Dagur - Tíminn Reykjavík

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Blaðsíða 12
24 - Laugardagur 12. apríl 1997 ^ttgttr-ílTttttttttt íDagiir-CEmmm 'lvlatarkrókur Síðast voru hjón í Matar- króknum sem skoruðu á hjón sem aftur skora nú á hjón. Þau sem að þessu sinni leggja til uppskriftir eru þau Eygló Jensdóttir og Björn Aust- íjörð, sem eru búsett á Akur- eyri. Björn starfar hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa en Eygló vinnur á skrifstofu, sem ræsti- tæknir og húsmóðir. Og hún viðurkennir að reyndar eigi hún aðalheiðurinn af þessum upp- skriftum. „Hann er ekki mjög liðtækur í eldamenskunni en sér um önnur heimilisverk," segir hún um Björn. Réttina valdi Eygló með tilliti til þess hvað hefur verið vinsælt á heimilinu í gegnum árin. Björn og Eygló skora á syst- ur Eyglóar, Sigrúnu Jensdóttur, og mann hennar Torfa Torfa- son, í næsta Matarkrók. Lambakótelettur 12 stk. kótelettur 3 msk. hveiti 2 tsk. salt 2 tsk. karrý 100 g smjörlíki 2 dl tómatsósa 2 dl vatn IV2 dl rjómi 1 bolli hrísgrjón Hveiti, salti og karrý blandað saman. Kótelettunum velt upp úr blöndunni og brúnaðar á pönnu. Síðan er tómatsósu og vatni bætt á pönnuna og lok sett yfir. Látið krauma við lítinn hita í 10-15 mínútur. Sjóðið hrísgrjónin og setjið í djúpt fat. Raðið kótelettunum ofan á grjónin. Rjóminn settur saman við og látið suðu koma upp. Sósunni hellt yflr. Berið fram með soðnum kartöflum og hrásalati. Fiskipottréttur 800 g ýsuflök 200 g sveppir 300 g rœkjur V blaðlaukur 'A sellerí 1 grœn paprika 1 rauð paprika 2 gulrœtur 1/ dl rjómi 150 g rjómaostur '/2 dós ananas 1 tsk. salt '/2 tsk. pipar '/2 tsk. paprikuduft 1 tsk. karrý 1 laukur 1 stór fiskiteningur Steikið lauk, blaðlauk og sellerí. Bætið paprikum útí, gulrótum og sveppum ásamt ananaskurl- inu og safanum og látið krauma smástund. Setjið rjómaostinn og rjómann útí og látið jafnast út. Parnæst er fiskurinn skorinn í litla bita og settur á pönnuna. Eygló Jensdóttir og Björn Austfjörð. Látið krauma í 8-10 mínútur. Bætið rækjunum síðast saman við og látið malla í ca. 2-3 mín- útur. Berið fram með hrísgrjónum, hrásalati, kartöflusalati, hvít- lauksbrauði eða snittubrauði. Veisluterta 4 eggjahvítur 200gsykur 2 bollar kornflakes 1 tsk. lyftiduft Fylling: '/21 þeyttur rjómi 100 g suðusúkkulaði (brytjað) Krem: '/2 l rjómi 100 g suðusúkkulaði 2 eggjarauður 2 msk. sykur Eggjahvítur og sykur þeytt vel saman. Lyftidufti og kornflakes blandað varlega saman við og sett í 2 tertuform. Bakað í 1 '/2 tíma við 150°C. Eggjarauður og sykur þeytt saman, 100 g af súkkulaði brætt og sett saman við eggja- rauðurnar og sykurinn. Þeytið rjómann og brytjið 100 g af súkkulaði. Setjið rjóma og súkkulaðibita á milli. Hrærið síðan rjóma og súkkulaðibráðn- ingnum saman og smyrjið yfir kökuna. Frystið og takið síðan úr frysti ca. klukkutíma áður en borið er fram. Fljótlegt og vinsœlt 1 bolli hveiti 1 bolli sykur 2 egg 1 tsk. lyftiduft 'A tsk. natron '/2 dós blandaðir ávextir Ofan á deig: 1 bolli kókosmjöl 3A bolli Ijós púðursykur Öllu blandað saman í skál og hellt í eldfast mót. Síðan er blandað saman kókosmjöli og púðursykri sem stráð er yflr og bakað í 30 mínútur við 180°C. Borið fram með ís eða þeytt- um rjóma. LYFTARAR EHF. Vatnagörðum 16. S: 581 2655 Irisman diesel og gaslyftarar Lyftigeta 1.5-4 tonn. Verð frá 1,805.000 kr. m/vsk MMNKSSSSt- Noveltek rafmagnslyftarar, staflarar og handtjakkar frá 500 kg. Verð frá 30,000 kr. m/vsk. Besta verðið í bænum Engiferhnútar Ef þú býrð til hnúta eða snúða úr deiginu í staðinn fyrir venjulegar bollur verður baksturinn skemmtilegri. Þessa engiferhnúta er auðvelt að búa til og fínir til að borða t.d. með osti og marmelaði. 25 g ger 2'/ dl mjólk 2 msk. olía 1 egg 1 msk. sykur 1 tsk. engifer 2 tsk. salt 500 g hveiti Hitið mjólkina þar til hún verður volg og leysið gerið upp í mjólk- inni. Peytið eggið saman við og blandið saman við þurrefnin. Hnoðið deigið og setjið í skál með viskustykki yfir. Látið hefast á hlýjum stað í 1 klukkutíma. Skiptið deiginu í 16 hluta, búið til rúllu úr hverjum hluta og búið til hnút. Raðið hnútun- um á bökunarplötu og látið hef- ast í 15 mínútur. Hrærið einu eggi saman við svolítið kalt vatn og penslið yfir hnútana. Bakið í 250°C heitum ofni í ca. 15 mínútur eða þar til hnútarnir verða orðnir fallega gullinbrúnir. KA-Afturelding í dag, laugardag kl. 16 Forsala aðgöngumiða föstudag og laugardag í Bökval. Boðið verður upp á andlitslitun gegn vægu gjaldi frá kl. 14 á morgun f KA-heimilinu. Mætum mjög túnanlega og athugið að handhafar ársmiða verða að mæta a.m.k. hálftfma fyrir leik. NÚ MÆTA ALLIR GULIR 0G GLAÐIR!

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Gerð af titli:
Flokkur:
Tungumál:
Árgangar:
1
Fjöldi tölublaða/hefta:
414
Gefið út:
1997-1997
Myndað til:
02.10.1997
Útgáfustaðir:
Lýsing:
Fylgir árgangsmerkingu bæði Tímans og Dags. Gefið út samtímis í Reykjavík og á Akureyri. Stundum er efni ekki alveg samhljóma, t.d. á forsíðu þar sem norðanmenn prenta efni er snertir þá en birtist á innsíðu í sunnanútgáfunni. Útgáfa breytist á ný 3. okt. 1997 er Tíminn fellur úr heiti blaðsins og haldið er áfram að gefa út Dag, en þó með sameiginlegri og áframhaldandi árgangsmerkingu Dags og Tímans.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað: 69. tölublað - Blað 2 (12.04.1997)
https://timarit.is/issue/188259

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

69. tölublað - Blað 2 (12.04.1997)

Aðgerðir: