Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Side 15

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Side 15
I Laugardagur 22. február 1997 - 27 ICONUNGLEGA SIÐAN Umburðarlynd eigínkona kvennabósa Að beiðni góðvinar síns w segir BUBBA ykkur nú frá Alexöndru, sem gift var Játvarði VII. og er lang- amma Elísabetar II. Heyrðu, fyrst þú varst að fjalla um brussuna síðast,“ sagði góður vinur minn við mig um daginn, og átti við Karólínu af Brunswick, „værir þú ekki til í að skrifa um hana Alexöndru næst?“ - en þar átti hann við langömmu Elísabetar Bretadrottningar, sem þekkt var fyrir manngæsku og göfuglyndi. Það er við hæfl að reyna að verða við þessu fyrir þennan ágæta vin minn, enda finnst mér þetta val hans endurspegla marga af bestu kostum hans sjálfs. Ég kann þessum góða vini mínum allra bestu þakkir fyrir ágæta bókargjöf um konungsættir og konung- lega siði, sem ég uni mér við að skoða á síðkvöldum. Að beiðni góðvinar síns segir BÚBBA ykkur nú frá Alexöndru, sem gift var Ját- varði VII. og er langamma Elísabetar II. Sú fegursta í Evrópu Það stafar ljóma af nafni Alexöndru, dönsku (og íslensku) prinsessunnar sem varð drottning í Bretaveldi. Sextán ára að aldri þótti hún fegurst prinsessa í Evrópu, hún var hreinlynd og göfuglynd og gerði öllum mönnum gott. Alexandra var dóttir Kristjáns IX. Danakonungs af Schleswig-Holstein- Son- derburg- Gluckburg og Louisu drottning- ar. Hún fæddist í Kaupmannahöfn 1. des- ember 1844 og var skírð Alexandra Caro- line Charlotte Louise Julia. Hún var næst elst sex systkina. Alexandra var sérstak- lega náin Vilhjálmi bróður sínum sem seinna varð Georg I. Grikkjakonungur og Dagmar systur sinni sem giftist Alexander III. Rússakeisara og tók þá upp nafnið María Feodorovna. Elsti bróðir Alexöndru varð Friðrik VIII. Danakonungur. Að Alex- öndru stóðu því sterkir stofnar. Þegar elsta dóttir Viktoríu Bretadrottn- ingar, sem þá var orðin krónprinsessa Prússa, stakk upp á því að Játvarður bróðir hennar, prinsinn af Wales, skyldi kvænast Alexöndru voru þau Viktoría drottning og eiginmaður hennar Albert prins hikandi í fyrstu. Ástæðan var sú að Danmörk hafði þá lengi átt í deilum við Prússa um yfirráð yfir Schleswig-Holstein. Töldu þau að ef prinsinn af Wales myndi kvænast danskri prinsessu gæti það leitt til þess að hin nánu tengsl bresku hirðar- innar og þeirrar prússnesku myndu gliðna. En þau komust að þeirri niður- stöðu að kannski væri þetta ekki svo vit- laus hugmynd. Tengdadóttirin heillaði Viktoríu Játvarður, sem þá var tvítugur að aldri, var þegar orðinn nokkuð lífsreyndur. Hann hafði átt fjölmargar vinkonur, þvælst um allar trissur og skemmt sér. Hann tók hugmynd systur sinnar ekki illa en sagði móður sinni að hann myndi ekki gifast nema hann gæti verið nokkuð viss um að hjónabandið myndi ganga. Þau Játvarður og Alexandra hittust tvisvar sinnum og í seinna skiptið á árinu 1862 bað hann hennar og tók hún bónorði hans. í bréfi til móðnr sinnar segir Ját- varður: „Ég fæ ekki lýst því hversu ham- ingjusaman hún hefur gert mig. Ég vona bara að þetta leiði til hamingju hennar og að ég fái rækt skyldur mínar við hana. Þú mátt treysta því að ég mun elska hana og virða þar til ég dey“. Á sinn hátt átti Ját- varður, sem var einn mesti kvennamaður sem sögur fara af meðal evrópskra kon- ungsætta fyrr og síðar, eftir að halda þessi orð. Skömmu síðar var Alexandra boðuð til Viktoríu drottningar sem vildi kynnast væntanlegri tengdadóttur sinni. Þegar Al- exandra kom til Englands, dálítið kvíðin því að hitta Viktoríu, var henni afar vel fagnað af almenningi og ljóðskáldið Tennyson orti til hennar: „Sea Kings’ daughter from over/ the sea Alexandra! Saxon and Norman and Dane are we, But all of us Danes in our welcome of thee, Alexandra!" Og víst er það að Alexandra heillaði gömlu drottninguna. Viktoría lýsti Alex- öndru þannig að hún væri „one of those sweet creatures who seem to come from the skies til help and to bless the poor mortals and to brighten for a time their path.“ Alexandra átti eftir að uppfylla all- ar væntingar sem gerðar voru til hennar og gott betur. „Alexöndru heltin“ komst í tísku Brúðkaup þeirra Alexöndru og Játvarðar fór fram 10. mars 1863. Hveitibrauðsdög- unum eyddu þau á Isle of Wight og settust síðan að í Marlborough House í London þar sem þau héldu uppi ólíkt glaðværara samkvæmislífi en viðgekkst hjá hirð Vikt- oríu drottningar. Alexandra tók í fyrstu þátt í samkvæmislífinu með eiginmanni sínum en þungamiðjan í lífi hennar varð þegar fram í sótti heimilið og börnin þeirra fimm. Alexandra eignaðist sitt fyrsta barn í janúar 1864. Barnið, sem var drengur og hlaut nöfnin Albert Victor, kallaður Eddy, var líklega einn mesti skaðræðisgripur sem fæðst hefur í bresku konungsfjöl- skylduna a.m.k. á síðari tímum. Hann dó fyrir aldur fram og hafa sumir talið það mikla mildi fyrir bresku þjóðina að þurfa ekki að krýna hann sem kóng. Hin börnin fjögur voru Georg prins, síðar Georg V., prinsessurnar þrjár Louise, Viktoría og Maud, sem seinna varð drottning Noregs. Barneignirnar tóku sinn toll. í kjölfar þeirra þjáðist Alexandra af afar slæmri gigt og gekk hölt. Það sýnir kannski hvað Alexandra var í miklum hávegum meðal Breta að „the Alexandra Limp“ eða „Alex- öndru heltin" varð að tískufyrirbæri og fullfrískar konur tóku að ganga haltar af þeim sökum. Veikindi Alexöndru leiddu einnig til þess að eyrnasjúkdómur sem hún hafði erft frá móður sinni ágerðist. Heyrnin versnaði stöðugt og varð hún nánast heyrnarlaus á efri árum. En áhyggjur Alexöndru snerust ekki einvörðungu um heilsufar heldur hafði eiginmaður hennar fljótlega tekið upp fyrri siði og réði ekkert við lauslætið. Hvað gerir kona við kven- saman eiginmann? Það tók Alexöndru ekki langan tíma að átta sig á því hvað til hennar friðar heyrði með því að vera gift kvensömum manni eins og Játvarði. f stað þess að vera væl- andi og bitur eiginkona vegna lauslætis eiginmannsins, sýndi hún hjákonum hans mikið örlæti. Slíkt umburðarlyndi sýndi Alexöndru sjálfa í góðu ljósi og það varð einnig til þess að ekki féll blettur á heiður eiginmannsins. (A.m.k. varð hann minni en ella). Alexandra var alltaf reiðubúin að Alexandra drottning, eiginkona Játvarðar VII. Bretakonungs. Hér er hún í hinum stórkostlega krýningarklæðnaði. leggja sitt af mörkum til þess að auka virðingu Játvarðar frekar en hitt, þrátt fyrir framhjáhöldin og hneykslismálin sem hann flæktist í. Á sinn hátt hélt hann líka þau orð sem hann skrifaði móður sinni eftir að Alexandra hafði þegið bón- orð hans. Það efast enginn um að hann elskaði Alexöndru og þrátt fyrir allt sýndi hann henni þann sóma sem henni bar, ef frá er talið þetta með hjákonurnar. Lillie Langtry var frægasta hjákonan Samskipti Alexöndru við Lillie Langtry, sem var frægasta ástkona Játvarðar, lýsa kannski einna best mannkostum Alex- öndru. Á árinu 1880, stuttu eftir að Lillie uppgötvaði að hún ætti von á barni, heim- sótti Alexandra hana og nokkrum dögum seinna kom Játvarður einnig í heimsókn. Ekki fer sögum af því hvað þeim fór á milli í þessum heimsóknum en vitað er að ijárhagsvandræði Lillie voru leyst stuttu síðar. Lillie eignaðist dóttur sem skírð var Jeanne Marie. Fæðingu dótturinnar var lengi haldið leyndri en eftir að hún spurð- ist út mörgum árum seinna varð orðróm- urinn magnaður um faðerni dótturinnar og var almennt gengið út frá því að Ját- varður væri faðirinn. Þegar Jeanne Marie komst á giftingaraldurinn taldi Alexandra rétt að sýna stúlkunni sérstaka virðingu svo að mannorð hennar myndi ekki bíða hnekki af þessum þráláta orðrómi. Það gerði Alexandra með því að sjá til þess að Jeanne Marie yrði boðið á tiltekið ball. Þar leitaði Alexandra hana uppi og kynnti stúlkuna persónulega fyrir konunginum fyrir allra augum. Þessi sérstaki hlýhugur drottningar í garð stúlkunnar varð til þess að kveða niður orðróminn og hún giftist síðar þingmanni og eignaðist fimm börn. Þá þykir það einnig sérstakt að þegar Játvarður VII. lá banaleguna þoðaði Alex- andra frú Keppel, aðra fræga ástkonu hans, að dánarbeðinu svo að hún gæti kvatt ástmann sinn. Það hefðu nú ekki allar eiginkonur gert! Gjafmild fram úr hófi Alexandra naut alla tíð mikilla vinsælda í Bretlandi meðal allra stétta. Hún þótti ör- lát og ástúðleg, hún var ötul við að sinna góðgerðarmálefnum sérstaklega hvað snerti hjúkrun og rekstur spítala. Það var sómi og prýði af henni hvar sem hún fór. Hún var jafnvel svo örlát að hún átti það til að gefa nærstöddum þann dýrgrip sem hendi var næst ef henni datt það í hug. Af þeim sökum fól konungurinn Esher lá- varði, sem var einn kurteisasti hirðmað- urinn á þeim tíma, að fylgja Alexöndru eftir og endurheimta dýrgripina svo h'tið bæri á. Eftir að Alexandra hafði nánast tapað allri heyrn dró hún sig að mestu leyti í hlé frá samkvæmish'finu og helgaði sig í ríkari mæli uppeldi barnanna. Ilún eyddi mest- um tíma í Sandringham höll. Hún hafði yndi af hundum og hestum. Þá þótti hún afar fær ljósmyndari og voru m.a. haldnar sýningar á myndum hennar og bók með ljósmyndum sem hún tók varð metsölu- bók. Hún málaði, lék á píanó og hafði yndi af tónleikum, jafnvel þegar heyrnin var farin að daprast. Hún elskaði hann þrátt fyrir allt Mörgum þótti ástæða til þess að hafa samúð með Alexöndru og töldu hana vera vanrækta af eiginmanninum íjöllynda. En það er tæplega liægt að finna slíkum orð- um stoð. Vissulega hefur framferði Ját- varðar ekki aukið á gleði hennar en hún umbar galla hans. Alexandra sagði við Viktoríu systur Játvarðar að morgni brúð- kaupsdagsins: „Þér haldið ef til vill að ég giftist Bertie vegna stöðu hans, en jafnvel þótt hann væri kúreki myndi ég giftast honum og elska engan annan en hann.“ Eftir að Játvarður tók við konungdómi sæmdi hann Alexöndru Garterorðunni ár- ið 1901 og var hún fyrsta konan sem hlaut þann sóma síðan dætur Henrys VII. fengu þessa nafnbót. Játvarður lést árið 1910. í erfðaskrá sinni ánafnaði hann Al- exöndru Sandringhamhöll og bjó hún þar allt til dauðadags ásamt dóttur sinni Vikt- oríu prinsessu. Alexandra dó 20. nóvem- ber 1925 úr hjartaáfalli, þá rétt tæplega 81 árs gömul. Hún var jarðsett við Wind- sorkastala.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.