Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.01.1997, Blaðsíða 11
ÍDiignr-®mmtn
Föstudagur 10. janúar 1997 - 23
Akureyri
Flóamarkaður Hjálp-
ræðishersins
Flóamarkaður verður á Hjálp-
ræðishernum Hvannavöllum 10
í dag klukkan 10-17. Þetta er
fyrsti markaðurinn á nýju ári
og úrvalið á góðum fatnaði hef-
ur sjaldan verið meira.
iif.imMiiiy.ii.1:?
Reel 2 Reel
Laugardaginn næstkomandi
mun tónhstarmaðurinn og
plötusnúðurinn Erick „More“
Morillo koma fram á skemmti-
staðnum Tunglinu í Lækjargötu.
Erick þessi er betur þekktur
undir nafninu Reel 2 Reel en
undir því nafni hefur hann gert
mörg lög vinsæl, þar á meðal
lög eins og Djass it up, I like to
move it og Toety. Myndböndin
við lög hans hafa einnig notið
mikilla vinsælda á sjónvarps-
stöðinni MTV og farið á topp
danslista MTV. Plötusnúðurinn
Margeir mun hita upp fyrir Er-
ick og d.j. Robbi chronic mun
vera með hip hop á efri hæð-
inni. Kvöldið verður jafnframt í
tengslum við árslistakvöld
Chronic og Party Zone. Að-
gangseyrir er 800 kr. í forsölu
en 1000 kr. við hurð. Forsala er
í Smash, Japis, Þrumunni og
Noi.
Ný abstrakt í Norræna
húsinu
Laugardaginn 11. janúar opna
myndlistamennirnir Gerhard
Roland Zeller og Þór Ludwig
Stiefel málverkasýningu í sýn-
ingarsölum Norræna hússins.
Sýningin samanstendur af
um 30 abstraktmálverkum sem
máluð eru á síðastliðnum
tveimur árum. Sýningin er opin
frá kl. 12-18 og stendur til 26.
janúar.
Þrjár sýningar á Kjar-
valsstöðum
Laugardaginn 11. janúar kl.
16.00 verða formlega opnaðar
þrjár sýningar á Kjarvalsstöð-
um. Yfirlitssýning á verkum eft-
ir Hring Jóhannesson í vestur-
sal. Sýning á nýjum verkum eft-
ir Jónínu Guðnadóttur í miðsal
Af tvennum toga
Laugardaginn 11. janúar kl. 16 verður opnuð í Listhúsi 39
við Strandgötu 39 í Hafnarfirði sýningin „Af tvennum toga“.
Þetta er samsýning þeirra Önnu Guðjónsdóttur og Erlu Sól-
veigar Óskarsdóttur á olíumálverkum og húsgagnahönnun.
Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl.
12- 18 og sunnudaga kl. 14-18, og stendur til 26. janúar.
Teitur Þorkeisson
skrifar
Ragnheiður
biskupsdóttir
Eitthvert þekktasta frillu-
lífsbrot á íslandi var óskil-
getið barn þeirra Ragn-
heiðar biskupsdóttur og Daða
Halldórssonar prests. Daði
kenndi Ragnheiði í Skálholti og
vorið 1661 kom upp sá kvittur
að á milli þeirra færi fram eitt-
hvert óleyfilegt athæfi. Brynjólf-
ur biskup lét dóttur sína vinna
eið fyrir kirkjudyrunum í Skál-
holti þess efnis að hún væri
„óspillt mey af öllum karl-
mannsvöldum og holdlegum
saurh'fsverkum“. I febrúar árið
eftir elur Ragnheiður Daða son.
Ragnheiður tók opinbera af-
lausn í Skálholti nokkru síðar
og undirritaði skjal að athöfn
lokinni þar sem hún lofaði að
ástunda kristilegt líferni í fram-
tíðinni en forðast „slímur, slen,
hopp og hí“. Lengi hafa menn
áfellst Ragnheiði eða sýknað og
greint á um hvort hún hafi
svarið rangan eið eða ekki. Var
hún þunguð af völdum Daða
þegar hún sór eiðinn eða laum-
aðist hún upp í til hans gröm og
reið eftir eiðtökuna? Þegar
biskup heyrði af fæðingu dótt-
ursonar síns hrukku hins vegar
út úr honum orð hins forna Eg-
yptakonungs Psammetici:
„Heimilisböl er þyngra en tár-
um taki.“ Þetta sagði konungur-
inn þegar hann frétti að dóttur
hans hefði verið varpað lifandi
fyrir krókódfla og því má ætla
að Brynjólfur biskup hafi verið í
rusli út af þessu máli.
Vínartónleikar 1997
Árlegir Vínatónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói 9. og 10. janúar kl. 20.00
og 11. og 12. janúar kl. 17.00. Hljómsveitarstjóri er Páll Pampichler Pálsson og einsöngvarar
Rannveig Fríða Bragadóttir og Ólafur Árni Bjarnason.
í ár heldur Sinfóníuhljómsveit fslands upp á 25 ára afmæli vínartónleika á íslandi, en fyrstu
tónleikar þeirrar tegundar voru haldnir hér árið 1972. Að þessu sinni mun Páll P. Pálsson
stjórna tónleikunum.
Eins og áður segir hafa vinsældir Vínartónleikanna farið sívaxandi og að þessu sinni verða
tónleikarnir fernir. Uppselt er á þá alla og þegar er farið að taka niður pantanir á Vínartónleika
að ári.
Rannveig Fríða Bragadóttir.
Páll Pampichler Pálsson.
Ólafur Árni Bjarnason.
og sýning á verkum eftir Jó-
hannes S. Kjarval frá árunum
1931 til 1945 í austursal, sem
ber yfirskriftina Lifandi land.
Verk Hrings Jóhannes-
sonar
Hringur hefur um árabil verið
einn dáðasti listamaður þjóðar-
innar, en hann andaðist síðla
árs 1996 langt um aldur fram.
Hringur kom fyrst fram á sjón-
arsviðið í byrjun 8. áratugarins
með fígúratíft málverk unnið
með hefðbundnum efnum -
olíulitum á striga, á þeim tíma
er framúrstefnuliðið, oftast
ke'it ,ið SÚM, lagði sig fram
við að hrjóta niður öll hefð-
bundin gildi í myndlistinni.
Hringur valdi aftur á móti önn-
ur viðmið í samtímalistinni,
sem tengdust popplistinni og
síðar Hyperrealismanum eða
ofurraunsæi. Ekki leið þó á
löngu þar til Hringur sneri sér í
auknum mæli að landinu og hóf
að myndgera og túlka íslenska
náttúru. Má með sanni segja að
Hringur hafi aukið við nýjum
kaíla í íslensku landslagsmál-
verki og í raun gefið okkur end-
urnýjaða sýn á landið.
Endurskoðaður Kjarval
Á síðastliðnum árum hefur
Kristín Guðnadóttir listfræðing-
ur og safnvörður á Kjarvals-
stöðum og Ásmundur Ilelgason,
sagnfræðingur, unnið að rann-
sóknum á list- og æviferli Jó-
hannesar S. Kjarvals. Að þessu
sinni einbeitir Kristín sér að
tímabilinu 1931-1945 og stefnir
saman á sýningu, sem hún
nefnir Lifandi land, öllum
helstu öndvegisverkum Kjarvals
á þessum tíma auk þess sem
hún birtir ítarlega grein um
listamanninn í sýningarskrá.
Þessi sýning verður að teljast
merkilegur áfangi í rannsókn-
um á list Kjarvals auk þess sem
listunnendur fá hér einstakt
tækifæri til að skoða og njóta
margra af helstu verkum lista-
mannsins.
Skúlptúr í leir
Jónína Guðnadóttir er fyrir
löngu orðin einn þekktasti leir-
listamaður hér á landi. Síðast-
liðin þrjátíu ár hefur listakonan
unnið að hstsköpun sem ýmist
hefur tengst nytjahlutum eða
sjálfstæðum form- og efnis-
rannsóknum. í tengslum við
sýninguna hefur verið gefin út
sýningarskrá með litmyndum af
verkum listakonunnar og grein
eftir Eirík Þorláksson, listfræð-
ing.
Kjarvalsstaðir eru opnir dag-
lega frá kl. 10.00 - 18.00. Kaffi-
stofan er opin á sama tíma.
Sýning Svövu Björns-
dóttur
Laugardaginn 11. janúar kl.
16.00 opnar Svava Björnsdóttir
myndhöggvari sýningu í Ný-
listasafninu, Vatnsstíg 3b,
Reykjavík. Sýningin er opin
daglega frá kl. 14.00- 18.00 og
henni lýkur 26. janúar.
Félagsvist og
gömludansar
Spiluð verður félagsvist og
gömludansarnir að Auðbrekku
17, Dansskóla Sigurðar Hákon-
arsonar, föstudaginn 10. janúar
1997. Hljósmveit Karls Jónat-
ans leikur fyrir dansi.
íslenskt handverk í
Ráðhúsi Reykjavíkur
Sýning á úrvali úr flóru íslensks
listhandverks eftir 24 listamenn
verður opnuð í Ráðhúsi Reykja-
víkur föstudaginn 10. janúar kl.
16.00. Sýningin, sem er sam-
starf Handverks, reynsluverk-
efnis á vegum forsætisráðu-
neytisins, og Happdrættis SÍBS
til kynningar á íslensku list-
verki, mun standa yfir til 14.
janúar. Guðni Franzson, klarin-
ettuleikari, spilar á opnuninni.
Styrktartónleikar ís-
lensku óperunnar
verða haldnir í íslensku óper-
unni laugardaginn 11. janúar
kl. 14:30. Þar koma fram Sigur-
björn Bernharðsson, fiðluleikari
og John Howsmon píanóleikari.
Á efnisskrá tónlistarmannanna
eru sónata eftir Brahms og verk
eftir Paganini, Webern, Ravel
og Þorkel Sigurbjörnsson.
Listaklúbbur Leikhús-
kjallarans
Listaklúbbur Leikhúskjallarans
hefur starfsemi sína á nýju ári
með því að efna til umræðna
um siðferðisspurnigar þær sem
höfundur Villiandarinnar, Hen-
rik Ibsen, setur fram í sam-
nefndu verki sínu. Verkið hefur
hvarvetna vakið miklar umræð-
ur og hvetur þá til afstöðu til
ýmissa siðferðisspurninga sem
hver maður stendur frammi
fyrir einhvern tímann á ævinni.
Umræðukvöldið verður n.k.
mánudag kl. 21:00 í Þjóðleik-
húskjallaranum, húsið opnar
kl. 20:30.
Ljóðatónleikar Gerðu-
bergs endurteknir.
Færri komust að en vildu þegar
Ljóðatónleikar Gerðubergs sem
frumfluttir voru síðast liðinn
sunnudag voru endurteknir.
Þeir verða því fluttir að nýju
föstudagskvöldið 10. janúar kl.
20:30. Sala aðgöngumiða fer
fram í Gerðubergi og í síma 576
4070.
Hana nú í Kópavogi
Vikuleg laugardagsganga
Hana-nú í Kópavogi verður á
morgun. Lagt af stað frá Gjá-
bakka, Fannborg 8, klukkan
10:00.
Gefin fyrir drama þessi
dama
Laugardaginn 11. janúar hefj-
ast aftur sýningar á leikritinu
„Gefin fyrir drama þessi dama
og öllum stendur svo innilega á
sama“ eftir Megas. Áformað er
að sýna þétt í janúar en að því
loknu verður að hætta sýning-
um. Sigrún Sól leikkona leikur
öll hlutverkin og Hörður Braga-
son organisti hannaði hljóð-
mynd, jafnframt því sem hann
tekur þátt í sýningunni og spil-
ar á fjölda hljóðfæra.
Ormstunga ástarsaga
Ærslaleikurinn vinsæli „Orms-
tunga ástarsaga" hefur nú aftur
göngu sína eftir jólafrí og er
næsta sýning fyrirhuguð laugar-
daginn 11. janúar í Skemmti-
húsinu Laufásvegi 22.
Samstarf er nú hafið við
Samskiptamiðstöð heyrnar-
lausra og standa nú æfingar yf-
ir á leiknum ásamt túlkum
heyrnarlausra, en fyrirhuguð er
sýning fyrir heyrnarlausa innan
skamms. Auk þessa hyggur
leikhópurinn á leikferð um
landið með vorinu og hafa fyrir-
spurnir borist frá Akranesi,
Hvanneyri, Tálknafirði, Akur-
eyri, Vopnafirði, Bakkafirði og
Egilsstöðum.