Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.02.1997, Síða 18

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.02.1997, Síða 18
30 - Fimmtudagur 27. febrúar 1997 jOitgur-ÍÍIírmrat RADDIR FODKSINS eiðis... Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri Hversu miklu eyða fslend ingar í utanlandsferðir? S Inóvember síðastliðnum hringdi ég í Sigurð G. Tóm- asson sem sá þá um þáttinn Þjóðarsálina á Rás 2 í Ríkisút- varpinu og bað hann að kanna fyrir mig hve miklum gjaldeyri íslendingar eyddu í ferðalög til útlanda árið 1996. 10. febrúar hringdi ég aftur í Þjóðarsálina og spurði Sigurð G. Tómasson hvað hefði komið út úr þessari athugun hans. Hann sagði mér þá að þrátt fyr- ir mikla eftirgrennslan hefði sér ekki tekist að fá upplýsingar um þetta, ég bað ekki um ná- kvæmar tölur heldur aðeins lauslega áætlun yfir hversu mikilli fjárhaið íslenskir ferða- menn hefðu eytt erlendis í ferðalög og fargjöld til útlanda á árinu 1996. Ég sá í DV á dög- unum að fjöldi íslendinga sem hefur ferðast tU útlanda hefur nær þrefaldast á síðustu 16 ár- um. Og mér heyrist á auglýs- ingum Flugleiða og ekki síður frá ferðaskrifstofunum að enn- þá verði stórfelld aukning á þessu ári. Þó tekur alveg steininn úr þegar ferðaskrifstofirrnar aug- lýsa ferðir með afborgunum á allt að þremur árum. Á síðastliðnu ári var mikið talað um að nauðsyn væri að stækka Leifsstöð á Keflavíkur- flugvelli. Ég vil gera það að til- lögu minni að lagður verði nýr flugvallarskattur á alla sem fara um Keflavíkurflugvöll í utanlandsferðir nema þá sem þurfa að leita sér lækninga er- lendis og einnig þá fáu einstakl- inga sem þurfa nauðsynlega að fara margar ferðir á ári af álíka ástæðum og til dæmis Sophia Hansen. Skattinum skyldi svo verja til stækkunar flugvallar- byggingarinnar. Skatturinn gæti til dæmis verið 1.500 kr. krónur fyrir hverja ferð. Þá, sem á annað borð hafa efni á að ferðast til útlanda á hverju ári, eða jafnvel oft á ári, munar varla mikið um svona skatt sem er í flestum tilfellum minni en 0,5% af heildarkostn- aðinum af því sem menn eyða á þessum ferðalögum. Ég tel það rétt að taka fram að börn innan 10 ára aldurs ættu ekki að greiða neitt skatt. Með svona gjaldtöku safnaðist fljótlega nægilegt fjármagn til þess að stækka Leifsstöðina á Keflavík- urflugvelli. Er það nokkuð ósanngjarnt að þeir sem nota völlinn mest greiði kostnaðinn við að stækka Leifsstöðina? Mér finnst ekki sanngjarnt að fjár- magna þessar framkvæmdir af almannafé, því margir skatt- borgarar nota Flugstöðina aldrei. Þessi mikli straumur fólks til útlanda hygg ég að sé ein höfuðástæðan fyrir hinni miklu skuldasöfnun heimilanna sem oft er rætt um. Sagaúr næturlifinu Það er ekki ofsögum sagt að næturlífið í borginni getur tekið á sig ýmsar skemmtilegar myndir. Eitt föstudagskvöld fyrir skömmu síðan fór einn kunninginn á Kaffi Reykja- vík með vini sínum og eig- inkonu hans. Eins og jafn- an áður var fjölmenni þar innandyra og því skildu leiðir fljótlega í mann- þrönginni. Kunninginn fékk þó sæti við eitt borðið hjá fólki sem hann var málkunnugur. Eftir að hafa rætt við það um nokkra hríð um landsins gagn og nauðsynjar tók hann eftir því að við borðið var komin kona ein sem hann vissi engin deili á. Hún gerði sig hins vegar heimakomna og tók hann tali. Eftir stutta stund kom í ljós að þarna var á ferðinni dönsk lista- kona sem hafði komið til landsins degi áður í boði viðskiptavinar sem þurfti að sinna nokkrum erindum við íslenska starfsbræður sína. Nokkru áður en lista- konan kom á Kaffi Reykja- vík hafði henni lent saman við félaga sinn sem vildi gera hosur sínar grænar fyrir henni uppá hóteh. Eft- ir snarpa orðasennu ákvað hún að yfirgefa hótehð og þennan félaga sinn og hélt á vit ævintýranna í mið- borg Reykjavíkur. Hjálp í nauðum Þegar þarna var komið sögu rann það upp fyrir kunningjanum að konan var ein á báti í borginni og átti hvergi í hús að venda eftir viðskilnaðinn við fé- laga sinn. Enda fór það svo að lokum að danska lista- konan spurði hvort hann gæti ekki skotið yfir hana skjólshúsi þangað til hún færi til síns heima á mánu- dag. Sem betur fer fyrir konuna, þá er þessi kunn- ingi gæðablóð og má ekk- ert aumt sjá, auk þess sem hann býr einn í ágætis 11x00 og hafði því tök á að hýsa konuna án nokkurra vand- ræða. Það varð því úr að hann tók hina dönsku upp á arma sína og bauð henni að dvelja hjá sér um helg- ina. Eins og í góðum ævin- týrum skemmtu þau sér vel um helgina en þau voru mest innandyra því dæmi- gert vetrarveður var bæði á laugardag og sunnudag. Á mánudagsmorgun keyrði kunninginn svo listakon- una upp á Keflavíkurflug- vöh en í mihitíðinni hafði hún neytt færis til að ná í farangur sinn upp á hótel- herbergi. Þótt þetta ævin- týri hafi gengið farsæhega upp, þá gat það alveg eins farið á hinn vegirm ef lista- konan hefði verið ómann- glögg og lent á einhverju fóhnu. Umsjóru Guðmundur R. Heiðarsson. Sigurður Lárusson. Opið bréf til sýslumanns- embættisins í Reykjavík Manndráps- kvœði Sjálfsmorðingja sá ég einn við sígarettu mynnast. Heldur er hann svifaseinn. Samt mun stríðið vinnast. Það kann taka þrjátíu ár þennan eiturlalla. Langþjáður og lungnasár loks þó mun hann falla. En dugir ekki að drepa sig drengnum sjálfsmorðsgjarna. Hann vill líka myrða mig, mannskömmin sú arna. Það er þó ekki nœrri nóg níðing manndrápsgjörnum. Hann keppist við að koma í lóg konu sinni og börnum. Hann eitrar fyrir alla þá sem anda nœrri honum. Fyrir það líða margur má mein og böl - að vonum. Títt og víða týna sér tóbaksreykjarsvelgir. Alla vega ógna þér eiturfísibelgir. LesandL Undirrituð hefur undrað sig á þeim umgengnisrétti sem embættið hefur úrskurðað til handa feðrum. í því sambandi langar mig til að fá svör frá emb- ættinu við nokkrum spurningum. Það er von mín að embættið verði við beiðrú minru, svo ég og aðrir getum áttað okkur á starfs- háttum þess. Ég óska svara á síðum blaðs- ins. 1. Hvaða lög eða reglugerð er stuðst við þegar föður er ekki heimilað að hafa barn sitt næturlangt fram að tveggja ára aldri? 2. Hefur embættið álit sérfræðinga á að sú tilhögun sem að ofan greinir sé barninu fyrir bestu? Ef svo er, frá hvaða sérfróð- um aðilum? 3. Hefur embættið heimild til að skylda föð- ur utan af landi th að dvelja í Reykjavík með barn, þó hann hafi ekki samastað þar? Ef svo er, hvernig hefur embættið hugsað sér að faðirinn eyði tíma sínum með barninu? 4. Hefur embættið heimild til að ráðstafa húsnæði í Reykjavík sem ættingjar feðra utan af landi eiga, án þeirra samþykkis? 5. Hefur embættið heimhd til að svipta fóð- ur þeim rétti sínum að vera með barrn sínu inni á heimili hans meðan samvera þeirra stendur yfir? 6. Ef ekki, hvers vegna gerir embættið það þá? 7. Hefur embættið heimild til að mismuna kynjum, hvað varðar úrskurði um um- gengnisrétt? 8. Hvaða rök hefur embættið fyrir því að í 6 vikna sumarleyfi föður fái hann að hafa barn sitt í viku og ekki að nóttu til? Hvernig ætlast embættið til að faðir utan af landi eyði sumarleyfi með barrú sínu á þennan hátt, sé þetta tilfellið að embætt- ið úrskurði svo einkennilega? 9. Úrskurður um umgengnisrétt er vanda- verk, hagsmunir barns eiga að vera í fyr- irrúmi. Mig langar til að vita hvaða menntun starfsmenn sýsluembættisins sem sjá um úrskurði hafa? Það er svo einlæg von mín að sýslu- mannsembættið svari þessu sem fyrst. Því miður eru svona úrskurðir ekkert einsdæmi hjá embættinu og þykir mörgum nóg um. Ef feður eru á annað borð hæfir til að annast börn sín, því þá að takmarka rétt barnsins til foreldris síns svona. Ég tel að sýslu- mannsembættið brjóti bæði barnalögin og mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóð- anna með slíkum úrskurðum. En nú getur embættið gert grein fyrir vinnureglum sín- um og rökstutt þær. Eftir það mun ég og aðrir skhja betur ákvarðanir embættisins. Með bestu kveðjum, Helga Dögg Sverrisdóttir.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.