Dagur - Tíminn Reykjavík

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Blaðsíða 3
|Dagur-®mmm Laugardagur 12. apríl 1997 - 15 Byggist á bæninni Öll segjast þau vera að vinna að því sama en noti mismunandi leiðir til að ná árangri. Skipti í rauninni með sér verkum og séu sterkari Jjögur saman hvert í sínu lagi. au heita Vigdís Steinþórs- dóttir, Jón Eiríksson, Garðar Björgvinsson og Gísli Andrésson og settu á lagg- irnar í haust andlega miðstöð á Akureyri sem þau kalla Blikið. En hvað er það sem þau fást við? Vigdís verður fyrst fyrir svör- um. Hún segist fást við kristals- heilun sem sé svipuð venjulegri heilun nema hún noti steina, olíur og tónkvíslar sem hjálpar- tæki. „Ég vinn mest með tilfinn- ingar,“ segir hún. Fróðleik um þessa tegund heilunar aílaði hún sér í breskum skóla. Vigdís er jafnfram hjúkrunarfræðing- ur og segir hún þetta tvennt fara mjög vel saman þar sem þekking í hjúkrunarfræðunum komi sér oft vel við heilun. Hlutverk Jóns er einnig að heila þá sem þess óska og hann fær það erfiða hlutverk að út- skýra fyrir blaðamanni í hverju það feÚst. „Þetta er lækninga- orka sem að einhverju leyti kemur frá okkar æðra sjálfi og að einhveiju leyti frá verum af öðru tilvistarsviði," segir Jón og leggur áherslu á að heilun byggist fyrst og fremst á bæn- inni. í rauninni stundi margir heilun án þess að átta sig á því. „Sá sem biður fyrir meðbróður sínum af hjartans einlægni er að heila á sinn hátt,“ segir hann. Miðlun og nudd Garðar er miðill en segist ekki hafa fundið neitt nafn fyrir þá tegund af miðlun sem hann stundi. „Þetta er ekki þessi hefðbundna miðlun þar sem afi og amma koma í heimsókn heldur er ég aðallega að leiða Gísli Andrésson (t.v.), Garðar Björgvinsson, Vigdís steinþórsdóttir og Jón Eiríksson. upplýsingar í gegn og vinn mest með verum sem kalla sig Mika- el og Mattheus," segir hann. Meðal þess sem Garðar gefur upplýsingar um eru fyrri líf og hvaða áhrif þau hafa á líf okkar sem við erum nú stödd í en bænin er honum einnig hug- leikin. „Tvennt virðist ganga í gegn sem rauður þráður. Ann- arsvegar kemur fólk bara til að spyrja um bænina og hinsvegar vill það heyra um tilfinningar og líðan, þ.e. samskipti fólks. Kannski er það einmitt þetta sem sameinar okkur fjögur. Að reyna að skilja þessa hluti og fá þá til að virka.“ Sá ijórði í hópnum, Gísli, er svæðanuddari en margir tengja nudd ekki endilega við andleg málefni. Gísli segir þá tengslin vera sterkari en sýnist. „Þegar ég nudda tengi ég mig og bið um það besta sem ég get veitt viðkomandi,“ segir hann. Hann bendir á að spennan í þjóðfé- laginu sé svo mikil að bara það að fá fólk til að leggjast í klukkutíma og slaka á sé heil- mikil bót. „Kínverjar fara í nudd til að verða ekki veikir. Við förum í nudd þegar við er- um orðin veik,“ segir Gísli og telur þetta lýsandi fyrir ríkjandi hugarfar. Allt of fáir gefi sér tíma til að láta sér líða vel fyrr en þeir séu orðnir svo veikir að þeir megi til. AI Sigrún Kristjánsdóttir er meðal útskriftarnema sem eiga verk á vorsýning- unni. Nemendavorsýning Fimmtíu verk sem minna lítið á hvert annað verða á vor- sýningu Myndlistar- skóla Arnar Inga á morgun. • • rn Ingi leggur áherslu á að vinna persónulega með hverjum nemenda út frá hans áhugasviði og þörfum og því eru verkin mjög fjöl- breytileg og ólík að öðru leyti en því að þau eru flest unnin með olíu- og pastellitum. Öll verkin á sýningunni eru inn- römmuð og vel frá gengin og segir í fréttatilkynningu að oft hafi það gerst á fyrri sýningum að falast hafi verið eftir verkum þó ekki sé um sölusýningar að ræða. Sýningin á sunnudaginn er sú fyrri af tveimur vorsýningum því einn útskriftarnemi, Guð- finna Guðmundsdóttir, mun sýna sérstaklega 11. maí. Sýningin verður aðeins opin á morgun, sunnudag, frá 14-18, og er til húsa í Klettagerði 6 á Akureyri. Þeir sem áhuga hafa á myndlistarnámi geta einnig fengið upplýsingar um sumar- listanámskeið og næsta starfs- ár. AI puvertíð Ung stíílka á Ameðan flestar stúlkur á átjánda árinu lakka negl- urnar (jafnvel þær álímdu) og bera framan í sig farða og meik er ein jafnaldra þeirra á kafi í slorinu, á grá- sleppuveiðum. Já, hún Þórdís Dögg Gunnarsdóttir á Húsavík finnst það ekki toiltökumál að taka þátt í grásleppuvertíðinni þetta vorið með pabba sínum Gunnari Gunnarssyni. Þórdís Dögg verður hissa þegar hún er spurð hvernig henni hafi eigin- lega dottið í hug að fara til sjós og það á grásleppuveiðar. „Hvernig mér datt það í já en af hverju ekki?“ sí þessa unga stúlka og brosir. „Við erum búin að leggja netin svo er bara að vona að veðrið verði sæmilegt þegar þarf að fara að vitja þeirra. Auð- vitað vonumst við eftir góðri vertíð og miklu af hrognum." tíl þess er nú leikurinn gerð- ur vor eftir vor að afla þjóðar- búinu og sér og sínum tekna. Bestu óskir um góða vertíð Þórdís Dögg. GKJ Búið að leggja netin. Þórdís Dögg Gunnars- dóttir, „grásleppustelpa" hvílir sig fyrir næstu törn ásamt litlum vini. Mymt: gkj

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað: 69. tölublað - Blað 2 (12.04.1997)
https://timarit.is/issue/188259

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

69. tölublað - Blað 2 (12.04.1997)

Aðgerðir: