Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Blaðsíða 3
(5Dítgur-'2Imttrat VETRARÍPRÓTTIR Fimmtudagur 16. janúar 1997 -15 Haraldur Sigmundsson, Hörður Jónsson og Heiðar Hauksson lögðu skíðunum í bili og renna sér þessa dagana á snjóbrettum í Hlíðarfjalli. Eg held aö það sé eng- in spurning að snjó- brettafólkið er orðið Jjölmennari hópur en skíðafólk hér á landi, “ sagði Rúnar Ómarsson, áhugamaður um snjóbretti með meiru, þegar Dagur- Tíminn spjallaði við hann á dögunum til að forvitnast um þessa vinsœlu vetrar- íþrótt. Það hefur ekki farið framhjá neinum, sem hefur átt leið um skíðasvæði landsins síðastliðna vetur, að snjóbrettunum fer snarfjölgandi, þó að ekki hafi verið gerð nein tölfræðileg út- tekt á því enn hvort þau eru orðin vinsælli útbúnaður en sjálf skíðin. Hugsunin á bak við brettin er svipuð og sú sem býr að baki brimbettunum, nema hvað á landi þjóna skaflar og brekkur sama hlutverki og öldurnar á sjónum, en Rúnar er reyndar einn örfárra íslendinga sem stunda það að standa á brim- brettum í öldurótinu við ís- landsstrendur. Á snjóbrettunum segist Rún- ar hins vegar vera í félagsskap Uppáhalds- íþrótt unglinganna „Mér finnst í raun alveg furðulegt, að á tímum þegar jafn minnst sex hundruð annarra áhugamanna, sem hafa tekið ástfóstri við þessa íþrótt. Auðvelt að læra á brettin „Ég held að ein helsta ástæðan fyrir þessum miklu vinsældum snjóbrettanna sé sú að það hef- ur afskap- lega lítið breyst í iðk- un skíða- íþróttarinn- ar síðustu árin,“ segir Rúnar, sem rekur versl- unina Týnda hlekkinn þar sem seld eru brim- og snjóbretti. „Það er ekk- ert spenn- andi að ger- ast í skíða- mennsk- unni, en þetta er hins vegar er sú íþróttagrein, sem færist allra mest í vöxt í heiminum í dag. Auk þess er mjög auðvelt að læra á snjó- brettin.“ Hér á landi eru það ungling- arnir sem hafa tekið mestu ást- fóstri við snjóbrettin og segist Rúnar vita um Qölda unglinga sem aldrei hafi komið nálægt annarri íþrótt, en séu á kafi í brettunum. „Fjöldi krakka hef- ur sagt mér að þetta sé það eina sem þeim finnist skemmti- legt að gera,“ segir Rúnar, sem oft leigir sextíu manna rútur til Rúnar Ormarsson í fullum skrúða i Hlíðarfjalli. hópferða brettaáhugafólks út á land, þar sem komast færri að en vilja. Enn hefur þó ekki ver- ið komið upp neinni aðstöðu á borð við brautir og litla stökk- palla á skíðasvæðum fyrir þennan íjölmenna hóp, þó að það standi víst til bóta í Bláfjöllum. Myndir: GS ið haldin Qölmenn mót á Akur- eyri og Húsavík og í Kerlinga- fjöllum. Aigengast er að snjóbrettin séu u.þ.b. 1,5 metrar á lengd og 30 cm. á breidd og kostar gott bretti, að sögn Rúnars, frá tæp- lega 36 þúsund krónum. Það er því ekki ókeypis að stunda þessa vinsælu vetraríþrótt, en miðað við ört vaxandi vinsældir hennar þá bendir margt til þess að snjóbrettin séu komin til að vera í íslenskum skíðalöndum. H.H.S. mikið er talað um gildi útvistar og íþrótta til að halda börnum og unglingum frá alls kyns óholiustu, skuli ekki vera gert neitt til að styrkja fþrótt sem svona margir krakkar eru spenntir fyrir,“ segir Rúnar. A.m.k. einn íslendingur, Egill Kolbeinsson tannlæknir, hefur farið utan á dómaranámskeið í snjóbrettaíþróttinni og Rúnar og félagar hans í Týnda hlekkn- um standa reglulega fyrir mót- um, nú síðast fyrir skömmu á Dalvík. Þar voru þátttakendur um fimmtíu, en einnig hafa ver-

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.