Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Blaðsíða 7
jOagur-'CCtmmH Fimmtudagur 16. janúar 1997 -19 VETRARIÞROTTIR Líf og Qör á fjölhim Nýr Gæsavatna- skáli rís Síðastliðið vor hófust fram- kvæmdir við nýjan Gæsa- vatnaskála. Dregur hann nafn sitt af samnefndum vötn- um, Gæsavötnum. Þau eru við Vatnajökul norðvestanverðan, eða austanvert við norður- mynni Vonarskarðs. Þar er fjöl- farin og oftast auðveld leið upp á jökulinn og einnig liggur þarna hjá svonefnd Gæsavatna- leið, íjallvegur sem tengir sam- an Öskjuleið og Sprengisands- leið. Þann skála sem fyrir er reisti hinn kunni fjallagarpur Baldur Sigurðsson á Akureyri, títt- nefndur Jökla-Baldur, en hann var frumkvöðull hérlendis í skipulagningu jöklaferða fyrir ferðamenn. Var skálinn m.a. notaður í tengslum við þá starf- semi. Síðan þetta var eru liðin mörg ár og húsið nokkuð farið að láta á sjá, enda geta veður verið válynd á þessum stað. Það er ekkert grín þegar vind- strengurinn af Bárðarbungu og Gamli skálinn í Gæsavötnum. Þar hafa margir verið skjólinu fegnir. Myndir: Halldór. úr Vonarskarði skellur með ofur- krafti á skálaveggn- um. Um nokkurt skeið hafa menn því kann- að möguleika á því að reisa nýjan skála í Gæsavötnum. Úr var að stofnaður var fólagsskapur um skálabygginguna, Gæsavatnafélagið. Meðlimir eru 55 talsins, vélsleða- menn, jeppamenn ^ Nýja húsið er 60 ^ fermetrar að gólf- fleti með rúmgóðri for- stofu og svefnlofti að hluta. og fleiri. Félag vélsleðamanna í Eyjafirði hefur einnig styrkt skálabygginguna. Nýja húsið er 60 fermetrar að gólffleti með rúmgóðri for- stofu og svefnlofti að hluta. Framkvæmdir hófust síðastliðið vor og var húsið gert fokhelt fyrir veturinn. Næsta sumar er áætlað að flytja það á sinn stað við Gæsavötn. Nýja húsið kem- ur í stað þess sem fyrir er og er það gamla til sölu fyrir þá sem hafa áhuga. Leifar um mannvist Þess má til gamans geta að Gæsavötn eru tvö grunn vötn eða tjarnir í 920-940 m hæð yf- ir sjó. Nokkur gróður er um- hverfis vötnin og við volgar lindir sem koma upp í hraun- brún skammt ofan við þau. All- ur gróður er þó mjög háður ár- ferði. í bókinni Landið þitt ís- land kemur fram að kofarústir fundust skammt austan Gæsa- vatna árið 1932. Eru þær í um 1214 m hæð yfir sjó og hafa menn verið með ýmsar getgát- ur um tilurð þeirra. Vera kann að útilegumenn hafi reynt að hafast þarna við tímabundið, þó örugglega hafi slíkt verið erfitt vegna þess hversu staðurinn getur verið illviðrasamur og all- ir aðdrættir eru erfiðir. Einnig hefur komið fram sú hugmynd að kofinn hafi verið afdrep þeirra er fóru um Vatnajökuls- veg til forna. „Frjálsræði og fé- lagsskapur dreg- ur okkur til íjalla“ að er frjálsræðið og fé- lagsskapurinn sem dregur okkur inn til fjalla. Og það er ólýsanlegt að ferðast á fjöll- um í fallegu veðri. Það er nokk- uð sem ekki er hægt að lýsa. Ekki er það síður félagsskapur- inn sem heillar, í gegnum þetta hefur myndast traustur og góð- ur hópur. Síðan hugsa menn allt öðruvísi inni á fjöllum, þótt voðalega erfitt sé að segja í hverju þessu öðruvísi hugsun liggur. Það fólk sem myndar þennan Landmannahellishóp á það allt sammerkt að vera í krefjandi vinnu og hefur því virkilega gott af því að komast frá amstri daganna í annað um- hverfi og andrúmsloft," segir Páll Kristinsson, bæjarverk- stjóri á Selfossi. Samfelldur akvegur breiðdekkjaðra jeppa Árið 1986 mynduðu fimm fjöl- skyldur á Selfossi með sér bandalag um svonefnt Helliskot við Landmannahelli á Land- mannaafrétti. Helliskot er í eigu Eyjólfs Guðmundssonar, bónda og refaskyttu í Hvammi á Landi, en Selfyssingarnir tóku húsið á leigu til fimmtán ára og hafa betrumbætt það þannig að þar er nú sannkallaður sælu- staður þeirra. Á björtum vetrardögum þeg- ar snjór er yfir öllu er hálendið einn samfelldur akvegur breið- dekkjaðra jeppa. í þessum um- hverfi er maðurinn smár, en kannski er það einmitt það sem dregur hann til fjalla; víðáttan og frelsið. Hálendið heillar. „Þá eru ruddaveður afstaðin...“ „Það er ekki hægt að leggja ferðalög um hálendið að vetri til eða á sumrin að jöfnu,“ segir Páll Kristinsson. í ferðum hans og félaga hans inn í Land- mannahelli reynir mannskap- urinn að nota vélsleða í sem ríkustum mæli. Þeir eru gjarn- an teknir af jeppakerrunum efst í Landsveit - og síðan er þeyst á snjóbreiðunni inn í Helliskot og þá er farið um Sölvahraun og svokallaða Dómadalsleið. „Stundum er heppilegra að fara inn í Sigöldu og aka þá Helliskot við Landmannahelli. Myndin er tekin þar innfrá um páska 1992. þeim megin frá inn í Helli. Þetta er þá helst þegar farið er að líða aðeins út á, því snjórinn sjatnar miklu fyrr á Dómadals- leiðinni en sé Sigölduleiðin far- in. En annars förum við ekkert að ráði inn í Landmannahelli fyrr en komið er fram í miðjan mars. Þá eru að mestu leyti af- staðin þessi leiðinda ruddaveð- ur sem áberandi eru oft fyrri hluta vetrar," bætir Páll við. Hlemmifæri um allar þorpagrundir Þeir sem gerst til þekkja segja að Landmannaafréttur sé eitt allra skemmtilegasta vélsleða- svæði landsins. Á góðum dögum sé hlemmifæri um allar þorpa- grundir og frelsinu til ferðalaga séu nær engin takmörk sett. Þannig sé hægur vandi að renna sér niður í Skaftártungur eða inn á Sprengisand. Einnig séu allar leiðir greiðar inn á Vatnajökul, en Helliskotsfólkið hefur einmitt í huga að fara þangað í vetur svo fremi að veður og færð geri slíkt rnögu- legt. -sbs. ^ Fimm fjölskyldur mynda ^ bandalagið um Helliskot. Á þessari mynd eru, frá vinstri talið, hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir og Gunnar Einarsson, Brynhildur Tómasdóttir og Pétur Karlsson, Esther Ragnarsdóttir og Páll Krist- insson og lengst til hægri eru hjón- in Laufey Kjartansdóttir og Ingvi Rafn Sigurðsson. Á myndina vatn- ar fimmtu hjónin; Kristínu Gunn- arsdóttur og Sigurð Pór Sigurðs- SO n. Myndir: Sigurður Bogi.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.