Dagur - Tíminn Reykjavík

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Blaðsíða 4
16- Laugardagur 12. apríl 1997 ^Drtgnr-®mrhtn Hjónaband listamanna Danskir listamenn ífremstu röð flytja á næstu dögum dagskrá í tali og tónum um œvi sam- landa sinna, hjónanna CarlNielsens ogAnne Marie. Hann var tónskáld og hún myndhöggvari og var samband þeirra oft œði stormasamt. Carl Nielsens er þekktasta tónskáld Dana og Anne Marie náði einnig miklum árangri í list sinni. En framinn í listunum tók sinn toll í einkalíf- inu. Dóttir þeirra, Irmelin, hef- ur gefið leyfi til að bréf sem for- eldrar hennar skrifuðu hvort öðru verði gerð opinber og er dagskráin m.a. byggð á þessum bréfum. Það er leikkonan Fritze Hedemann sem les upp bréf sem Anne Marie skrifaði og Claus Lembek, óperusöngvari við Hið konunglega leikhús í Danmörku, les bréf Carls. Píanóleikarinn Mogens Dalsga- ard spilar síðan tónlist eftir tón- skáldið á milli atriða en Mogens er þekktur píanóleikari sem hefur spilað um víða veröld. Að auki mun Claus Lembek syngja nokkur af lögum Carls. Ferðalög og framhjáhald Margir hafa undrað sig á stormasömu einkalífi tónskálds- ins þar sem tónlist hans ein- kennist af léttleika og glaðværð. Hann og Anne Marie hittust í París árið 1891, urðu yfir sig ástfangin, og giftu sig aðeins tveimur mánuðum seinna. Fljótlega fór að reyna á sam- bandið því vegna listar sinnar var Anne Marie á endalausum ferðalögum um Evrópu. Carl sat einn eftir heima og þetta leiddi til framhjáhalds. Á dag- skránni munu flytjendur stikla á stóru í ævi þeirra hjóna frá Mogens Dalsgaard verður við píanóið á dagskrá sem danskir listamenn flytja um tónskáldið Carl Nielsen og konu hans, Anne Marie, sem var tón- skáld. því þau kynntust og til dauða Carls. Hafnarfjörður, Reykjavík, Akureyri Dönsku fistamennirnir munu flytja dagskrána þrisvar sinn- um. Á morgun, sunnudag, verða þeir í Hafnarborg í Hafn- arfirði og hefst dagskráin þar klukkan 15. Næstur í röðinni er Leikhúskjallarinn í Reykjavík og þar mæta þeir klukkan 21 á mánudagskvöld. Lokasýningin verður síðan í Deiglunni á Ak- ureyri á þriðjudagskvöld klukk- an 21. AI Grænlensk snjóskulptiírahátíð Vel á annað hundrað manns unnu nýlega hörðum höndum í nokkra daga við að móta listaverk úr snjó. Tilefnið var snjóskúlptúra- hátíð í Nuuk í Grænlandi og meðal þátttakenda voru íslend- ingarnir Örn Þorsteinsson og Anna Sigríður Sigurjónssdóttir. Hátíðin var sú fjórða af þessu tagi sem haldin er í Nuuk en ís- lendingar hafa ekki tekið þátt áður. Alls voru um 45 lið, þar af 11 erlendis frá en hin frá Græn- landi. Hvert lið fékk úthlutað ca. 3x3x3 metra stórri snjóblokk sem móta átti að vild og fengu liðin að byrja á laugardags- morgni og þurftu að ljúka fyrir miðjan dag á þriðjudegi. „Þetta var mjög strembið. Ég held ég sé frekar röskur, hef tekið þátt í mörgum maraþon- um og er í fínu formi, en ég kom mér eiginlega alveg fram á bjargbrún og kom örþreyttur til baka,“ segir Örn. Bæði hann og Anna eru félagar í Myndhöggv- arafélaginu í Reykjavík en hvorugt hefur þó fengist við að móta í snjó áður. „Ég er búin að vera að höggva í stein og svo er auðvitað reynslan frá því að vera barn og búa til snjóhús." Örn segir það hafi komið sér og Önnu á óvart hve ljúft og gott efni snjórinn só og spenn- andi að vinna með hann. Hann var líka ánægður með ferðina að því leyti að þau kynntust þarna mörgu skemmtilegu fólki. „Þarna voru m.a. þrír Tékkar sem hafa tekið þátt í mörgum mótum af þessu tagi á norðlægum slóðum.“ Nokkur verk voru verðlaun- uð en verk þeirra Önnu og Arn- ar var ekki þar á meðal. „Við liðum svolítið fyrir að við vorum bara tvö,“ segir Örn en sam- kvæmt reglunum máttu íjórir vera saman í liði. íslendingar fóru þó ekki heim án verðlauna því Örn upplýsir að í hinu norska sigurliði hafi verið einn íslendingur sem búsettur sé í Noregi. AI Séð yfir svæðið þar sem listamenn mótuðu fjölbreytt form úr snjóblokkum. Freyvangs- leikhúsið Sýnum firna fyndinn gamanleik: „Meí> vífib í lúkunum" eftir Ray Cooney Leikstjóri: Hákon Waagé 21. sýning laugard. 12. apríl kl. 20.30 Síðasta sýningarhelgi. Miöapantanir í síma 463 1195 milli kl. 18 og 20. Á öðrum tímum er hægt aö panta í gegnum símsvara.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Gerð af titli:
Flokkur:
Tungumál:
Árgangar:
1
Fjöldi tölublaða/hefta:
414
Gefið út:
1997-1997
Myndað til:
02.10.1997
Útgáfustaðir:
Lýsing:
Fylgir árgangsmerkingu bæði Tímans og Dags. Gefið út samtímis í Reykjavík og á Akureyri. Stundum er efni ekki alveg samhljóma, t.d. á forsíðu þar sem norðanmenn prenta efni er snertir þá en birtist á innsíðu í sunnanútgáfunni. Útgáfa breytist á ný 3. okt. 1997 er Tíminn fellur úr heiti blaðsins og haldið er áfram að gefa út Dag, en þó með sameiginlegri og áframhaldandi árgangsmerkingu Dags og Tímans.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað: 69. tölublað - Blað 2 (12.04.1997)
https://timarit.is/issue/188259

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

69. tölublað - Blað 2 (12.04.1997)

Aðgerðir: