Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Blaðsíða 12
24 - Fimmtudagur 16. janúar 1997
IDagur-'CEímtrat
Bifreiðar og landbúnaðar-
vélar tóku við umboðinu
fyrir Rover bxla í ágúst
síðastliðnum þegar BMW verk-
smiðjurnar keyptu Rover verk-
smiðjurnar. Árangurinn á síð-
asta ári fór fram úr björtustu
vonum manna, þannig að byrj-
unin hefur lofað mjög góðu. Á
síðasta ári seldu Bifreiðar og
landbúnaðarvélar 35 Land Ro-
ver Discovery, 14 Range Rover
bfla og 2 Land Rover Defender,
en það er í rauninni gamli góði
Landróverinn. Þetta er hrein
aukning í bilasölu hjá Bifreið-
um og landbúnaðarvélum, en
þess má geta að árið þar áður
kom enginn nýr Rover bfll til
landsins og árið þar áður lík-
lega einn Range Rover.
Landróverinn, gamli góði, er
mikið endurbættur með gorma-
Qöðrun, endurbættum gírkassa
Bifreiðar og landbúnaðarvélar
Róver í sókn
og 2,5 lítra diesel turbo vél,
þannig að bfllinn hefur breyst
mikið frá fyrri tíð, enda virðist
vera mikill áhugi fyrir honum
hérlendis, ekki síst hjá björgun-
arsveitum og fjallamönnum.
Auk þess er hann klassískur hjá
íslenskum bflaleigum og langi
Landróverinn hefur verið
keyptur í skólaakstur, enda fæst
hann skráður fyrir allt að 11
farþega þegar um skólaakstur
er að ræða.
Bifreiðar og landbúnaðarvél-
ar kynntu einnig nýjan BMW á
síðasta ári, í 500 hnimni og það
er töluvert mikil breyting á
honum frá fyrirrennurunum.
Langur Landróver kostar frá
2.690 þúsund krónum, stuttur
kostar 2.440 þúsund. Discovery
bflhnn kostar frá 2.780 þúsund
og fæst bæði sjálfskiptur og
beinskiptur. Bifreiðar og land-
búnaðarvélar munu leggja
aukna áherslu á Defender bfl-
inn. Nýr og minni bfll er
væntanlegur eftir ár, en sá á að
keppa við bfla eins og RAV og
Suzuki Vitara.
Hekla
Þrj ár gerðir jeppa
A si
l\a
síðustu árum hefur
Hekla hf. sífellt verið að
,uka við úrval jeppa sem
seldir eru hjá fyrirtækinu. Mest
seldi jeppi á íslandi síðastliðin
tvö ár er Mitsubishi Pajero. Vin-
sældir bflsins eru með ólíkind-
um enda jafnasti staðlaður
búnaður og aksturseiginleikar á
við það sem best gerist í dýr-
ustu fólksbifreiðum og verðið er
einungis frá tæpum 2,8 milljón-
um.
Mitsubishi Pajero er fáanleg-
ur með tveimur tegundum
bensínvéla sem gefa 181 eða
208 hestöfl. Díselvélarnar eru
einnig tvær, 2,5 eða 2,8 lítra og
báðar með forþjöppu og milli-
kæli. Meðal búnaðar í Pajero er
fjöðrun og rafhitun í framsæt-
um, rafdrifnar rúður, 31“ Good-
year dekk á álfelgum, fjarstýrð-
ar samlæsingar, stillanlegur
fjöðrunarbúnaður, armpúðar á
sætum ásamt mörgu fleiru sem
eykur þægindi og gerir aksturs-
eiginleikana ógleymanlega.
Nýlega var settur á markað
nýr Mitsubishi L200 sem leysir
af hólmi þann gamla. Sá nýi er
sem fyrr með forþjöppu en nú
er einnig í honum millikælir
sem gefur enn meira afl. L200
er fáanlegur í tveimur útfærsl-
um og verð er frá kr. 2.280.000.
Ekki er hægt að tala um
jeppa án þess að minnast á Kia
Sportage. Kia bflaverksmiðjurn-
ar eru yfir 50 ára gamlar og
fyrirtækið er eitt af fyrstu bfla-
framleiðendum Suður Kóreu
með sölukerfi um allan heim.
Framleiðsla á Sportage hófst
fyrir nímum tveimur árum eftir
ítarlegar prófanir og reynslu-
akstur við erfiðustu skilyrði svo
sem París-Dakar rallið árið
1993 þar sem hann stóðst allar
raunir með prýði. Nú er Kia
framleiddur víðar en í Kóreu,
en til íslands kemur hann frá
Þýskalandi. Sportage jeppinn er
með 2 lítra bensínvél sem gefur
128 hestöfl. Hann fæst bæði
beinskiptur 5 gíra eða sjálf-
skiptur. Verðið á Kia Sportage
er frá kr. 2.030.000.
Ingvar Helgason
Subaru í 20 ár
Ingvar Helgason hefur nú
flutt Subaru inn til íslands í
20 ár. BflUnn hefur reynst
einstaklega vel á landsbyggð-
inni sem ferðabfll, ekki síst yfir
vetrarmánuðina.
Um þessar mundir heldur
Ingvar Helgason upp á 20 ára
afmæli Subaru á íslandi með
því að bjóða Subaru á sérstöku
afmæUsverði, þ.e. Subaru Leg-
acy og Impreza tvflita með
vindskeið, geislaspilara og íjar-
læsingum. Aðeins verða boðin
fáein eintök á þessu tilboði og
er gert ráð fyrir að megnið
verði uppselt þegar blaðið kem-
ur út, slík er eftirspurnin.
Subaru Legacy er fáanlegur í
eftirfarandi útfærslum: Skutbfll
með 2,0 1. vél, sjálfskiptur eða
beinskiptur með tvískiptum
kassa; Stallbakur með 2,0 1. vél,
sjálfskiptur eða beinskiptur;
Outback skutbfll með 2,5 I. 150
ha. vél, sjálfskiptur; Impreza, 5
dyra með 2,0 1. vél, sjálfskiptur
eða beinskiptur, með tvískiptum
kassa; Impreza stallbakur 4
dyra með 2,0 1. vél, sjálfskiptur
eða beinskiptur og Impreza
skutbfll með 1,6 1. vél, bein-
skiptur með tvískiptum kassa.
Nissan jeppar hafa reynst
einstaklega vel hér á landi. Sér-
staklega hefur Nissan Patrol
verið vinsæll bfll hjá íjalla-
mönnum sem eru að kaupa
jeppa til þess að nota við hinar
erfiðustu aðstæður. Oft má sjá í
sjónvarpi að þar sem raflína
hefur gefið sig undan ofsaveðri
eru venjulega komnir á staðinn
harðduglegir viðgerðamenn
RARIK að línunni þar sem hún
hefur bilað langt frá alfaraleið
og hjá þeim stendur Nissan
Patrol. Það eru bestu meðmæli
sem þessi bfll getur fengið að
starfsmenn RARIK velja hann
til notkunar þar sem mest á
reynir.
Nissan Terrano II er mun
léttari bfll. Hann býður upp á
marga möguleika ef menn eru
að hugsa um að breyta bflnum í
íjallatröll. Ilann er fáanlegur
með 2,4 1. bensínvél eða 2,7 1.
díselvél sem er bæði með túr-
bínu og millikæli og skilar
þannig 125 hestöflum. Hægt er
að setja undir þennan bfl 35“
dekk með litlum tilkostnaði.
Þetta er vel rúmur 7 manna bfll
á mjög hagstæðu verði. Auk
þessa eru í boði Nissan Double
Cab og King Cab.