Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Side 16

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Side 16
28 - Föstudagur 12. apríl 1997 LJÓSBROT G S Mynd Gunnar Sverrisson mmm 1« I |P V-', 'wVCi r« 4í5%'-a& ‘ < i v * I f$i I aí . •y/vv.'• •- • • ■ , -.". - JÓHANNESARSÍJALL Falsaðir gemlingar á Himmelbjerget Jóhannes Sigurjónsson skrifar Glæpamenn eru yfirleitt heldur illa þokkaðir af yfirvöldum og almenningi af skiljanlegum ástæðum. Þó eru til glæpamenn sem víða njóta samúðar og jafnvel vin- sælda. Sennilega er Hrói Höttur vinsælasti glæpamaður allra tíma, en einnig má nefna hupp- lega ræningja á borð við Kasper, Jesper og Jónatan, svo og þá bræður í Björne-Banden. SKelmar og bragðarefir hverskonar, sem amríkanar nefna „con-men“ og iðja það helst að svíkja fé út úr forríkum fábjánum með brellum, blöffi og trixum, hafa notið almennra vinsælda um heim allan, nema auðvitað meðai forríkra fá- bjána. í hóp svoddan klækjarefa leyfi ég mér að setja listaverka- falsara. Falskir listunnendur Og því er þessu velt hér upp að nýverið hefur komið í ljós að nokkur stórkostleg og „verð- mæt“ iistaverk eftir heimsfræga íslenska málara hafa reynst fölsuð, og það jafnvel heldur illa folsuð. M.a. hafa sérfræðingar, væntanlega af kóngsbændakyni, rekist á rammíslenska gemlinga í marflötu dönsku landslagi á þessum myndum, sem náttúr- lega gengur aungvan veginn upp, hvorki landfræðilega né listfræðilega. Ég verð að segja það svona persónulega og prívat og það þó ég verði með því álitinn samsek- ur meðreiðarsveinn brotamann- anna, að listaverkafalsarar eru í mínum huga meira ekta en fólk- ið sem kaupir fölsuð listaverk. Fólk sem fjárfestir í fölsuðum listaverkum er auðvitað sjálft falskir listunnendur, því það er ekki að kaupa list heldur merkjavöru. Listgildi kjarasamn- inga Listaverkafalsarar gegna sem sé lykilhlutverki í listaheimin- um, því þeir minna okkur stöð- ugt á stóru spurninguna: hvað er list og hvað er ekki list? Allir eru, a.m.k. opinberlega, sam- mála um að það er útlit og inni- hald verksins sjálfs sem ræður því hvort það telst listaverk eð- ur ei, en ekki hver vann verkið eða til hve margra fiska það er metið. En það er með þetta eins og kjarasamninga á íslandi, all- ir eru sammála um að hækka lægstu launin en það gerist bara aldrei. Og allir eru sammála um að listgildi ráðist alfarið af verk- inu sjálfu, en raunin er sú að það er nafn málarans og upp- sett verð verksins sem í raun ræður því hvort það er talið listaverk eða ekki. Falskir listfræðingar Listaverkafalsarar sem geta málað verk sem „listunnendur" og „listfræðingar“ álíta að sé eftir Van Gogh, Renoir eða Kjar- val, hljóta að hafa skapað verk sem eru frábær listaverk, fyrst færustu menn áh'ta að þau séu eftir heimsins mestu málara. Ef ekki, þá hlýtur það að vera verulega á reiki hvað sé heims- list og hvað rusl, ef klárustu kónar á þessu sviði sjá ekki mun á mynd eftir frístundamál- ara og mynd eftir helstu pensil- bera heimsins. Glæpamennirnir sem fást við fölsun listaverka afhjúpa sem sé og fletta ofan af öllu ruglinu og hræsninni í myndlistarheimin- um og eru því jafn nauðsynlegir og hstaverkakaupendur og sér- fræðingar. Eins og listaheimur- inn kemur almenningi fyrir sjónir, þá er hrein og ómenguð list þar aukaatriði, allt snýst þetta meira og minna um merkjavöru. Levis gallabuxur þurfa ekki að vera betri en gallabuxur frá saumastofu Sig- hvats og Sigrúnar, og auðvitað er ekki hægt að sanna að mynd eftir Rembrandt sé betri eða meira listaverk en mynd eftir falsara sem málar eins og Rembrandt. Enda er mjög á reiki hvað Rembrandt málaði mikið af „sínum“ myndum og hvað nemendur hans, aðstoðar- menn og eftirapendur unnu. Hlutabréfalistaverk Frá sjónarhóli hreinræktaðrar listar eru listaverkafalsarar því alls ekki glæpamenn, heldur þjónar listarinnar. En þegar menn eru farnir að meta list og listaverk eingöngu sem íjárfest- ingar, eins og hlutabréf í gróða- vænlegu fyrirtæki, þá eru lista- verkafalsarar auðvitað ekkert annað en ótýndir þjófar. En þeir sem leggja að jöfnu listaverk og hlutabréf eiga auð- vitað ekki skilið að eiga lista- verk. Og vonandi eiga slíkir eftir að kaupa sem allramest af föls- uðum listaverkum og njóta þeirra vel og lengi.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.