég fengi borgað fyrir það. Og þverhausast í réttu hlutfalli við hvað ég fengi mikla peninga. Ég skyldi meira að segja fara með ræðurnar fyrir grátkonu LÍÚ, ef ég fengi borg- að fyrir það. En ég þyrfti auð- vitað að fá töluverða íjármuni fyrir. Maður hefur nú einu sinni sína sjálfsvirðingu! Dagur-Tíminn býður nýjan pistlahöjund velkominn. Jonni á Uppsölum skrifar togaralífspistla af miðunum fyrir blaðið. Fyrirþá sem aldrei hafa migið í saltan sjó- og alla aðra. Jonni á Uppsölum skrifar af miðunum Eg meðgeng það allt, ég er sekur. Ég er falur fyrir peninga. hað eina sem ég hef mér til málsbóta er fullviss- an um, að það sé nú einu sinni eðli mannanna. Ég trúi því sem sagt að allir menn séu reiðubúnir til að selja sig í hitt og þetta, einstakling- arnir hafi aðeins mismunandi viðmiðunarmörk. Það sem einn sættir sig við, er ekki í mynd- inni hjá öðrum, fyrr en tilboðið er hækkað. Nú er það þannig að það er mjög auðvelt að hrinda frá sér þankanum um hvort hinn venjulegi staurblanki náungi, eins og ég, væri til í það að éta t.d. eina matskeið af mannaskít fyrir tíu, fimmtíu, eða kannske hundrað milljónir. Það er ein- faldlega ekki í boði. Og það er heppilegt fyrir sjálfsvirðinguna að þurfa ekki að að taka af- stöðu til jafn ógeðfelldra hluta. Þegar við fordæmum gleðikon- ur sem selja afnot af skrokkn- um á sér fyrir peninga, erum við flestir svo heppnir að vera annað hvort með svo mörg aukakíló eða aðra þá ann- marka, að við þurfum ekki að gera upp við okkur hvort við værum falir í portmennsku. Það yrði svo lítið upp úr því að hafa. Þegar ungir menn ákveða sjálfviljugir að færa sig yfir á sjálfsfróunarstigið á frystitogur- unum eru þeir auðvitað að selja fleira en vinnuna sína. Þeir eru að selja fjölskyldufaðminn, fé- lagsh'fið og kynlífið, fyrir pen- inga. Þeir eru að selja kvöld- skreppurnar, helgarskrölhn og letina á sunnudeginum, allt heila klabbið, fyrir peninga. Nú þykir ákaflega ófínt að viðurkenna upp á sig eigið eðli og það verður auðvitað nóg um heilagar beljur til að afneita svona ruddalegum kenningum. Og það verður líka til mann- skemmandi umhverfissnobb meðan land byggist, sem grundvallast á því að hlaupast frá alvöru lífsins, og staðreynd- inni um atvinnuleysi og fátækt. Það þykir nefnilega sumu fólki mjög fínt að vera á móti álver- um bara til að vera á móti ál- verum og jafnfínt að vera á móti gufuaflsvirkjunum af því að eitthvert rör sem þarf að leggja á jörðina, geti meitt svo í því skynhelg augun, að það sé réttlætanlegt að stöðva atvinnu- uppbyggingu á staðnum út af því. Það eina sem menn þurfa að gæta að áður en þeir koma sér upp svo glæsilegum hug- sjónum, sér til dýrðar, er að þeir hafi sjálfir örugglega nóg að éta fyrir sig og sína. Þá fyrst er óhætt að afneita eigin græðgi, þegar eiginhagsmunun- um er borgið. En í öllum breyskleikanum, eigum við slúbbertarnir, þó stundum ákveðin prinsipp. Ég t.d. fullyrði að ég reyni alltaf af fremsta megni, að halda þeim himnafeðgum alveg utan við peningagræðgina í mér og bið þá ekki um að gefa fisk í vinnsl- una. Þó ekki sé fyrir annað en það að óg er ekki vel viss hvort þeir standa með mér eða fisk- unum. Og ef maður kryfur mál- in örlítið dýpra er það hvort eð er Jakob á Hafró sem ákveður hvað Sléttbakur má veiða marga fiska en ekki fyrrnefndir aðilar. Sem gerir Jakob að stað- gengli almættisins og rúmlega Meinhornið þurfti að fara með leið 111 milli borgarhluta í Reykjavík nú skömmu fyrir ára- mótin. Þetta var í fyrsta sinn sem meinhornið steig upp í nýja langa vagninn með „Uðamótun- um“, sem borgin festi kaup á fyrir nokkru. Um- kvörtunarefnið er þetta: Þarf virkilega að ískra svona ferlega í liðamótunum - maður heyrir ekki einu sinni í sjálfum sér hugsa, hvað þá meir, fyrir óhljóðunum. Gleymdist að smyrja einhverja af núningsflötunum? Meinhornið saknar þess ákaflega að eftir þessi áramót hefur ekkert heyrst í gamla árvissa grátkórnum um það hvað áramótaskaupið hafi nú verið lélegt og misheppnað. Hvað er eigin- lega að fólki? Eru menn alveg hættir að nenna að standa sig í nöldrinu? Vetrarmyrkrið hér á norðurslóðum er reyndar ekki eitt af því sem fer í taugarnar á meinhorn- inu, en hins vegar er kuldinn og slagviðrið gjör- sanúega óþolandi hvernig sem á er litið. Með f átt á hreinu Þótt ótrúlegt sé, þá er sumt fólk eins og það sé alltaf með allt á hreinu. Það er engu líkara en að það viti allt sem það þarf að vita og geti allt sem það þarf að gera. Nema kannski í stöku undantekningartilvikum, sem breyta raunar htlu til eða frá. Þetta þykir undir- rituðum alltaf jafn furðu- legt þegar hann rekst á það. Sjálfur er hann ekki í þessum útvalda hópi - virð- ist aldrei nokkurn tímann vita það sem hann þarf að vita í það og það skiptið, né geta það sem ríður á að gera. Nema náttúrlega í stöku undantekningartil- vikiun, sem reyndar skal viðurkenna að eru með því notalegra sem maður upp- lifir. En hitt er sem sagt regl- an hjá yðar kannski alltof einlægum: að vera frekar lost í lífinu, svona almennt séð. Slíkt ástand þarf reyndar ekki að vera al- slæmt. Það fylgir því t.d. ákveðið ábyrgðarleysi, sem enginn skyldi vanmeta. Og svo þvílík átök á stundum, að þegar mest gengur á er varla nokkur þörf á einhverjum tilbúnum eða utanaðkomandi spennu- gjöfum, sem eru svo bit- lausir oftast hvort eð er að þeir ná engan veginn að komast inn að kvikunni í manni. Bara gapandi á gati Verst er þó þegar maður þarf að standa skil á einhverjum staðreyndum um allt á milli himins og jarðar, eða jafnvel að vera með einhverjar skoðanir á lofti þegar illa stendur á. Því maður fellur náttúrlega alltaf í þá gryfju að halda að það þurfi endilega að vera eitthvert vit í því sem maður ætlar að segja, og veit sem er að auðvitað skortir mann allar forsend- ur til þess að standa undir einhverju sem vit er í. Það er auðvelt að ná langt á sannfæringunni einni saman, og engin furða þótt grautarhausar sem efast um fleira en góðu hófi gegnir standi bara hjá og gapi þegar framkvæmdafólk er á ferð- inni. Og geti varla einu sinni orðað undrun sína á skiljanlegan hátt. Mannlífið á sér stað á mörgum plán- etum. Og hvað með það, segja þá þeir sem búa á hinum plánetunum. - 0, svo sem ekkert. Maður segir nú bara si svona. Eitthvað verður maður víst að segja. Er það ekki? Umsjón: Guðsteinn Bjarnason

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.