Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Blaðsíða 4
16 - Fimmtudagur 16. janúar 1997 3Dctgur-®ímTOit lÁtn&údalxuiöt Af eiturefnahemaði mein- dýraeyðis men ningarinnar Jóhannes Sigurjónsson skrifar S AHúsavík er starfandi einn frægast meindýraeyðir íslands, og engin tilviljun að fyrirtæki þessa fyrrverandi meðhjálpara og grafara Húsa- víkurkirkju heitir Meindýra- varnir íslands hf. Menn draga ekkert úr nafngiftum þar í bæ sbr. að þar er skrifað „blað alls mannkyns“. Pessi ágæti maður vinnur þjóðþrifaverk á hverjum degi m.a. með því að úða eitri á hvurskyns kykvendi, svo sem pöddur, silfurskottur, lýs og kakkalakka. Lengi höfum við Þingeyingar álitið að okkar maður ætti ekki sinn líka á landinu og enginn í eiturúðun- arbransanum kæmist með tærnar þar sem hann hefði hæl- ana. En lengi er von á einum og nú berast fréttir úr höfuðborg- inni um að þar sé upp risinn maður sem rúllar yfír Mein- dýravarnir íslands hf. á sviði eiturúðunar. Það bókstaflega þrífíst ekkert kvikt í návist þessa manns sem spúir eitri allt um kring og víðar. Þessi stór- hættulegi einstaklingur er reyndar ekki meindýraeyðir, a.m.k. ekki í bókstaflegum skilningi, því hann starfar í menningargeiranum, og er nánar tiltekið leiklistargagnrýn- andi sjónvarpsins. Hann er því á launum hjá ríkinu og stundar sinn eiturefnahernað gegn leik- list í höfuðborginni undir verndarvæng hins opinbera. Er furða þó forkólfum leik- listarinnar sárni og vilji slá af þennan eiturspúandi krítíker sjónvarpsins? Þarna er á ferðinni mál sem ekki er auðleyst. Og forsvars- menn sjónvarpsins hafa farið meindýraeyðirinn á Húsavík brúkar í sínum útrýmingarher- ferðum gegn skordýrum, þá er því miður ekki hægt að efna- greina skoðanir manna eða álit. Þannig að þegar krítiker sjón- varpsins segir að tiltekinn leik- fram á rök- stuðning leik- húsforkólfa sem styðji þá skoðun að krí- txkerinn úði eitri yfir leik- húslífið í borg- inni en ekki eðalvíni. „Sannið að maðurinn sé að úða eitri,“ segja sjónvarpsforkólfar. Og það verður væntanlega ekki auð- velt. Því þó hægt sé með góðu móti að efnagreina eitrið sem ari sé hraklega lélegur, annar sé í besta falli ömurleg eftir- herma og leik- ritið sem þeir eru að leika í sé gríðarlega klént, svo ekki sé meira sagt, þá er útilokað að sanna að ummælin lýsi yfir- gripsmikilli vanþekkingu mannsins á leikhúsi ellegar ill- vilja hans í garð viðkomandi leikara. Að þessar yfirlýsingar Er furða þó forkólfum leiklistarinnar sárni og vilji slá af þennan eiturspúandi krítíker sjónvarpsins? séu í raun baneitraðar og til þess fram settar að jarða leik- ara og leikrit. Hinsvegar er sá möguleiki fyrir hendi að viðkomandi gagnrýnandi líti í raun og veru á sig sem einhverskonar mein- dýraeyði í menningarlífinu. Að hann telji leikara og leikrit sem að hans dómi rýra orðspor leik- listarinnar, sem meindýr á þessum vettvangi. Og því kjósi hann að úða sínu eitri til að eyða menningarmeindýnmum, svo þúsund skrautblóm fái að vaxa í skrúðgarði leiklistarinn- ar. Auðvitað verða menn aldrei ánægðir með það þegar verk þeirra eru rökkuð niður af sjálf- eða á annan hátt skipuð- um dómurum. Og sýnu verra er að vera sleginn af í beinni út- sendingu í sjónvarpi, en t.d. að fá yfir sig gusu fúkyrða á förn- um vegi frá fýldum vegfaranda. En þetta er eitt af því sem listamenn af ýmsu tagi þurfa að þola, svo og aðrir sem leggja verk sín fyrir dóm almennings, s.s. stjórnmálamenn, íþrótta- menn og jafnvel arkitektar. Hvernig ætli það sé í leiklistar- skólum landsins, skyldu vera kenndir kúrsar þar sem upp- rennandi leikhúsfólki er kennt að þola harkalega eða nei- kvæða gagnrýni? Tvöfóld þjóðvegahátíð Garri er þegar farinn að hlakka til ársins 2.000 þegar íslenskir ráðamenn með Júlíus Haf- stein í broddi fylkingar ætla að halda nýja þjóðvegahátíð á Þingvöllum. Tilefnið er 1000 ára afmæli kristnitök- unnar á íslandi og ef marka má frétt í Degi-Tímanum í gær er ljóst að þetta verður ekki minna mál en lýðveld- ishátíðin sem haldin var fyr- ir þremur árum. Þá var tal- að um að 50 þúsund manns hafi farið á Þingvöll og allt skipulag miðaðist við það. Steinn Lárusson Niðurstaðan varð 50 þús- und manna katastrófa með tilheyrandi kílómetratugum af bílalestum. Þjóðin gekk af göflunum og í hneykslan yf- ir flöskuhálsum og hruninni salernisaðstöðu í þjóðgarð- inum og helstu talsmenn skipulagningarinnar eru orðnar þjóðarandhetjur. Þjóðgarðsvörðurinn á Þing- völlum fyrrverandi hefur lýst með dramatískum hætti í sjónvarpi hvernig þessi 50 þúsund manna þjóðvegahá- tíð gekk gjörsamlega fram af heilsufari hennar þannig að lífshlaup hennar gjör- breyttist. Enn þann dag í dag mega þúsundir manna ekki heyra minnst á nafn Steins Lárussonar án þess að komast í uppnuminn bardagaham, sem kann að vera skýringin á því að hann hefur haldið sig utan sviðsljóssins undanfarin misseri. Júlíus Steinn Lárusson Hafstein í ljósi alls þessa er ekki annað hægt en dást að Júlí- usi Hafstein, sérstökum starfsmanni kristnihátíð- arhaldanna, fyrir að koma fram og tilkynna um helm- ingi stærri hátíð - 100 þús- und manna þjóðvegahátíð árið 2000. Sérstaklega er aðdáunarvert að hann skuli gefa fólki þriggja ára aðlög- unartíma að hugmyndinni en sá aðdragandi getur hka komið í góðar þarfir. Garri til dæmis mun nú drífa sig í að kaupa nokkra pakka af salernispappír, henda þeim í bflinn og fara að drífa sig af stað til Þingvalla. Það er ekki eftir neinu að bíða ef menn ætla á annað borð ekki að lenda í röðinni! Garri.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.