Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Síða 15

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Síða 15
íOaglUv2ItltTÍtTttf. (i|. Lattgandagw; aflKÍbJÆSZ. ^ 2Z aq HEIMSVELDIO US U2. Áreiðanlega ein allra stærsta og vinsælasta hljómsveit samtímans. Með nýju plötunni, Pop, virðist U2 ætla að rísa hærra en nokkru sinni fyrr. egar það spurðist út fyrir allnokkru að nýja lang- þráða platan með stór- sveit stórsveitanna, U2, ætti að bera heitið Pop, runnu tvær grímur á þó nokkra fylgismenn sveitarinnar. Ekki vegna þess að þeim fyndist eitthvað niðr- andi við heitið, eða að það væri út í hött, heldur vegna þess að U2 hefur lengi vel viljað forðast ímyndina sem fólk setur óneit- anlega við þetta áhrifamikla litla orð. Auðvitað eru U2 popp- stjörnur í augum flestra og a.m.k. á seinni árum hafa þeir Bono, The Edge, Larry og Ad- am ekki sparað íburðinn við tónleikahald og fleira. En þeir hafa hins vegar ekki viljað tengjast markaðnum um of, skapað sér einhverja poppara- ímynd og t.a.m. ekki viljað „dæla“ út plötum, heldur gefið þær út með löngu millibili, sem ekki hefur alltaf verið gráðug- um peningamönnum í kringum hljómsveitina að skapi. Það hef- ur samt ekki komið í veg fyrir að peningarnir hafa beinlínis flætt inn og eftirvæntingin jafn- an verið mikil eftir nýrri plötu frá félögunum. í þetta sinn þurftu poppunnendur að bíða í Þetta eru plöturnar U2 hefur nú sent frá sér 11 plöturá 17 ára timabili. Þaraf eru 8 hljóðversplötur, en þrjár eru af tónleikataginu. Hér fylgir listi yfir þær og nokkrar stað- reyndir þeim tengdar. Boy (útg í október 1980) Hefur selst í um 2,5 m. eintaka. Fór í 52. sæti í Bretl. í 63. í Bandar. OCTOBER (október 1981) Hefur selst í um 2,5 m. Náði 11. sæti í Bretl. WAR (Mars 1983) Seld í um 7 m. Náði 1. sæti í Bretl. 12. í Bandar. UNDER A BLOOD RED SKY (Nóvember 1983) Hefur selst í um 7,5 m. 2. sæti í Bretl. 28. í Bandar. THE UNFORGETABLE FIRE (Október 1984) Seld í um 6,5 m. 1. sæti í Bretl. 12. í Bandar. WILDE AWAKE IN AMERICA (mai 1985) Seld í um 2. m. 11. sæti í Bretl. 37. í Bandar. THE JOSHUA TREE (mars 1987) Seld í um 15. m. 1. sæti bæði í Bretl. og Bandar. RATTLE & HUM (október 1988) Seld í um 9,5 m. 1. sæti í báðum löndum ACHTUNG BABY (nóvember 1991) Hefur selst í um 10. m. 2. sæti í Betl. 1. sæti í Bandar. ZOOROPA (júlí 1993) Seld í um 7. m. 1. sæti bæði í Bretl. og Bandar. POP (mars 1997) Á fyrstu þremur vikunum seldist hún ■ um 4. m. eintaka. Er nú áreiðanlega komin í 5 eða 6. Hefur nú bæði náð toppnum í Bretl. og Bandar. auk 20 ann- arra landa a.m.k. heil þrjú ár eftir nýrri eiginlegri plötu frá goðunum. Síðasta plata, Zooropa, kom 1993. 1995 kom aftur á móti hin skringilega Passangersplata frá þeim, sem þeir nú í viðtölum tala ekki svo fallega um, en hún innihélt þó gullkornið Miss Sarajevo þar sem Bono söng ásamt hetjutenórnum Luciano Pavarotti. Platan, sem var unn- in með Brian Eno sem oft áður og fl. var samt ekki undir nafni U2 og lögin flest önnur (sem að nafninu til áttu að vera úr kvik- myndum, er voru svo ekki til) næsta framandi. Nú er hins vegar engin leikara- né til- raunastarfsemi í gangi af slíku tagi, heldur U2 í öllu sínu veldi, heimsveldi, þar sem „Pop“ er þungamiðjan. En áður en lengra er haldið og meir pælt í Pop... þá fyrst þetta!! Upphafið - Mótunin - þróunin Þegar gluggað er í heimildir, sem Qölmargar eru um U2, eru hinir ýmsu poppsagnaritarar og aðrir vísdómsmenn sem ritað hafa um heimstíðarandann, oft ekki alltaf samstíga eða sam- mála frekar en fyrri daginn hvað söguna snertir. Það er t.d. ekki samkomulag í heimildum hvenær þeir piltarnir fjórir byrjuðu nákvæmlega samstarf- ið. En í megindráttum mun upphafið, þróunin og mótunin hafa verið eitthvað á þessa leið. Þeir íjórir, Larry, Andy, Bono og The Edge, sóttu allir sama framhaldsskólann, Mount Temple í Dublin, höfuðborg írska lýðveldisins á árunum 1976-78. Var (og er e.t.v. enn) þessi skóli eins og svo margir fleiri á írlandi, rekinn í trú- ræknislegum anda, en trúin, kærleikurinn og vonin um betri heim hefur einmitt verið eitt helsta akkerið í boðskap U2. Á það sérstaklega við um fyrri hluta ferils hljómsveitarinnar, sem þá blandaðist svo áhrifa- mikð saman við hárbeitta póli- tíska ádeiluna, sem enn þann dag í dag er rík í textum sem og öllu öðru atferli félaganna íjögurra (m.a. stríðsrekstri á Falklandseyjum, aðskilnaðar- stefnuna í S-Afríku, hvalveiði o.m.fl.) Fyrst til að byrja með kölluðu þeir sig The Hype, en hættu því fljótlega og tóku upp nafnið U2 eftir frægri njósna- flugvél Ameríkana. Auk heima- áhrifa, írskri þjóðlaga- og trú- artónlist ýmiskonar, voru það helstu straumar þess tíma, pönkið og diskóið, sem íjór- menningarnir stóðu frammi fyrir í upphafi. Bein áhrif er þó eiginlega ekki hægt að tala um í þessum efnum. Kraftur og reiði pönksins var þó til staðar hjá þeim félögunum, sem og trúar- innblásturinn eins og áður sagði, en ekki svo afgerandi væri og hvað diskóið áhærir er vart hægt að tala um nein áhrif, nema auðvitað síðar meir og þá með óbeinum hætti. í byrjun árs 1978 stigu félag- arnir eiginlega sín fyrstu spor sem hljómsveitin U2. Þá höfðu þeir borið sigur úr býtum í hæfileikakeppni sem bjórfyrir- tækið fræga Guinnes léði nafn við og vakið mikla athygli. Kom þar auga á þá náungi að nafni Jackie Hayden, sem í kjölfarið leiddi þá til samninga við ír- landsdeild CBS útgáfunnar. Á vegum hennar gáfu þeir út 3 laga plötuna U2-3 í október 1979 og vakti hún mikla lukku í heimalandinu. M.a. var hún kosin sú besta það árið af les- endum rokktímaritsins Hot press. Leiddi þetta til þess að hljómsveitin fékk stóran alþjóð- legan samning við Island útgáf- una í apríl 1979 og kom fyrsta smáskífan, 11 o’clock tick tock, út í mánuðinum á eftir. Þannig var að heíjast ferill, sem fáa hefur átt sinn líka á seinni ár- um. Frægðin og framinn Það má segja um tvær fyrstu plötur U2, Boy og October, að þær hafi verið einhvers konar for- eða undirbúningsvinna í átt til framans, forsmekkur að frægðinni, umdeildar, en undir- stöður af því sem koma skyldi. Með þriðju plötunni, War, 1983 (sem tekin var upp eins og fyrri plöturnar tvær af skotanum Steve Lillywhite), var björninn hins vegar að stórum hluta unnin í Bretlandi og með tón- leikaútgáfunni, Under a blood red sky seinna þetta sama ár, var svo leiðin líka greið í Bandaríkjunum. Með Unfor- getable fire 1984, er frægðin og framinn orðin algjör og á henni er fyrsti smáskífusmellur sveit- arinnar fyrir alvöru á heims- vx'su, Pride (in the name of love) er náði í efstu sæti víða og íjallaði um blökkumannaleið- togann bandaríska, Martin Lut- her King (markaði þessi plata líka upphafið að mikilli umfjöli- un Bono um Ameríku, sem hann hefur síðan verið mjög upptekinn af í textum sínum og þá e.t.v. sérstaklega á Joshua tree) Auk þess að tryggja sér sess fyrir alvöru á frægðarstall- inum með Unforgetable fire, byrjar U2 með henni nýjan kafla á ferli sínum. Fram til þessa hafði krafturinn og ein- faldleiki rokksins ráðið mestu, en nú voru yfirvegaðri og mýkri popplaglínur meir áberandi. Þar var Brian Eno líka fyrst mættur til leiks og hefur verið við upptökustjórnina hjá U2 síðan, eða þar til nú á Pop. Með Joshua tree, Rattle & hum og Wide awake in America, þróuð- ust hlutirnir áfram á þessum nótum í takt við æ meiri vin- sældir og umsvif. Ekki voru þó þessi verk óumdeild, en með Achtung baby, sem sem markar upphafið að þriðja kaflanum í ferli U2, þótti hins vegar stein- inn fyrst taka úr, allavega til að byrja með að margra mati. í takt við tíðarandann, flædi danstónlistar af flóknasta tagi, fetuðu Bono og félagar óhrædd- ir inn á þá braut, með þó ótví- rætt sínum einkennum í bland. En þrátt fyrir misjafnt álit héldu vinsældirnar áfram og með Zooropa, tæpum tveimur árum á eftir, 1993, var með enn meir afgerandi hætti tekist á við tækni og tölvugaldra í tónhstar- sköpuninni á kostnað hefð- bundinna hljóðfæra af þeim fél- ögunum. í kringum plötuna og í kjölfarið fylgdi svo tónleikaferð- in Zoo TV, sem er með þeim til- þrifameiri sem sögur fara af. Var enda ekkert til sparað, milljónum dollara eytt í ljósa- búnað og risastóra sjónvarps- skjái sem mótuðu sviðsmynd- ina. Fólk lét sig heldur ekki vanta og munu um 5 milljónir hafa séð Zoo TV. En svo hefur næsta lítið farið fyrir sveitinni. Hún hefur að vísu sent frá sér nokkur lög fyrir bíómyndir og meðlimirnir fjórir baukað ýmis- legt hver í sínu horni eða í mesta lagi tveir saman (fyrir ut- an Passangersdæmið auðvitað sem þeir vilja nú lítið tala um, frá 1995). En í byrjun síðasta mánaðar var nær fjögurra ára bið eftir nýrri U2 plötu á enda með útgáfu Pop. Hvað og hvernig er svo „Pop“? Pop markar líklega upphaf að Qórða kaflanum á ferli U2, sem nú hefur staðið í nær tvo ára- tugi. Fyrir það fyrsta er Brian Eno nú ekki við upptökustjórn- ina, en í hans stað komnir dans og tæknigúrúar á borð við Ho- wie B., Flood og N Hooper. Þannig er platan því full af danstilþrifum, en sýnir þó á móti meiri tilþrif frá The Edge á gítarnum en oftast áður. Önnur andstæða er, að hún er vegna brotthvarfs Enos og tilkomu hinna frjálslegri og lausari í reipunum, full af ólíkum laga- smíðum, rólegum jafnt sem til- þrifameiri, en jafnframt heil- steyptari en sumar aðrar plötur sveitarinnar að mati margra. Smáskífulögin tvö, Discotheque og Stairing at the sun, sem nú er geysivinsælt hérlendis, segja eiginlega alla söguna um and- stæðurnar, sem falla þó vel saman. Hið fyrra er annars vegar danspopp með rokkívafi, sem minnir bæði á nýja og gamla tíma í sögu U2. Hið síð- ara er hins vegar í anda hins meinta deyjandi Britpopps og virkar sem slíkt, frábærlega sem einn af endapunktum þess, ef rétt reynist. Allir plötugagn- rýnendur eru þó ekki jafnhrifn- ir af Pop og hafa m.a. spurt í dómum sínum „hvort fólkið vilji eða þarfnist Pops“. Svarið við því kom aftur á möti strax. Platan fór beinustu leið á topp- inn nær alls staðar þar sem hún hefur komið út. Nú síðast fór hún þá leið í Bandaríkjunum í lok mars og eru löndin nú um 20 til 30 þar sem svo hefur far- ið. Fólkið vill sem sagt „Pop“ og meðan svo er verður U2 áfram við lýði. Lifi heimsveldið U2... Þeir eru Drengirnir Ijórir sem skip- að hafa U2 frá upphafi til þessa dags eru: Paul „Bono“ Hewson söngvari. Fæddur í Dublin 10. maí 1960 Dave „The Edge“ Evans gítarleikari. Fæddur í Barkini, Essex, Englandi 8. ágúst 1961 Adam Clayton bassaleikari Fæddur í Chinnor, Oxfords- hire, Englandi 1960 Laurence „Larry“ Mullen Trommuleikari Fæddur í Dublin, frlandi 31. október 1961

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.