Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Blaðsíða 14

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Blaðsíða 14
26- Fimmtudagur 16. janúar 1996 Jlagur-®mrám RADDIR FOLSINS eiðis.. Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri Sannfæring þmgmanna Hr. ritstjóri, í blaði yðar 8. janúar sl. er grein eftir Helga Jónsson: „Hugleiðingar um þing og þjóð“. Þar sem í grein þessari er ekki rétt vitnað í orð mín verð ég að gera athugasemdir, svo og við túlkun höfundar á vissum greinum stjórnarskrár- innar. í grein Helga Jónssonar seg- ir: „Þegar Ólafur G. Einarsson tók við embætti forseta Alþing- is, lét hann í Ijós efa um að rétt væri að ráðherrar hefðu kosn- ingarétt á Alþingi". Þetta eru ekki mín orð. Ég ræddi hins vegar það álitamál hvort ráðherra sem valinn er úr hópi þingmanna eigi að gegna þingmennsku samfara ráð- herrastörfum. Ég hef verið þeirrar skoðunar að svo eigi ekki að vera, þ.e. meðan gegnt er ráðherrastarfi láti viðkom- andi af þingmennsku og vara- maður taki sætið. í slíku tilviki mundi ráðherrann ekki hafa at- kvæðisréttt í þinginu en hefði fullt málfrelsi eins og stjórnar- skráin kveður á um. Á þessu tvennu er munur. Það er hins vegar röng túlk- un hjá Helga Jónssyni að 51. gr. stjórnarskrárinnar segi að ráð- herrar hvorki megi né eigi að koma úr hópi þingmanna. Hugleiðingar greinarhöfund- ur um hlutverk forseta lýðveld- isins við skipun ráðherra bygg- ist á misskilningi um stjórnskip- un landsins. Annað atriði sem ég þarf að gera athugasemd við lýtur að þeirri staðhæfingu greinarhöf- undar að ég hafi í úrskurði sem ég kvað upp á þingfundi 23. maí 1995 ekki farið rétt með ákvæði 48. gr. stjórnarskrárinn- ar og raunar snúið þeim upp í andhverfu sína. í 48. gr. segir að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. í úrskurði mínum sagði m.a.: „Alþingismenn eru í störfum sínum eingöngu bundnir við sannfæringu sína og standa að- eins kjósendum skil gerða sinna. Þeir eru ekki bundnir af hæfisreglum í störfum sínum og geta því tekið þátt í meðferð og afgreiðslu allra mála á þinginu. Það er einmitt ein af grundvall- arreglum í stjórnmálum lýð- ræðisríkja að þingmenn taki ákvarðanir um hvaða hagsmuni á að taka fram yfir aðra. Séu þeir tengdir þeim með mjög persónulegum hætti er þeim auðvitað í sjálfsvald sett af sið- rænum ástæðum að segja sig frá máli. Það er þeirra ákvörð- un og á þeirra ábyrgð.“ í þessum orðum mínum felst ekki rangtúlkun á 48. gr. stjórn- arskrárinnar. Um leið og þing- menn eru samkvæmt stjórnar- skránni eingöngu bundnir við sannfæringu sína þá verða þeir einnig að standa kjósendum sínum reikningsskil gerða sinna að liðnu hverju kjörtímabili. Að því leyti bera þeir ábyrgð gagn- vart kjósendum sínum. Með þökk fyrir birtinguna. Tveir fyrir einn Undirritaður notar töluvert þjónustu innanlandsflugs Flugleiða og sá sér til ánægju um síðustu helgi hreint ágætis tilboð auglýst í Morgunblaðinu. í auglýs- ingunni stóð Gjugg í borg - Tveir fyrir einn og var ekki annað að sjá en flugleiðin Akureyri-Reykjavík og aftur til baka með tveggja nátta viðkomu á Hótel Sögu byð- ist á frábæru verði. Þegar var haft samband við sölu- deild Flugleiða í Reykjavík. Þvi miður, ég tek þetta til baka Þar varð fyrir svörum afar indæl kona sem upplýsti að hægt væri að fljúga milli Akureyrar og Reykjavíkur með hótelgistingu fyrir um 12.000 kr. og gilti það verð fyrir tvo! Annar greiddi en hinn fengi frítt. Mikil var gleðin þegar samið var á staðnum og hin hlálega upphæð skuldfærð af greiðslukorti í gegnum síma. Adam var stutt í Paradís því skömmu seinna hringdi sami starfskraftur og sagðist hafa misskilið auglýsinguna. Þetta væri væntanlega aðeins gjaldið fyrir einn. Ef einhver fengi frítt (2 fyrir 1) þá væri mið- að við einhver hámarksfar- gjöld og hún hefði dregið skuldfærsluna til baka á kortinu. Réttur korthafa Spurningar vöknuðu og ákvað ég að snúa mér til lögfróðra manna. Þar upp- lýstist að óheimilt er að bakfæra skuldfærslu á greiðslukorti með þessum hætti og skiptir þá ekki máli hvort starfsmaður Flugleiða eða annarra fyrirtækja, ger- ir mistök í starfi. Samning- urinn er fullgildur og veita verður þá þjónustu sem samið hefur verið um. Þetta skyldu landsmenn hafa hugfast. Fagleg viðbrögð Ég tel óhugsandi að starfs- maður Flugleiða hafi vísvit- andi brotið lögin. Þegar leit- að var til yfirmanna fyrir- tækisins voru viðbrögðin af- ar fagleg og niðurstaðan varð sú að undirritaður var beðinn afsökunar og sagt að fyrra samkomulag gilti. Breyttist því ólund í ánægju, enda kostnaðarlítil ferð framundan í höfuðborgina! Allir geta gert mistök og Flugleiðir fá prik fyrir hvernig þeir tóku á málum að endingu. Hitt er sýnt að auglýsingar fyrirtækisins eru eitthvað athugaverðar, þegar ekki einu sinni starfs- fólkið getur stautað sig fram úr þeim. Hvað þá með viðskiptavinina? Umsjón: Björn Þorláksson. Snjóflóðið á Súðavík, 16. janúar 1995, minnst Faðmurinn kaldi úr Jjallsins hlíðum féll yfir bœinn með bylgjunum stríðum. Velti um húsum: Og vinunum völdum, vafði um snjóhvítu líkblœju tjöldum. Hjarta mér svíður og harminum sleginn, horfi og skelfdur á slysanna teiginn. Lýs eilífa Ijós myrkan og viðsjálan veginn. Drottinn minn varðveittu vinina mína, vefðu um þá Ijósið og birtuna þína. Og gefðu mér styrk til að stríða að nýju, styðja þá hrelldu og veita þeim hlýju. Launa svo bros sitt ég börnunum megi þótt beri og örin að lokanna degi. Gefi eilífa Ijós styrkinn á vorbirtu degi. Leitarsveitir sem liðið oss veittuð, lagni og þreki á váslóðum beittuð. Hjartans þökk fyrir hjálparstörfin sem hafið þið innt þegar mest var þörfin. Launi ykkur Drottinn þess best hver biður, bœnahug þennan nú alþjóð styður. Vorsins komandi tíð veittu þrek hverja nýrœktun viður. Gunnar S. Sigurjónsson. Vestmannaeyingar eru orðnir svakalegir þreyttir á því að háls,- nef- og eyrnalæknir skuli aldrei koma reglubundið til Eyja eins og aðrir sérfræð- r ingar. Til Eyja koma augnlæknar, kvensjúk- dómalæknar, barnalæknar, svo eitthvað sé nefnt, en aldrei háls,- nef- og eyrnalæknir. Fyrir vikið þurfa foreldrar ungbarna sem þurfa rör í eyrun eða láta athuga eyrnabólg- ur að fara til sérfræðinga í Reykjavík með óheyrilegum til- kostnaði vegna ferðanna og vinnutaps sem af þeim hlýst. Eyjamenn heimta úrbætur. m Það er ótrúleg ókurteisi sem mörg verslunar- og þjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sýna viðskiptavinum sem hringja utan af landi. Þeir /r eru látnir hanga í símanum langtímum saman á meðan sá sem er verið að reyna að ná í spjallar í símann eða er á fundi í stað þess að símadaman bjóði við- skiptavininum að taka niður símanúmerið svo hægt sé að hringja í hann. Það er lítil stoð í því fyrir langþreyttan viðskiptavininn að skipa símadömunni að taka niður símanúmerið og segja henni að láta viðkomandi hringja. Yfirleitt hringir viðkom- andi ekki fyrr en eftir dúk og disk, ef hann hringir yfirleitt. Það hljóta að vera til einhverskonar þjónustunámskeið fyrir svona lið, bæði símadömurnar og ekki síður þá sem þarf að ná í.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.