Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.02.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.02.1997, Blaðsíða 7
Jlagur-Œmmm Fimmtudagur 27. febrúar 1997 -19 Heilt bœjarfélag tekur sig saman þessa dagana til að bijóta niður múra deyfðar og drunga í vetrarmyrkrinu - sem reyndar hopar óðfluga með hverjum degi sem líður. Hvítfjöll blár himinn, klakaskœni á Pollinum og dularfull frostþoka á sveimi stöku sinnunv þetta er Akureyri, sem býður landsmenn velkomna til að dekra við sig í nokkra daga eða daðra við a) elskuna sína, b) sjálfan sig, c) lífið, d) náungann, e) hvað annað sem maður hefur áhuga á að daðra við. (Einhver nefndi vélsleða). Ferðaþjónustufyrir- tœkin bjóða hagstœða samninga á flugi og gistingu, mat- sölustaðir útbúa tilboð, skemmtanabransinn er undirlagð- ur, verslanir opnar lengur og bjóða betur og menningar- og listastofnanir hressa ærlega upp á andann hjá þeim sem eru búnir að fá nóg af skammdeginu. Akureyri býð- ur alla velkomna íforleik að vorh Dagur-Tíminn kynnir það helsta í aukablaði fyrir þá sem vilja skella sérífjörið.. Japanskt dekur Þetta er ævintýri en ef ég á að lýsa þessu aðeins nánar þá eru þetta tveir og hálfur tími af unaðslegu dekri“, segir Ingibjörg Ragnarsdóttir, eigandi nuddstofu Ingu í KA heimilinu á Akureyri, sem bíður í japanskt baðhús um helgina. Aldeilis ágætt á helgi daðurs og dekurs! í hverju felst dásemd hins japanska bað- húss? „Fyrst er farið í nuddpott með alls kon- ar slökunarefnum og á meðan fólk dúllast þar er boðið upp á japanskt snakk, te og ávaxtadrykk. Eftir tuttugu mínútur í pottinum er líkaminn burstaður upp út heitum olíum í um 50 mínútur. Þetta örvar blóðrásina og fólk slakar verulega á. Síðan er það japanska slökunarnuddið sem er öðruvísi en hefðbundið nudd og felst í algjörri slökun. Þetta er svona vellíðunarnudd, enginn sársauki." Margar hendur Hvað er japanskt við þetta? „Sjálf aðferðin við nuddið er japönsk eða austurlensk. Fólki finnst eins og margir séu að nudda vegna þess að við notum hendurnar frá fingurgómum og alveg upp að öxl. Lík- amsburstunin er líka upprunnin frá Japan og heitu olíurnar sem við notum við hana. Til þess að ná fram austurlensku baðhúsa and- rúmslofti bjóðum við síðan upp á japanskar veigar, drykki og snakk.“ Inga segir að hringurinn taki tvo og hálfan tíma og aftekur með öllu að mönnum geti leiðst. „Fólki hður svo vel og kvartar einungis yfir því að við skulum ekki bjóða upp á heimsendingarþjónustu á eftir. Hingað hefur komið stressaðasta fólk og það er alveg stór- kostlegt að fylgjast með breytingunni þegar slaknar á öllu og róin færist yfir.“ Og allt er gert til að loka vestræna ólgu úti. Engin rafmagnsljós eru inni á nuddstofunni, aðeins kertaljós og að sjálfsögðu er leikin austurlensk tónlist. Og svo má ekki gleyma blómunum. Einn eða fleiri Dagsstund í japönsku baðhúsi er bæði fyrir einstaklinga og hópa. Inga segir að sumir kjósi frekar að fara einir í pottinn með slök- unarefnunum en lika sé algengt að allt upp í 10 manna hópar panti saman. „Viðbrögðin hafa verið rosalega góð og það er allt að verða upppantað, en ég ræð við allt og er svo heppin að systir mín er líka lærður nuddari og hún kemur og vinnur með mér þegar brjálað er að gera. - En þetta er auðvitað ekki bundið við þessa dekurdagahelgi heldur er þetta alltaf í gangi.“ Þegar mjög mikið er að gera sjá aðstoðarmenn um líkamsburstunina og að sinna fólkinu í pottinun en Inga og syst- ir hennar sjá um nuddið. Hvað kosta tveir og hálfur tími af slökun? „Það er sama verð fyrir einstaklinga og hópa enda ekki svo mikill munur á, þar sem potturinn tekur aðeins um 20 mínútur. Þetta kostar 3.300 krónur.“ -mar Fimmtudagur 27. febrúar Skautasvellið opið al- menningi milli kl. 19 og 21. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opið frá kl. 13-18.45. Listasafnið opið milli kl. 14 og 18, sýning á mynd- skreytingum úr norrænum barnabókum ásamt sýn- ingu á verkum Ara Alex- anders. PKK spilar á Pollinum, Góði Dátinn „sport pub“ - sýnt frá helstu íþrótta- og tónlistarviðburðum, Fiðl- arinn býður upp á dekur- matseðil á 2.300,- Fiðlara- stofan-Bar dekrar við þig. Föstudagur 28. febrúar Skíðasvæðið í Hlíðaríjalli opið frá kl. 13.00- 18.45. Skautasvellið opið almenningi milli kl. 19 og 21. Listasafnið opið milli kl. 14 og 18, sýning á myndskreytingum úr norrænum barnabók- um ásamt sýningu á verkum Ara Alexand- ers. Leikfélag Akureyrar sýnir „Kossar og kúl- issur“ kl. 20 í Samkomuhúsinu. Freyvangsleikhúsið sýnir ærslaleikinn „Með vífið í lúkunum“ kl. 20.30 í Freyvangi. Miðnæturskíði í Illíðaríjalli frá kl. 21-24. PKK spilar á Pollinum, barinn opinn á KEA, hljómsveitin Himang og Herbert Guð- mundsson í Sjallanum, Góði Dátinn „sport pub“ - sýnt frá helstu íþrótta- og tónlistar- viðburðum, Fiðlarinn býður upp á dekin- matseðil á 2.300,- Fiðlarastofan-Bar dekrar við þig. Laugardagur 1. mars Langur laugardagur í verslunum, opið frá kl. 10-16. Útsölur og ýmis tilboð hjá kaupmönnum. Vélsleðakeppni: Bikarmót í snjókrossi hjá Kappakstinsklúbbi Ak- ureyrar. Keppt verður í meistaraflokki og byijendaflokki. Mótið hefst kl. 14. „Kona verður til“, fyrirlestur Dagnýjar Kristjánsdóttin í Deiglunni kl. 14, haldinn á vegum Gilfélagsins, Amtsbókasafnsins og Há- skólans á Akureyri. Skíðasvæðið í Hhðarijalli opið milh kl. 10 og 17, leikjagarður fyrir börnin. Snjóbrettamót í Hhðarfjalh („Big Jump“/Border Cross"). Skautasvehið opið almenningi mihi kl. 13 og 16. Listasafnið opið mhh kl. 14 og 18, sýning á myndskreytingum úr norrænum barnabókum ásamt sýningu á verkum Ara Alexand- ers. Leikfélag Akureyrar sýnir „Kossar og kúlissur“ kl. 20 í Sam- komuhúsinu. Freyvangsleikhúsið sýnir ærslaleikinn „Með vífið í lúkunum“ kl. 20.30 í Freyvangi. Miðnætursund, sundlaugardiskó frá kl. 21 th 24. PKK sphar á Pollinum. Simnudagur 2. mars Skíðasvæðið í Hhðarfjalli opið milli kl. 10 og 17, leikjagarður fyrir börnin. Snjóbrettamót í Hlíðarfjalli („Big Jinnp“/Border Cross“). Skíðatrimm á gönguskíðum. Skautasvellið opið almenningi mihi kl. 13 og 16. Listasafnið opið mihi kl. 14 og 18, sýning á myndskreytingum úr norrænum barnabókum ásamt sýningu á verkum Ara Al- exanders. Góði Dátinn „sport pub“ - sýnt frá helstu íþrótta- og tónlistar- viðburðum, Fiðlarinn býður upp á dekurmatseðh á 2.300,- Fiðl- arastofan-Bar dekrar við þig.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.