Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Blaðsíða 15
JDagur-'2Sntmn Fimmtudagur 16. janúar - 27 FÍNA FRÆGA FÓLKIÐ Hún hefur nú ekki hlaupið í spik blessuð stúlkan þrátt fyrir umburðarlyndi lans. að eru ekki allir jafn gæfusamir í ástamálunum og hún Alexandra Paul (strákalega strand- varðastúlkan). Hún hefur auðvitað Ient á stefnmnótum öðru hverju í gegnum árin (skárra væri það nú, verandi strandvörður og allt það), en henni hefur einhvern veginn aldrei liðið rétt vel í slagtogi við bandaríska pilta. Þannig er að hún er nú fyrst (og er sko ekk- ert lambakjöt lengur) búin að finna mann (Ian Murray), og hefur haldið dauðahaldi í hann níu mánuði sam- fleytt, sem hún getur óhrædd étið frammi fyrir. Já, ég segi og skrifa éti, það þykir bara ekki svo sjálfsagt mál að stúlkur sem starfa á sundbolum þurfi að halda líkams- starfseminni gangandi. „Hann er frábær. Hann elskar að horfa á mig borða. Ég segi, „Ég er svöng,“ og hann segir, „Æðislegt - hvað langar þig í?“ Það er ég viss um að hann Þormóður minn myndi einfald- lega segja mér að hunskast inn í eldhús enda veit hann sem víst er að ég er ekki í þessum áhættustrandhópi. Alexandra var seinþroska en andlegur þroski minn hlýtur nú bara að hafa frosið fyrir gelgju því enn er ég ekki farin að æla upp úr mér matnum - komin hátt á fertugsaldur. „Ég hafði engar áhyggjur af þyngd minni fyrr en ég var 14 ára. Þá var ég búlimísk í 12 ár, fyrst með lystarstol og svo bú- limíu,“ hefur Alexandra nýlega ljóstrað upp og þykir henni það vel sloppið enda stúlkur allt niður í 12 farnar að svitna yfir þyngd sinni. r n AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 20. janúar 1997 kl. 20-22 verða bæjar- fulltrúarnir Þórarinn E. Sveinsson og Sigurður J. Sigurðsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 462 1000. Ljóshærði víkingurinn sem umber át stúlkunnar sinnar. Teitur Þorkelsson skrifar Rómantískt kvöld au höfðu ákveðið að festa niður eitt laugardagskvöld til þess að eiga saman sem rómantískt kvöld fyrir þau tvö, enda bæði að vinna svo mikið að þau höfðu sjaldan tíma fyrir hvort annað. Matur og hvítvín voru komin í ísskápinn og þau bæði nýkomin úr sturtu, ilm- andi og hrein, tilbúin fyrir kvöldið. Þegar þau eru að skera grænmetið og komast í róm- antíska gírinn, hringir síminn. Jói frændi kominn í bæinn. Og hann kemur ekki í bæinn nema einu sinni til tvisvar á ári. „Heyrðu maður, jú, það væri frábært. Ég var að vísu búinn að plana annað... hei, bíddu að- eins. Ástin mín, er þér ekki sama þótt við frestum þessu kvöldi okkar aðeins? Jói var að koma í bæinn og bla bla bla.“ Og hún svarar róleg og yfirveg- uð: „Gerðu bara það sem þú vilt, ástin mín.“ Svo þegár hann kemur heim af djamminu klukkan fimm um morguninn og byrjar að fara á fjörurnar við heita og mjúka konuna sína, skilur hann ekkert í því hvaða íshröngull er í hjónarúminu. „Ég hefði nú skilið þetta ef hún hefði bannað mér að fara en þetta er nú alveg fáránlegt, hún sagði mér bara að gera það sem ég vildi.“ Auðvitað vildi konan að hann gerði það sem hann vildi, það er engin spurning, hún hélt bara að hann vildi ofar öllu eyða kvöldinu með sér. - besti tími dagsins! Faxnúmer auglýsingadeildar Akureyri 462 2087 Reykjavík 551 6270 Sími 800 70 80 GRÆNT N V M E R

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.