Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Blaðsíða 12
24 - Laugardagur 12. apríl 1997 ^ttgttr-ílTttttttttt
íDagiir-CEmmm
'lvlatarkrókur
Síðast voru hjón í Matar-
króknum sem skoruðu á
hjón sem aftur skora nú á
hjón. Þau sem að þessu sinni
leggja til uppskriftir eru þau
Eygló Jensdóttir og Björn Aust-
íjörð, sem eru búsett á Akur-
eyri. Björn starfar hjá Útgerð-
arfélagi Akureyringa en Eygló
vinnur á skrifstofu, sem ræsti-
tæknir og húsmóðir. Og hún
viðurkennir að reyndar eigi hún
aðalheiðurinn af þessum upp-
skriftum. „Hann er ekki mjög
liðtækur í eldamenskunni en
sér um önnur heimilisverk,"
segir hún um Björn. Réttina
valdi Eygló með tilliti til þess
hvað hefur verið vinsælt á
heimilinu í gegnum árin.
Björn og Eygló skora á syst-
ur Eyglóar, Sigrúnu Jensdóttur,
og mann hennar Torfa Torfa-
son, í næsta Matarkrók.
Lambakótelettur
12 stk. kótelettur
3 msk. hveiti
2 tsk. salt
2 tsk. karrý
100 g smjörlíki
2 dl tómatsósa
2 dl vatn
IV2 dl rjómi
1 bolli hrísgrjón
Hveiti, salti og karrý blandað
saman. Kótelettunum velt upp
úr blöndunni og brúnaðar á
pönnu. Síðan er tómatsósu og
vatni bætt á pönnuna og lok
sett yfir. Látið krauma við lítinn
hita í 10-15 mínútur. Sjóðið
hrísgrjónin og setjið í djúpt fat.
Raðið kótelettunum ofan á
grjónin. Rjóminn settur saman
við og látið suðu koma upp.
Sósunni hellt yflr.
Berið fram með soðnum
kartöflum og hrásalati.
Fiskipottréttur
800 g ýsuflök
200 g sveppir
300 g rœkjur
V blaðlaukur
'A sellerí
1 grœn paprika
1 rauð paprika
2 gulrœtur
1/ dl rjómi
150 g rjómaostur
'/2 dós ananas
1 tsk. salt
'/2 tsk. pipar
'/2 tsk. paprikuduft
1 tsk. karrý
1 laukur
1 stór fiskiteningur
Steikið lauk, blaðlauk og sellerí.
Bætið paprikum útí, gulrótum
og sveppum ásamt ananaskurl-
inu og safanum og látið krauma
smástund. Setjið rjómaostinn
og rjómann útí og látið jafnast
út. Parnæst er fiskurinn skorinn
í litla bita og settur á pönnuna.
Eygló Jensdóttir og Björn Austfjörð.
Látið krauma í 8-10 mínútur.
Bætið rækjunum síðast saman
við og látið malla í ca. 2-3 mín-
útur.
Berið fram með hrísgrjónum,
hrásalati, kartöflusalati, hvít-
lauksbrauði eða snittubrauði.
Veisluterta
4 eggjahvítur
200gsykur
2 bollar kornflakes
1 tsk. lyftiduft
Fylling:
'/21 þeyttur rjómi
100 g suðusúkkulaði (brytjað)
Krem:
'/2 l rjómi
100 g suðusúkkulaði
2 eggjarauður
2 msk. sykur
Eggjahvítur og sykur þeytt vel
saman. Lyftidufti og kornflakes
blandað varlega saman við og
sett í 2 tertuform. Bakað í 1 '/2
tíma við 150°C.
Eggjarauður og sykur þeytt
saman, 100 g af súkkulaði
brætt og sett saman við eggja-
rauðurnar og sykurinn. Þeytið
rjómann og brytjið 100 g af
súkkulaði. Setjið rjóma og
súkkulaðibita á milli. Hrærið
síðan rjóma og súkkulaðibráðn-
ingnum saman og smyrjið yfir
kökuna. Frystið og takið síðan
úr frysti ca. klukkutíma áður en
borið er fram.
Fljótlegt og vinsœlt
1 bolli hveiti
1 bolli sykur
2 egg
1 tsk. lyftiduft
'A tsk. natron
'/2 dós blandaðir ávextir
Ofan á deig:
1 bolli kókosmjöl
3A bolli Ijós púðursykur
Öllu blandað saman í skál og
hellt í eldfast mót. Síðan er
blandað saman kókosmjöli og
púðursykri sem stráð er yflr og
bakað í 30 mínútur við 180°C.
Borið fram með ís eða þeytt-
um rjóma.
LYFTARAR EHF. Vatnagörðum 16. S: 581 2655
Irisman diesel og gaslyftarar
Lyftigeta 1.5-4 tonn.
Verð frá 1,805.000 kr. m/vsk
MMNKSSSSt-
Noveltek rafmagnslyftarar,
staflarar og handtjakkar frá
500 kg. Verð frá 30,000 kr.
m/vsk. Besta verðið í bænum
Engiferhnútar
Ef þú býrð til hnúta eða
snúða úr deiginu í staðinn
fyrir venjulegar bollur
verður baksturinn skemmtilegri.
Þessa engiferhnúta er auðvelt
að búa til og fínir til að borða
t.d. með osti og marmelaði.
25 g ger
2'/ dl mjólk
2 msk. olía
1 egg
1 msk. sykur
1 tsk. engifer
2 tsk. salt
500 g hveiti
Hitið mjólkina þar til hún verður
volg og leysið gerið upp í mjólk-
inni. Peytið eggið saman við og
blandið saman við þurrefnin.
Hnoðið deigið og setjið í skál
með viskustykki yfir. Látið hefast
á hlýjum stað í 1 klukkutíma.
Skiptið deiginu í 16 hluta,
búið til rúllu úr hverjum hluta
og búið til hnút. Raðið hnútun-
um á bökunarplötu og látið hef-
ast í 15 mínútur.
Hrærið einu eggi saman við
svolítið kalt vatn og penslið yfir
hnútana. Bakið í 250°C heitum
ofni í ca. 15 mínútur eða þar til
hnútarnir verða orðnir fallega
gullinbrúnir.
KA-Afturelding
í dag, laugardag kl. 16
Forsala aðgöngumiða föstudag og laugardag í Bökval.
Boðið verður upp á andlitslitun gegn vægu gjaldi frá kl. 14 á morgun f KA-heimilinu.
Mætum mjög túnanlega og athugið að handhafar ársmiða verða að mæta a.m.k. hálftfma fyrir leik.
NÚ MÆTA ALLIR GULIR 0G GLAÐIR!