Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Blaðsíða 13

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Blaðsíða 13
|Dagur-'2Kmtmt Fimmtudagur 16. janúar 1997 - 25 VETRARIÞROTTIR s Itakt við vaxandi áhuga fólks á útiveru á vetrum hefur áhugi á ijórhjóladrifnum bíl- um aukist. Æ fleiri kjósa að nýta veturinn til útiveru, t.d. með skíðaiðkun og ferðalögum um hálendið á breyttum jepp- um. Breytingar á jeppum og sú sérstaða sem við íslendingar höfum skapað okkur í vetrar- ferðum á jeppum er þegar orð- in útflutningsvara því útlend- ingar flykkjast hingað sem aidrei fyrr tii að upplifa vetrar- ævintýri á breyttum jeppum. Það er því ekki að undra að breytingar sem auka notagildi bflsins og laða fram eiginieika að óskum hvers viðskiptavinar eru orðnar óaðskiljanlegur þáttur í sölu nýrra bfla á borð við Toyota Land Cruiser. Á sýningunni Vetrarsport um næstu helgi sýnir Toyota á ís- Nýr Toyota Land Cruiser Breytingar og notagildi landi nýju gerðirnar af Toyota Land Cruiser í þremur mismun- andi breyttum útfærslum. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér vel hvaða möguleikar eru í boði við breytingar á þessum nýja bfl. Sérfræðingar Toyota verða einnig á staðnum til skrafs og ráðagerða. Nýji Land Cruiserinn er ein- staklega skýrt dæmi um hönn- un sem hittir í mark enda hafa selst tæplega 200 bflar hérlend- is frá því bíllinn var kynntur í ágúst. Hann er lipur, hljóðlátur og með mjúka íjöðrun, sæti fyr- ir 8 manns og einstaklega kraftmikla 3,0 lítra díselvél eða 3,4 lítra bensínvél. Eiginleikar eins og mikið afl, mýkt og rými fyrir 8 manns er einmitt það sem gerir nýja Land Cruiserinn að þeim eftirlætis bfl sem raun ber vitni. Nýji Land Cruiserinn er einn öruggasti bfllinn í sínum flokki því að í öllum gerðum eru ör- yggispúðar fyrir ökumann og farþega auk ör- yggis- belta sem sjá um að strekkja ökumann og far- þega í framsæti við sætið komi til árekst- urs. í VX og GX gerðun- um hemla- læsivöm staðal- búnaður og þar af leiðandi innifalið í verði bflanna. Toyota á íslandi býður alla velkomna á sýninguna Vetrar- sport um næstu helgi til að fá verð og ítarlegar upplýsingar um það besta sem völ er á í jeppum og jeppabreytingum. Vélin í Musso -Sérstæð og nýtískuleg Lítum aðeins á hina frá- bæru 5 strokka 2,9 lítra vél sem margir aðdáendur Benz dieselbfla þekkja af góðu. Vélin er þýsk hönnun, en hún er smíðuð hjá dótturfyrir- tæki Daimler Benz í Kóreu. Vélaverksmiðjan er að hálfu í eigu SsangYong Motor Comp- any. Flestar vélar Benz verða smíðaðar þar í framtíðinni. Vél- ar af þessari gerð hafa verið í akstri hér á landi um langt ára- bil og algengt er að notkun hafi farið yfír 500 þúsund kflómetra akstur. OM-662 vélin er mjög sér- stæð og nýtískuleg að allri gerð. Helstu einkenni hennar eru mikil snúningsgeta og breitt vinnslusvið. í Musso er véhn fá- anleg 100 hestöfl eða 132 hest- öfl með túrbínu og intercooler. Hámarkstog er þá 190 NM eða 275 NM. Vélin er með 15 gráðu halla sem minnkar álag á slit- hluti. Auk þess gefur hún af sér þýðari gang vegna minna inn- byrðis álags. Forbruni er nýtt hugtak varðandi brennslu eldsneytis í díeselvélum, en það er algengt að gangur þeirra sé grófur og glamrandi, sérstaklega í kulda. Forbruninn fer þannig fram að kveikt er í eldsneytinu nokkru áður en það nær að blandast fyllilega við súrefnið í brennslu- hólfinu. Hinn eiginlegi bruni fer því mjög hratt fram er blönd- unni er þrýst saman eftir að kviknað er í henni að hluta. Við þetta verður gangur vélanna þýður og mengun af útblæstri mun minni. Sjálfvirkir strek- kjarar á reimum vélarinnar koma í veg fyrir ískur í viftu- reimum. Reimarnar eru af þeirri gerð að ekki þarf að skipta um þær á eðlilegum líf- tíma vélarinnar, nema eitthvað utanaðkomandi valdi skemmd- um á þeim. Vökvaundirlyftur tryggja þýðan gang og að aldrei þarf að fara með vélina í ventlastillingu eins og algengt er með margar díeselvélar. Ofanáliggjandi knast- ás íjölgar hestöflunum umfram það sem gengur og gerist í hefðbundnum vélum. Ástæðan er minna tregðuviðnám en er í venjulegum toppventlavélum sem margar eru með kamb- ásinn í blokkinni en ekki ofan á heddinu. Vökvastrekkt tímakeðja tryggir þýðan gang og ná- kvæma samhæfingu (tíma) milli hinna ýmsu snúningshluta vél- arinnar, jafnvel eftir mjög mik- inn akstur. Hægagangráði vélarinnar er stjórnað af hitaskynjara sem mælir hitastig kælivatnsins. Þetta stjórnar ganghraða eftir kaldræsingu þannig að ekki verði óeðlilegt slit á vélinni. Þessi tækni minnkar einnig mengun. Minnsta eyðsla hefur verið mæld allt niður í 6,3 1. á hundr- aðið við kjöraðstæður. Lofthreinsari, soggrein og út- blásturskerfi eru mjög rúm- taksmikil sem þýðir minni há- vaði og betri ending á slithlut- um. Smurkerfi vélarinnar tekur um 10 lítra sem er mun meira en algengt er. Svo mikið olíu- magn skiptir mjög miklu varð- andi endingu vélar. Hún gengur með jafnari hita og hætta á að samloðun olíunnar hverfi vegna hita eða annars er hverfandi. Þetta skiptir sköpum um end- ingu allra véla. Að auki er stór smurkælir í bflnum sem útilok- ar nánast öli hitavandamál með smurkerfið. Þetta eykur enn á endingu. í snertingu við náttúru landsins ...og endaðu ferðina hjá okkur

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.