Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Blaðsíða 8
20 - Fimmtudagur 16. janúar 1997 Jktgur-Œímimt VETRARÍÞRÓTTIR Stöðugar breytingar og þróun Vélsleðamenn bíða alltaf spenntir eftir því að sleðaframleiðendur kynni nœstu árgerð. Stöðugar breytingar eiga sér stað í vélsleða- heiminum og í raun með ólíkindum hversu mikið sleðar hafa þróast og breyst á tiltölu- lega fáum árum. Ljóst er að 1997 árgerðar- innar verður ekki minnst vegna stöðnunar, þvert á móti. Hér á eftir verður drepið á helstu nýjungar sem líta dagsins Ijós með 1997 árgerðinni og framleiðendurnir teknir eftir stafrófsröð. Ultra Touring frá Polaris er afar glæsilegur ferðasleði. Arctic Cat Allir sleðar frá Arctic Cat (AC) koma nú með mun lengri íjöðr- un en verið hefur. Þannig fer ijöðrunin úr 8 tommum á sam- sláttarpúða í búkka í 10 tomm- ur og í 13,5 tommur ef miðað er við aftasta búkkahjól (eins og gjarnan er gert í Bandaríkjun- um). Framfjörun hefur verið lengd í 7,5 tommur. Athyglis- vert er að þrátt fyrir þessa lengingu fjöðrunar hefur tekist að halda ásetu ökumanns í sömu hæð með breytingu á beltakassa og sæti. Ef litið er á nokkra athyglis- verða sleða frá AC þá kemur ZR 440 með framenda úr áli sem hefur í för með sér að sleðinn er léttari. Þá eru stimplarnir í ZR 440 vélinni með sérstakri húð þannig að þeir þola mun meiri hita. Önnur athyglisverð nýjung er í ZR 580 sem kemur með beina innspýtingu (efl) sem ekki krefst þess að batterí sé í sleðanum. Stór breyting hjá AC þetta árið er ný drifkúpling í öllum sleðum sem fyrirtækið fram- leiðir sjáft og segir þar með skilið við Comet-kúphngar. Nýja kúplingin hefur fengið afar góða dóma og virðist hafa heppnast mjög vel. Margir „kettirnir" koma á plastskíðum og allir eru á gas- dempurum (Fox eða Ridefox) bæði í búkka og framfjöðrun. AC býður upp á mesta úrvalið af efl-sleðum og er raunar eini framleiðandinn sem gerir það af einhverju viti, nokkuð sem mörgum, ekki síst á íslandi, lík- ar afar vel. B&L flytur AC inn sem fyrr en umboðsaðili á Ak- ureyri er Straumrás. Lynx Tilkoma hinna finnsku Lynx- vélsleða á íslenskan vélsleða- markað verður að teljast með stærstu tíðindum vertíðarinnar. Sigurður Baldursson og Sveinn Guðmundsson á Akureyri hafa aflað sér einkaumboðs hérlend- is fyrir Lynx og sala, viðgerðar- og varahlutaþjónusta verður í Bflaþjónustunni við Dalsbraut á Akureyri. En þá að sleðunum. fslend- ingar hafa haft næsta litlar spurnir af Lynx á undanförnum árum, nema helst þeir sem kaupa vélsleðablöð frá Skand- inavíu. Þar eru Ljmx-sleðar þeir söluhæstu, sem sýnir að það hlýtur að vera nokkuð varið í þá. Linx hefur oft farið þá leið að nota ýmislegt frá öðrum framleiðendum, þannig er vél- búnaðurinn frá Rotax, líkt og í Ski-doo og fleiri sameiginleg einkenni má finna með Linxin- um og hinum kanadíska bróður. Framúrskarandi fjöðrun er og hefur verið aðalsmerki Lynx og margir bíða spenntir eftir að skoða hana. Framfjöðrunin kallast Lynx Vertical Suspensi- on (LVS) og eins og nafnið ber með sér þá er hún lóðréttari en gengur og gerist sem hefur ýmsa kosti. Þessi fjöðrun er hönnuð af hinu þekkta Öhlins fyrirtæki sem þekkt er fyrir framleiðslu á hágæða höggdeyf- um. Sportsleðarnir frá Lynx eru mjög athyglisverðir, Endoro 500, Enduro 600, Cobra Racing og Rave 670. Afturijöðrunin þykir afar góð og úthtið skemmir ekki fyrir. Þeir eru með áðurnefnda LVS-framQöðr- un og lágan þyngdarpunkt sem skilar sér í góðum aksturseigin- leikum. Fyrir þá ferðaglöðu býður Lynx upp á Grand Tour- ing HC með 670 RAVE-vél, miUilöngu belti og ýmsum bún- aði. Polaris Sem fyrr heldur Polaris sig við þá stefnu að stöðug þróun sé betri en alger umbylting. Þessi stefna hefur líka reynst Polaris vel og hefur skapað stóran og tryggan kaupendahóp sem veit hvað fæst fyrir peningana með því að kaupa Polaris. Fjöl- breytnin er líka í fyrirrúmi því velja má úr 41 sleða. Sem fyrr má tína til ýmsar nýjungar hjá Polaris. Margir eru spenntir fyrir Ultra-sleðun- um sem hafa fengið afar góða dóma en þeir eru til í nokkrum útfærslum og koma í nýjasta „boddíinu". Vélin er 3 strokka, 679 cm‘. Þá kom einn algerlega nýr sleði fram á sjónarsviðið að þessu sinni, Indy 700, með tveggja strokka vél sem fram- leidd er hjá Polaris. Kemur m.a. einn sleði í keppnisút- færslu til landsins. Þá má nefna að ný vél er í XCR 440. Polaris hefur alltaf framleitt góða ferðasleða og hjá umboð- inu á íslandi er lögð áhersla á ijóra ferðasleða (Touring). Fyrst má nefna Indy Sport með 440 loftkælda vél, þá 500 Classic, XLT með þriggja strokka 600 vél og loks Ultra. Allir eru vel útbúnir og vatnskældu sleðarn- ir á xtra-12 Qöðrun. Langt er síðan Polaris kom fram með hina rómuðu IFS framíjöðrun sem síðan hefur verið endurbætt nokkrum sinn- um og í ár er hún bætt enn frekar. Fjöðrunin er lengd í 9,5 tommur og nýr stýrisgangur hefur í för með sér betri stýris- eiginleika. Þá má nefna endurbætt blöndungskerfi sem stillir blönduna í samræmi við loft- þyngd og einnig eiga þeir að vera ónæmir fyrir því þegar ek- ið er í hríðarkófi, en þá vilja blöndungssleðar stundum fara að ganga illa. Hjólbarðaþjónustan á Akur- eyri hefur einkaumboð hérlend- is fyrir Polaris en HK-þjónustan selur sleðana á Reykjavíkur- svæðinu. Ski-doo Gríðarlegar breytingar hafa orðið á Ski-doo vélsleðum á undanförnum árum. Hefur veg- Ski-doo hefur sótt í sig veðrið á undanförnum árum sem skilað hefur betri sleðum og aukinni sölu.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.