Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Blaðsíða 19

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Blaðsíða 19
Jktgur-'3Rrnmn Fimmtudagur 16. janúar 1997 - 31 ‘Uppá/íxi£iL> útiMwpö- oif öjjánJULasip* Felix Bergsson í uppáhaldi Þorlákur Björnsson 6 ára. Þorlákur Björnsson, 6 ára, segist horfa tölu- vert á sjónvarp og það kemur ekki á óvart að barna- efni skipar þar veglegan sess. „Mér finnst Mozart-sveitin skemmtilegust. Hún er teikni- mynd sem sýnd er á þriðju- dögum.“ Þorlákur missir helst ekki af barnatímanum og reynir yfirleitt að vakna snemma um helgar vegna teiknimynd- anna. Hann hefur jafnframt skoðanir á því hver leikles skemmtilegast. „Það er Felix Bergsson." Hann missir aldrei af Stundinni okkar en fyrir utan barnaefnið nefnir Þorlákur „Andana frá Ástralíu" sem hann segir íjölskylduefni og einnig „Perlu“. Hann horfir líka stundum á fréttir „ef þær eru skemmtilegar". Þorlákur er aðeins með Ríkissjónvarpið en segir: „Kannski ætla ég að borga Stöð 2 seinna." Aðspurður um útvarpsefni segist Þorlákur hlusta á barnasögur og stundum tón- list. Smekkur hans virðist ögn gamaldags: „Mér finnst Stuð- menn bestir." AHUGAVERT I KV Ö T D Stöð 2 kl. 21.25 Engin uppgjöf Stöð 2 sýnir sannsögulega mynd um körfuboltaþjálfarann Jim Val- vano (Engin uppgjöf eða Never Give Up: The Jimmy V Story) en þessi hugljúfa mynd lætur engan ósnortinn. Ferill Jims var um margt óvenjulegur en snemma varð þó ljóst að körfuboltinn átti hug hans allan. í miðskóla bar hann af öðrum leikmönnum og síðar sem þjálfari kom í ljós að hann hafði líka margra aðra hæfileika til að bera. Þrátt fyrir þjálfarastarfið gerði Jim sér ljóst að fleira skipti máli í h'finu en að leiða lið sitt til sigurs í hverjum einasta leik og það var ekki síst þess vegna sem hann var svo mikils metinn. Myndin var gerð á sfð- asta ári en leikstjóri hennar er Marcus Cole. Sjónvarpið kl. 22.05 Geimverur safna liði! Eins og alkunna er ágerist það heldur í seinni tíð að geimverur nemi saklaust fólk á brott og eins og dæmin sanna er þeim sem eiga ferð um Miklubrautina hollast að hafa sóllúguna lokaða og beltin spennt. í Ráðgátum í kvöld kemur rithöfundurinn Jose Chung að máli við Dönu Scully vegna bókar sem hann er að skrifa um geimgísla eða numa eins og Daníel Þorkell Magnússon myndlistarmaður kallar þá. Dana segir honum sögu af ungu pari sem kveðst hafa verið uppnumið en vandinn er sá að vitnum ber ekki saman um atburðinn. Er þetta bara uppspuni í hinum meintu numum eða eru þeir að segja satt, og ef svo er, hvort voru það þá geimverur sem námu fólkið á brott eða útsendarar hersins í einhverjum dularfullum lilgangi? Hægt að fyrirgefa Dagskrá Sjónvarpsins hef- ur hrakað verulega síð- ustu árin, svo mikið að jafn- vel hörðustu stuðningsmönn- um Ríkisútvarps Sjónvarps þykir nóg um. Auglýsinga- mennskan tröllríður allri dagskrárgerð hjá Sjónvarp- inu. Dæmi um þetta er hið sí- vinsæla Dagsljós þar sem Gaui litli er orðinn að átrún- aðargoði allra landsmanna fyrir megrun sína. Gaui er hugaður og þorir í megrun með þjóðinni. Hann er vin- sæll og Dagsljós er vinsælt. Fínt. Þetta er sniðug aðferð hjá Sjónvarpinu til að bregð- ast við litlum tekjum og efla um leið innlenda dagskrár- gerð. Verst hvað auglýsinga- bragurinn er hrikalegur! Ríkisútvarpið Sjónvarp hefur alla tíð tekið góða kippi með sýningum á breskum sjónvarpsþáttum og er von- andi að því verði haldið áfram því að íslendingar skilja húmor manna í Breta- veldi. Breski sjónvarps- myndaflokkurinn Nýi prest- urinn, sem er á dagskrá Sjónvarpsins á sunnudags- kvöldum, er mikill ágætis þáttur, léttur og skemmtileg- ur eins og breskir sjónvarps- þættir eiga vanda til. Nýr prestur kemur til þorpsins Ballykisangel á írlandi og lendir þar í ýmsum ævintýr- um. Hann er ungur og hefur óhefðbundin viðhorf, að minnsta kosti miðað við það sem viðgengst í þessu Utla samfélagi. Þættirnir eru snilldarvel gerðir, vel leiknir og oft smellnir. Dagskrá Sjón- varpsins hefur hrakað veru- lega síðustu árin en eftir sýn- ingar á breskum sjónvarps- þáttum er hægt að fyrirgefa margt. SJONVARP - UTVARP c 0 3 i íSVn 0 SJÓNVARPIÐ 16.15 íþróttaauki. Endursýndar svip- myndir úr handboltaleikjum gærkvöldsins. 16.45 Leiðarljós. (559). (Guiding Light). 17.30 Fréttir. 17.35 Augtýsingatími - Sjónvarpskringt an. 17.50 Táknmálsfréttir. 18.00 Stundin okkar. Endursýning. 18.25 Tumi. (12:44). (Dommel) Hol- lenskur teiknimyndaflokkur. 18.55 Ættaróðallö. (2:12). (Brideshead Revisited). Breskur myndaflokkur frá 1981 í tólf þáttum geröur eftir sam- nefndri sögu breska rithöfundarins Ev- elyn Waugh (1903-1966). Aöalhlutverk leika Jeremy Irons, Anthony Andrews og Diana Quick en auk þeirra kemur fram fjöldi kunnra leikara, t.d. Laurence Olivi- er og John Gielgud. 19.50 Veður. 20.00 Fréttlr. 20.30 Dagsijós. 21.05 Syrpan. Fjallaö er um íþróttaviö- þurði líöandi stundar heima og erlendis. 21.35 Frasler. (17:24). Bandarískur gamanmyndaflokkur. 22.05 Ráðgátur. (18:25). (The X- Files). Atriöi í þættinum kunna aö vekja óhug barna. Sjá umfjöllun. 23.00 Ellefufréttlr og dagskrárlok. ST0Ð 2 09.00 Sjónvarpsmarkaöurinn. 13.00 New York löggur. (14:22). (e). 13.45 Stræti stórborgar (15:20). (Homicide: Life on the Street) (e). 14.30 Sjónvarpsmarkaðurinn. 15.00 Draumalandiö (e). Athyglisveröur þáttur þar sem Ómar Ragnarsson fýlgir áhorfendum á vit draumalandsins. 15.30 Ellen (16:25) (e). 16.00 Marianna fyrsta. 16.25 Snar og Snöggur. 16.50 Jón spæjó. 17.00 Meö afa. 18.00 Fréttlr. 18.05 Nágrannar. 18.30 Sjónvarpsmarkaðurinn. 19.00 19 20. 20.00 Systurnar (22:24). (Sisters) (e). 20.55 Seinfeld (11:23). 21.25 Engin uppgjöf. Sjá umfjöllun. 23.00 Löggan, stúlkan og bófinn. (Mad Dog and Glory). Dramatísk mynd meö háöskum undir- tóni og frábærum leikurum um löggu sem vildi frekar vera listamaöur, bófa sem vildi frekar vera grínisti og konu sem vildi lenda alls staöar annars staö- ar en á milli þeirra. Aöalhlutverk: Robert De Niro, Uma Thurman og Bill Murray. Leikstjóri er John McNaughton. 1993. Stranglega bönnuö börnum. 00.35 Dagskrárlok. STOÐ3 08.30 Heimskaup. Verslun um víöa ver- öld. 18.15 Barnastund. 19.00 Borgarbragur. 19.30 Alf. 19.55 Skyggnst yfir sviðlö. (News Week in Review). 20.40 Mannshvörf. (Beck) (1:6). Bresk spennuþáttaröö frá BBC-sjónvarpsstöö- inni meö Amöndu Redman í aöalhlut- verki. Beck rekur fyrirtæki sem sérhæfir sig í aö leita að fólki sem er saknað. Starfinu fylgja ýmsar uppákomur og þaö er hættulegt en sjaldnast leiöinlegt. Beck ber hag viöskiptavina sinna fyrir brjósti. 21.35 Kaupahéönar. (Traders II). (2:13). Kanadískur myndaflokkur um veröbréfa- sala. 22.25 Fallvalt gengl (1:17). (Strange Luck). Blaöaljósmyndarinn Chance Harper er leiksoppur gæfunnar, ýmist til góös eöa ills. Hlutirnir fara sjaldnast eins og hann ætlar heldur gerist eitt- hvaö allt annaö. Hann stekkur ofan af byggingu með stúlku sem ætlar aö stytta sér aldur. (e) 23.15 David Letterman. 24.00 Dagskrárlok Stöövar 3. SYN 17.00 Spítalalíf. (MASH). 17.30 íþróttaviöburðir í Asíu. (Asian Sport Show). 18.00 Evrópukörfuboltinn. (Fiba Slam EuroLeague Report). 18.30 Hnefaleikar (e). Henry Ak- inwande (núverandi heimsmeistari) og Scott Welch keppa um heimsmeistaratit- ilinn í þungavigt á vegum WBO-sam- bandsins. Aörir kunnir kapþar, sem stíga í hringinn þetta sama kvöld, eru Felix Tri- nidad, Frankie Randall, Terry Norris og Christy Martin sem er fremst kvenna í þessari íþrótt. Umsjón Bubbi Morthens. 21.00 Eddl klippikrumla. (Edward Sciss- orhands). Þriggja stjörnu mynd frá leik- stjóranum Tim Burton meö Johnny Depp, Winonu Ryder og Dianne West í aöalhlutverkum. Eddi klippikrumla er sköpunarverk uppfinningamanns sem féll frá áöur en verkinu var lokiö. Eddi er ýmsum góöum kostum búinn þótt hann sé öðruvísi í útliti en flestir aörir en í staö handa hefur hann flugbeittar og ís- kaldar klippur. 1990. Bönnuö börnum. 22.40 Litla systlr. (Little Sister). Bráös- mellin og óvenjuleg gamanmynd. Ro- berta og Diana eru bestu vinkonur en fáir vita aö Roberta er í raun karlmaður. 1991. 00.15 Spítalalíf (e). (MASH). 00.40 Dagskrárlok. RÁS 1 09.00 Fréttlr. 09.03 Laufskálinn. 09.38 Segöu mér sögu. Njósnir aö næturþeli (8:25). (Endurflutt kl. 19.40 í kvöld.) 09.50 Morgunleikfimi. 10.00 Fréttir. 10.03 Veöurfregnir. 10.15 Árdegistón- ar. 11.00 Fréttir. 11.03 Samfélagiö í nærmynd. 12.00 Fréttayfirllt á hádegi. 12.01 Daglegt mál. 12.20 Hádegisfrétt- Ir. 12.45 Veðurfregnlr. 12.50 Auölindin. 12.57 Dánarfregnir og auglýsingar. 13.05 Þegar þögnin er rofin. Öflin sem rjúfa þögn Vatnajökuls. 13.30 Hádegis- tónlelkar. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarps- sagan. Kristín Lafransdóttir eftir Sigrid Undset. Fyrsti hluti: Kransinn (23:28). 14.30 Miðdeglstónar. 15.00 Fréttlr. 15.03 Miklir hijómsveitarstjórar (2). 15.53 Dagbók. 16.00 Fréttir. 16.05 Tónstiglnn. 17.00 Fréttlr. 17.03 Víðsjá. 18.00 Fréttir. Víðsjá heldur áfram. 18.30 Leslð fyrir þjóöina: Gerpla eftir Halldór Laxness. Höfundur les. (Frum- flutt 1957.) 18.48 Dánarfregnir og aug- lýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Aug- lýslngar og veöurfregnlr. 19.40 Morgun- saga barnanna endurflutt. Barnaiög. 19.57 Tónlistarkvöld Útvarpsins. 22.00 Fréttir. 22.10 Veðurfregnlr. 22.15 Orö kvöldsins: Helgi Elíasson flytur. 22.20 Rösklr útróðramenn óskast. (Áöur á dagskrá 12. desember sl.) 23.10 Andrarímur. 24.00 Fréttir.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.