Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.01.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.01.1997, Blaðsíða 2
14 - Föstudagur 10. janúar 1997 jDagur-Cmtimt Vera virkur, ekki vera bara áhorfandi að lífinu... * g á nú ekki algilda uppskrift að makanum en í mínu tilfelli erum við konan ofboðslega ólík, og því segir Sigurður: Ekki reynda endalaust að breyta hvort öðru. Heilræðin að ofan eru meginuppistað- an í uppskrift Sigurðar Gestssonar, eig- anda Vaxtarræktarinnar á Akureyri. „Svo er náttúrulega nr. 1, 2 og 3 að halda sér í góðu líkamlegu og andlegu ástandi. Því verður maður að stunda einhverja líkamsrækt og vera fær um að reka batteríið í kringum sig fjárhags- lega.“ Barneignir eru ofarlega á lista Sig- urðar (hann á 4) en telur þó rétt að flýta sér ekki um of í þeim efnum. „Maður hefur miklu meira að gefa barninu eftir að hafa sjálfur öðlast meiri lífsreynslu." „Svo felst mín hamingja líka í því að reykja hvorki né drekka.“ Tilverukrydd- ið sækir hann því annað og hefur m.a. stundað skíði, vaxtarrækt og veiðar. Nautnin er þá fólgin í árangrinum sem næst. „Enda er ég ofboðslegur keppnis- maður.“ lóa Sigurður Gestsson. Meiri títna, minni peninga Eg er að minnka við mig vinnu til að auka frítíma með manninum og fjöl- skyldunni,“ segir Vanda Sigur- geirsdóttir, hin kunna knatt- spyrnukona. Hvað segir þú, ertu að gera það sem alla dreymir um - í raun og veru? „Já, það verður bara að hafa það þó ég hafi minni peninga milli handa, ég ætla ekki að h'ta um öxl þegar ég verð 65 ára og spyrja í hvað lífið hafi farið,“ segir Vanda. Ást, hamingja og ljölskylda eru orðin sem koma fyrst upp í hugann, en Vanda segist ekki hugsa mikið um þessa hluti, það sé frekar eiginmaðurinn sem bryddi upp á umræðuefni í þeim dúr. „Gagn- stætt flestum hjónum,“ segir hún lilæjandi. Þau eru sammála um (þegar honum tekst að fá Vöndu til að tala um málið) að ferðalög muni geta bætt lífið, þau dreymir um langferð, t.d. til Asíu. „Það er mikilvægt að eiga drauma - og láta þá helst rætast,“ segir Vanda. Og það er hún að gera þessa dagana, ein fárra íslend- inga sem tekur h'fið fram yfir hluti. „Sjónvarp og svoleiðis," hlær hún. Kona sem ekki aðeins hefur uppskrift að góðu lífi, heldur bakar brauðið hka! Vanda Sigurgeirsdóttir. Stærsta syndin að láta sér leiðast s g áht að stærsta synd mannsins sé að láta sér leiðast. Það er um að gera að fullnægja lífsnautnum sínum eins og hægt er, þó þannig að ekki komi niður á öðrum. Svo skiptir miklu máli að hafa ekki óþarfa áhyggjur. Það sem virð- Sigmar B. Hauksson. ist svartnætti í dag getur verið miklu auðveldara að leysa á morgun," segir Sigmar B. Hauksson, lífsnautnamaður, um sína uppskrift. „Ekki sakar síðan að gera eitthvað til að dreifa huganum eins og t.d. að fara í sundlaug- ina á Seltjarn- arnesi, göngu- ferð með Æg- issíðunni og elda síðan gott lambalæri með mikið af hvítlauk og hvítum baun- um, drekka flösku af St. Émilion með og hlusta kannski á Brahms á meðan. Það getur líka ver- ið ágætt á morgnana eða kvöldin að biðja stutta bæn, tala við guð augnablik. Þetta er allt tilvísun á gott líf.“ lóa Reglusemi er auðnuvegur Bindindi á áfengi. Já- kvæðni í garð annarra í samræmi við kristin lífs- viðhorf. Regluleg ganga og að- gætni í mataræði ásamt lýsis- inntöku. Þetta er uppskrift séra Bolla Gústavssonar, vígslubisk- ups á Hólum í Hjaltadal, að góðu lífi. „Þegar ég vígðist til prests ákvað ég að gerast bindindis- maður á áfengi og það er ein- hver besta ákvörðun sem ég hef tekið og staðið við á minni ævi. Reglusemi er auðnuvegur," seg- ir séra Bolli. Hann segist alltaf hafa reynt að leita eftir því jákvæða í fari þeirra sem ég umgengst. Að sjálfsögðu í samræmi við kristin lífsviðhorf. Séra Bolli segir að miklu máli skipti að forðast dómhörku og gæta þess að vera ekki of fljótur á sér að svara eða kveða upp álit. „Ég geng yfirleitt eina bæjar- leið á hverjum einasta degi. Það er föst regla síðan ég kom í Hóla 1991 og ég gerði það reyndar líka meðan ég var í Laufási. Ég geng allt- af sex kíló- metra á dag. Það er mér ómetanlegt heilsufars- lega,“ segir hann. Séra Bolli hefur talið ástæðu til þess að gæta að matar- æðinu. „Eins og allir góðir ís- lendingar tek ég inn lýsi og gæti mín með mataræði. Ég hef ástæðu til þess,“ segir hann. -GHS Séra Bolli Gústavsson, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal, segist gæta sín í mataræði. Hann tekur inn lýsi „eins og allir góðir ísiendingar.“

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.